Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 30
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Karlmenn virðast stundum ekki skilja það. Töskur eru, auk demanta og skófatnaðar, bestu vinir flestra kvenna. Það er ekki nóg að eiga eina tösku og ekki heldur þrjár. Þær fara reyndar ekki hátt niðurstöður rannsókna um hvað konur telji að þær þurfi að eiga margar töskur, hafi þær yfirleitt verið gerðar. Og sem betur fer hefur enginn farið vísindalega í saumana á því hver þörfin er raunveru- lega! Hver væri líka svo harðbrjósta að gera slíka könnun og vilja að konur færu almennt í jólaköttinn? Við vitum al- veg að slík þarfakönnun yrði konum ekki beinlínis í hag. Það er nefnilega annað sem karlarnir skilja oft ekki. Það er skipt um stíl á hverri einustu árstíð. Og nú er sem sagt allt önnur tískuvertíð en í fyrra, svona næstum því. Það eru því ekki bara konur sem sveiflast, taskan sveiflast líka. Þess vegna er ekki hægt að vera með sömu tösku og í fyrra, ekki einu sinni sömu tösku og keypt var í vor, hún er alltof sumarleg. Í ár draga jólatöskurnar fram kvenleikann og ríma vel við demantana (jafnvel þótt þeir séu ekki ekta). Kvik- myndastjörnurnar um miðbik síðustu aldar eru áfram leið- andi áhrifavaldar í hönnuninni, þar er munúð, velúr og glamúr. Beinar línur naumhyggjunnar, klassíkin og tígra- mynstrið sigla samt í kjölfarið svo að í rauninni er sveiflan frekar stór og sveigjanleg. Já, þetta er blessuð vertíð og svo dásamlegt að skoða sig svolítið um í búðunum … Silkimjúk Fjólu- blátt 3.990 kr.Friis Company, rautt 2.690 kr. Oasis Morgunblaðið/Ásdís Tignarleg Þessi formfögru veski eru sannarlega falleg, rautt leðurveski 6.900 kr. og gyllt 5.800 kr. Drangey. Kvikmyndadraumur Þetta veski er í anda kvikmynda- stjarnanna 7.900 kr. Coast. tíska Jólataskan sveiflast Silfurtófa Löguleg og ljóm- andi taska í anda þriðja ára- tugarins. 5.500 kr. aðventan 30 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ó löf og hennar maður, Maríus Midtvik, eru búsett í Ósló ásamt 16 mánaða dóttur sinni, Línu Margréti. Ólöf hefur verið búsett í borginni síðast- liðin fjögur ár og heldur nú upp á jól- in í Noregi þriðja árið í röð. Saknar hún þess að halda jólin heima á Ís- landi? „Ég sakna kannski helst jóla- stemningarinnar heima hjá mömmu og pabba og þess að hitta vini og fjöl- skyldu í kringum jólin. Svo finnst mér líka eitthvað vanta þegar ég tek ekki þátt í að steikja laufabrauð heima hjá ömmu fyrir jólin. Annars held ég að heimþráin til Íslands verði lítil þessi jól, þar sem við verð- um svo heppin að fá foreldra mína, systur og systurson í heimsókn. Auk þess verða hjá okkur tengdafor- eldrar mínir og mágur. Það verður því fyrirtaks blanda af Íslendingum og Norðmönnum hjá okkur þessi jól,“ segir hún. Ólöf bætir þó við að henni finnist maltöl og appelsín vera ómissandi um jól og það lætur hún senda sér frá Íslandi. „Og þar sem mamma og pabbi koma um þessi jól munu þau koma færandi hendi með íslenskt hangikjöt og laufabrauð frá ömmu.