Morgunblaðið - 11.12.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.12.2006, Qupperneq 28
28 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EFTIR kvöldfréttir á Stöð 2 fimmtudaginn 7. desember sl. var viðtal við Siv Friðleifs- dóttur heilbrigð- isráðherra. Viðtalið var vegna mikils skorts á hjúkr- unarfræðingum á Landspítalanum – há- skólasjúkrahúsi. Mig langar í kjölfar þessa viðtals að bæta aðeins við þær upplýs- ingar sem upp voru gefnar í og fyrir þetta umrædda viðtal og að lýsa yfir hneykslan minni á orðum heil- brigðisráðherra. Snemma á þessu ári var sótt um fjölgun í clausus fyrir Háskóla Ís- lands um 15 sæti og 10 sæti fyrir Há- skólann á Akureyri. Það var svo um mánaðamótin október-nóvember sem birt var tilkynning opinberlega þess efnis að Háskóla Íslands hefði verið úthlutað öllum 25 sætunum en Háskólanum á Akureyri engu. Eftir að fyrsta árs hjúkrunarfræðinemar við Háskólann á Akureyri höfðu kurteisislega bent fjölmörgum þing- mönnum og ráðherrum á þessa mis- munum var ákveðið að veita 10 sæta aukningu þangað, við þökkum fyrir það. Það er staðreynd að það er skortur á hjúkr- unarfræðingum um allt land, ekki bara í Reykjavík. Háskólinn á Akureyri býður upp á mjög vandað hjúkr- unarfræðinám í fjar- kennslu sem og stað- námi sem er fyllilega samanburðarhæft við hjúkrunarfræðinám kennt við Háskóla Ís- lands. Þannig sinnir Háskólinn á Akureyri allri landsbyggðinni. Nú eru í gangi fjar- námshópar sem eru komnir mis- langt í náminu m.a. á Selfossi, í Keflavík og á Akranesi. Það hefur aldrei borið á því í ofannefndri fjöl- miðlaumræðu hvorki í viðtölum við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, heilbrigðisráðherra né aðra, að þess- ir fjarnáms-hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar gætu verið vænt- anlegir starfsmenn á Landspítala – háskólasjúkrahúsi eða að það gæti verið hagur í því fyrir Landspítalann sem og heilbrigðisþjónustu á lands- byggðinni að fjölga sætum í clausus við Háskólann á Akureyri í sam- ræmi við fjölgunina í Reykjavík. En svo ég komi mér nú aftur að ofannefndu viðtali við heilbrigð- isráðherra, þá tel ég mikla hneyksl- an af því að kona í þessu virðulega og krefjandi embætti skuli láta út úr sér, og það á opinberum vettvangi að stefna hennar ráðuneytis við þessum skorti á hjúkrunarfræðingum sé að höfða til erlends vinnuafls. Við eig- um um 500 íslenska hjúkrunarfræð- inga sem ekki hafa skilað sér inn á ríkisreknar heilbrigðisstofnanir og ástæðan fyrir því liggur fyrir hvers manns augum. Hvernig stendur á því að heilbrigðisráðherra leggur nafn sitt og síns embættis við svona sívirðingu að auglýsa og óska eftir erlendu vinnuafli í stað þess að bjóða vel menntuðum íslenskum hjúkr- unarfræðingum mannsæmandi laun og gera þeim þar með kleift að starfa við sitt fag í sínu heimalandi? Mér þóttu þetta ekki uppörvandi orð frá heilbrigðisráðherra til okkar sem nú nemum hjúkrunarfræðina og stöndum í mjög hörðum samkeppn- isprófum (sem eru efni í annan pistil þar sem þau eru barn síns tíma og barnið löngu vaxið úr brókinni). Það er ekki nóg að vera góður náms- maður með mikinn áhuga á faginu til að eiga þess kost að sækja sér þessa fjögurra ára háskólamenntun, held- ur þarf viðkomandi líka að vera þeim kostum búinn að geta unnið undir gríðarlegu álagi (sem til lengri tíma er heilsuspillandi), bæði í harðri samkeppni námsins sem og á vinnu- stað eftir að námi líkur og það allt fyrir skammarlega lág laun. Þessi rammi er