Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVEINN Einarsson, svæf- ingalæknir og stjórnarformaður Læknahússins í Domus Medica, þar sem læknamistök áttu sér stað 2001 og leiddu til bótaskyldu lækna vegna svæfingar í brjóstastækk- unaraðgerð, telur Matthías Hall- dórsson landlækni hafa nokkuð til síns máls þegar hann segir eftirliti ábótavant með einkalæknastofum. Á hinn bóginn sé unnið á Domus Medica eftir gæðastöðlum frá 2004 fyrir svæfingar og deyfingar á einkaskurðstofum. Átti Sveinn stærstan þátt í gerð staðalsins og á líkan hátt átti Ragnar Jónsson bæklunarlæknir frumkvæðið að gerð gæðastaðals fyrir bæklunar- aðgerðir á einkastofum. Um sex þúsund aðgerðir eru gerðar hjá Læknahúsinu árlega og 16 læknar starfandi þar. Sveinn segir að við gerð gæðastaðalsins hafi staðið til að skipa eftirlitsnefnd með einka- stofum. Telur hann lækna almennt vera hlynnta slíkri nefnd en hins vegar hafi ekki orðið af skipun hennar vegna anna. „En við Matt- hías töluðum um það í gær [fimmtudag] að þetta gæti orðið til þess að við settum nefndina á fót og ég reikna með að það verði upp úr áramótum.“ Sveinn gerir athugasemdir við orð Matthíasar að ástæða sé til að fylgjast betur með læknum á einkastofum „því þar vinna menn einir, en á spítölunum er líka innra eftirlit [...],“ sagði Matthías við Morgunblaðið í gær, föstudag. „Það er ekki alveg rétt að menn vinni einir, heldur hefur það a.m.k. verið stefna hér að sem oftast séu tveir skurðlæknar og svæf- ingalæknar að vinna í einu upp á innra öryggið. Í öðru lagi höfum við ráðið til okkar þrjá þaulvana bráða- deildarhjúkrunarfræðinga. En það breytir ekki því að gott er að hafa eftirlit.“ Eru ekki einir í aðgerðum Sveinn Einarsson KRISTJÁN Guðmundsson, stjórn- arfomaður Læknastöðvarinnar í Glæsibæ, segir bæði sjálfsagt og eðlilegt að Landlæknir sinni eft- irliti með einkastofum og það mætti vera betra en raun ber vitni. „Við höfum býsna lítil samskipti við embættið,“ segir hann. „Land- læknir hefur helst kallað eftir yf- irliti um sjúkdómsgreiningar og í fljótu bragði er það hið eina sem embættið hefur gert að eigin frum- kvæði. Á hinn bóginn kemur það reglulega fyrir að ég hringi í land- lækni til að spyrja hann álits á hin- um ýmsu málefnum. En landlæknir sinnir ekki virku eftirliti á lækna- stofum úti í bæ. Það væri ekki mikil fyrirhöfn fólgin í því að hann kæmi hér við tvisvar á ári til að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Það væri hið besta mál og ég tel að menn myndu fagna auknu eftirliti.“ Á milli 30 og 40 læknar starfa í tveim lækninga- fyrirtækjum í Glæsibæ, annars vegar fyrir Handlæknastöð- ina þar sem tæp- lega 5 þúsund að- gerðir eru gerðar árlega, einkum röraís- etningar í börn og nefkirtlataka, og hins vegar hjá Læknastöðinni en þar eru ekki framkvæmdar aðgerð- ir. „Skoðun mín er sú að faglegt eft- irlit frá landlækni mætti vera meira. En ég held að embættið hafi ekki haft bolmagn til að sinna eft- irlitinu. Okkur sem störfum utan spítala er það mjög í óhag að það sé einhver óregla á hlutunum.