Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gretchen Heide(Gréta) fæddist hinn 9. december 1923 í Lübeck í Þýskalandi. Hún lést úr lungna- krabbameini á Fritz Reuter Life Care Retirement Comm- unity í New York hinn 10. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Joseph og Martha Allnoch. Tvö systk- ini Grétu létust ung að árum en einn bóðir hennar komst á legg, Rudolf, f. 19.8. 1927, d. 1978. Hann kvæntist Alice árið 1955 og þau eignuðust tvo syni, Andreas og Thomas. Andreas lést árið 1978 en Thomas býr í Banda- ríkjunum ásamt eiginkonu sinni og syni. Gretchen var á árunum 1944– 1948 gift Otto Heide og eignaðist Tröllatungusókn í Strandasýslu 19. nóvember 1861, d. 24. desem- ber 1918. Sigurður og Gréta bjuggu bæði á Flateyri og í Reykjavík. Dóttir Sigurðar og Svanhvítar, fyrri konu hans, var Erla Sigurð- ardóttir, f. 29.1. 1931, d. 18.10. 1996. Hún giftist Jóhanni Har- aldssyni, f. 6.3. 1937. Þeirra börn eru 1) Svanhvít, f. 17.10. 1961, gift Þorsteini G. Gunnarssyni, f. 7.12. 1960. Þeirra börn eru: a) Lilja, f. 30.10. 1982. Hennar sambýlis- maður er Ólafur Arnar Pálsson, f. 12.2. 1981. Dóttir þeirra er Þórdís Erla, f. 16.11. 2004. b) Ari Gunn- ar, f. 1.11. 1988. 2) Lára, f. 17.10. 1961. Fyrri eiginmaður hennar er Guðmundur Norðdahl. Sonur þeirra er Snævar Þór, f. 26.3. 1983. Seinni maður Láru er Páll Ágúst Ásgeirsson, f. 10.9. 1960. Sonur þeirra er Ásgeir, f. 24.4. 2004. 3) Haraldur, f. 2.2. 1966. Sambýliskona hans er Ólafía Ás- kelsdóttir, f. 2.4. 1963. Dóttir þeirra er Áslaug Erla, f. 3.8. 2000. Bálför Grétu fór fram í New York 16. nóvember. með honum eina dóttur, Karin, f. 5.5. 1945. Gréta flutti frá Þýskalandi til Ís- lands árið 1949. Kar- in var alin upp af afa sínum og ömmu í Þýskalandi. Karin giftist Juer- gen Staeckeler 1966. Synir þeirra eru: 1) Michael, f. 16.12. 1967, kvæntur Jac- kie árið 1996. Þeirra börn eru Sebastian, f. 1998, Symon, f. 2002, og Sasha, f. 2003. 2) Dennis, f. 13.8. 1975. Seinni maður Grétu var Sig- urður Samsonarson, f. 25. nóv- ember 1901, d. 14. maí 1969. Þau gengu í hjónaband í Lübeck. Fað- ir Sigurðar var Samson Jónsson, f. í Árnessókn í Strandasýslu 28. apríl 1854, d. 28. júlí 1915, og móðir Karítas Jónsdóttir, f. í Gretchen Heide eða Gréta „frænka“ eins og við kölluðum hana jafnan lést á elliheimili í New York að morgni 10. nóvember, 82 ára að aldri. Gréta var í raun stjúpamma mín, þótt ég kallaði hana frænku, þar sem hún var gift afa mínum, Sig- urði Samsonarsyni. Gréta fæddist í Lübeck í Þýskalandi árið 1923. Hún kom sem ung kona til Íslands eftir seinni heimsstyrjöldina. Segja má nauðug viljug fyrir tilstuðlan föður síns. Þýskaland var í sárum eftir stríðið og enga vinnu að fá. Um árin sín í Þýskalandi vildi hún lítið ræða, hún og fjölskylda hennar misstu mikið í stríðinu, auk þess sem hún varð að skilja eftir einkadóttur sína, Karin, sem var henni sárara en nokkuð annað. Gréta kynntist Sigurði afa mínum hér á landi og bjuggu þau og störf- uðu bæði á Flateyri og í Reykjavík. Eftir að afi dó fyrir tæpum 40 árum fluttist Gréta búferlum til Ameríku til að geta verið nær Karin dóttur sinni sem þar bjó, en því miður fór það svo að aldrei greri um heilt á milli þeirra. Úti í New York rak Gréta „dæner“, allt þar til hún fór á elliheimilið fyrir fáum árum. Eftir að Gréta fluttist utan kom hún eins oft í heimsókn til Íslands og hún mögulega gat. Sem barn skildi maður ekki að mamma dæsti þegar dyrabjöllunni var hringt eldsnemma að morgni og kallað var í dyrasím- ann: „Hæ þetta er Gréta, ég er kom- in.