Morgunblaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni
Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík
Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn
K
R
A
FT
A
V
ER
K
MULTÍ VÍT inniheldur 22 valin bætiefni,
12 vítamín og 10 steinefni. Dagleg neysla byggir upp
og stuðlar að hreysti og góðri heilsu.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
FULLTRÚAR Sýslumannsins í
Reykjavík öfluðu gagna hjá tölvu-
fyrirtækinu EJS og Olíufélaginu
ESSO að beiðni Landsteina strengs
(LS), sl. fimmtudag, vegna hugs-
anlegs brots á höfundarréttarlög-
um. Ekki er talið að fyrirtækin tvö
hafi brotið gegn lögunum, heldur
höfðu þau undir höndum hugbúnað
frá þriðja aðila sem talið er að geti
verið byggður á hugbúnaði LS.
Tekist er á um hugbúnað sem
tengir saman kassakerfi á bensín-
stöðvum Olíufélagsins og bensín-
dælur félagsins. Hugbúnaðurinn er
hannaður af fyrirtækinu KLS. EJS
á 20% í því fyrirtæki og seldi Olíufé-
laginu umræddan hugbúnað. LS
óskaði eftir því með gerðarbeiðni að
Héraðsdómur Reykjavíkur fæli
sýslumanni að leita gagna vegna
mögulegra brota KLS á höfundar-
rétti, og féllst dómurinn á slíka leit.
Gunnlaugur Sigmundsson, stjórn-
arformaður LS, segir málið nokkuð
flókið. Forsagan sé sú að starfs-
menn sem unnu hjá EJS hönnuðu
hugbúnað sem tengir saman kassa-
kerfi og dælur. Starfsmennirnir og
hugbúnaðurinn fóru yfir til fyrir-
tækisins Hugar þegar EJS keypti
fyrirtækið. Kögun keypti svo Hug
og starfsmennirnir og búnaðurinn
fóru yfir til LS, sem var tengt Kög-
un.
„Hluti af mannskapnum sagði
upp skömmu síðar, þar á meðal höf-
undur þessa hugbúnaðar,“ segir
Gunnlaugur. Hann segir að höfund-
urinn hafi unnið fyrir LS sem verk-
taki eftir það og því haft aðgang að
hugbúnaðinum. „Svo dúkkaði allt í
einu upp í sölu á Íslandi búnaður
frá fyrirtækinu KLS, sem mér
skilst að hafi starfsstöð í Tékklandi.
Mönnum þykir þessi hugbúnaður
ótrúlega líkur því sem búið var að
hanna áður.“
Jón Viggó Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri EJS, dregur það
stórlega í efa að umræddur hugbún-
aður byggist á hugbúnaði LS. „Ég
held að það sé nánast útilokað að
svo sé, en ég hef engar leiðir til að
sannreyna það á einn eða annan
hátt.“
Þau gögn sem aflað var af sýslu-
manni verða nú geymd hjá honum í
14 daga frá því þeirra var aflað og á
þeim tíma geta lögmenn EJS reynt
að hnekkja úrskurði héraðsdóms
sem leyfir öflun gagnanna. Nú er þó
önnur staða uppi en þegar beðið var
um gagnaöflunina, segir Gunnlaug-
ur hjá LS, aðilar ætli sér nú að ná
samkomulagi í málinu svo ekki þurfi
að nota gögnin sem aflað var.
Fyrirtækin í eigu sömu aðila
Athygli vekur að LS grípi til að-
gerða af þessu tagi gagnvart EJS,
en fyrirtækin eru að hluta til í eigu
sömu aðila. EJS er hluti af Tengi,
sem varð til þegar Dagsbrún var
skipt upp. LS eru hluti af Hands
holding, sem einnig var hluti af
Dagsbrún. Jón Viggó segir ein-
kennilegt að beita þessum aðferðum
í þessu máli. „Mér finnst það stór-
skrítið og mjög alvarlegt að gera
þetta, sér í lagi að vera með þann
málatilbúnað sem menn voru með.“
Gunnlaugur hjá LS segir að þótt
fyrirtæki séu að hluta í eiga sömu
aðila séu það eðlilegir stjórnunar-
hættir að láta þau verja sína hags-
muni, og það sé gert í þessu tilviki.
Leitað vegna ætlaðra
brota á höfundarrétti
Í HNOTSKURN
»Þetta er að líkindum ífyrsta skipti sem reynir á
ný lög sem sett voru síðasta
sumar. Þau heimila dómara að
fela sýslumanni að afla gagna
vegna mögulegra brota á höf-
undarréttarlögum að beiðni
þess sem telur á sér brotið.
»Sá sem leita á hjá fær ekkiað grípa til varna hjá hér-
aðsdómi ef talin er hætta á því
að gögnum verði eytt.
» Í því tilviki eru gögningeymd í tvær vikur hjá
sýslumanni, og hefur sá sem
leitað var hjá þann tíma til að
mótmæla dómsúrskurðinum
og fá honum hnekkt.
LANDMÆLINGAR Íslands hætta útgáfu
landakorta og sölu þeirra á almennum mark-
aði um áramótin samkvæmt nýlegum lögum
um starfsemi stofnunarinnar.
Gunnar Kristinsson, sölustjóri hjá Land-
mælingum Íslands, segir að vegna þessa verði
útgáfuréttur af fimm helstu ferðakortunum
seldur og hætt verði að gefa út önnur kort auk
þess sem reynt verði að selja allan kortalager.
Landakortagrunnarnir eru ferðakort 1:500
000, ferðakort 1–3 1:250 000 (þrjú kort af öllu
landinu), ferðakort 1:750 000, ferðakortabók
1:500 000 og vegaatlas 1:200 000.
