Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 22
gæludýr 22 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það er ekki alltaf einfalt að vera köttur. Kettir hafa jú,sjálfstæðan vilja og fara sínar eigin leiðir. KötturinnChico hefur þó komist að því fullkeyptu því hannvildi ekki vera innikisi og eigendur hans leyfðu hon- um því að hafa það eins og hann vildi. Hann hefði þurft að fara varlega til að feldurinn flæktist ekki en hann hafði engan skilning á því og það endaði með að feldurinn var orðinn veru- lega flæktur. Eigendurnir, Guðjón Guðmundsson og Hulda Ásgeirsdóttir, brugðu því á það ráð að fara með hann í klipp- ingu. Klipping er þó varla rétta orðið því vaxandi flækjan í feldinum var víða orðin að kúlum og kisi kveinkaði sér jafnvel ef hann var tekinn upp. Á endanum þurfti víða að raka af hon- um feldinn, þó að sums staðar væri nóg að klippa kúlurnar í burtu. Guðríður Vestars, hundasnyrtidama í Dýrabæ í Hlíða- smára, upplýsti að þegar svona væri komið fyrir köttum væri oft ekki hægt að klippa þá á stofu, heldur þyrfti að fara með þá til dýralæknis og svæfa þá til að hægt væri að framkvæma klippinguna og raksturinn. Sérstaklega á þetta við um ketti sem eru erfiðir í skapi og fella sig ekki við að vera meðhöndl- aðir á þennan hátt. Chico reyndist vera afskaplega ljúfur og næsta auðvelt að klippa hann og raka, þrátt fyrir ungan aldur, en hann er rétt um eins árs gamall. „Það á sérstaklega við um persaketti; að feldurinn á þeim flækist,“ segir Guðríður. „Það þarf að greiða þeim, bæði með bursta og greiðu og þetta er verra fyrir útiketti. Þeir fara í alls konar drullu og gróður sest í feldinn sem svo vefur utan á sig.“ Guðríður bendir á að ef köttum er kembt reglulega sé minni hætta á svona slæmum flóka. „Þessi flóki hér hefur verið nokkra mánuði að myndast,“ segir hún. „Það hefði líka verið mjög slæmt ef hann hefði verið baðaður með allan flókann í sér, þá þéttist hann ennþá meira og ennþá erfiðara hefði verið að eiga við hann.“ Guðríður segir að ekki sé gefið að hægt sé að klippa ketti á þennan hátt. „Hefði þetta verið óþekkur köttur, hann sýnt klærnar og tennurnar og eins ef hann hefði verið með meiri flóka hefði þurft að fara með hann í svæfingu til að hægt væri að klippa hann. Það er þá gert hjá dýralækni þar sem honum er gefin létt svæfing og þá rakaður alveg niður. Kötturinn má nefnilega ekki hreyfa sig neitt rétt á meðan.“ Það segir hún vera vegna þess að hætta getur verið á að klippt sé í hann. „Við fáum nokkuð mörg svona tilfelli,“ segir hún aðspurð. „Suma sendum við beint til dýralækna, gefumst bara upp strax. Það hefur líka gerst að við höfum byrjað en það ekki gengið.“ Chico segir hún vera einstakan kött að þessu leyti. „Hann er bara einstakt gæðablóð,“ segir Guðríður og hlær við. Morgunblaðið/G.Rúnar Klærnar klipptar Það var ekki fyrr en í lokin sem Chico sýndi klærnar. Þá var ekki annað til ráða en klippa þær. Köttur í flókabendu Ekki gaman Chico var ekki hrifinn af baðinu, þó að hann sætti sig við það. Kúlur Chico var orðinn svo flæktur að kúlur voru farnar að myndast uppi við skinnið. Allt í flækju Guðríður Vestars skoðar flókann á Chico. Chico er hárprúður persi og ekki innikisi. Hann hefði þurft að fara varlega úti til að feldurinn fíni flæktist ekki. Hann hafði engan skilning á því og auðvitað endaði með því að feldurinn á honum var orðinn ægilega flækt- ur. Sigrún Ásmundar fór með eigendunum þegar farið var með Chico í klippingu. Enginn köttur Það var ekkert smáræði sem var klippt og rakað af Chico.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.