“ Enginn fyrirvari, hún bara birt- ist þegar hana langaði til. Fjölskyldan bjó á þessum tíma í þriggja herbergja blokkaríbúð, við systurnar sváfum í hjónaherberg- inu, Halli bróðir í barnaherberginu og pabbi og mamma í stofunni. Koma Grétu hlýtur að hafa kostað einhverjar tilfæringar á heimilinu, við tókum bara ekki eftir því. Það var svo gaman að fá Grétu frænku í heimsókn, það þótti reyndar mömmu og pabba líka. Þegar hún kom var hún með fullar ferðatöskur af þykkum amerískum handklæðum, fatnaði, tyggigúmmíi og fleira. Sér- staklega man ég eftir ljósbleiku og ljósbláu akrílpeysunum sem við systurnar fengum og tíglóttu, útvíðu stretsbuxunum. Skálmarnar á bux- unum voru svo víðar að vetrarvind- urinn blés langt upp á lærin þegar maður var úti í roki og litagleðin í buxunum var svo mikil að maður var þakklátur í mörg ár á eftir að bekkj- armyndin, sem tekin var í skólanum, var svart-hvít en buxurnar voru not- aðar meðan þær entust. Þegar Gréta hélt til baka til Ameríku voru ferða- töskurnar jafn fullar og þegar hún kom, en innihéldu þá íslenskan lopa, útsaumsgarn og íslenskt góðgæti. Gréta var gríðarlega mikil handa- vinnukona, bæði saumaði og prjón- aði. Skemmtileg þótti mér sagan af því þegar hún tók sig til og heklaði heilt lopateppi á gólfið á íbúðinni þeirra afa á Flateyri. Allt sem var íslenskt fannst henni gott. Hún elskaði íslenskan mat, hvort heldur sem það var harðfiskur eða hangikjöt, hákarl eða skata, þeim mun bragðmeira, þeim mun betra og íslenskur lakkrís var í uppáhaldi hjá henni. Jólapakkarnir til Ameríku innihéldu alltaf harðfisk og lakkrís, auk íslenskra bóka um dulræn efni eða ævisögur. Maður hugsaði oft um hvað Kananum fynd- ist um lyktina þegar Gréta gæddi sér á harðfiski og hákarli á elliheim- ilinu. Gréta skrifaði og talaði íslensku afskaplega vel alla tíð og þrátt fyrir búsetu í Ameríku í tæp fjörutíu ár hélt hún málinu ótrúlega vel þó að ís- lenskan væri undir það síðasta orðin ansi skemmtilega enskuskotin. Okk- ur þótti það ekkert verra, gerðum bara grín að slettunum. Sannari Íslending en Grétu var vart hægt að finna. Hún sagði gjarn- an ef hún var spurð um uppruna sinn: „Ég er fædd Þjóðverji, en í hjarta mínu er ég Íslendingur.“ Þannig leit hún á sig alla tíð. Ég kveð með söknuði elskulega ömmu mína. Hvíl þú í friði. Þín Svanhvít. „Sæl elsku Gréta mín.