“ Sinnir ekki virku eftirliti Kristján Guðmundsson Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is RAGNAR Jónsson, formaður Ís- lenska bæklunarlæknafélagsins og læknir á einkastofu sem starfrækt er í Orkuhúsinu, telur að mun minni líkur hefðu verið á lækna- mistökum árið 2001 ef gæðastaðlar fyrir einkastofur hefðu verið þá komnir fram. Á árunum 2003 og 2004 komu annars vegar út gæða- staðlar fyrir svæfingar og deyf- ingar á einkaskurðstofum og hins vegar fyrir aðgerðir á einkaskurð- stofum bæklunarlækna. Þar er m.a. kveðið á um lágmarksfjölda í starfsliði á skurðstofu, undirbúning sjúklinga, tækjakost, skráningu og fleira. Staðlarnir voru unnir af Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Íslands og Íslenska bæklunar- læknafélaginu í samvinnu við Landlæknisembættið. Læknar á einkastofum lúta lögum og tilkynningaskyldu Í stöðlunum er sérstaklega kveð- ið á um eftirlit þar sem segir að þriggja manna nefnd á vegum Landlæknisembættis skuli sjá um eftirlit með einkareknum skurð- stofum og skuli nefndin skipuð ein- um lækni frá Skurðlæknafélagi Ís- lands, öðrum frá Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Íslands og þriðja aðila frá Landlæknisemb- ættinu. Framkvæmd eftirlitsins skuli þannig hagað að nefndin geri faglega úttekt samkvæmt staðlin- um með vettvangskönnun á nýjum skurðstofum fyrir opnun þeirra og mæli með eða á móti starfsleyfi. Endurnýjun starfsleyfis skuli síðan veitt eftir samskonar vettvangs- könnun sem framkvæmd skuli á tveggja ára fresti. Sé umsögn nei- kvæð um tiltekna skurðstofu, hafi heilbrigðisráðuneytið úrslitavald um útgáfu eða endurnýjun starfsleyfis. Ragnar segist ekki átta sig á orðum Matthíasar Halldórs- sonar landlæknis þess efnis að eftirliti sé ábótavant með einka- stofunum, því læknar á stofunum hafi lögum samkvæmt tilkynn- ingaskyldu gagnvart landlækni. „Ég kann- ast ekki við að eftirliti sé ábótavant með einkastofum úti í bæ,“ segir Ragnar. „Við erum undir ná- kvæmlega sömu lögum og reglum og heilsugæslan og spítalar um að tilkynna t.d. um óhöpp sem verða.“ Er þar aðallega átt við læknalög og lög um réttindi sjúklinga. Í Orkuhúsinu við Suðurlands- braut eru um 20 læknar starfandi og framkvæmdar eru 3 þúsund að- gerðir þar árlega. Skurðstofur í Orkuhúsinu eru tvær og sú þriðja á leiðinni. „Hér er að minnsta kosti jafnmikið öryggi við eftirlit með aðgerðum og á sjúkrahúsunum,“ segir hann en áréttar að ekki séu gerðar jafnstórar aðgerðir og á sjúkrahúsunum. „Hér eru full- komnar svæfingavélar, hjartasírit- ar notaðir við allar aðgerðir, sér- rafmangskerfi er í húsinu, allt gas er staðsett utanhúss og raflagnir og gólfdúkar eru samkvæmt ströngustu stöðlum, allir slökkvar- ar eru neistafríir og svo framvegis. “ Ragnar segir einnig að Persónu- vernd hafi tekið út sjúkraskrár- kerfið í húsinu. Spurður að því hvort atvik af því tagi sem leiddi til bótaskyldu lækna við margumrædda aðgerð árið 2001 hefði gerst ef gæðastaðlarnir hefðu þá verið komnir út, segir hann: „Það geta alltaf orðið óhöpp og komið óvæntir fylgikvillar í aðgerð. En ég held að líkurnar á því séu mun minni. Tækjabúnaður er allt- af að verða betri og lyf sömuleiðis, auk þess sem rútínan við aðgerðirnar er orðin meiri. En óhöpp geta alltaf gerst.