Morgunblaðið - 11.12.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 11.12.2006, Síða 20
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Kertagerðin hefur veriðfastur siður hjá okkur íheilan aldarfjórðung.Börnin okkar fimm eru alin upp við þetta og nú eru barnabörnin okkar sjö farin að taka virkan þátt í því. Í gamla daga voru gerð tólgarkerti fyrir jólin. Við notum nú vax í staðinn fyrir tólgina og má segja að þessi skemmtilegi aldagamli íslenski sið- ur, að steypa jólakerti, sé orðinn ómissandi hjá okkur fyrir jólin,“ segir Björn Már Ólafsson augn- læknir, sem stjórnar aðgerðum í bílskúrnum sínum í Garðabæ. Óhætt er að segja að kerta- listaverkin renni út úr höndunum á Birni áreynslulaust enda eru hann og krakkarnir farin að búa til hin fjölbreyttustu listaverk úr vaxi og kveik, meðal annars að- ventukransa, nýárskerti, jólakerti, hjónakerti og allt að 25 arma kertalistaverk. Hér fær ímynd- unaraflið lausan tauminn. Kerta- framleiðslan hefur aukist ár frá ári og þess vegna tekur stór- fjölskyldan sér nú orðið langa helgi í kertagerðina. Á meðan Björn stýrir framkvæmdum í „kertaverksmiðjunni“ slær hús- móðirin, Sigríður Ólafsdóttir, sér- kennari við Flataskóla, taktinn í eldhúsinu með því að töfra fram súkkulaðikökur og annað gúmmel- aði fyrir svanga litla munna, gesti og gangandi. „Við kynntumst þessum sið fyrst á námsárunum úti í Svíþjóð fyrir 25 árum, en þar er hægt að kaupa allt mögulegt til kertagerðar, meira að segja sérhannaða vax- potta. Æ síðan höfum við búið til okkar eigin kerti og dugir fram- leiðslan út árið,“ segir Sigríður. Björn pantar allan vaxmassann í gegnum netsíðu frá Suður-Svíþjóð og fylgja kveikirnir með í pökk- unum. Síðan er bara hafist handa, en það þarf auðvitað að fara var- lega því hitinn á vaxinu er um 70 gráður. „Ég nota tvær rafmagns- hellur og tvo stóra potta í vatns- baði. Vaxið er svo brætt í pott- unum. Þræðirnir eru settir á spýtu og hanga niður og svo er þeim dýpt ofan í vaxið aftur og aftur, kannski 20 til 30 sinnum, þar til kertin eru orðin nógu sver og búin að drekka í sig nógu mikið vax. Vaxið er hvítt, en svo er ég með nokkra liti í sérílátum, sem við dýfum þeim í, ef við viljum lita kertin að lokum. Vinsælt er að gera kerti í fánalitunum og svo eru krakkarnir með alls konar hugmyndir og útfærslur,“ segir Björn og bætir við að þessi kerti leki aldrei. Barnafólk og jólafólk Þau hjónin eru sammála um að þessi siður sé afskaplega skemmti- legur. „Við erum bæði mikið jóla- fólk og barnafólk,“ segir Sigríður. Það er ekki aðeins fjölskylda og vinir sem hafa tekið þátt í kerta- Kóngakerti, hjónakerti, aðventukerti og jólakerti Flottheit Þórir heldur á kóngakerti og Marta á hefðbundnari kertum. Kóngakertin rata gjarn- an í jólapakka til vina og kunningja. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Potturinn Sóley og Marta dýfa kertunum sínum í 70 gráðu heitt vaxið. En kertagerðin er vinsæl hjá krökkunum. Listamaðurinn Björn hefur gert 18 arma kerti, en gerði að þessu sinni tilraun með 25 arma kerti sem tókst með afbrigðum vel. |mánudagur|11. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Chico er afar hárskrúðugur persi og fyrir skömmu fóru eig- endurnir með hann til hunda- snyrtis í klippingu. »22 gæludýr Rannsóknasetur verslunar- innar áætlar að jólaverslunin aukist nú verulega í ár frá síðasta ári. » 23 fjármál Úrvalið af jólakrönsum hefur áreiðanlega aldr-ei verið meira og þá má nota jafnt í borð- og kertaskreytingar sem og vegg- og hurða- skreytingar. Það hafa ekki allir tíma til þess að föndra fyrir jólin en flestir hafa nokkrar mínútur til þess að setja sitt mark á jólaskrautið. Þeir kransar sem hér eru sýndir standa allir vel fyrir sínu en með lítilli fyrirhöfn má líka gera þá per- sónulegri, sem mörgum finnst skemmtilegt. Allt sem til þarf er blómavír, borðar til þess að búa til slaufur, jólakúlur með vír, könglar og annað skraut sem sköpunarglöðum dettur í hug. Og svo er bara að skreyta húsið með fjölnota jólakröns- um. Skreytum hús með jólakrönsum Glitrandi Nokkrar svartar, litlar hangandi kúlur í mismunandi hæð inn í kransinum gætu farið vel í þessum í mínimalískri stofu eða þá í kransinum sjálfum og þá aðeins stærri en silfruðu kúlurnar. 3.990 kr. Debenhams. Flauelsmjúkur Áferð blaðanna er falleg og liturinn jólalegur. Kransinn er hægt að hengja upp eins og hann er eða þá að búa til fallega slaufu og þá er hann sannkölluð heimilisprýði. 4.875 kr. Ormsson. Berjakransar Það getur verið fallegt að setja stóra kransinn á kökudisk og raða smákökum inn í hringinn. Þann minni má leggja á brúnir glerskálar og fylla af ávöxtum. Stærri krans, 2.500 kr. og sá minni, 2.200 kr. Duka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.