“ Það er vel við hæfi að hefja minningarorðin á sama máta og öll þau bréf og póst- kort sem ég hef sent til Grétu í gegn- um tíðina. Gréta var stjúpamma mín þó svo við krakkarnir kölluðum hana Grétu frænku. Gréta fluttist sem ung kona til Íslands skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina. Á Flateyri kynntist hún afa og þar bjuggu þau lengst af. Fyrir vestan var hún köll- uð Gréta þýska, til aðgreiningar frá öðrum Grétum staðarins. Eftir að afi dó fluttist Gréta til Bandaríkjanna, en hélt góðum tengslum við okkur og kom reglulega til landsins. Hún boðaði ekki komur sínar heldur hringdi á dyrabjöllunni um miðjar nætur og sagði: „Hæ, þetta er Gréta, ég er komin.“ Grétu var vel fagnað þó svo að umstafla þyrfti í íbúðinni til að koma henni fyrir og að mamma hefði kosið að hafa fyrirvara á heim- sóknunum. Gréta kunni að meta íslenskan mat og meðan á Íslandsheimsókn- unum stóð mátti finna á matseðlin- um „góðgæti“ eins og siginn fisk, harðfisk, skötu, hákarl, skyr og lakkrís. Jólapakkar til Grétu inni- héldu einnig bækur um dulræn mál- efni, harðfisk, lakkrís og annað sem óhætt var talið að senda úr landi. Gréta náði ágætis tökum á ís- lenskunni meðan hún bjó hér á landi og öll sendibréf og póstkort skrifaði hún á íslensku. Íslenskunni hélt hún alla tíð og ef hún var spurð hvaðan hún væri þá var svarið „frá Íslandi“, enda átti landið, fólkið, maturinn og veðráttan hug hennar og hjarta alla tíð. Í einu sendibréfi til mín sagði hún: „Hér áttum við nokkra daga slæmt veður, mér fanst nú fallegt að hafa snjóinn, en ég held ég væri eina manneskjan sem var hrifin af snjó- in.“ Íslenskan varð þó enskuskotnari með árunum og oft notaði hún ensk orð með íslenskum beygingum. Í heimsóknum sínum til Íslands sagði hún oft við fjölskyldumeðlimi af yngstu kynslóðinni: „Komdu nú og skvísaðu Grétu frænku.“ Við skemmtum okkur ágætlega yfir ensk-íslenskunni en dáðumst jafn- framt að henni fyrir það hversu vel hún hélt málinu. Gréta bjó um alllangt skeið í Queens, en flutti síðar á elliheimili í New Jersey, þar sem hún lést í nóv- ember sl. tæplega 83 að aldri. Ég heimsótti Grétu bæði til Queens og gisti einnig nokkrum sinnum á elli- heimilinu því þar var góð gestaað- staða. Það var gaman að ræða við Grétu um menn og málefni því hún lá ekkert á skoðunum sínum. Oft voru hlutirnir málaðir fullsterkum litum, af því fínustu blæbrigðin í málið vantaði. Gréta náði vel til allra og í heimsókn til hennar í apríl sl. náðu hún og Ásgeir sonur minn, tveggja ára, ágætlega saman. Gréta sat á rúminu með griparm, ætlaðan hreyfihömluðum, og Ásgeir lét hluti detta á gólfið fyrir framan hana. Gréti náði í hlutina með griparm- inum og rétti honum og þau skemmtu sér bæði konunglega við þennan leik. Gréta er ein af þessum tryggu og hjartahlýju manneskjum sem maður er svo lánsamur að kynnast á lífs- leiðinni, og finnst maður ríkari fyrir vikið. Þú átt vísan stað í hjarta mínu, elsku Gréta. Ég þakka þér af heilum hug fyrir samfylgdina og bið þig nú að „skvísa“ mömmu og afa frá mér. Þín Lára. Nú er látin í Bandaríkjunum vin- kona okkar hún Gretchen Heide. Gréta, eins og hún var kölluð, fædd- ist í nágrenni Hamborgar í Þýska- landi þann 9. desember árið 1923. Eftir seinni heimsstyrjöldina stóð Gréta eftir ein, með litla dóttur, Kar- en. Því afréð hún, í samráði við for- eldra sína, að Karen dveldi hjá ömmu sinni og afa en Gréta leitaði sjálf vinnu en mikið atvinnuleysi var í