“ Ragnar bendir á að gerðar séu sífellt meiri kröfur um eftirlit um skrán- ingu og önnur atriði sem varða ör- yggi heilsutölfræði. Það gleymist hins vegar hver eigi að borga kostnaðinn af þessu eftirliti. „Við sem vinnum úti í bæ höfum ekki fengið hækkun á einingaverði sem greiðsla TR miðast við. Miðað við vísitöluhækkanir einvörðungu ætti einingaverðið að vera 259 krónur en er 220–222 krónur og þá er ótal- ið launaskrið. Auknar kröfur um eftirlit kosta sitt en það er eins og enginn vilji borga þegar til á að taka. Ef krafist er meiri upplýsinga um t.d. heilsutölfræði sem berist héðan um sjúkdómsgreiningar, fjölda ákveðinna aðgerða og slíkt, þá felur það í sér kostnað sem ein- hver þarf að greiða. Það er auðvit- að ríkið sem greiðir læknaþjón- ustuna í gegnum TR og komi til aukins kostnaðar sem ekki hefur verið til staðar áður, þarf að greiða hann og mér finnst óeðlilegt að hann leggist ofan á þá starfsemi sem fyrir er. En við höfum ekkert á móti auknum kröfum um skrán- ingu og gæði.“ Gæðastaðlarnir krefjast eftirlits Ragnar Jónsson Þúsundir aðgerða framkvæmdar árlega á íslenskum einkaskurðstofum Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is RÚMLEGA 2.000 vélhjólamenn hafa skrifað undir áskorun til Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um að víravegrið á Suðurlandsvegi verði fjarlægt hið fyrsta enda sé þessi tegund vegriða stórhættuleg fyrir vélhjólamenn og mun hættu- legri en eldri gerð vegriða. Vega- gerðin metur það svo að víravegriðin hafi fleiri kosti en galla og þar á bæ er gert ráð fyrir að nota þau áfram. Hættan sem vélhjólamenn segja að stafi af vegriðinu felst ekki í vír- unum, heldur í staurunum sem halda honum uppi. Í ársgamalli skýrslu Evrópusamtaka vélhjólamanna (FEMA) segir að falli vélhjólamaður af hjóli á ferð sé „óhjákvæmilegt“ að hann rekist á staurana. Bent er á að þegar vélhjólamaður fellur af hjóli renni hann í fyrstu á jafnmiklum hraða eftir veginum og hjólið var á þegar hann datt. Höggið sem verður þegar hann skellur á vegriðinu getur því verið gríðarlegt og í skýrslu FEMA segir að það sé ekki að ástæðulausu sem víravegriðin séu oft kölluð „ostaskerar“. Fjarlægð í Danmörku, fleiri ekki reist í Noregi Í ljósi þessa hafa vélhjólamenn mælst til þess að víravegrið verði tekin niður og aðrar tegundir not- aðar í staðinn. Við þessu hafa m.a. samgönguyfirvöld í Hollandi og Danmörku orðið og hafa látið fjar- lægja víravegriðin. Þá hefur sam- gönguráðherra Noregs lagt bann við því að fleiri víravegrið verði reist. Í skýrslu FEMA kemur fram að þar sem víravegriðin eru ódýr hugleiði yfirvöld í sífellt fleiri löndum að setja þau upp. Af þessu hafi vélhjólamenn áhyggjur enda líti þeir almennt svo á að engin önnur tegund vegriða sé jafn hættuleg heilsu þeirra. FEMA hefur nú hafið baráttu fyrir því að ör- yggisstöðlum Evrópusambandsins um vegrið verði breytt þannig að þeir taki einnig til öryggis mótor- hjólafólks en þess hafi hingað til ekki verið gætt. Styðjast við reynslu Svía Í samtali við Morgunblaðið sagði Jón Helgason, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Vegagerðarinnar, að Vegagerðin styðjist einkum við reynslu og rannsóknir sænsku