Morgunblaðið - 09.12.2006, Page 60

Morgunblaðið - 09.12.2006, Page 60
60 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn AF HVERJU HREYFIR ÞÚ ÞIG EKKI MEIRA EKKI MÉR AÐ KENNA ÞYNGDAR- AFLIÐ VAR EKKI MÍN HUGMYND MÉR HEFUR LIÐIÐ FREKAR ILLA SÍÐUSTU DAGA, SOLLA... EN ÞAÐ VAR ALLT MÉR AÐ KENNA... FYRIRGEFÐU MÉR FYRIR AÐ KVARTA SVONA MIKIÐ Á MEÐAN ÉG VAR AÐ ÝTA ÞÉR Í KERRUNNI EF AÐ VIÐ STÖNDUM SAMAN, ÞÁ GÆTI OKKUR TEKIST AÐ KOMAST AF Í ÞESSUM HARÐA HEIM! HVAÐ SEGIR ÞÚ VIÐ ÞVÍ? SKÁL FYRIR ÞVÍ! ÉG VEIT! VIÐ LÍMUM BARA KÍKINN HANS PABBA SAMAN OG HANN VERÐUR EINS OG NÝR EN HELDUR ÞÚ AÐ HANN TAKI EKKI EFTIR ÞVÍ EF VIÐ ÞURFUM AÐ LÍMA SAMAN GLERIN? HANN VERÐUR EINS OG NÝR, ÉG Á NÓG AF LÍMI KANNSKI EKKI ÞAÐ VÆRI GOTT AÐ FÁ PÍNU BRAUÐ MEÐ MATNUM NÆRINGARFRÆÐILEGA SÉÐ, ÞÁ ÆTTI MAÐUR ALDREI AÐ BORÐA BRAUÐ MEÐ KARTÖFLUM ÞÁ FÆ ÉG MÉR BARA RÚNSTYKKI Í STAÐINN GRÍMUR, ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ ÞURRKA ATLA Á MEÐAN ÉG SVARA SÍMANUM? HÁRÞURRKAN ÞÍN VAR BILUÐ HANN ER AFTUR BYRJAÐUR AÐ BLEYTA PALLINN NÚ ER NÓG KOMIÐ! VIÐ ERUM BÚIN AÐ BIÐJA HANN FALLEGA, NÚNA FER ÉG ÞANGAÐ YFIR SJÁLFUR OG FÆRI ÚÐARANN! GRRRRRR VOFF! VOFF! REYNUM EITTHVAÐ ANNAÐ EN GETUR ÞÚ EKKI BARA BARIST GEGN GLÆPUM Í L.A.? ÉG GÆTI ÞAÐ FYRIR UTAN EINN HLUT EF AÐ ÞÚ MÆTIR ÞANGAÐ MEÐ MANNINUM ÞÍNUM OG SÍÐAN MÆTIR KÓNGULÓR- MAÐURINN Á SVÆÐIÐ... ÞÁ GÆTI ÉG ALVEG EINS FEST Á MIG SKILTI SEM STENDUR Á „PETER PARKER ER KÓNGULÓR- MAÐURINN“ Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Hverjir bjuggu í skálanum? Árlegur jólamarkaðurverður haldinn á Höfn íHornafirði í dag, 9. des-ember. Ari Þorsteinsson er jólamarkaðsstjóri: „Þetta er 20. jólamarkaðurinn sem Markaðstorg Hornafjarðar stendur fyrir, og verður markaðurinn vinsælli með hverju árinu,“ segir Ari. „Á síð- asta ári var markaðurinn haldinn í Miðbænum, verslunarkjarna Hafn- ar, og var aðsóknin þá svo mikil að sumum þótti nóg um þrengslin. Því afréðum við að þessu sinni að hýsa jólamarkaðinn bæði í Miðbæ og í Nýheimum, þekkingarsetri staðarins svo rýmra yrði um markaðsgesti.“ Ómissandi upplifun Nú þegar hafa 25 aðilar skráð sig fyrir söluborðum og má búast við góðri jólastemningu: „Ýmissa grasa kennir á markaðinum. Sum- ir hafa verið að taka til í bíl- skúrnum hjá sér og eru að bjóða til sölu muni sem hafa komið í leitirnar í tiltektinni. Aðrir selja handverk og listmuni, eða dýrind- ismat úr héraðinu,“ segir Ari. „Það er orðið ómissandi upplifun í huga margra bæjarbúa og nær- sveitamanna að heimsækja jóla- markaðinn á Höfn og upplifa stemninguna og jafnvel kaupa fal- lega jólagjöf eða lostæti á jóla- borðið.“ Meðal annars mun Jón bakari selja kaffi og kökur. Listmunir úr gleri og tré verða til sölu og mat- væli ættuð úr Hornafirði, eins og jólaendur, reyktur áll og jökla- bleikja, síld og humar og heima- lagaðar sultur. „Kvenfélögin selja bakkelsi og er mál manna að leit- un sé að betri kökum,“ segir Ari. „Kvennakór staðarins verður einn- ig með veitingasölu og eflaust mun hann syngja fyrir okkur jóla- lög og fá til liðs við sig meðlimi úr Samkórnum og barnakórnum. Þá mun kvennakórinn bjóða til sölu það sem örugglega er lang- flottasta jóladagatal landsins, til að fjármagna kórferðalag til Þýskalands næsta sumar.“ Eins og við er að búast geta jólasveinarnir ekki staðist góða jólastemningu og leggja því leið sína úr Vatnajökli á jólamarkaðinn á Höfn til að bregða á leik með börnunum: „Það myndast mjög gott andrúmsloft á jólamark- aðinum hvert ár, en auk þess að gera góð kaup hittir fólk vini og kunningja á förnum vegi og skemmtir sér vel,“ segir Ari. Gestir á Höfn í Hornafirði geta einnig lagt leið sína í Pakkhúsið, eða heimsótt hið nýja Jöklasetur þar sem fræðast má um náttúru og sögu Vatnajökuls. Þá er boðið upp á jólahlaðborð víða og fyr- irtaks bændagisting er í héraðinu auk fjölda veitingastaða. Allir landsmenn eru boðnir vel- komnir á jólamarkaðinn í Miðbæ og Nýheimum. Markaðurinn er opinn frá 11 til 16 og verður eitt- hvað um að vera allan daginn. Á heimasíðunni www.hornafjor- dur.is má finna frekari upplýs- ingar um verslun og þjónustu á Höfn. Þar eru einnig nánari upp- lýsingar um jólamarkaðinn. Verslun | Jólamarkaður í Miðbæ og Nýheim- um á Höfn í Hornafirði í dag kl. 11 til 16 Jólastemning í Hornafirði  Ari Þor- steinsson fæddist á Höfn í Horna- firði 1958. Hann lauk stúdents- prófi frá Tækni- skóla Íslands 1981, sveinsprófi í vélvirkjun frá Iðnskóla Austur- lands 1979 og meistaraprófi í verkfræði frá Háskólanum í Ála- borg 1987. Ari starfaði hjá sjáv- arútvegsdeild Kaupfélags A- Skaftfellinga í Hornafirði 1987– 1992, síðan við sjávarútvegssvið KEA til 1998, og sem fram- kvæmdastjóri SÍF í Kanada 1998– 2002. Frá árinu 2003 hefur Ari verið framkvæmdastjóri Frum- kvöðlaseturs Austurlands. Ari er kvæntur Maríu Gísladóttur bók- menntafræðingi og eiga þau tvö börn. ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.