Þýskalandi. Gréta okkar kom til Ís- lands með hópi af þýskum stúlkum sem fengið höfðu far með togara til landsins. Þær höfðu verið ráðnar til vinnu á sveitabæjum víða um landið. Gréta fékk vist á bæ í Húnavatns- sýslu þar sem hún dvaldi stutt, áður en hún fluttist til Reykjavíkur. Þar réði hún sig í vinnu hjá fólki sem hafði tengsl vestur á firði og þannig æxlaðist það að Gréta fluttist vestur, í vist að Mosvöllum í Önundarfirði. Það var þá sem Siggi Samsonar, föð- urbróðir minn, kynntist þessari kjarnakonu. Mér leist ekki alls kost- ar á að frændi minn hefði nú fest ráð sitt og væri þá kannski síður vænt- anlegur í heimsókn. Það fór þó svo að við Gréta urðum mestu mátar. Gréta og Siggi bjuggu sér heimili á Flateyri þar sem þau bjuggu um langt árabil. Þau fluttust svo til Reykjavíkur þar sem Erla, dóttir Sigga, bjó með sinni fjölskyldu. Þar unnu þau bæði í Náttúrulækninga- búðinni við Týsgötu. Gréta og Siggi slitu samvistum en þrátt fyrir að leiðir skildu, var sambandið ávallt gott. Gréta fluttist svo til New York í Bandaríkjunum til dóttur sinnar, Karenar, árið 1968. Í New York bjó Gréta alla tíð þar eftir. Siggi féll frá árið 1979. Hugur Grétu leitaði oft „heim“ til Íslands, hún kom reglu- lega í heimsóknir, skrifaði vinum sínum og fjölskyldu og var í góðu símasambandi allt fram undir það síðasta. Gréta féll frá þann 10. nóv- ember síðastliðinn. Gréta var ákveðin kona, greind og ávallt vel með á nótunum. Hafði sterkar skoðanir og lá ekki á þeim, þegar henni þótti við eiga. Hún var traustur vinur og ákaflega góð til að leita. Gréta var líka höfðingi heim að sækja og voru þær ófáar stundirnar sem við áttum hjá henni í New York. Með Grétu er gengin góð vinkona. Aðdáunarverð í dugnaði sínum og krafti, dirfsku og þrautseigju. Okkur hjónin langar fyrir okkar hönd og fjölskyldunnar að þakka Grétu veg- ferðina. Fjölskyldu Grétu og vinum vottum við samúð okkar. Jóhanna og Sverrir. Þegar ég lít um öxl og minnist uppvaxtaráranna þá er ekkert sem slær út þau skipti sem dyrabjöllunni var hringt og Gréta frænka tilkynnti að hún væri komin í heimsókn frá New York í Ameríku. Það var miklu meira spennandi en jólasveinarnir, enda voru þeir þrettán og komu í bæinn á hverju ári. Það leið hins vegar dálítið lengri tími á milli heim- sókna Grétu og móður minni til mik- illar armæðu lét hún aldrei vita hve- nær væri von á sér. „En hvað ef við erum á ferðalagi og enginn er heima?“ spurði móðir mín í hvert einasta sinn. „Nú, þá fer ég bara á hótel,“ svaraði Gréta, alltaf bros- andi. Þar sem þetta var löngu fyrir tíð nammidaga, og sælgæti var einungis í boði á afmælum, þá var alltaf mikil tilhlökkun þegar Gréta tók upp úr ferðatöskunni því þar leyndust kynstrin öll af gotteríi og óhætt er að segja að augun í sex ára snáða hafi stækkað þegar hún tók skóna sína, hvolfdi úr þeim og þá rigndi niður karamellum – því hún kunni að fullnýta plássið í töskunum. Tæpum tuttugu árum síðar fór ég í tíu daga námsferð til New York og ákvað að gera Grétu sama grikk og hringja í hana úr borginni og spyrja hvort ég mætti ekki „droppa í heim- sókn“. Hafði ég meðferðis