Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 27
EINS og búast mátti við hefur
framboð og kjör Árna Johnsen, fyrr-
verandi þingmans, vakið mikla at-
hygli og umræðu í þjóðfélaginu. Fólk
veltir því fyrir sér hvort Árni, sem
hlotið hefur dóm fyrir
alvarleg brot í opinberu
starfi, sé í raun hæfur
til að gegna hlutverki
löggjafarvalds á ný.
Umræðan hefur ekki
síst snúist nú upp á síð-
kastið um orðaval Árna
í garð eigin brota, þar
sem orðin „tæknileg
mistök“ hafa orðið
landsfræg á örskots-
stundu. Eins og ég
sagði hér strax í byrjun
var ekki við öðru að bú-
ast en að fjölmiðlar og
einstaklingar tækju upp þráðinn að
nýju og reyndu á ný við Íslandsmetið
í umfjöllun um eina persónu, þ.e. sem
flestar fréttir og greinar um per-
sónuna á sem stystum tíma.
Mannorð Árna var þar malað eins
fínt niður og hægt var. Kannski átti
hann það skilið þá, það má orða það
eins og hverjum og einum sýnist, en
eru ekki breyttir tímar nú? Síðast
þegar ég vissi hefur Árni setið af sér
dóminn, fylgt eftir þeim skilmálum
sem honum fylgdu og iðrast mjög
djúpt ef marka má yfirlýsingu Árna í
Morgunblaðinu hinn 25. nóvember sl.
en þar segir hann: „Ég braut af mér
og iðrast í dýpstu rótum hjarta míns.“
Svo ekki sé minnst á að vinnusemi
Árna og þrek varð til þess að bæta
vist fanga til muna meðan hann af-
plánaði dóminn fyrir misgjörðir sínar.
Fyrir skömmu var Árna svo veitt
uppreisn æru af handhöfum forseta-
valds, og varð hann því kjörgengur á
ný eins og lög og reglur gera ráð fyr-
ir. Niðurstaðan var einföld en skýr:
„2.302 atkvæði í 1.–2. sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi og Árni skaust hátt yfir
sitjandi þingmenn.“ Fólkið talaði.
Fólkið vildi Árna aftur. Fólkið fyr-
irgaf.
En það eru ekki allir sem geta fyr-
irgefið. Sumir vildu helst kasta þeim
sem misstíga sig í eilífðarvist ein-
angrunar og hlekkja. Helst bara að
hafa þá þar sem enginn
sér, einhvers staðar þar
sem þeir verða örugg-
lega ekki fyrir. Ég get
skilið þessa afstöðu hjá
pólitískum andstæð-
ingum Sjálfstæð-
isflokksins, hin glæsta
kosning Árna í próf-
kjörinu hefur eflaust
skotið þeim andstæð-
ingum skelk í bringu.
Gæti Árni virkileg hrist
stoðirnar undan voninni
um að komast á þing,
hvað þá í meirihluta.
Það er hins vegar með ólíkindum að
samherjar Árna, bræður og systur í
Sjálfstæðisflokknum skuli taka þátt í
þessari umræðu. Mér þykir ályktun
SUS og síðar Landssambands sjálf-
stæðiskvenna afskaplega óréttlátt út-
spil samherja. Þessar yfirlýsingar
urðu einfaldlega til þess að ýfa upp,
svo um munar, neikvæða umræðu.
Það er ekki samstaða. Þótt ályktun
SUS hafi kannski verið meinlaus og
hófsöm á borðinu við undirritun, þá
sjá allir afleiðingarnar. Margföldun á
umræðunni, á neikvæðum nótum.
Lýðræðið gefur fólki val, en lýð-
ræði er ekki virkt nema það sé virt.
Sú ósk sjálfstæðiskvenna að flokks-
forustan „skoði málið“, þ.e. endanlega
uppröðun á umræddan lista í Suður-
kjördæmi, er ósk um að lýðræðið
verði ekki virt. Hvers vegna? Til þess
að bjarga nokkrum konum frá póli-
tísku falli? Til að fá til baka þær sálir
sem afvegaleiddust úr flokknum við
endurkomu Árna? Eða bjarga öllum
flokknum frá falli? Við sjálfstæð-
ismenn hljótum að sýna okkur sjálf-
um meiri virðingu en það, að pólitísk
staða okkar byggist á veru eða fjar-
veru eins manns!
