Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Erlingur Arn-órsson fæddist á Laugum í Reykjadal 7. október 1924. Hann lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 26. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Kristjáns- dóttir, kennari, f. 1893 í Bakkaseli í Fnjóskadal, d. 1984, og Arnór Sigurjóns- son, skólastjóri og rithöfundur, f. á Sandi í Aðaldal 1893, d. 1979. Systkini Erlings eru: Steinunn, f. 1923, búsett í Svíþjóð, Sighvatur, f. 1926, býr á Miðhúsum í Biskups- tungum, Sólveig, f. 1928, búsett á Dýjabekk í Skagafirði, áður Útvík, Ingunn, f. 1930, d. 1961, bjó á Fornhólum í Fnjóskadal og síðar Eyvindartungu í Laugardal, Arn- þrúður, f. 1932, búsett í Reykjavík, og Indriði Sigurðsson, fóst- urbróðir – þeir Erlingur systra- synir, f. 1924, d. 2004, bjó í Reykja- vík. Árið 1950 kvæntist Erlingur Friðriku Jónsdóttur, húsfreyju, f. 1928, frá Birningsstöðum í Ljósa- vatnsskarði. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Jónsdóttir frá Fornastöðum í Fnjóskadal, f. þar 1892, d. 1973, og Jón Ferdin- andsson sem uppalinn var í Skaga- firði en f. 1892 í Göngustaðakoti í Svarfaðardal, d. 1952. Börn Erlings og Friðriku: 1) Helga Arnheiður, f. 1950, fyrrv. svstj., maki Þórhallur Bragason, Landamótsseli. Dóttir Helgu Arn- heiðar og f.m. hennar Stefáns Karls Þorsteinssonar, f. 1949, d. 2006, er a) Vala Stefánsdóttir, f. Erlingur ólst fyrstu árin upp í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu, í Al- þýðuskólanum á Laugum og síðan á Hjalla. Árið 1935 flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Þar nam Erlingur húsasmíði og varð síðan húsasmíðameistari. Árið 1942 keyptu foreldrar hans Þverá í Dalsmynni í Þingeyjarsveit. Er- lingur kom norður þegar hann hafði lokið námi haustið 1945 og hófst þegar handa við að byggja nýtt íbúðarhús á Þverá. Hann bjó þar síðan, fyrst með foreldrum sínum en tók alfarið við búinu árið 1952 ásamt Friðriku konu sinni, frá 1973 í félagi við son þeirra og tengdadóttur. Erlingur byggði upp á Þverá ásamt konu sinni, ræktaði tún og stækkaði bústofninn. Hann vann að byggingum heima og heiman. Ber þar hæst hlut hans í byggingu Stórutjarnaskóla, en þar var hann byggingarstjóri og áður ötull tals- maður þess að skólinn yrði byggð- ur, bæði sem sveitarstjórnar- og skólanefndarmaður og síðar for- maður byggingarnefndar skólans. Hann var brunamatsmaður og tók út byggingar, sat lengi í bygging- arnefnd Eyjafjarðarsvæðis, for- maður nokkur ár, var í gróður- verndarnefnd og jarðamatsnefnd. Þá var hann búnaðarþingsfulltrúi um tíma. Hann sat í ritnefnd „Byggðir og bú“ sem kom út 1985. Mörg önnur nefndar- og félags- störf vann hann fyrir sitt heima- hérað. Hann unni jörðinni sinni, heið- inni og dalnum svo og landinu öllu. Hann var náttúrudýrkandi og náttúruverndarsinni. Hann var keppnismaður, áræðinn og fljótur til verka og athafna. Erlingur var vel ritfær og eftir hann liggja rit- aðar frásagnir og fróðleikur. Erlingur verður jarðsunginn frá Laufási í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1971, búsett á Akur- eyri, maki Viðar Sig- urjónsson, f. 1964. Börn þeirra eru: Erlingur f. 1993, Sigurjón Karl, f. 1996, og Helga, f. 2004. Dætur Helgu Arnheiðar og Þór- halls eru: b) Anna María, f. 1976, búsett í Reykjavík, hennar sonur er Kári Þórðarson, f. 2001, og c) Þórunn, f. 1983, nemi í Danmörku. 