Morgunblaðið - 11.12.2006, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.12.2006, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 35 Félagslíf  MÍMIR 6006121119 III  HEKLA 6006121119 IV/V  GIMLI 6006121119 I I.O.O.F. 19  18712118  F.L. IOOF 10  18712118  O* Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Háteigur 8, fastanr. 210-2385, Akranesi, þingl. eig. Sigurður Már Harðarson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, fimmtudaginn 14. desember 2006 kl. 14:00. Kirkjubraut 2, mhl. 01-0201, fastanr. 228-2788, Akranesi, þingl. eig. Galtagil ehf, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 14. desember 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akranesi, 9. desember. Esther Hermannsdóttir, ftr. Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Skóga- og Seljahverfis í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Skóga- og Selja- hverfis verður haldinn í Álfabakka 14, 3. hæð, félagsheimili sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti, þriðjudaginn 19. desember kl. 20. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Grafarholts Aðalfundur 2006 Aðalfundur Félag sjálfstæðismanna í Grafar- holti verður haldinn þriðjudaginn 12. desember kl. 20.30 í Ingunnarskóla. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins verður Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borgarstjórnar og formaður Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stjórnin. Raðauglýsingar Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Mótorhjól JÓLATILBOÐ Síðustu vespurnar nú á 129 þús. götuskráðar. Besta jólagjöfin fyrir unglinginn, heimilið eða húsbílinn. Varahlutir og þjónusta á staðnum. Vélasport Sölusímar 578 2233 og 845 5999. Vélasport Sölusímar 578 2233 og 845 5999. Þjónusta og viðgerðir. Sími 822 9944. Hjólbarðar Matador ný vetrardekk. Tilboð 4 stk. 195/65 R 15 + vinna 31.900 kr. Kaldasel ehf. , Dalvegur 16b, Kópavogur, s. 544 4333. Smáauglýsingar 5691100 5691100 FRÉTTIR TÆKNI- og verkfræðideild Háskól- ans í Reykjavík og Lagnakerfamið- stöð Íslands hafa gert með sér samning um rekstur og umsjón Há- skólans í Reykjavík á starfsemi, fasteignum og búnaði Lagnakerfa- miðstöðvar Íslands á Keldnaholti. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arstjóri og jafnframt formaður LKÍ, og Kristján Ottósson, framkvæmda- stjóri LKÍ, undirrituðu samninginn sl. fimmtudag, ásamt fulltrúum frá Háskólanum í Reykjavík, dr. Guð- finnu S. Bjarnadóttur rektor og Bjarka A. Brynjarssyni, forseta tækni- og verkfræðideildar HR. Markmið samningsins er að tryggja áframhaldandi rekstur og uppbyggingu Lagnakerfamið- stöðvar Íslands, auka nýtingu henn- ar og þróa ný áherslusvið í starfsemi stofnunarinnar. Með samningnum tekur Háskólinn í Reykjavík að sér að sjá um allan rekstur, fasteignir og tækjabúnað stofnunarinnar og að þjóna skólum landsins við uppbygg- ingu kennslufræða í lagnatækni, endurmenntun lagnamanna, iðn- aðarmanna, hönnuða í atvinnulífinu og opinberra stofnana í lagnatækni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samningurinn undirritaður Kristján Ottósson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðfinna S. Bjarnadóttir við undir- ritun samnings Háskólans í Reykjavík og Lagnakerfamiðstöðvarinnar í síðustu viku. Lagnakerfamiðstöð undir HR  SVEINN Ein- arsson leikstjóri varði doktors- ritgerð sína við hugvísindadeild Háskóla Íslands 25. nóvember sl. Ritgerðin ber heitið A People’s Theatre Comes of Age. A Study of the Icelandic