vega- gerðarinnar sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að kostir víravegr- iða væru mun meiri en gallarnir. Að- spurður hvers vegna ekki mætti setja upp önnur vegrið en víravegrið, sagði Jón að þá kæmu kostir víra- vegriðanna umfram önnur til skoð- unar. Víravegriðin drægju minna að sér snjó en önnur vegrið, þau skertu vegsýn minna og þau væru hentug við 2+1 vegi þar sem það væri fljót- legt að taka þau niður, gerðist þess þörf. Þetta væru höfuðkostirnir en einnig væru þau ódýrari en aðrar tegundir vegriða. Þá hefðu þau virk- að mjög vel og ykju mjög á umferð- aröryggi. Ekki mætti heldur gleyma því að það væri ávallt hættulegt að aka á vegrið. Nota áfram Vegagerðin hefur oft tekið mið af vinnulagi norsku vegagerðarinnar, m.a. voru öryggisstaðlar í Hvalfjarð- argöngum á sínum tíma byggðir á norskum reglum. Aðspurður hvers vegna stuðst sé við reynslu sænsku vegagerðarinnar af víravegriðum sagði Jón að Vegagerðin liti til reynslu af vegagerð á öllum Norð- urlöndunum. Hann benti einnig á að sú ákvörðun norska samgönguráð- herrans að banna ný víravegrið hefði verið tekin á pólitískum forsendum, ekki vegna þess að norska vegagerð- in hefði talið þau hættuleg. „Við lifum í lýðræðisþjóðfélagi og það eru okkar kjörnu fulltrúar sem ákveða að lokum hvernig hlutirnir eiga að framkvæmast,“ sagði Jón. Verði Suðurlandsvegur yfir Hellisheiði breikkaður og gerður að 2+1 vegi er gert ráð fyrir að nota víravegrið, að sögn Jóns. Hið sama á við ef vegurinn yrði breikkaður í 2+2, ef það yrði gert án þess að hafa bil á milli akreina í hvora átt. Verið væri að þróa víravegrið sem ekki hefðu hvassar brúnir, bætti hann við. Ostaskeri eða öryggisgirðing? Morgunblaðið/Júlíus Vont að detta Vélhjólamenn telja víravegriðið sem sett hefur verið á Suð- urlandsveg þar sem hann liggur um Svínahraun vera stórhættulegt. Íslenskir vélhjólamenn hafa miklar efasemdir um ágæti víravegriða GERÐUR G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkur- borgar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. janúar nk. Gerður gegndi starfi fræðslu- stjóra Reykjavík- ur frá árinu 1996 og hefur sl. hálft annað ár verið sviðsstjóri mennta- sviðs og stýrði m.a. sameiningu leik- skóla- og grunnskólamála á mennta- sviði. „Ég lít stolt til baka og finnst ég hafa verið góðan tíma í þessu starfi. Ég vel tímann nú um áramót til að hætta, m.a. af því að það á að aðgreina aftur yfirstjórn grunn- og leikskóla. Af því að ég stýrði samein- ingunni finnst mér rétt að einhver annar vinni að því að byggja upp tvö aðgreind svið. Ég nota því þetta tækifæri til þess að taka mér eitt- hvað nýtt fyrir hendur.“ Aðspurð hvað taki við á nýju ári segist Gerður áfram munu starfa hjá Reykjavíkurborg, en hún hyggst snúa sér að rannsóknum og fræði- störfum. „Næstu tvö árin mun ég vinna stóra rannsókn fyrir Reykja- víkurborg þar sem til skoðunar eru skilin milli leik- og grunnskóla ann- ars vegar og grunn- og framhalds- skóla hins vegar,“ segir Gerður og tekur fram að hún hlakki til að takast á við það nýja verkefni. Gerður hættir sem sviðsstjóri Gerður G. Ósk- arsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.