2) Arnór, f. 1952, bóndi á Þverá í Dalsmynni, maki Elín Eydal, frá Böðvarsnesi, f. 1953. Þeirra börn: a) Valdís Arna, f. 1973, búsett í New York. b) Bjarki Freyr, f. 1975, búsettur í Neskaupstað, maki Anna Kristín Magnúsdóttir, f. 1981. Synir þeirra eru: Daníel Orri, f. 2001, og Gabríel Dan, f. 2006. c) Birkir Týr, f. 1994. 3) Hólmfríður, f. 1955, búsett á Akur- eyri, nemi í Háskólanum á Hólum. Börn hennar og fyrrv. maka Árna Arnsteinssonar, f. 1954, eru: a) Erla, f. 1972, maki Halldór Jóhannsson, f. 1972, búsett á Akureyri. Börn þeirra Kristinn Þeyr, f. 1998, og Anna Þyrí, f. 2001. b) Sigrún, f. 1974, maki Axel Jensen, f. 1977, búsett í Reykjavík. Dóttir þeirra er Ísabella Erla, f. 2003. c) Anna Friðrika, f. 1982, nemi í Reykjavík. d) Halldór Arn- ar, f. 1984, búsettur í Reykjavík. 4) Ragna, f. 1958, leikskólastjóri, maki Jón Aðalsteinn Illugason, f. 1957, búsett á Svalbarðseyri. Börn þeirra: a) Þórdís, f. 1978, maki Vil- helm Anton Jónsson. b) Arnór, f. 1992. 5) Andvana fædd dóttir, f. 24. nóvember 1967. Faðir minn, Erlingur Arnórsson, er nú fallinn frá 82 ára að aldri. Þessi hugrakki, áræðni keppnismaður sem um leið var viðkvæmur og hlýr faðir, afi og langafi. Pabbi var mikill fjölskyldumaður. Hann vildi hafa okkur fólkið sitt í kringum sig og það var gott að finna það. Hann var glað- ur á hátíðum og tyllidögum þegar allur skarinn mætti heim á Þverá, það átti við hann. Pabbi gerðist ungur bóndi á Þverá í Dalsmynni. Foreldrar hans keyptu jörðina árið 1942. Þau bjuggu þá á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Hermenn höfðu bækistöð í grennd- inni og útgöngubann var á vissum tímum. Þetta féll afa mínum illa og ákveðið var að flytja í Þverá. Senni- legt er að Þverá hafi orðið fyrir val- inu vegna tengsla afa við staðinn, en þaðan var amma hans, Halldóra Ás- mundsdóttir, systir Einars í Nesi. Ættin hafði búið lengi á Þverá en var á þessum tíma í eigu annarra. Einn- ig mun hafa vegið þungt að Helga amma var fædd og alin upp suður í Fnjóskadal og átti þar frændfólk. Pabbi fór ungur að vinna. Hann var mörg sumur hjá frændfólkinu á Laugafelli og Stórulaugum í Reykja- dal við ýmis störf. Þar fékk hann fyrst áhuga á hestum sem hélst alla tíð. Um fermingaraldur fór hann að vinna sem sendill hjá Trygginga- stofnun ríkisins og ýmsa aðra vinnu stundaði hann og lagði sitt fram til heimilisins. Pabbi var við nám í húsasmíði þegar fjölskyldan flutti í Þverá og var því um kyrrt í Reykja- vík. Að námi loknu kom hann norður og hófst handa við að byggja nýtt íbúðarhús en húsakostur var ekki upp á marga fiska á Þverá. Örlögin höguðu því þannig til að afi og amma fluttu suður aftur eftir tíu ára búsetu á Þverá en pabbi varð eftir, kvæntist og gerðist bóndi. Hann var ánægður með það hlut- skipti. Það átti við hann að vera sjálfs sín húsbóndi, takast á við ögr- andi verkefni, takast á við náttúru- öflin, keppast við að rækta, byggja, fegra og bæta jörðina. Hann taldi að það væri okkur börnunum til góðs að alast upp í sveitinni, læra að vinna og lesa í landið. Pabbi lagði upp úr því að við gætum unnið sjálfstætt, fundið út hvernig best væri að haga verkum – þannig efldi hann frum- kvæði okkar. Hann hafði lag á að láta okkur hafa ánægju af að vinna og sjá afraksturinn. Hann kenndi okkur að