Ég get sagt það að ef lýðræðinu
verður storkað, og Árni tekinn út eða
færður neðar á listann, verður það til
þess að fleiri munu segja sig úr
flokknum. Í það sinnið þeir sem kæra
sig ekki um það að lýðræðislegar ósk-
ir fólks séu virtar að vettugi og skal
ég verða fyrstur manna til að segja
mig úr Sjálfstæðisflokknum verði það
gert. Við eigum að standa og falla
saman. Við eigum að gefa tækifæri og
vera reiðubúin að fyrirgefa. Ef við
gætum ekki fyrirgefið væri ég
hræddur um að mörgum sitjandi
þingmönnum hefði fyrir löngu verið
varpað fyrir ljónin.
Ég lýsi því yfir fullum stuðningi við
Árna Johnsen í 2. sætið og vona að
menn sjái að sér og fari nú að snúa
bökum saman og stefna inn í kosn-
ingabaráttu með samstöðuna að
vopni og vona að flokkurinn geri nú
engin „tæknileg mistök“ í þessum
efnum. Árni getur og mun svara fyrir
sig sjálfur og treysti ég honum full-
komlega til þess og tek að endingu
undir þessi orð Árna úr yfirlýsingu
hans í Morgunblaðinu 25. nóvember
2006: „Íbúar Suðurkjördæmis þekkja
mig. Þeir hafa fylgst með mér og veitt
mér að nýju tækifæri með afgerandi
kosningu til þess að vinna af alefli fyr-
ir þá.“
Ekki fleiri „tæknileg mistök“
– Tími til fyrirgefningar
Birkir Egilsson fjallar um mál
Árna Johnsen »Ég lýsi því yfir full-um stuðningi við
Árna Johnsen í 2. sætið
og vona að menn sjái að
sér og fari nú að snúa
bökum saman og stefna
inn í kosningabaráttu
með samstöðuna að
vopni …
Birkir Egilsson
Höfundur er sjúkraliði
og sjálfstæðismaður.
SKAGFIRÐINGAR hafa löngum
þótt stórhuga og kröftugir og þekki
ég enga sem eru stoltari af sinni
heimasveit nema kannski Þing-
eyinga. Nú berjast Þingeyingar fyrir
álveri en nokkru vestar á landinu
okkar góða eru Skagfirðingar að
berjast gegn því að álveri Þingeyinga
verði stungið í sam-
band með orku úr Hér-
aðsvötnum. Skagfirð-
ingar hafa vaknað til
lífsins og stofnað
áhugahóp um verndun
Héraðsvatna en bar-
átta þeirra stendur um
að tveimur virkj-
anakostum, við Skata-
staði og Villinganes,
verði hafnað. Þing-
eyingar virðast aðeins
geta yljað sér við minn-
ingar úr baráttunni
gegn Laxárvirkjun fyr-
ir meira en 30 árum.
Ég kom sem gestur
úr Eyjafirði á baráttu-
fund Skagfirðinga í Ár-
garði þriðjudagskvöldið
28. nóvember til að sýna
stuðning og auðvitað
var ég forvitin að sjá
hvort hugur væri í
mönnum á þessum bar-
áttufundi. Og jú, þarna
voru yfir 200 manns. Ég
hef ekki komið á fjölmennari pólitísk-
an baráttufund úti á landsbyggðinni.
Merkilegast þótti mér að heyra að
oft áður hafa Skagfirðingar barist
gegn því að virkjað sé við Villinganes.
Sá meirihluti sem starfaði í sveit-
arstjórn Skagafjarðar síðasta kjör-
tímabil ákvað að Villinganesvirkjun
skyldi ekki sett inn á aðalskipulag.
Núverandi meirihluti vill hins vegar
hafa virkjunina þar inni. Baráttan var
líka háð fyrir 25 árum en þá var einn
Skagfirðingur, Guðrún Eiríksdóttir
frá Villinganesi, sem gat sem landeig-
andi í Villinganesi komið í veg fyrir að
það yrði virkjað. Þess minntist Ómar
Ragnarsson og sagði fundargestum
að hefði sú virkjun verið samþykkt,
þá væru aðeins 10–15 ár í að uppi-
stöðulónið yrði orðið fullt. Og nú
þurfa Skagfirðingar að halda uppi
merkjum þessarar framsýnu konu.
Slaginn gegn virkjun í Villinganesi
þarf að hefja enn einu sinni.
Á fundinum var einnig vikið að öll-
um jákvæðu þáttunum í uppbyggingu
Skagafjarðar sem margir hafa notið á
einhvern hátt. Ég hugsaði til fjöl-
margra heimsókna í Skagafjörðinn.