uppáhald- ið hennar Grétu, íslenskan hákarl, harðfisk og lakkrís og hlakkaði til að koma henni rækilega á óvart. En viti menn, það hringdi og hringdi og aldrei svaraði neinn þessa daga sem ég var í borginni. Dagarnir tíu liðu án þess að ég næði í hana svo að á endanum fór hákarlinn og harðfisk- urinn aftur með mér til Íslands og flaug svo aftur út í póstsendingu. Þegar heim var komið frétti ég að Gréta hefði skellt sér til æskustöðv- anna í Þýskalandi svo aldrei náði ég að hitta hana fyrir á heimavelli. Gréta var einstaklega glaðlynd, barngóð og þolinmóð og hafði alltaf tíma til að svara spurningum um hvað sem er og það sem gerði sam- ræður við hana alltaf spennandi var að hún hikaði aldrei við að segja það sem henni bjó í brjósti og gerði það yfirleitt á einstaklega kjarnyrtan hátt. Eftir erfið veikindi síðustu árin hefur hún loks fengið hvíld. Grétu verður sárt saknað en þeir sem hana þekktu munu þó alltaf eiga skemmti- legar minningar um þennan ein- staka kvenskörung. Haraldur Jóhannsson og fjölskylda. Við hjónin vorum varla byrjuð að rugla saman reytum þegar hún fór að segja mér sögur af Grétu „frænku“, konunni í Ameríku sem var íslensk en samt þýsk og ekki frænka hennar heldur amma, en samt ekki. Mér þótti makalaust að mann- eskja sem bjó í annarri heimsálfu gæti verið jafn stór hluti fjölskyld- unnar og raun bar vitni. Eftir að ég hitti Grétu í fyrsta skipti skildi ég þetta vel, því andi Grétu var mun stærri en okkar hinna, faðmlagið mýkra og krafturinn meiri. Gréta var afskaplega glaðvær og skemmtileg kona sem gaman var að tala við. Hún hafði skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Skoðanir sem sumar hverjar voru á skjön við það sem okkur þótti rétt og eðlilegt. En rökfesta Grétu var slík að ekki var hægt annað en virða þessar skoðanir hennar. Þrátt fyrir að úthafið stóra skildi okkur að fylgdist Gréta vel með því sem fjölskyldan hennar á Íslandi var að sýsla. Hún var stolt af börnunum sínum og barnabörnunum. Þegar langalangömmubarnið fæddist tísti hún af gleði, bað um mynd af barninu sem allra fyrst og sem oft- ast, því óvíst væri að svo gömul og léleg kona ætti eftir að sjá þetta fal- lega barn eigin augum. Gjafirnar frá Grétu voru magn- aðar. Hún sá okkur fyrir handklæð- um í mörg ár en í seinni tíð var hún farin að senda heim hluti úr búi sínu sem nú fegra heimili barna hennar á Íslandi. Vænst þykir mér um bókina sem hún notaði við íslenskunámið um miðja síðustu öld. Það er annað hefti af bókinni góðu Gagn og gam- an. Þar hafði hún stautað sig í gegn- um íslenska textann og skrifað þýsk- ar þýðingar orðanna á spássíu. Hún sprakk úr hlátri þegar ég spurði hana af hverju hún hefði ekki byrjað á fyrsta hefti og svaraði hún að bragði að sú bók væri fyrir smábörn. Það var svolítið undarlegt að fá ekki símtal frá Grétu á fimmtudag- inn var, en hún var vön að hringja í „Steina sinn“ á afmælisdaginn. Og í dag, á afmælisdegi Grétu, minnumst við merkilegrar konu sem gekk hnarreist þótt um grýttan stíg væri að fara. Þorsteinn G. Gunnarsson. Gretchen Heide Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.