Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ERT ÞÚ
INNBROTI
AÐBÍÐA EFTIR
Öryggiskerfi fyrir heimili & fyrirtæki
· 6 eða 10 öryggissvæði
· Þráðlausir jaðarhlutir
· Símaúthringjari með talvél
· Skjáljós eða stafrænn skjár
· Íslenskar leiðbeiningar
Verð frá kr.:
27.700,-
Jú, jú, þú verður algert æði, alveg eins og löggurnar í útlandinu.
VEÐUR
Kristinn H. Gunnarsson alþing-ismaður á raunverulega ekki
nema tveggja kosta völ vilji hann
halda áfram í pólitík eftir úrslitin í
prófkjöri framsóknarmanna í Norð-
vesturkjördæmi.
Annar kosturinn er sá að leita eftirsamstarfi við Frjálslynda flokk-
inn en hann getur ekki gengið út frá
því sem vísu að þeir taki við honum.
Ástæðan er ein-
faldlega sú að
hann rekst illa í
flokki. En það
gera fleiri í þeim
flokki svo að
hugsanlegt er að
þar eigi hann
möguleika.
Hinn er sá aðhann fari í
sérframboð í kjördæminu. Það er
ekki hægt að útiloka að hann nái
kjöri þar. Kristinn er einn af þeim
stjórnmálamönnum sem höfða til
grasrótarinnar.
Forysta Framsóknarflokksins hef-ur hins vegar náð markmiði sínu
sem var að losna við þingmanninn.
Hann hefur verið til stöðugra vand-
ræða frá því að Framsóknarflokk-
urinn tók við honum.
Sú ákvörðun Framsóknarflokksinsá sínum tíma lýsti ótrúlegu dóm-
greindarleysi þáverandi forystu
flokksins en fyrrverandi samherjar
Kristins á þeim tíma kættust mjög.
Hitt er svo annað mál að þingmennsem ná kosningu með sér-
framboði eftir átök við eigin flokk
sitja sjaldnast lengi á þingi. Þeir eru
einangraðir. Hafa litla möguleika á
að ná nokkrum málum fram eða yf-
irleitt að koma að einhverju gagni
fyrir kjósendur sína.
Nú þegar framsóknarmenn hafalosnað við þennan óvenjulega
þingmann sem fer alltaf sínar eigin
leiðir hvað sem hver segir ættu þeir
að geta hrist af sér slenið og byrjað
að útskýra fyrir þjóðinni hvers
vegna þeir eigi rétt á framhaldslífi.
STAKSTEINAR
Kristinn H.
Gunnarsson
Tveir kostir?
SIGMUND
!
"#
$!
%!!
! &'
(
)
* !
-.
-/
-(
-0
-1
--
1
'
.
.
-/
)*2!
2!
3 2!
3 2!
2!
)*2!
)
%
2!
3 2!
2!
)*2!
)# + !
,- . '
/ ! !
0
+-
!
!
4
/
1
(
1
4
1
4
0
(
-
2!
2!
3 2!
)*2!
3 2!
2!
*%
*%
5
"12
!
1
3 2- 2 4!
1!
& 5# )67!
8 !!)
'
6
7(
7/
-
6
7'
70
/
1
(
8 %
2!
3 2!
2!
)3
93
)
%
2!
2!
8 9! :
;
! "
# # : # !* )
!
<2 < # <2 < # <2
!
:;
;;
!#-
!! %
!
< - -6
<6
* *%
!
3
7
=
2!
< 6 .
< >
-?7-(: 9
=
3
7
6 /
*
- 4
@9 *2
*A
"3(4=
=<4>"?@"
A./@<4>"?@"
,4B0A*.@"
6/?
'/4
/1.
6=.
6=?
6=?
41.
(14
---/
/-1
-?-/
-1'1
-.'4
-6??
-0-'
'-6.
'?1-
-4'-
-6-0
-6/.
-6?-
01/
-46(
-116
-1?'