Oft hef ég farið í fljótasiglingar, á
hestbak og í fjallgöngur. Sótt háskól-
ann á Hólum, sem nú er einn stærsti
atvinnurekandi í Skagafirði, heim og
notið veitinga og náttúru. Ég hef far-
ið út í Drangey, hlýjað mér í Grett-
islaug og skoðað byggðasafnið í
Glaumbæ. Stundum hefur mér þótt
of mikið um rómantíska sýn ferða-
fólksins á torfbæinn og þurft að
minna á kulda, raka og dimmu þótt
þarna hafi verið stórbýli og sagt að
við séum betur komin með hitaveitu
og rafmagn!
Niður Öxnadalinn í myrkrinu á
heimleiðinni velti ég því fyrir mér hve
lengi álforystu stjórnvalda ætlar að
takast að kljúfa íslensku þjóðina í
tvennt og neita að hlusta. Búa til
öfgafólk, kaffihúsalið og afturhalds-
sinna úr þeim sem mæla með nátt-
úrunni og framfarasinna og athafna-
fólk úr þeim sem vilja virkja og reisa
álver. Þetta fer fyrir brjóstið á mörg-
um okkar – örugglega öllum þeim 15
þúsundum sem gengu niður miðbæ-
inn með Ómari. Er ekki rétt að við
komum okkur saman um að hægja á
ferðinni og huga að öðru? Ef þjóðin á
milljarða til að reisa virkjanir og ál-
ver, eigum við þá ekki til peninga til
að setja af rausnarskap í eitthvað af
öllum þeim hugmyndum sem liggja í
nýsköpunarmiðstöðvum víða um
land?
Tækniframfarir eru stórstígar,
breytingar á atvinnuháttum ennþá
hraðari, gildismat manna þróast
hratt. Hver hefði trúað því fyrir ald-
arfjórðungi þegar til Íslands komu
um 70 þúsund ferðamenn, að nú
kæmu tæplega 400 þúsund ferða-
menn, sem koma hingað fyrst og
fremst til að skoða ósnortin fjöll og
firnindi, gróna dali og
úfin hraun? Eða að há-
skóli væri á Hólum og
nettenging í hvern bæ?
Byggðamál eru mál
allra landsmanna, því
ekki viljum við að allir
séu búsettir á suðvest-
urhorninu! Forgangs-
röðun og stefnumótun
um atvinnumál og upp-
byggingu er nokkuð
sem öllum stjórn-
málamönnum ber
skylda til að taka alvar-
lega. Stjórnvöld halda
Vatnajökulsþjóðgarði á
lofti nú og vilja friða
einhvern hluta Íslands.
Á teikniborði Lands-
virkjunar liggur hins
vegar fyrir að virkja
flestar jökulár og há-
hitasvæði á landinu. Við
viljum að sest verði nið-
ur og gert heild-
arskipulag um verndun
og nýtingu áður en
lengra er haldið. Við viljum hætta að
byggja álver og virkja til þess ár. Við
viljum byggja á hugmyndum og
virkja hugvit. Ísland er eitt land og
þeir sem einhvern áhuga hafa á Ís-
landi framtíðarinnar eiga að stíga
fram og láta í sér heyra.
Í umræðunni um umhverfismál er-
um við ekki að tala um neinar dæg-
urflugur sem enginn man eftir úr
argaþrasi stjórnmálanna eftir 20 ár.
Við erum að tala um mikilvægustu
mál samtímans og ef fólki má ekki
verða heitt í hamsi yfir þeim, þá veit
ég ekki hvenær almenningur í land-
inu á að láta í sér heyra – án þess að
hann sé talinn öfgasinnaður. Skag-
firðingar eru með þessu framtaki
sínu að setja umhverfismál á dagskrá
af alvöru fyrir næstu kosningar og ég
hvet stjórnmálamenn til að tala skýrt
um afstöðu sína, svo ljóst sé hvert við
stefnum á næstu árum.
Nánar um baráttu Skagfirðinga á
www.jokulsar.org
Skagfirðingar
mæla með
náttúrunni
Þórný Jóhannsdóttir fjallar
um náttúruvernd í Skagafirði
Þórný Jóhannsdóttir
» Við viljum aðsest verði
niður og gert
heildarskipulag
um verndun og
nýtingu áður en
lengra er hald-
ið.
Höfundur er áhugamaður um nátt-
úruvernd og fjölbreytta atvinnu-
stefnu, og hefur starfað sem land-
vörður og leiðsögumaður á Íslandi í
tíu ár.