virða náttúruna, fara vel með búpeninginn. En líf einyrkjans var oft erfitt á fyrstu búskaparárunum. Jörðin snjóþung og frekar afskekkt, sam- göngur erfiðar. Vélvæðing var í lág- marki fyrstu árin. Öll útihús þurfti að byggja upp og tún þurfti að stækka. Auk þessa átti pabbi við heilsuleysi að stríða nær allan sinn búskap. Bakveiki, magasár og fleiri sjúkdómar gerðu í sífellu vart við sig. En áfram var búið og ekki dreg- ið af sér og naut hann þar stuðnings mömmu alla tíð auk þess sem kaupa- konur, kaupamenn og sumarstrákar voru til hjálpar þar til við systkinin komumst á legg og jafnvel áfram eftir það. Í yfir 30 ár hefur Arnór bróðir minn búið með foreldrum okkar á Þverá ásamt sinni fjölskyldu og fyrir nokkru tekið við búskapn- um, þó svo foreldrar okkar hafi unn- ið áfram að honum. Á Þverá er nú myndarlegt bú, fal- leg tún og góðar byggingar og það líkaði pabba mínum vel. Þrátt fyrir mikið annríki við búskapinn gaf pabbi sér tíma til að taka þátt í hin- um ýmsu félagsmálum og sat í ráð- um og nefndum sem oft fylgdi tíma- frek vinna. Hann tók að sér umsjón með byggingum, s.s. Stórutjarna- skóla. Sú vinna stóð í nokkur ár, þá vorum við systkinin farin að stálp- ast. Það eru viss forréttindi að hafa al- ist upp með báða foreldrana heima, fá að læra af þeim alla daga, geta tal- að við þau þegar manni datt í hug, látið spurningum rigna og fá svar við flestu. Það hefur reynst okkur systkinunum gott veganesti. Pabbi kenndi okkur nöfnin á grösunum, trjátegundunum, fuglunum, stjörn- unum og útskýrði mismunandi skýjafar og önnur veðrabrigði. Við lærðum að hlusta á árniðinn, þytinn í skóginum og drunurnar í snjóflóð- unum. Við lærðum að unna landinu og bera virðingu fyrir því. Pabbi sagði okkur systkinunum líka frá lífinu í Reykjavík, frá þeim tíma sem hann bjó þar. Það kom fyrir að hann sagði okkur efni heilu bíó- myndanna á meðan við vorum að mjólka. Honum var umhugað um að kenna okkur ýmsar íþróttir enda stundaði hann fimleika og dýfingar á sínum uppvaxtarárum. Man ég eftir kennslustundum í sundi í Fnjóskánni, hrollkaldri, pabba að taka tímann hjá þeim systkinum mínum í hlaupum og hvetja þau til dáða. Pabbi var góður sundmaður, enda mundi hann ekki eftir sér ósyndum. Hann stundaði klettaklifur og kajakróður, auk þess var hann góður dansherra og hafði gaman af því að dansa. Kurteisi var pabba í blóð borin og hélst alla tíð. Hann var afar vand- aður maður og kenndi okkur að það ætti ekki að tala illa um hvorki menn né málleysingja. Hann var snyrti- menni og góður að hafa með sér í fatakaupum, hvað þá ef verið var að velja eitthvað innanstokks. En pabbi gat líka verið óþolinmóður ef maður var eitthvað að drolla, hangs líkaði honum ekki. Mesta yndi pabba voru hestarnir. Það að komast á bak og þeysa eitt- hvert í burtu, helst út á heiðina, var hans afslöppun frá amstri hvers- dagsins. Hann hafði gaman að hest- um sem þurfti að hafa fyrir. Það var áskorun að takast á við þá. Nauðsynlegt var að eiga góða gangnahesta, ófært að fara á annan hátt í göngurnar. Pabbi var gangna- foringi á Flateyjardalsheiði og síðan einnig á Flateyjardal að vestan, í yf- ir 50 ár. Hann hafði ánægju af þeim störfum, gjörþekkti svæðið og hafði gaman af að takast á við ólíkar að- stæður sem gátu komið upp í göng- unum. Hann var sannkallaður fjall- kóngur. Síðustu