Theatre 1860–1920. Andmælendur voru dr. Sveinn Yngvi Egilsson og dr. Trausti Ólafsson. Athöfninni stýrði Oddný G. Sverrisdóttir, for- seti hugvísindadeildar. Meginkenning Sveins í þessari rit- gerð er sú, að íslenskt leikhús hafi komist miklu fyrr til listræns þroska atvinnumennskunnar en almennt hefur verið talið. Hann skoðar hug- tök eins og áhugaleiklist og atvinnu- leiklist og kannar hvaða merkingu svipuð hugtök á öðrum tungumálum fela í sér. Í kjölfar þess setur hann upp nokkur viðmiðunarmörk, sem sýna að íslensk leiklist varð ekki at- vinnuleikhús á einni nóttu, þegar leikarar og aðrir leikhúsmenn fluttu inn í Þjóðleikhúsið árið 1950 og byrj- uðu að sýna þar. Hann bendir á að mörgu öðru þurfi að hyggja að í slíku þróun- arferli en því einu hvort leikarar hafi þá í fyrsta skipti getað lifað af list sinni einni saman og að frá þeirri stundu sé krafist formlegrar leik- menntunar. Hann nefnir þá virðingu sem frumherjar Leikfélags Reykja- víkur nutu um sína daga, sem tók af öll tvímæli um að bæði þeir og sam- félagið, þar á meðal gagnrýnendur, litu á þá sem listamenn. Opinber við- urkenning fólst í styrkjum og meira að segja heiðurslaunum til einstakra leikara ekki síður en skálda og myndlistarmanna, sem og að rök fyr- ir því að reisa Þjóðleikhús hefðu meðal annars verið þau að íslensk leiklist væri listrænt séð komin á það þroskastig, að leikhúsfólkið bæði ætti skilið Þjóðleikhús og væri fært um að standa undir þeim væntingum sem til slíks húss yrðu gerðar. Undanfari alls þessa ferils er mikil og öflug áhugaleikstarfsemi um allt land á árunum frá 1860, svo mikil að undrum sætir. Á næstu áratugum er leikið í um 50 bæjum og plássum um allt land, í flestum skólum og mjög víða til sveita. Sigurður málari Guð- mundsson kom einmitt heim frá námi við listaakademíuna í Kaup- mannahöfn árið 1860. Hann varð einn frumkvöðla íslensks leikhúslífs og mætti í raun kalla hann fyrsta ís- lenska leikhúsmanninn, þar sem hann ætlar leiklistinni veigameiri hlut en þann að vera afþreying ein. Hann leit á hana sem vopn í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar og taldi að ein af stoðum sjálfstæðrar menn- ingar væri innlend leikritun. Það tímabil sem ritgerðin fjallar um er því litað þeim þjóðfélagslegu og pólitísku breytingum sem Ísland gekk í gegnum á þessum sextíu árum fram að fullveldi og samþykkt al- þingis um að reisa Þjóðleikhús. Sveinn Einarsson fæddist í Reykjavík 18. september 1934. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1954 og fil. cand. í almennum bókmenntum, heimspeki og leiklistarsögu frá Stokkhólmsháskóla 1958. Hann stundaði framhaldsnám í sam- anburðarbókmenntum og leik- húsfræðum við Sorbonneháskóla 1958–9 og 1961 og í leikhúsfræðum við Stokkhólmsháskóla 1961–63 og lauk þaðan fil. lic.-gráðu 1964. Síðar dvaldi hann við nám í Oxford og Kaupmannahöfn. Sveinn var fyrsti leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1963–72, þjóðleikhússtjóri 1972–83, dagskrár- stjóri innlendrar dagskrár í Sjón- varpinu 1989–93 og menningar- ráðunautur í menntamálaráðu- neytinu með hléum allt frá 1983. Hann var settur forstöðumaður Þjóðmenningarhúss 2002–2005. Sveinn hefur starfað sem leikstjóri og rithöfundur um áratuga skeið. Hann hefur einnig starfað við fjöl- miðla, kennslu og skólastjórn, meðal annars skipta útvarps- og sjónvarps- þættir hans um ýmis efni hundr- uðum. Hann hefur stýrt og setið í stjórnum fjölmargra nefnda, ráða og samtaka, hérlendis og erlendis, eink- um á sviði menningar