-1?''''1
/=6
'=-
-=?
'=-
6=.
6=/
6=-
6=1
?=4
-=(
-=-
-=( 6=/
HJÓNIN Kári Jón Halldórsson og
Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir, sem
urðu fyrir barðinu á sjóræningjum í
Karíbahafinu um síðustu helgi, eru
vondauf um að fá nokkuð markvert
til baka af því sem ræningjarnir tóku
frá þeim.
Árásin átti sér stað síðla kvölds
þegar þrír vopnaðir menn komu um
borð í skútu hjónanna þar sem hún lá
við akkeri utan við smáþorp á eyj-
unni Isla Maragrita við Venesúela.
Ræningjarnir bundu hjónin og hót-
uðu með byssum áður en þeir hurfu á
brott með ránsfenginn, en hjónin
telja að tjón vegna ránsins nemi um
1,5 milljónum króna.
Á vefsíðu hjónanna segir Áslaug
að þau hjónin hafi bæði fundið fyrir
sorg og reiði vegna atburðarins. Þau
hafi verið kynnt fyrir konu sem hafi
aðstoðað, farið með þau milli bæja og
talað máli þeirra við skýrslutöku
vegna ránsins. Ekki sé hins vegar
enn búið að finna ræningjana.
Stungið hafi verið upp á því við
þau að bjóða fundarlaun en Áslaug
segir að það hugnist sér ekki. „Ég vil
frekar vinna í heilt ár og kaupa nýjar
nauðsynjar en að greiða óheiðarlegu
fólki fyrir að skila hlutum sem stolið
var frá mér – svo er líka spurning
hvort hægt er að nota hlutina eftir
illa meðferð í ráninu,“ segir hún.
Kári og Áslaug ákváðu fyrir tæp-
um tveimur árum að skipta um lífs-
stíl, og fara í skútuferðalag í tvö ár í
það minnsta. Þau seldu allt sitt á Ís-
landi og lögðu af stað.
Á þessum tveimur árum hafa þau
siglt meðfram austurströnd Banda-
ríkjanna, um Bahama-eyjar, Puerto
Rico, Dóminíska lýðveldið og eyjarn-
ar í Karíbahafinu.
Vondauf um að fá
hluti sína aftur
Á siglingu Kári Halldórsson og Áslaug Aðalsteinsdóttir á Lady-Ann.
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í
Norðausturkjördæmi verður haldið
laugardaginn 25. nóvember nk.
Kjörstaðir eru 22 og auk þess er kos-
ið í Grímsey í dag, miðvikudag. Kjós-
endur þurfa að vera viðbúnir því að
sýna persónuskilríki.
Þátttaka í prófkjörinu er heimil
öllum fullgildum félögum í sjálfstæð-
isfélagi í Norðausturkjördæmi sem
þar eru búsettir og náð hafa 16 ára
aldri prófkjörsdaginn, einnig þeim
stuðningsmönnum Sjálfstæðis-
flokksins sem eiga munu kosninga-
rétt í kjördæminu við alþingiskosn-
ingarnar þann 12. maí nk., og
undirritað hafa inntökubeiðni í sjálf-
stæðisfélag í kjördæminu fyrir lok
kjörfundar.
Alls gefa níu manns kost á sér í
prófkjörinu, sex karlar og þrjár kon-
ur. Kosið er um sex sæti, hvorki fleiri
né færri. Talning atkvæða fer fram
sunnudaginn 26. nóvember.
Hægt er að skrá sig í Sjálfstæð-
isflokkinn á heimasíðu flokksins og
tekið er við inntökubeiðnum þar sem
utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer
fram, hjá formönnum sjálfstæðis-
félaga í kjördæminu og á kjörstöðum
á kjördag.
Nánari upplýsingar eru að finna á
vefritinu www.islendingur.is, heima-
síðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is
og í kynningarblaði sem dreift hefur
verið í hús í kjördæminu.
Níu keppa
um sæti í
NA-kjördæmi