Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI HERMANN Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs, segist undrandi á því að Kristján Þór Júlíusson segist ætla að hætta sem bæjarstjóri vegna þess að Samfylkingin hafi gert þá kröfu. „Ég viðurkenni það fús- lega að við hefðum aldrei getað sætt okkur við það að Kristján sæti sem bæjarstjóri og stæði á sama tíma í baráttu fyrir kjöri til Alþingis. Við þurfum bæjarstjóra sem getur sinnt því starfi öllum stundum. Ég held að þessi afstaða okkar endurspegli afstöðu flestra bæjar- búa og að krafan um að Kristján hætti nú þegar hann hefur tekið að sér nýtt verkefni sé í samræmi við vilja almennings í bænum og flestra þeirra sem um málið hugsa,“ sagði Hermann í samtali við Morgunblaðið. „Þess vegna fannst mér ekki við hæfi að nefna samstarfsflokkinn í meirihluta bæj- arstjórnar sérstaklega í þessu samhengi.“ Um það bil hálft ár er síðan meirihlutasamstarf flokkanna hófst í bæjarstjórn. Hermann Jón segir samstarfið hafa gengið vel. „Þetta hefur verið annatími, mikið nám fyrir nýtt fólk auk þess sem unnið hefur verið að því að skapa farveg fyrir þær áherslur sem meirihlutaflokkarnir komu sér sam- an um.“ Hann nefnir skipulagsbreytingar í stjórn- kerfi bæjarins, sem fólust m.a. í því að leggja niður stöður sviðsstjóra. „Markmiðið með því er að færa ábyrgð út í deildir bæjarkerfisins og að menn fái meira svigrúm og sjálfstæði til að láta sína faglegu þekkingu stýra starfinu. Á vissan hátt er þetta traustsyfirlýsing við starfsfólk bæjarins.“ Viðfangsefnum nefnda var einnig breytt að hluta. „Við röðum ákveðnum viðfangsefnum sam- an með nýjum hætti til þess að skapa breyttum áherslum farveg, annars vegar í menningar-, markaðs- og atvinnumálum, hins vegar í fjöl- skyldu-, forvarna- og tómstundamálum.“ Hermann segir málefnasamning flokkanna metnaðarfullan, þar sé að finna mörg verkefni og sum fjárfrek og það verði vissulega hægara sagt en gert að koma öllu í framkvæmd. En bæjarbúar muni sannarlega verða varir við það á jákvæðan hátt á kjörtímabilinu að nýtt fólk með nýjar áherslur er komið til starfa í bæjarstjórn. Hann segir þó stöðuna til að auka þjónustu erf- iða. „Það verður ekki auðvelt að tryggja framgang allra verkefna sem við ætlum að vinna að vegna þess hvernig sveitarfélagið stendur fjárhagslega. Nú erum við að ræða í bæjarstjórn fyrstu fjár- hagsáætlun nýs meirihluta. Það varð ljóst í und- irbúningi að gerð hennar að okkur væri mjög þröngur stakkur sniðinn, þetta sveitarfélag eins og mörg önnur í landinu er komið að þeim mörk- um að ekki er hægt að auka þjónustu við bæjarbúa ef ekki koma til auknar tekjur. Það verður að breyta þeim reglum sem nú eru um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga þannig að sveitarfélögin geti staðið undir þeirri starfsemi sem krafist er. Með sama hætti er það gjörsamlega óþolandi að ríkið velti kosnaði af þeim verkefnum sem því ber að sinna yfir á sveitarfélögin eins og við höfum all- mörg dæmi um hér á Akureyri.