ekki beinlínis líklegur til að gera hjúkrunarfræðina að spenn- andi valkosti fyrir nýstúdenta. Ég vona að Siv Friðleifsdóttir verði fær í flestan tungumálasjó þegar og eða ef til þess kemur í framtíðinni að hún þurfi sjálf á heil- brigðisþjónustu að halda. Þá kæmi sér vel ef hún gæti talað sænsku við hjúkrunarfræðingana, dönsku, pólsku, taílensku, rússnesku og mun fleiri tungumál við sjúkraliða og annað starfsfólk í aðhlynningunni. Já, Guð hjálpi henni og okkur öllum ef hennar lausn á þessum vandanum er framtíð heilbrigðisstofnana á Ís- landi. Kæra Siv, þetta er með öllu óvið- unandi. Þetta er ekki lausn á vanda heldur lítilsvirðing við þjónustuþega íslenskrar heilbrigðisþjónustu að bjóða upp á vinnuafl sem ekki talar málið okkar og við íslenska hjúkr- unarfræðinga sem hafa menntað sig til að sinna þessum störfum en er ekki gefið færi á því að fá störf sín metin að verðleikum. Ég hvet Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga til að vera sýnilegt í þessum umræðum og að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna, hvar á landinu sem þeir kunna að búa og við hvaða háskólastofnun sem þeir hafa stundað nám sitt. Ís- lenskir hjúkrunarfræðingar takið nú höndum saman, látið í ykkur heyra. Skortur á hjúkrunarfræðingum á LSH Katrín Sif Sigurgeirsdóttir fjallar um málefni hjúkr- unarfræðinga og heilbrig- iðisþjónustuna »Háskólinn á Ak-ureyri býður upp á mjög vandað hjúkr- unarfræðinám í fjar- kennslu sem og stað- námi sem er fyllilega samanburðarhæft við hjúkrunarfræðinám kennt við Háskóla Ís- lands. Katrín Sif Sigurgeirs- dóttir Höfundur er löggildur læknaritari og hjúkrunarfræðinemi. FYRR á þessu ári var varn- arsamningurinn við Bandaríkja- menn framlengdur. Á undanförnum áratug höfðu íslenzkir stjórnmálamenn háð mikla baráttu við am- erísk stjórnvöld við að fá að halda fjórum orrustuflugvélum á Keflavíkurflugvelli til sýnilegra varna land- inu gegn óþekktum óvinum. Enginn vissi hver óvinurinn var og er svo enn. Allir vissu að síðan fundur Gorbachovs og Reagans var hald- inn í Höfða 1986 voru í raun Bandaríkin eina hernaðarlega stórveldið í heiminum sem bar höfuð og herðar yfir allar aðr- ar þjóðir sem enn vilja halda uppi svo- nefndu jafnvægi í heimsmálum með vopnavaldi. Síðustu fjögur árin fengum við að halda þessum fjórum orrustuþotum vegna þess að Bush Bandaríkja- forseti sagði að Davíð Oddsson væri vinur sinn. Það var traust og góð vinátta meðan Davíðs naut við. Þótt Bandaríkjamenn hafi stjórnað öllum átökum um víða veröld beint frá Pentagon, þar með talið átök- unum á Balkanskaga, Afganistan, báðum stríðunum í Írak o.s.frv., vildu íslenzkir stjórnmálamenn ekki viðurkenna annað en sýni- legar varnir með þessum fjórum orrustuvélum á flugvellinum. Þeir leituðu því víðar eftir öðrum mögu- leikum á sýnilegum vörnum fyrir Ísland, m.a. hjá Nato-þjóðunum í Noregi, Þýzkalandi og Frakklandi. Féllu þá ýms misjöfn eða vafasöm ummæli íslenzkra stjórnmála- manna í garð Bandaríkjanna sem þó sáu í gegn um fingur sér við þessa óábyrgu íslenzku stjórn- málamenn og endurnýjuðu skuld- bindingar sínar um að þeir tækju að sér varnir Íslands með öllum hernaðarmætti sínum. Viðræð- urnar enduðu síðsn með því að þot- urnar einfaldlega flugu burt, enda löngu augljóst að engin þörf var þeirra hér. En nú komu Norðmenn til sög- unnar. Þeir höfðu lengi unnið að því að losa sig við óþarfa og um- hverfisspillandi iðn- aðarframleiðslu burt frá Noregi m.a. með byggingu verksmiðju fyrir