árin voru pabba erfið. Hann fann að minnið var að bila og heilsan varð enn lélegri. En hann barðist við það sem var í vændum af mikilli reisn og hugrekki. Þolinmæði Orra bróður og hugulsemi við pabba síðasta tímann heima voru honum mikils virði og það gerði honum kleift að vera þátttakandi í búskapn- um á meðan stætt var og mamma stóð þétt við hlið hans. Systur mínar voru duglegar að koma heim í Þverá til að stytta honum stundir á ýmsan hátt. Seinasta árið bjó pabbi á Dvalar- heimilinu Hlíð á deild fyrir heilabil- aða og naut góðrar aðhlynningar. Þetta ár hefur verið okkur öllum erf- itt. Pabbi átti sífellt erfiðara með að tjá sig og eiga eðlileg samskipti við okkur, þó sýndi hann gleði við nær- veru okkar fram undir það síðasta. Nú er baráttunni lokið og eftir stendur minningin um góðan, dug- legan og umhyggjusaman mann sem unni fjölskyldunni og landinu og einnig stolt og þakklæti yfir að hafa átt hann að föður. Takk, pabbi minn, fyrir allt. Þín Helga Arnheiður. Ég man alltaf eftir því þegar afi geystist um á gamla Massey Fergu- son yfir kartöflugarðinn með sláttu- tætarann til að slá kartöflugrösin. Þá fannst mér afi flottur. Mér þótti spennandi að fara með afa í traktor, hann gaf oft í þegar við vorum tveir saman. Það var líka gaman að vera með afa á gamla Pajero-jeppanum að skreppa út í kartöflugeymslu eða út á heiði. Ég gleymi því aldrei þeg- ar ég var lítill og afi setti mig í sætið á gamla traktornum og mamma tók myndir. Hann stóð þarna í bláa gall- anum með gráu húfuna með rauða dúsknum. Afi var mikill dýravinur og hann hafði mikinn áhuga á fuglum. Hann var ótrúlega klókur að finna hreiður hvert sem hann labbaði. Fyrir utan bæinn fann hann nánast alltaf hreið- ur. Þetta þótti mér alltaf afar sér- stakt því ég og mamma fundum aldrei nein hreiður. Afi gat endalaust labbað og bara skoðað, athugað hvort allt væri ekki í lagi. Honum fannst gott að vera úti, hann naut þess og mest þegar veðrið var gott. Afi átti marga hesta og fannst gaman að hugsa um þá, hann gaf mér einu sinni bara eitt eyra á góð- um hesti sem hann átti, það þótti mér merkilegt. Þetta ljóð er til afa míns: Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. Það er sem fjöllin fljúgi móti mér, sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer. Og lund mín er svo létt, eins og gæti eg gjörvallt lífið geisað fram í einum sprett. (Hannes Hafstein) Þinn Arnór Jónsson. Elsku afi minn. Flateyjardalur, kindurnar þínar, lyktin úr mónum, þú og ég. Sumir menn tala um að vilja skilja eitthvað eftir sig. Verða stórmenni. Hvernig verður maður það? Bara svo þú vitir það verður þú alltaf stórmennið mitt. Hlutirnir sem þú kenndir mér og skilur eftir eru svo óteljandi margir. Þegar þú réttir mér nýfætt lamb sem eitthvað var að, sagðir mér að skella því beint á magann til að halda á því hita og hlaupa eins hratt og ég gæti í nýju fjárhúsin þar sem væri líklegra að við gætum hjálpað því. Ég held ég hafi aldrei hlaupið jafn hratt eða fundist ég jafn mikilvæg. Þau gildi sem þú hafðir og kenndir mér, að virða náttúruna, öll dýr og lífið sjálft munu alltaf fylgja mér. Takk fyrir að sína mér líka aðra hlið á þér, leyfa mér að kyssa þig og knúsa og finna að þú varst margt fleira en gangna- foringi, bóndi og harðjaxl. Við þurft- um ekki alltaf orð og þurfum þau ekkert frekar núna. Takk fyrir allt. Þín Þórdís. Genginn er merkur maður eftir langt og farsælt ævistarf. Minningin um Erling á Þverá mun lifa hjá þeim sem kynntust honum. Góðar gáfur, hæverska, verklagni og drengileg framkoma við menn og málleysingja voru hans aðalsmerki. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi í uppvexti mínum að kynnast Erlingi þegar foreldrar hans fluttu með börn sín að Þverá í Dalsmynni árið 1942. Hann var þá að læra húsasmíði í Reykjavík, lauk því námi og gerðist síðar bóndi á Þverá. Minningar vakna þegar litið er til baka til svo löngu liðinna tíma. Upp í hugann koma atvik sem festust í minni ungs drengs, atvik sem í sjálfu sér mörk- uðu ekki spor í veraldarsöguna, en voru sýn inn í aðra heima en dreng- urinn hafði alist upp við. Minning um ungan mann vel klæddan og frjálslegan í fasi, hafði meira að segja silkislæðu um hálsinn. Það hafði drengurinn nú ekki séð fyrr. Svo átti þessi ungi maður líka riffil og haglabyssu og skaut úr henni upp í loftið án nokkurs tilefnis. Í dag yrði líklega sagt að þetta hafi verið „töff“. Við búskapinn naut Erlingur sín vel og kom iðnmenntun hans sér í góðar þarfir við uppbyggingu allra húsa á jörðinni sem hann vann að og stjórnaði byggingu á. Erlingur var einstakt snyrtimenni og duldist það engum hversu vel var um gengið hvort heldur var við íbúðarhús eða útihús, enda voru þau hjón samtaka um slíkan myndarskap. Erlingur var mikill hestamaður og átti gæðahesta. Var það ánægja hans að hirða þá vel og hafa ætíð í sem bestu ásigkomulagi. Ekki verð- ur svo minnst á hesta Erlings að ekki sé getið stólpagripsins Hand- leggs en hann var um árabil mestur og bestur af hestum hans, en hestur sá átti til bæði það besta og versta. Það þótti áhorfs virði þegar maður á hvítum hraðtöltandi hesti fór um veginn og þeir sem lengst seilast til baka muna ábyggilega líka eftir hundinum Gosa sem ætíð fylgdi hús- bónda sínum hvar sem hann fór. Mannkostir Erlings duldust mönn- um ekki og það var því eðlilegur hlutur að sveitungar hans veldu hann til setu í hreppsnefnd og til stjórnarstarfa í fyrirtækjum. Þótt Erlingur ræki kraftmikið bú lét hann það ekki aftra sér frá því að taka að sér ýmsar byggingarfram- kvæmdir, nefni ég þar t.d. Stóru- tjarnaskóla en þar var hann bygg- ingarmeistari. Hann hafði brennandi áhuga á afréttarmálum og góðri um- gengni á afréttinni. Sæluhúsið í Heiðarhúsum og hreinlætisaðstaðan á Hofi á Flateyjardal eru dæmi um þá snyrtimennsku sem hann var þekktur fyrir og vildi sjá þar sem hann lagði hönd á plóg. Það var táknrænt hvar fundum okkar bar síðast saman en það var 9. september sl. við afréttargirðinguna í Þúfu en þann dag var verið að ganga Flateyjardalsheiði og féð rann af heiðinni og safnaðist saman við afréttargirðinguna sem hann hafði sjálfur reist á sínum tíma. Nú sat hann farþegi í bíl á þeim slóðum sem áður hafði hann þeyst um á Erlingur Arnórsson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR HINRIKSSON, Grýtubakka 14, lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 7. desember. Guðrún Grétarsdóttir, Steindór Pétursson, Ragnheiður Grétarsdóttir, Eiríkur R. Hermannsson, Þórunn Berglind Grétarsdóttir, Betty Grétarsdóttir, Hinrik Grétarsson, Eldór Grétarsson, Sigurður Grétarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.