Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðjón OttóBjarnason fædd- ist í Böðvarsholti 18. október 1917. Hann lést á sjúkra- húsinu á Akranesi 2. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Bjarnveig K. Vigfúsdóttir, f. 3. október 1885, d. 18. júlí 1956, og Bjarni Nikulásson, f. 20. september 1881, d. 5. júní 1967. Systk- ini Guðjóns voru drengur, f. 29. nóvember 1906, d. 29. nóvember 1906, Karl Nikode- mus, f. 28. maí 1908, d. 6. febrúar 1991, Elís Böðvar, f. 30. mars 1911, d. 15. maí 1986, Sólveig, f. 20. febrúar 1913, d. 1. október 1993, Ólöf, f. 2. október 1915, d. 31. júlí 2002, Vigfús Þráinn, f. 26. febrúar 1921, d. 4. desember 1995, Gunnar Eiríkur, f. 16. nóvember 1922, og uppeldisbróðir Guðjóns var Friðrik Lindberg Márusson, f. september 1981, sonur þeirra Sindri Snær, f. 8. maí 2001. c) Elín Guðný, f. 6. mars 1983. 2) Bjarni, f. 17. ágúst 1955, maki Bjarney Guð- mundsdóttir, f. 22. maí 1955. Synir þeirra eru Guðjón Ottó, f. 23. mars 1977, og Guðmundur Sævin, f. 9. apríl 1983, unnusta Sara Krist- jánsdóttir, f. 18. ágúst 1986. 3) Jó- hann Pétur, f. 28. september 1959, maki Þórey Kjartansdóttir, f. 2. apríl 1960. Synir þeirra eru Kjart- an Már, f. 24. október 1985, og Jón Bjarni, f. 26. september 1987. Guðjón ólst upp í Böðvarsholti og sinnti þar almennum sveita- störfum. Hann vann hjá Búnaðar- sambandi Snæfellinga við plæg- ingar, stundaði sjómennsku í Sandgerði, einnig vann hann hjá Vélsmiðjunni Sindra í Ólafsvík. Guðjón stofnaði Bifreiðaverk- stæðið Berg ásamt þeim Kristófer Guðmundssyni og Sigþóri Guð- brandssyni. Síðustu starfsárin var hann viðgerðar- og vélgælumaður hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og Snæfellingi. Útför Guðjóns verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Ingjaldshólskirkjugarði. 6. mars 1931, d. 17. júní 2004. Guðjón kvæntist hinn 5. nóvember 1949 Kristínu Pétr- únu Jónsdóttur frá Kjalveg, f. 26. júlí 1929, d. 19. janúar 2006. Foreldrar hennar voru Kristín Pétursdóttir, f. 10. maí 1885, d. 5. júlí 1978, og Jón Þorleif- ur Jóhannesson, f. 25. mars 1885, d. 24. febrúar 1971. Börn Guðjóns og Kristínar eru: 1) Krist- ín Jóna, f. 25. mars 1951, maki Gunnar H. Hauksson, f. 29. októ- ber 1946. Börn þeirra eru a) Krist- ín Pétrún, f. 30. desember 1969, maki Garðar Sigurmon Guð- mundsson, f. 21. ágúst 1966, synir þeirra Guðmundur Gunnar, f. 15. október 1991, og Hilmir Hrafn, f. 19. ágúst 1999. b) Matthías Páll, f. 4. apríl 1978, sambýliskona Kristín Helga Guðjónsdóttir, f. 11. Mætur maður er genginn. Tengdafaðir minn elskulegur, Guð- jón Bjarnason, er látinn. Þótt við sem eftir stöndum syrgjum, getum við huggað okkur við það að nú hef- ur hann Guðjón aftur hitt hana Diddu sína og saman geta þau hald- ið sín jól, þótt á annan hátt sé nú, eins og þau hafa getað gert und- anfarin rúm 50 ár. Guðjóni kynntist ég fyrir 30 árum er ég kom inn í fjölskylduna á Enn- isbraut 18 í Ólafsvík sem tilvonandi tengdadóttir. Strax var mér tekið af hlýhug og elsku og fyrstu kynni okkar Guðjóns eru mér ógleyman- leg og verður sú stund geymd okk- ar á milli, Guðjón minn. Ævinlega var stutt í glensið hjá þér og þær eru ófáar vísurnar sem þú hefur sett saman um ævina, vís- ur bæði um menn og málefni. Ekkert var það til sem þú ekki vildir gera fyrir okkur, börnin þín og tengdabörn og seinna, barna- börn og barnabarnabörn enda varstu elskaður og virtur af okkur öllum. Samband ykkar Diddu einkennd- ist af ást og virðingu fyrir hvort öðru og var okkur öllum einstök fyrirmynd. Aldrei varð ykkur sund- urorða og ekki máttuð þið af hvort öðru sjá og þess vegna er svo gott að vita að nú eruð þið aftur saman. Barnabörnin og barnabarnabörn- in sjá nú á eftir góðum og blíðum afa og sakna. Elsku Bjarni minn, Jóhann og Jóna, þið sjáið nú á eftir yndisleg- um föður aðeins rúmum 10 mán- uðum eftir að þið kvödduð móður ykkar. Það er erfitt, en þið látið ekki bugast, heldur fagnið því að mamma og pabbi eru aftur eitt, eins og þau hafa alltaf verið. Guðjón minn ég tel það forrétt- indi að hafa fengið að kynnast þér. Ég geymi í hjarta mér allar góðu minningarnar sem mér hafa áskotn- ast í gegnum árin. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Bjarney. Kurteisi, hæverska, gamansemi, ljúfmennska og svo Mackintosh’s- dós er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég á að lýsa honum afa mínum, Guðjóni Ottó Bjarnasyni, sem við kveðjum nú á aðventunni. Dósina var hann með undir hend- inni fyrir nestið sitt þegar hann fór í vinnu en hitt bar hann í hjartanu. Það er skrýtið hvernig örlögin taka í taumana en fyrr á þessu ári dó hún amma en þau afi voru gift í 57 ár og aldrei aðskilin á jólunum og því var ekki breytt í ár þó um langan veg væri fyrir hann að fara. Afi átti nokkra bíla um ævina og suma nefndi hann með nafni eins og til dæmis Móalingur, Vorboði og svo síðasti bíllinn sem hann átti var garmurinn hann Ketill og þótti mér gaman að fá að fara með þeim ömmu í bíltúr í sveitina hans afa, Staðarsveit, en þá sungum við amma hin ýmsu dægurlög og afi kenndi mér að þekkja hverja þúfu og hvert vatn í sveitinni. Minni- stæðasta nafnið var vatnið Kúka og eina nafnið sem ég mundi lengi vel. Þegar afi hafði lokið vinnudegi á bílaverkstæðinu Berg átti hann eft- ir að fara í fjárhúsin sem hann var með á bökkunum við heimili sitt og gefa kindunum sínum og var það voðalegt sport að fara með honum út í hús til að gefa en því fylgdi líka heyskapur á sumrin og fékk ég að kynnast því að ganga á garða og snúa heyinu inn í Bug og á túninu við Ennisbrautina. Með þessum minningarbrotum og versinu sem hann kenndi mér vil ég þakka hon- um fyrir samveruna. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Pétrún. Mín fyrsta minning um hann afa er úr fjárhúsunum þar sem hann er að gefa kindunum og ég sat í garð- anum og fylgdist með. Nú þegar komið er að leiðarlokum hjá þér afi minn, eru minningarnar óteljandi. Þegar ég fékk að keyra í fyrsta skipt- ið á flugvellinum við Gufuskála. Þeg- ar við vorum að keyra saman á garm- inum honum Katli og það skipti ekki máli hvor Guðjóninn var með hatt- inn. Manstu ferðina okkar í Djúpa- lónssand þaðan sem við gengum í roki og rigningu yfir í Dritvík. Þá varstu sprækur afi minn. Hún var líka góð ferðin okkar í Böðvarsholt þegar við gengum upp að skyrstein- inum og þú sagðir mér söguna af honum. Ég man líka ferðina okkar upp á Knarrarkletta þar sem við horfðum yfir Breiðuvík og Arnar- stapa og þú sagðir mér sögur sem gerst höfðu þar. Þau voru mörg sumrin sem ég fékk að vera hjá ykkur ömmu og var þá margt brallað, eins og til dæmis þegar við Matti stálumst upp að fossi. Það er í eina skiptið sem þú hefur skammað mig, afi minn. Elsku afi minn, ég þakka þér öll þessi góðu ár sem ég fékk að vera með þér og ömmu. Ég sakna ykkar. Þinn, Guðjón Ottó. Elsku afi lang. Nú er lífsins leiðir skilja, lokið þinni göngu á jörð. Flyt ég þér af hljóðu hjarta, hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu, átti ég þig í gleði og þraut. Umhyggju sem aldrei gleymist, ávallt lést mér falla í skaut. (Höf. ók.) Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, þótti mér gott að geta komið til þín og ömmu. Þegar ég kom við hjá ykkur eftir skóla settumst við nið- ur, spiluðum og borðuðum snakk eða hænsnafóður eins og þú kallaðir það. Ég á alltaf eftir að sakna þín. Þinn Guðmundur Gunnar. Við viljum með örfáum orðum minnast Guðjóns Bjarnasonar, frænda míns og vinar okkar. Það verður tómlegra að koma til Ólafsvíkur nú eftir að hann er far- inn. Þrátt fyrir veikindi síðustu ár- in, var alltaf jafn skemmtilegt og hressandi að heilsa upp á hann, og gott að vera í návist hans. Alltaf var hann jafn glettinn og spaugsamur og kom manni í gott skap með gam- anyrðum sínum. Hann hafði erft hagmælsku frá föðurömmu sinni Ólöfu Bjarnadóttur og kastaði stundum fram léttri vísu. Að öðru leyti flíkaði hann ekki þessum hæfi- leika sínum en hann kunni líka fá- dæma mikið af góðum kveðskap. Við minnumst allra skemmtilegu og góðu stundanna hjá þeim Diddu og Guðjóni á Ennisbrautinni og þökkum þeim báðum fyrir áralanga vináttu og tryggð. Sömu góðvildina í okkar garð finnum við líka hjá börnunum þeirra þremur og fjöl- skyldum þeirra. Þegar við nú kveðjum Guðjón er okkur þakklæti efst í huga. Blessuð sé minningin um góðan vin. Kæru vinir, Kristín Jóna, Bjarni, Jóhann Pétur og fjölskyldur. Við vottum ykkur innilegustu samúð okkar. Guðrún Guðbrandsdóttir og Guttormur Þormar. Nú í upphafi aðventu kvaddi þennan heim föðurbróðir minn, hann Guðjón Ottó Bjarnason. Í minningum mínum frá því ég var barn kemur Guðjón mikið við sögu, hann var einstakur frændi sem mér þótti mjög vænt um. Hann var einn af systkinunum í Böðvarsholti sem voru sjö og einn uppeldisbróðir. Hann ólst upp í Böðvarsholti með systkinum sínum sem alla tíð voru mjög samheldin hópur sem bar mikla virðingu og væntumþykju hvert fyrir öðru. Hann vann heima við búskap foreldra sinna eins og títt var í þá daga, fór síðan á vertíð- ir til Sandgerðis á vetrum og vann við jarðabætur hjá bændum víða á Snæfellsnesi á vegum Búnaðarsam- bandsins á sumrin, fyrst með hest- um en síðan á dráttarvél og eru það fyrstu kynni hans af vélknúnum tækjum en lengstan hluta ævi sinn- ar bjó hann og starfaði í Ólafsvík. Hann vann lengst í Vélsmiðjunni Sindra, frá árinu 1945, hjá bræðr- unum Bjarna og Guðjóni Sigurðs- sonum. Eftir að Sindri hætti stofn- aði Guðjón ásamt tveimur vinnufélögum sínum þeim Kristófer og Sigþóri Bifreiðaverkstæðið Berg, í janúar 1967, sem að þeir ráku til ársins 1986. Eftir það vann hann hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og Hraðfrystihúsi Hellissands við vélvörslu og viðgerðir. Hans góða kona var Kristín P. Jónsdóttir sem lést í upphafi þessa árs. Þau bjuggu á Þórshamri og síð- an á Ennisbraut 18. Þar var gott að koma og á ég margar góðar minn- ingar þaðan. Þar dvaldist ég þegar ég fór fyrst í vinnu að heiman og var eins og eitt þeirra barna. Mikill samgangur var á milli bræðranna, pabba og Guðjóns, það var komið í sunnudagsheimsóknir og alltaf þeg- ar við fórum til Ólafsvíkur var kom- ið við hjá þeim. Guðjón hafði mjög svo skemmti- legan frásagnarhæfileika og ein- stakan húmor, sá alltaf skemmti- legu hliðarnar á mönnum og málefnum. Hann kunni ógrynni af vísum og hendingum sem hann hafði heyrt á sinni löngu vegferð og var ólatur að fara með þetta og út- skýra um hvað kveðskapurinn fjallaði. Oft var farið í heimsókn á Ennisbrautina og setið í stofunni, Guðjón sat þá gjarnan í brúna stólnum sínum og sagði frá ein- hverju skemmtilegu, Didda sýslaði við kaffið og bauð upp á heimabak- að í borðstofunni. Þetta voru góðar stundir sem hér með eru þakkaðar. Síðustu tvö árin hefur Guðjón dvalið á Jaðri þar sem vel hefur verið hugsað um hann og Diddu meðan hún lifði. Alltaf þegar ég hitti Guðjón á Jaðri var það hans fyrsta spurning hvað væri að frétta frá Böðvarsholti, þar var hugur hans og þar átti hann djúpar rætur. Elsku Guðjón hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég veit að þú hefur átt góða heimkomu í ríki Guðs, þar sem Didda beið þín og foreldrar og systkinin frá Böðvarsholti. Þú varst lífsins bestu kostum búinn baðst þú ei um heimsins tign né reisn. En þér var lánuð tryggðin, vonin og traustið tókst með stilling móti öllu í heim. (Ólöf Bjarnadóttir) Kæra Jóna, Bjarni, Jóhann og fjölskyldur megi guð vaka yfir ykk- ur og veita ykkur styrk á kveðju- stund. Með þessum línum kveð ég þig kæri frændi og guð geymi þig. Gréta. Öðlingurinn Guðjón Bjarnason verður kvaddur hinstu kveðju frá Ólafsvíkurkirkju í dag, laugardag- inn 9. desember. Guðjón var einn þeirra manna sem vann dagsverk sitt af einstakri trúmennsku. Hann gekk fram einarður þegar það átti við en jafnan af hógværð og lítillæti þess sem vill láta gott af sér leiða. Guðjón ólst upp í stórum hópi systkina frá Böðvarsholti í Staðar- sveit á Snæfellsnesi. Þar ríkti andi vinnusemi, fyrirhyggju og ábyrgðar á eigin lífi sem og fullvissu þess að hver væri sinnar gæfu smiður. Áhugi á ljóðlist, tónlist og góðu handverki var áberandi þrátt fyrir að vinnan og daglegt strit erfiðis- mannsins setti svip sinn á æsku- heimili Guðjóns. Foreldrar hans urðu bjargálna á bújörð sinni vegna einstakrar fyrirhyggju í stóru sem smáu og mikillar vinnusemi fjöl- skyldunnar. Fjölskyldan stóð sam- an í gleði og sorg og lagði allt í söl- urnar svo við allar skuldbindingar mætti standa gagnvart öllu sem þau tóku ábyrgð á. Þessi lífsspeki setti svip sinn á allt líf Guðjóns þar sem nægjusemin og hógværðin réði ríkj- um. Hann naut ekki langskóla- göngu en tók strax á unga aldri þátt í bústörfum með foreldrum sínum og vann síðan árum saman við ræktunarstörf fyrir bændur á Snæ- fellsnesi og í Dalasýslu uns hann fluttist til Ólafsvíkur þar sem lífs- starf hans var lengst af bifreiða- viðgerðir og vélsmíði. Guðjón var heimilisfastur í mörg ár hjá foreldr- um mínum áður en hann kvæntist Kristínu Jónsdóttur, þeirri sóma- konu, sem er látin. Kynntist ég hon- um því vel og naut einstakrar vin- áttu hans og umhyggju sem barn og unglingur og raunar alla tíð.Guðjón hafði mikinn áhuga á framvindu þjóðmála og var traustur stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins alla tíð. Hann hafði unun af rökræðum og spurði áleitinna spurninga. Hann vildi vita um forsendur ákvarðana og var tilbúinn til þess að verja vini sína af festu þegar honum þótti ástæða til þess. Ég kveð Guðjón frænda minn með þakklæti og virðingu og sendi fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Sturla Böðvarsson. Guðjón Ottó Bjarnason Elsku afi lang. Nú ert þú orðin engill á himnum eins og amma lang og vona ég að þið séuð búin að hittast á ný. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þinn Hilmir Hrafn. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar ástkæru GUÐRÚNAR ELSU KRISTJÁNSDÓTTUR, Húnabraut 20, Blönduósi. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar krabba- meinslæknis sem og þess góða starfsfólks Land- spítala háskólasjúkarhúss sem kom að umönnun í veikindum hennar. Kærar þakkir til ykkar allra. Hallbjörn Reynir Kristjánsson, Kristján Þór Hallbjörnsson, Hanna Þórunn Skúladóttir, Margrét Hallbjörnsdóttir, Kristján Kristófersson, Magnús Bergmann Hallbjörnsson, Vigdís Thordersen, Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson, Birna Bjarnarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR BALDUR GUÐNASON, Hraunbæ 116, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 11. desember kl. 15.00. Sigrún Gunnarsdóttir, Reinhold Richter, Hrafn Norðdahl, Herdís Hubner, Hjörtur Elvar Hjartarson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.