járnblendi á Grundartanga og höfðu reyndar fengið stuðning íslenzkra stjórnvalda til þess verks. Hin öra tækniþróun leiddi til mjög mikillar verð- hækkunar á áli einkum í flugvéla- og bílafram- leiðslu og leiddi þetta til þess að Norðmenn tóku að leita að mögu- leikum á framleiðslu áls hér á landi. Þeir hurfu þó frá þátttöku í stóru álverki á Aust- fjörðum í sambandi við Kárahnjúkavirkjun. Nú hafa þeir komið til baka með uppsetningu skrifstofu hér sem ætl- að er að undirbúa nýja álverksmiðju til að geta lagt niður mengandi verk- smiðjur heima fyrir. Þessu hefir verið vel tekið af norsksinnuðum stjórnmálamönnum hér, en hlýtur að verða illa tekið af öllum almenn- ingi. Þetta mál mun án efa verða til mikillar rýrnunar á stuðningi við núverandi stjórnvöld í næstu kosningum sem nú verða innan sex mánaða hér. Til að greiða fyrir málinu hafa Norðmenn nú boðist til að láta þot- ur sínar fljúga lengra til vesturs í æfingaflugi sínu yfir Norska haf- inu, sem áður hét Íslandshaf, þ.e. hafinu milli Íslands og Noregs, en Noregur hefir nú lagt þetta haf undir sig með yfirgangi. Norskar þotur gera enn minna gagn en þær amerísku en þetta sefar kannske þessa norsksinnuðu sem hreiðrað hafa um sig í íslenzkum stjórn- málum. Það verður fróðlegt fyrir almenning að fylgjast með þróun þessara mála hér á næstu vikum. Við bíðum og sjáum hvað setur. Yfirvofandi innrás Norðmanna Önundur Ásgeirsson skrifar um samstarf Norð- manna og Íslendinga Önundur Ásgeirsson »… sem ætlaðer að und- irbúa nýja ál- verksmiðju til að geta lagt nið- ur mengandi verksmiðjur heima fyrir. Höfundur er fv. forstjóri Olís. UNDANFARNA mánuði hef ég fylgst með einsleitri umræðu um stóriðju á Íslandi sem mest hefur snúist um Kárahnjúkavirkjun og ál- verið á Reyðarfirði þar sem farið hefur verið hörðum orðum um ólýðræðislegar aðferðir á Al- þingi og vanhæfa verkfræðinga Landsvirkjunar. Mér sýnist sem lítill hópur Íslendinga hafi stillt sér upp í framlínu með hávaða, bægsla- gangi og blaðaskrifum og líti á sig sem sjálf- skipaða umhverfiselítu þjóðarinnar. Kannski að stærstum hluta ein- staklingar sem búa á Reykjavíkursvæðinu, stundum nefnt 101- fólkið. Þessi hópur virð- ist halda að hann tali máli meirihluta Íslend- inga í viðhorfum þeirra til stóriðjuframkvæmda og þá sér- staklega í afstöðu þeirra til Kára- hnjúkavirkjunar og álversins á Reyðarfirði, Alcoa-Fjarðaáls. Mér hefur fundist umræðan áróð- urskennd þar sem ráðist hefur verið að starfsheiðri og ábyrgðartilfinn- ingu fjölda fólks sem hefur menntað sig til sinna starfa og telur sig vinna verk sín samviskusamlega og af ábyrgð, jafnframt sem hún hefur jaðrað við einelti í garð starfsfólks Landsvirkjunar. Mikið hefur verið talað um ólýð- ræðislegar aðferðir í sambandi við samþykkt fyrir þessum fram- kvæmdum. Vita andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar og Alcoa- Fjarðaáls ekki að lýðræðisleg fram- kvæmd byggist á samþykki meiri- hlutans? Það var meirihluti á Al- þingi fyrir þessari virkjun og byggingu álversins. Geta andstæð- ingar stóriðju á Íslandi ekki sætt sig við lýðræðislegar ákvarðanir þegar þær stangast á við þeirra vilja? Þeir hafa nú viljað knýja fram ólýðræðislegar ákvarðanir um nið- urfellingu framkvæmda til að koma til móts við eigin vilja og markmið. Hvar er lýðræðið þá? Mikið hefur einnig verið talað um það land sem fer undir vatn og þá eyðileggingu sem átt hefur sér stað á fallegu landi. Vissulega á sér stað ákveðin landeyðing en ég lít á