og lista, og gegnt margvíslegum trúnaðar- störfum. Var hann meðal annars for- maður Leiklistarsambands Íslands í nær tvo áratugi, sat í fram- kvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík um árabil og gegndi þar formennsku og sat lengi í stjórn Norræna leiklistarsambandsins og í stjórn norrænna leikhússtjóra. Hann hefur gegnt margháttuðum nefnd- arstörfum á vegum menntamála- ráðuneytisins undanfarinn áratug og verið formaður íslensku UNESCO- nefndarinnar frá 1994. Sveinn hefur flutt fyrirlestra um íslenska menningu og leikhús á mál- þingum og í háskólum víða um heim. Hann hefur stjórnað um 90 leik- og óperusýningum á sviði og í sjónvarpi, innanlands og erlendis, og verið stjórnandi leikflokksins Banda- manna frá 1992. Sveinn á að baki langan rithöfundarferil, hefur skrif- að mikið um íslenska leikhússögu og leiklist, er höfundur leikrita, sjón- varpskvikmynda, útvarpsleikrita og leikgerða og hefur ritað fjölda greina um leiklist og menningarmál í tíma- rit og blöð. Sveinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Sveinn Einarsson er kvæntur Þóru Kristjánsdóttur listfræðingi á Þjóðminjasafni Íslands. Dóttir þeirra er dr. Ásta Kristjana, heim- spekingur, háskólakennari við San Francisco State University. Doktor í hugvísindum BORGARSKJALASAFN Reykja- víkur býður nú öllum að senda raf- ræn jólakort á vefnum sér að kostnaðarlausu. Kortin eru flest frá fyrri hluta 20. aldar og hægt að senda með jólakveðju á yfir 25 tungumálum. Þetta er þriðja árið sem Borgarskjalasafn býður upp á rafræn jólakort og hafa þau mælst mjög vel fyrir, segir í frétta- tilkynningu. Í fyrra voru 10 þúsund kort send út í gegnum vef Borg- arskjalasafns. Jólakortin eru úr stóru póstkortasafni Sveinbjörns Jónssonar sem Kristín S. Árna- dóttir afhenti safninu vorið 2004 og spannar kortasafnið alla 20. öldina. Jólakortin er að finna á www.reykjavik.is. Gömul jólakort í tölvupósti GLITNIR og Landssamband hesta- mannafélaga, LH, hafa gert með sér samning til næstu tveggja ára sem kveður á um að Glitnir verði aðalsamstarfsaðili sambandsins. Glitnir mun styrkja LH um 5 millj- ónir króna á ári auk þess að leggja til verðlaun og styrkja einstaka viðburði á vegum sambandsins. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitn- is, og Haraldur Þórarinsson, for- maður LH, undirrituðu samstarfs- samninginn í Reiðhöllinni í Víðidal. Landssamband hestamanna- félaga er samtök 46 hestamanna- félaga með yfir tíu þúsund félags- menn. Fjárstyrkur Glitnis verður notaður til þess að styðja við lands- lið hestamanna og verkefni til að kynna börnum og unglingum ís- lenska hestinn, m.a. á Æskulýðs- degi Glitnis, sem haldinn verður í fyrsta sinn árið 2007. Þá útvegar Glitnir peningaverðlaun á mótaröð Glitnis næsta sumar. „Hestamennska er ein fjölmenn- asta íþróttagrein á Íslandi og það er okkur mikil ánægja að styðja við uppbyggingu hestamennsku með samstarfi við LH. Þannig stuðlum við að heilbrigðri íþrótta- starfsemi og útivist þar sem fjöldi ungmenna kemst í nána snertingu við þessar einstöku skepnur og náttúru landsins,“ segir Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Glitnis, í til- kynningu. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamanna- félaga, segir að sambandið sé þakklátt fyrir það áræði og fram- sýni sem Glitnir sýni með stuðningi sínum en samstarfið muni styðja við uppbyggingu á hestamennsku sem íþrótt, menningu og lífsstíl. Glitnir sam- starfsaðili LH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.