“ Ákvörðunin óumflýjanleg Í HNOTSKURN »Oddviti Samfylkingarinnar, HermannJón Tómasson, er viss um að bæjarbúar vilji að bæjarstjórinn hætti áður en hann fer í baráttu fyrir Alþingiskosningarnar. »Hermann Jón er undrandi á því að bæj-arstjórinn segist verða að hætta vegna þess að Samfylkingin hafi krafist þess. »Breyta verður reglum um tekjuskipt-ingu ríkis og sveitarfélaga svo sveit- arfélög geti staðið undir þeirri starfsemi sem krafist er, segir formaður bæjarráðs. Hermann Jón Tómasson  Oddviti Samfylkingarinnar segir kröfu um að bæjarstjóranum bæri að hætta end- urspegla afstöðu flestra bæjarbúa og ekki við hæfi að nefna sinn flokk sérstaklega SÝNING á verki Kristínar Gunn- laugsdóttur myndlistarmanns hefst í dag í Gall- erí Boxi á Akur- eyri. Verkið á sýningunni ber titilinn Barn undir fjalli. Það er unnið með tækni miðalda, eggtempera á tré með blaðgulli. Sýningin hefst kl. 14 í dag og stendur til 6. janúar. Í tilkynningu er tekið fram að allir séu velkomnir á opnun sýningarinnar.    Jólastemmning fortíðarinnar verð- ur fönguð á morgun kl. 13.30–16 í Gamla bænum í Laufási. Gestum og gangandi gefst þá kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveita- samfélaginu. Jólastund verður kl. 13.30 í Laufáskirkju, fyrir börn á öllum aldri.    Síung, samtök barna og unglinga- bókahöfunda, halda í dag hátíð í Amtsbókasafninu kl. 14–16. Boðið verður upp á kakó og smá- kökur. Fimm höfundar lesa úr verkum sínum; Brynhildur Þór- arinsdóttir, Bergljót Arnalds, Sig- rún Eldjárn og Iðunn og Kristín Steinsdætur.    Komin er út fimmta bókin um ævintýri Nonna í endursögn Bryn- hildar Pétursdóttur, sem Kristinn G. Jóhannsson myndskreytir og Hólar gefa út. Að þessu sinni er það bókin Nonni, sem var fyrsta Nonnabókin sem kom út í Þýska- landi árið 1913.    Hátíðarsýning verður á leikritinu Herra Kolbert hjá Leikfélagi Akur- eyrar í kvöld í tilefni heimsóknar höfundar verksins, David Giesel- mann. Hann tekur þátt í umræðum um sýninguna að henni lokinni.    Kaupmannafélag Akureyrar hefur dreift í öll hús á Akureyri þjón- ustuskrá með margskonar upplýs- ingum. Hún mun einnig liggja frammi á ferðamannastöðum. „Það er kraftur í félaginu,“ segir Vilborg Jóhannsdóttir stjórnarmaður og bendir á að félagið hafi einnig gefið út blað um Akureyri sem dreift var með Morgunblaðinu í vikunni. Kristín með sýningu í Gallerí Boxi Kristín Gunnlaugsdóttir AÐVENTUVEISLA Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og knattspyrnudeildar Þórs verður í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Dagskráin hefst kl. 18 með tónleikum sveitarinnar sem flytur jóla- og aðventutónlist en með henni koma fram einsöngvararnir Hulda Björk Garð- arsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Einnig kemur fram Karlakór Dalvíkur. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson – sem á myndinni stjórnar æfingu í gær – og kynnir verður Margrét Blöndal. Að tónleikum lokn- um verður boðið upp á jólahlaðborð frá Bautanum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aðventukræsingar í Höllinni svæðinu sé sjálfgefið að stjórnsýsl- an færist yfir til hlutaðeigandi sveit- arfélaga og lúti almennum lögum og reglum við stjórnsýslu sveitarfé- Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is BÆJARRÁÐ sveitarfélaganna þriggja sem eiga land á varnarsvæð- inu á Keflavíkurflugvelli hafa náð samkomulagi um að stofna eina byggingar- og skipulagsnefnd fyrir svæðið. Leggja bæjarstjórnar sveit- arfélaganna til að nefndin taki við störfum þeim sem skipulags- og byggingarnefnd varnarsvæða hefur haft með höndum á Keflavíkurflug- velli. Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Reykjanesbær eiga land á svæðinu sem varnarliðið hafði til afnota á Miðnesheiði og þótt varn- arliðið sé horfið af landi brott er svæðið enn skilgreint sem varnar- svæði að lögum. Í samþykkt um stofnun sameiginlegrar byggingar- og skipulagsnefndar fyrir þetta svæði kemur fram að í kjölfar þess að varnarliðið er farið og til stendur að breyta skilgreiningu á varnar- laga. „Með sameiginlegri bygging- ar- og skipulagsnefnd verður hægt að samræma skipulag á umræddu svæði óháð sveitarfélagamörkum. Markmið sveitarfélaganna er að efla íbúa- og atvinnuþróun á vestan- verðu Reykjanesi og er sameiginleg nefnd af þessum toga mikilvægur þáttur í því,“ segir í samþykktinni sem bæjarstjórarnir þrír undirrit- uðu í gær. Aukið svigrúm flugvallar Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að Þróunar- félag Keflavíkurflugvallar sem tek- ur við eignum varnarliðsins hafi lagt áherslu á að hafa einn aðila til að vinna með. Verkefnin séu á mörkum sveitarfélaganna og með samvinnu af þessu tagi sé unnt að vinna hrað- ar og markvissar að framgangi mála. Hann nefnir að brýnt sé að gefa flugvellinum meira svigrúm Bæjarstjórarnir fóru í gær á fund allsherjarnefndar Alþingis sem hef- ur til umfjöllunar lagafrumvarp sem ætlað er að taka á þeim breytingum sem orðið hafa við brottför hersins, meðal annars um stjórnsýslu og skilgreiningu svæðisins. Árni segir að frumvarpið geri ráð fyrir því að skipulagsnefnd varnarsvæða starfi áfram til bráðabirgða en með yfir- lýsingu um stofnun sameiginlegrar skipulags- og byggingarnefndar lýsi sveitarfélögin því yfir að þau séu tilbúin að taka við þessum verkefn- um. Það sé unnt að gera með breyt- ingum á frumvarpinu eða með sér- stakri yfirlýsingu síðar. Bæjarráðin leggja til að þrír menn verði í hinni sameiginlegu byggingar- og skipulagnefnd og tal- ið æskilegt að bæjarstjórar sveitar- félaganna taki þar sæti í upphafi. Þegar bæjarstjórn Sandgerðis samþykkti stofnun nefndarinnar létu fulltrúar minnihlutans, Sam- fylkingar og óháðra og Framsókn- arflokks, bóka að það væri lykilat- riði að núverandi sveitarfélagamörk á Miðnesheiði yrðu óbreytt og að skatttekjur rynnu til viðkomandi sveitarfélaga. Meirihlutinn tók und- ir þessi sjónarmið. Sameiginleg skipulagsnefnd á Miðnesheiði Morgunblaðið/Árni Sæberg Samvinna Sigurður Valur Ásbjarnarson, Árni Sigfússon og Oddný Harð- ardóttir skrifa undir samning um skipulagsnefnd á Miðnesheiði. SUÐURNES BEINT fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu hefst næsta vor. Félag um starfsemina, Norðanflug ehf. var stofnað í gær af Samherja, Eimskipafélagi Íslands og SAGA Fjárfestingum. Eimskipafélagið hef- ur flugrekstrarleyfi. „Markaðurinn fyrir ferskan fisk er mikill og vaxandi. Til marks um það má nefna að um 15 tonn af fersk- um fiskflökum eru flutt daglega frá Eyjafjarðarsvæðinu. Það samsvarar einni þotu á dag. Það er því engin spurning að Norðanflug mun mæta brýnni þörf og mun væntanlega vera með ferðir 3–5 sinnum í viku að minnsta kosti,“ er haft eftir Unnari Jónssyni, forstöðumanni flutninga- sviðs Samherja, í fréttatilkynningu frá hinu nýstofnaða félagi í gær. Baldur Guðnason, forstjóri Eim- skips, segir Norðanflug ekki síst stofnað vegna ákvörðunar stjórn- valda að ráðast í gagngerar endur- bætur á flugvellinum á Akureyri. Í stjórn Norðanflugs sitja Unnar Jónsson, Steingrímur Pétursson ráðgjafi, og Þorvaldur Lúðvík Sig- urjónsson, forstjóri SAGA. Beint vöru- flug til meg- inlandsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.