MIKILL áróður hefur verið í garð
forystu Sjúkraliðafélags Íslands á
síðustu vikum og mánuðum. Sér-
staklega af tveimur nýlega útskrif-
uðum sjúkraliðum sem starfa innan
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss. Forystu
félagsins er borið á
brýn að hafa ekki stað-
ið eðlilega að tilkomu
nýrrar námsleiðar fyr-
ir ófaglært starfsfólk
sem starfað hefur við
hlið sjúkraliða í fimm
ár eða lengur. Því hef
ég ákveðið að koma
eftirfarandi upplýs-
ingum á framfæri.
Í engu slakað á fag-
námi
Í fyrsta lagi þurfa
þeir sem fara um með gagnrýni að
vanda málflutning sinn og greina
rétt frá.
Í öðru lagi væri rétt að kynna sér
hvernig uppbygging félagsins er áð-
ur en farið er af stað með rógburð
gegn sitjandi forustu.
Í þriðja lagi þarf að vanda til
verka þannig að ekki sé gengið fram
og misnotað trúnaðarmannakerfi
stéttarinnar, sem er öllum stétt-
arfélögum helgast.
Í málflutningi þeirra er skrifað
hafa segir að nám stéttarinnar sé
gjaldfellt um helming. Hið rétta er
að í engu er slakað á fagnámi henn-
ar, þvert á móti er vel haldið utan
um allar faggreinar.
Með undirskrift sinni við inn-
göngu í Sjúkraliðafélag Íslands und-
irgengst einstaklingurinn lög og
reglur félagsins og væri ekki úr vegi
að viðkomandi læsu sér til áður en
sprengjum er kastað.
Í lögunum kemur
fram að Fulltrúaþing
sé æðsta vald félagsins.
Fulltrúaþingið mótar
stefnuna, með laga-
breytingum, álykt-
unum og öðru er þörf
þykir. Það er því fá-
sinna að halda því fram
að formaður, stjórn og
nefndir félagsins eigi
ekki að fara eftir þeim
ákvörðunum sem þar
eru samþykktar.
Þá fyrst tók steininn
úr þegar umræddir
sjúkraliðar misnotuðu
sér trúnaðarmannakerfi félagsins til
að koma áróðri sínum á framfæri.
Kvartað hefur verið um að ekki sé
vinnufriður fyrir ágengni þeirra, á
frídögum og langt fram á kvöld.
Verum á varðbergi
Umfjöllun um námsleið fyrir ófag-
lærða starfsmenn hefur staðið yfir í
a.m.k. 12 ár. Árið 1994 birtist grein í
Sjúkraliðanum um þörfina að koma
slíku námi á. Ályktað var um það á
fulltrúaþingi 1999, aftur árið 2001 og
enn aftur árið 2003. Ályktanirnar
voru birtar í fagtímariti sjúkraliða,
Sjúkraliðanum, í fjölmiðlum líkt og
venjan er, og sendar til þeirra sem
verið er að álykta á, þ.e. mennta-
málaráðuneytis, heilbrigðisráðu-
neytis og landlæknisembættis. Upp-
lýsingar úr skýrslum
fræðslunefndar, þar sem því er kom-
ið á framfæri hvar málið er statt og
hvað nefndin hefur unnið á milli
þinga hafa verið birtar.
Það má virða nýútskrifuðum
sjúkraliðum það til vorkunnar líkt og
þeim sem hér um ræðir, þeir gátu
ekki verið upplýstir um þá umræðu
sem fram hafði farið innan félagsins.
Af þeim sökum fara þeir á gandreið
um landið, að birta sjúkraliðum og
almenningi vonbrigði sín yfir að hafa
ekki vitað af leiðinni áður en þær
hófu nám sitt.
Verum á varðbergi gagnvart
óupplýstri umræðu, þar sem á sann-
leikann er hallað. Forysta og nefndir
félagsins hafa unnið eins heiðarlega
og hægt er og sorglegt til að vita að
þeir sem lagt hafa sig fram í vernd-
un starfssviðs stéttarinnar fái jafn
kaldar og ómaklegar aðdróttanir og
fram hefur komið í greinum og á
vettvangi að undanförnu.
Sjúkraliðar! „Samstaða er afl sem
ekkert fær staðist.“
Misnotkun á trúnaðar-
mannakerfi félagsins
Kristín Á. Guðmundsdóttir
fjallar um málefni sjúkraliða »Ég vil hvetja sjúkra-liða til þess að vera á
varðbergi gagnvart
óupplýstri umræðu …
Kristín Á.
Guðmundsdóttir
Höfundur er formaður
Sjúkraliðafélags Íslands.
LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900
Glæsilegt úrval
úra og skartgripa
Falleg
vasaúr