“ Af íslenskum jólahefðum segir Ólöf að sér þyki mikilvægast að halda í siði eins og að borða möndlu- graut á aðfangadag og að skórinn verði settur út í glugga 13 dögum fyrir jól þegar Lína dóttir hennar verður örlítið eldri. „Þá finnst mér líka tilheyra að hafa svolítið yfirdrif- ið af jólaljósaseríum eins og er heima á Íslandi í kringum jólin og svo að spila íslenska jólatónlist,“ segir Ólöf. Hún bætir við að hún muni ekki sakna sérstaklega skötunnar sem pabbi hennar er vanur að sjóða úti í bílskúr á Þorláksmessu. Blanda af íslenskum og norskum jólamat Aðspurð segist Ólöf ætla að bjóða upp á hefðbundinn norskan jólamat á aðfangadag. „Í aðalrétt verður ribbe, sem er norska útgáfan af svínarifjasteik, borin fram með súr- káli og títuberjahlaupi. Auk þess berum við fram susisser pylsur með rifjasteikinni, en það eru hvítgráar svínapylsur sem Norðmönnum þykja hið mesta lostæti og bráðnauð- synlegar með jólasteikinni. Í ábæti verður svo multuberjakrem en það er hefðbundinn eftirréttur á norsk- um jólaborðum. Þetta er uppáhalds eftirréttur mannsins míns, en sjálfri finnst mér súkkulaði- og engiferísinn hennar mömmu tilheyra á jólunum.“ Ólöf segir það vera ómissandi hluta af jólaundirbúningnum að tína multuberin sjálf. „Á haustin förum við í fjallabústað tengdafjölskyld- unnar í Þelamerkur-fylki og tínum berin sem síðan eru fryst og notuð á jólunum.“ Á jóladag segir Ólöf stemmn- inguna hins vegar verða alíslenska. Þá munum við gæða okkur á ís- lensku hangikjöti með tilheyrandi brúnuðum kartöflum, rauðkáli og grænum baunum og auðvitað inn- fluttu jólaöli með.“ Ólöf segir jólahald í Noregi og á Íslandi afar líkt. „Það sem mann- inum mínum finnst helst sérstakt við íslensk jól er magnið af jólaseríum og að ljósin eru oft marglit. Hér eru jólaljós eingöngu hvít.“ Þau Maríus ætla þá, eins og svo margir Norðmenn, að nota jólafríið til að fara á gönguskíði. „Það er ynd- islegt að ganga á skíðum í skóginum hér rétt norðan við borgina með Línu á sleða í eftirdragi. Annars geri ég ráð fyrir að jólahaldið verði mjög afslappað og að þeir sem ekki eru á barnavakt lesi í rólegheitum á milli þess sem við sameinumst um að elda mat. Svo vona ég að við vinkonurnar í íslenska mömmuklúbbnum hér í Ósló náum að koma saman með börnin okkar. Við erum orðnar 13 í hópnum og ættum að geta náð ágæt- is jólaballastemningu með 14 börn á aldrinum eins til tveggja ára saman komin,“ segir Ólöf að lokum með bros á vör enda greinilega komin í jólaskap. Multuberjakrem rjómi multuber sykur Það er varla til fljótlegri eft- irréttur. Rjóminn er þeyttur og ber- in sykruð örlítið áður en þeim er blandað varlega saman við rjómann. Gjarnan skreytt með nokkrum multuberjum. Þessi eftirréttur er á borðum langflestra Norðmanna á aðfangadagskvöld. Súkkulaði- og engiferís 2 stór egg 1dl sykur 1 peli rjómi 100 g suðusúkkulaði engifer í sykurlegi Eggin stífþeytt með sykrinum. Rjóminn þeyttur og eggjablöndunni blandað varlega saman við. Súkku- laðið brætt í vatnsbaði og örlitlum rjóma hrært í áður en súkkulaðinu er blandað varlega saman við eggja- og rjómablönduna. Þá er ísinn bragðbættur með smáttskornum engifernum og örlitlu af sykurleg- inum ef vill. Magnið af engifer fer eftir smekk. Ísblandan er fryst a.m.k. hálfum sólarhring áður en á að bera ísinn fram. Íslensk-norsk jól í Ósló Ljósmynd/Hrafnhildur Smáradóttir Uppáhald Svokallað multuberjakrem er á borðum hjá Ólöfu og Maríusi á aðfangadagskvöld. Ólöf Birna Kristjáns- dóttir heldur upp á jólin í Ósló. Hún saknar helst laufabrauðsbaksturs og jólaöls frá Íslandi. Hrafnhildur Smáradótt- ir spjallaði við hana um jólasveinana, litaðar jóla- seríur og jólahaldið í Noregi. Fjölskyldan Ólöf Birna Kristjánsdóttir, Maríus Midtvik og Lína Margrét.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.