Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 1
Afhentu 25 þúsund undirskriftir SVEITARSTJÓRAR Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss ásamt fleira baráttufólki fyrir tvöföld- un Suðurlandsvegar óku frá Selfossi að Aust- urvelli í Reykjavík í gær þar sem þeir afhentu Geir H. Haarde forsætisráðherra 25 þúsund undirskriftir fólks, sem krefst þess að Suður- landsvegur verði breikkaður hið fyrsta. Í sam- tali við Morgunblaðið sagði Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, að hugmyndin um 2+1-veg væri þegar orðin úrelt í ljósi þeirr- ar miklu umferðar sem á Suðurlandsvegi væri. Sagði hún tvöföldun vegarins eina vitið ef byggja ætti til framtíðar. Aldís sagðist afar ánægð með góðar viðtökur jafnt almennings sem ráðamanna, sem hefðu greinilega skilning á þörfinni fyrir úrbætur. Geir sagði það stefnu stjórnvalda að stuðla að breikkun Suðurlands- vegar eins hratt og auðið væri. Morgunblaðið/Golli STOFNAÐ 1913 335. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is aktu enga áhættu! eldu í jólamatinng i SALKA VALKA Í SAMFYLKINGUNNI. JÓN BALDVIN SKRIFAR UM STELPUNA FRÁ STOKKSEYRI >> LESBÓK 15 dagar til jóla Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is VIÐ sýslumannsembættið á Kefla- víkurflugvelli hefur sl. tvö ár verið starfrækt fjögurra manna greining- ardeild sem sinnt hefur gerð reglu- bundins hættumats fyrir utanríkis- ráðuneytið í tengslum við verkefni Íslensku friðargæslunnar í Afgan- istan, á Srí Lanka og víðar. Ekki hefur áður verið greint frá tilvist greiningardeildarinnar en skýrslur hennar hafa að sögn sýslumannsins, Jóhanns R. Benediktssonar, nú þegar haft afgerandi áhrif varðandi ákvarðanatöku hjá friðargæslunni. Tengjast gagnagrunnum Jóhann segir að embætti sitt hafi í gegnum tíðina átt náið samstarf við bandaríska varnarliðið. Eftir 11. september 2001 hafi menn hins veg- ar farið að leita leiða til að dýpka þetta samstarf í því augnamiði að búa svo um hnútana að íslensk stjórnvöld gætu í auknum mæli afl- að upplýsinga milliliðalaust. „Þegar starfsemi friðargæslunnar fór vax- andi og menn juku sín umsvif í Afg- anistan óskaði ráðherraskrifstofan, í utanríkisráðherratíð Davíðs Odds- sonar, eftir því að við myndum gefa skrifstofunni vikulegar skýrslur á þeim svæðum þar sem Íslenska frið- argæslan væri að störfum. Það má segja að boltinn hafi þarna farið að rúlla og við þurftum í framhaldinu að tengjast ákveðnum gagnagrunn- um á sviðum þar sem íslensk stjórn- völd höfðu ekki áður gert sig gild- andi,“ segir Jóhann. Fyrstu misserin hafi þeir tengst gagnaveitunum í gegnum banda- ríska sjóherinn. Um það leyti sem varnarliðið hvarf af landi brott hafi þeir hins vegar verið búnir að þjálfa upp starfsmenn og koma sér upp nauðsynlegum gagnagrunnum og tengingum í sínu eigin húsnæði.  Hin harða | 20–21 Greiningardeild starfrækt hjá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli Sér um hættumat fyrir Íslensku friðargæsluna AFLEIÐINGAR ofbeldis, hvort heldur það er líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt, geta verið varanlegt heilsutjón. Þannig sýna rannsóknir að andleg og líkamleg heilsa kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi er marktækt verri en þeirra kvenna sem aldrei hafa orðið þolendur ofbeldis. Þetta segir Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor í hjúkrunardeild HÍ, sem ásamt fjórum öðrum fræðikonum vinnur að rann- sókn á heilsufarslegum afleiðingum ofbeld- is gegn konum. Nýverið voru lagðir spurningalistar fyrir konur, annars vegar á slysa- og bráðadeild og hins vegar í Miðstöð mæðraverndar. Um 20% svarenda sögðust einhvern tímann hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi. | 6 Ofbeldi hefur áhrif á heilsu 20% svarenda þolendur kynferðislegs ofbeldis ♦♦♦ ALEXIS Bailey, starfs- maður skoskra dýra- verndunarsamtaka, rak upp stór augu þegar pelíkani í þeirra vörslu byrjaði að stíga í væng- inn við hana í bók- staflegri merkingu. Að sögn Baileys, sem er 47 ára, hefur pelíkaninn, sem hefur verið uppnefndur „Rómeó“, verið ástfang- inn af henni allt frá því hún hjúkraði hon- um fyrstu nóttina. Orðlaus yfir daðri pelíkanans Washington. AFP. | Donald Rumsfeld, fráfar- andi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í ræðu þegar hann kvaddi starfsfólk bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins í gær að ótímabær brottflutningur hersins frá Írak myndi vera „hræðileg mis- tök“. Bað hann bandarísku þjóðina að sýna þolinmæði með þeim orðum að stjórnin gæti enn náð fram markmiðum sínum í Írak og Afganistan. Á sama tíma var tilkynnt frá Hvíta húsinu að George W. Bush forseti kynni að tilkynna nýja áætlun hersins í Írak fyrir jól. | 19 Varar við brotthvarfi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.