Markmiðið með þessari breytingu er að
draga Landmælingar Íslands út úr sam-
keppni við einkafyrirtæki sem sinna kortaút-
gáfu. Gunnar segir að fyrir vikið geti stofn-
unin lagt meiri áherslu á grunnþætti
starfseminnar, landmælingar og grunnkorta-
gerð. Hann segir að umrædd kort og bækur
seljist í samtals um 30.000 eintökum á ári en
auk þess séu nokkur hundruð titlar á lager
sem einnig eigi að selja. Óskað er eftir til-
boðum í grunnana og er sölulýsing á heima-
síðu Ríkiskaupa (www.rikiskaup.is).
Hætta útgáfu
landakorta
SKJÁLFTAVATN hefur hækkað um meira en
einn metra frá því krapastífluð Jökulsá á Fjöll-
um rauf varnargarð og byrjaði að renna inn í
vatnið. Jökulvatnið hefur flætt yfir veg niður
að eyðibýlum, fellt girðingar og spillt gróðri.
Með því að sturta nokkrum bílhlössum af möl á
veg tókst að hindra að gruggugt jökulvatnið
rynni út í Litluá en það hefði spillt hrygning-
arstöðvum.
Frá þeim stað sem áin rauf varnargarðinn
eru um fimm kílómetrar til sjávar. Á þessum
stað rennur Jökulsá á Fjöllum í tveimur
kvíslum og er það sú vestari sem hefur stíflast.
Sveinn Þórarinsson, bóndi í Krossdal, sagði
líklegt að krapastíflan væri neðarlega í kvísl-
en Sveinn sagði að með því að bera í veginn
sem liggur niður að Bakkabæjunum hefði verið
hægt að koma í veg fyrir það. Vegurinn hefði í
staðinn rofnað aðeins neðar en Litlaá sem er
gjöful sjóbirtingsá og hefði alveg sloppið.
Sveinn sagði að áin væri sérstaklega fræg fyrir
stóra sjóbirtinga, um 20 punda.
Aðspurður hver myndi gera við varnargarð-
inn sagði Sveinn að það væri óvíst á þessari
stundu en bætti við að von væri á Halldóri
Blöndal norður í dag.
„Og hann er nú kannski með verkfæri í rass-
vasanum, ég veit það ekki. Hann er nú sá sem
við treystum einna best á hérna,“ sagði Sveinn
kankvís.
inni en það væri þó ómögulegt að segja til um
það með vissu. Spurður um tjón sagði Sveinn
að það væri svo sem ekki ýkja mikið. Þó yrði
dálítið dýrt að gera við varnargarðinn og einn-
ig hefði vegur niður að Bakkabæjunum rofnað
en þeir eru allir eyðibýli. Síðan ætti eftir að
koma í ljós hversu miklar gróðurskemmdirnar
yrðu en á svæðinu hefði Landgræðslan unnið
að uppgræðslu. Sveinn sagði að menn væru að
velta því fyrir sér hvort það yrði að fylla upp í
skarðið á varnargarðinum en hálfpartinn væri
vonast til þess að krapastíflan brysti þannig að
áin færi aftur að renna eftir sínum farvegi.
Stangveiðimenn hafa haft töluverðar
áhyggjur af því að jökulvatn rynni út í Litluá
Morgunblaðið/Hafþór
Stífluð Varnargarðurinn sem á að koma í veg fyrir að Jökulsá á Fjöllum renni út í Skjálftavatn er um 3½ metri á hæð. Í gær stóðu aðeins um 20–
30 sentímetrar af garðinum upp úr og á 40–50 metra bili hafði áin rofið skarð í garðinn. Ástæðan fyrir þessu er krapastífla neðar í ánni.
Vona að krapastíflan bresti
SAMKVÆMT upplýsingum lög-
reglunnar í Reykjavík urðu um
tuttugu umferðaróhöpp í Reykjavík
í gær en ekki urðu þó slys á fólki.
Mikið hefur verið um umferðar-
óhöpp í borginni að undanförnu og
að sögn lögreglu hafa verið skráð
um og yfir tuttugu tilvik daglega.
Skráðum umferðaróhöppum hefur
fjölgað frá því í september ef mið-
að er við sama tíma í fyrra. Að
sögn lögreglunnar eru ástæður
þessarar aukningar ekki ljósar en
talið er að erfið færð og aukinn
umferðarþungi geti haft áhrif. Þá
sé einnig hugsanlegt að fólk kalli
eftir lögregluaðstoð í auknum
mæli.
Fjöldi umferðar-
óhappa í höfuðborginni
RANNSÓKN lögreglunnar í Keflavík á til-
drögum eldsvoðans í íbúðarhúsi við Hring-
braut hinn 6. nóvember er á lokastigi. Eld-
urinn kom upp í barnaherbergi og talið er að
kviknað hafi í út frá fikti með eld. Hefur raf-
magnsbruni verið útilokaður í rannsókninni.
Ung kona og börn hennar tvö sluppu heil á
húfi út úr húsinu en heimiliskötturinn
drapst. Innbú fjölskyldunnar eyðilagðist í
brunanum en tryggingamál munu hafa verið
í góðu lagi.
Rannsókn lögreglunnar í Reykjavík er
einnig lokið á alvarlegum bruna í Ferju-
bakka í Reykjavík þann 7. nóvember. Þar
voru eldsupptökin rakin til opins elds í sófa.
Í brunanum björguðust hjón út úr íbúð sinni
en konan lést á sjúkrahúsi tveim dögum síð-
ar. Maður hennar liggur enn lífshættulega
slasaður á gjörgæsludeild og hefur líðan
hans verið óbreytt frá innlögn.
Kviknaði í eftir
fikt með eld
♦♦♦