það sem eðlilegan fórnarkostnað þar sem endurbætur og framfarir krefj- ast oftast einhverra fórna. En gleymum því ekki að það hefur líka farið mikið af landi, jafnvel fallegu landi, undir malbik, steypusökkla, flugbrautir og annað sem hefur þjónað okkur í nú- tímaþjóðfélagi. Það hefur farið mikið af Vatnsmýrinni í Reykjavík, sem hefur verið friðað fugla- varp, undir bygg- ingar sjálfs HÍ. Hvernig lítur Hafna- fjarðarhraunið út í dag? Eða Rauðhól- arnir og Rauðavatn? Örfirisey? Svona mætti lengi telja. Og enginn segir neitt við því. Sennilega hefur verið litið á þetta sem eðlilegan fórnarkostnað vegna framkvæmda á suðvesturhorninu í nútíma- samfélagi. Ég undrast það að samtökin Framtíðarlandið skilji svo skarpt á milli menntunar og stóriðjufram- kvæmda. Gera meðlimir Framtíð- arlandsins sér ekki grein fyrir því að það er að stórum hluta hámennt- að fólk sem vinnur við stór- iðjuframkvæmdir, eins og við Kára- hnjúkavirkjun og Alcoa-Fjarðaál? Vegna menntunar þessa fólks hefur verið unnt að virkja við Kárahnjúka og byggja álverið á Reyðarfirði. Á haustþingi Framtíðarlandsins (Mbl. 30. okt. 2006) er bent á nauð- syn þess að líta til landsbyggð- arinnar m.t.t. menntunar. Ég er sammála en það þarf meira til. Hvernig er ástandið í háskólabæn- um Akureyri? Margt unga fólksins flýr þaðan til Reykjavíkur eftir að vera búið að mennta sig í HA þótt það fegið vildi búa og starfa á Ak- ureyri. Þar er bara enga vinnu að fá. Listasaga, heimspeki og ferða- mennska duga ekki ein sér til að halda byggðum landsins í byggð og tryggja ekki þá afkomu sem við þurfum til að geta lifað hér í þessu landi. Það þarf meira til. Stofnun tækniháskóla á Reyðarfirði sem væri í tengslum við Alcoa-Fjarðaál álverið og Kárahnjúkavirkjun væri spor í rétta átt. Tæknimenntun og verkfræði er menntun sem getur haldið landinu okkar utan Reykja- víkursvæðisins í byggð. Ég er ein þeirra sem eru hlynntir stóriðjuframkvæmdum á Íslandi. Eins og margsinnis hefur verið bent á sýna Íslendingar ábyrgð með því að framleiða ál á Íslandi því ál- ver knúið vatnsorku losar mun minni koltvísýring en álver knúin gasi eða kolum. Andstæðingar um- talaðra framkvæmda virðast ekki gera sér grein fyrir því að koltvísýr- ingsbúskapur jarðarinnar er gerður upp á alheimsmælikvarða en ekki staðbundið og þannig hefur Ísland jákvæð áhrif í þá átt að minnka los- un koltvísýrings með álframleiðslu sinni. Ég held því að komandi kynslóðir munu þakka okkur fyrir framsýn- ina, fyrir að leggja okkar af mörk- um til að minnka gróðurhúsaáhrifin og fyrir að gera litla landið okkar enn betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Þess vegna styð ég virkj- unarframkvæmdir við Kárahnjúka og byggingu álversins á Reyð- arfirði, Alcoa-Fjarðaál. Með Kárahnjúkavirkjun og ál- verinu sýnum við umheiminum að við erum reiðubúin til að takast á við það alheimsvandamál sem losun koltvísýrings er, leggja okkar af mörkum með álframleiðslu frá grænni orku. Jafnframt erum við ábyrg í at- vinnu- og byggðaþróunarmálum gagnvart þeim einstaklingum sem búa utan 101 Reykjavíkur- svæðisins. Stóriðja á Íslandi Ólafía Einarsdóttir fjallar um stóriðjumál »Með Kárahnjúka-virkjun og álverinu sýnum við umheiminum að við erum reiðubúin til að takast á við það al- heimsvandamál sem los- un koltvísýrings er, leggja okkar af mörkum með álframleiðslu frá grænni orku. Ólafía Einarsdóttir Höfundur er fjögurra barna móðir og amma. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.