Morgunblaðið - 11.12.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 37
úr vesturheimi
Sama verð
500 kr.
Frekari upplýsingar um afgreiðslustaði
er að finna á landflutningar.is
fyrir alla jólapakka
hvert á land sem er
Við erum sérfræðingar
í matvælaflutningum
Hámarksþyngd 50 kg,
hámarksstærð 0,14 m³ (t.d. 52x52x52 cm)
SKÚTUVOGUR
KJALARVOGUR
SÆBRAUT
B
R
Ú
A
R
V
O
G
U
R
K
L
E
P
P
S
M
Ý
R
A
R
V
E
G
U
R
H
O
L
T
A
V
E
G
U
R
Við
erum hér
BARKARVOGUR
LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900
Glæsilegt úrval
úra og skartgripa
Töff
Þ
ESSI nýja staða kom
skemmtilega á óvart og
ég hef notið hverrar
mínútu þessa fyrstu
daga,“ segir Curtis Olaf-
son eftir að hafa setið þriggja daga
skipulagsfund ríkisþings Norður-
Dakóta í Bismarck í liðinni viku.
Þingstörf hefjast svo að nýju 3. jan-
úar og standa til 20. apríl.
Óvanaleg leið á þingið
Norður-Dakóta er skipt upp í 47
kjördæmi. Á þinginu eru 47 þing-
menn í öldungadeild og 94 í full-
trúadeild eða einn öldungadeild-
arþingmaður og tveir
fulltrúadeildarþingmenn frá hverju
kjördæmi. Repúblikanar eru með
meirihluta í báðum deildum. Curtis
er öldungadeildarþingmaður 10.
kjördæmis, sem nær yfir Cavalier og
stærsta hluta Pembinasýslu og Tow-
nersýslu í norðausturhluta ríkisins.
Þingmenn frá kjördæmum með
jafna tölu voru kosnir til fjögurra
ára 2004 en þingmenn í kjördæmum
með oddatölu voru kosnir til fjög-
urra ára í nóvember sem leið. Í
kosningunum 2004 var repúblik-
aninn Tom Trenbeath kjörinn öld-
ungadeildarþingmaður 10. kjör-
dæmis, en fyrir skömmu sagði hann
stöðunni lausri þar sem hann hafði
verið ráðinn aðstoðardóms-
málaráðherra.
„Steve Holm, formaður kjör-
nefndar, hafði samband við mig og
spurði hvort ég hefði áhuga á að
hlaupa í skarðið,“ segir Curtis. „Ég
hafði skamman umhugsunarfrest og
velti því fyrir mér hvernig ég ætti að
geta þetta vegna anna. Björk, kona
mín, benti mér á að hugsa frekar um
hvað ég þyrfti að gera til þess að
geta tekið að mér þetta verkefni og
þá fóru hjólin að snúast og það hratt.
Með hennar hjálp og íslensku hug-
viti tókst okkur að binda svo um
hnútana að málið gekk upp.“
Kjörnefndin taldi tvo menn koma
til greina, ræddi við báða fyrir liðna
helgi og í kjölfarið var kosið á milli
þeirra og fékk Curtis sex atkvæði en
hinn eitt. „Ég sagði við Steve Holm
að ég gerði þetta fyrir hann og hann
gæti þá tekið í traktorinn fyrir mig í
staðinn,“ segir Curtis.
Íslendingar og afkomendur þeirra
hafa mikið látið að sér kveða í Norð-
ur-Dakóta eins og annars staðar þar
sem þeir hafa búið í Vesturheimi.
Rose Marie Myrdal frá Mountain
var t.d. ríkisstjóri og margir hafa
setið á þingi, einkum fyrr á árum, en
þó hafa aðeins fáir þeirra verið öld-
ungadeildarþingmenn. Að minnsta
kosti 13 manns af íslenskum ættum
sátu á ríkisþingi Norður-Dakóta fyr-
ir 1926, en þá var skipan þess með
öðrum hætti en nú. Þessir menn
voru Eiríkur Hjálmarsson Berg-
mann, Skapti Brynjólfsson, Stefán
Eyjólfsson, Árni Björnsson, Jón
Þórðarson, Pétur Skjöld, Joseph
Walter, Jón Jónsson, Páll Jóhann-
esson, J.K. Ólafsson (sonur hans er
Magnús Olafson, heiðursfélagi Þjóð-
ræknisfélags Íslendinga), J. West-
dal, Guðmundur Freeman og Barði
Skúlason.
Pólitíkin heillar
Foreldrar Curtis voru Valdimar
og Lovísa Olafson. Foreldrar Valdi-
mars voru Ólafur Ólafsson frá
Hvammi í Eyjafirði og Friðrika
Steinunn Möller frá Möðruvöllum.
Foreldrar Friðriku voru Guð-
mundur Júlíus Jónasson úr Skaga-
firði og Elisabet Gestson sem fædd-
ist í Norður-Dakóta. Eiginkona
Curtis er Björk Eiríksdóttir.
Curtis hefur tekið virkan þátt í fé-
lagsmálum. Hann er formaður Ís-
lendingafélagsins í Mountain, for-
maður félags
Lögbergs-Heimskringlu í Banda-
ríkjunum (Lögberg-Heimskringla
USA Inc.), stjórnarmaður í fjáröfl-
unarnefnd blaðsins Lögbergs-
Heimskringlu í Winnipeg og stjórn-
armaður í Þjóðræknisfélagi Íslend-
inga í Norður-Ameríku, svo fátt eitt
sé nefnt. Hann hefur verið formaður
og varaformaður kjörnefndar repú-
blikanaflokksins í 10. kjördæmi en
aldrei boðið sig fram í kosningum.
„Það hefur aldrei hvarflað að mér að
gefa kost á mér í kosningum, en
þetta er spennandi starf og ég ætla
að bjóða mig fram til áframhaldandi
starfa þegar kjörtímabilinu lýkur
eftir tæplega tvö ár,“ segir Curtis.
Kynbætur
Fjölskyldan hefur stundað naut-
griparækt vestra í meira en 120 ár
og Curtis hefur náð góðum árangri á
því sviði. Hann er mikill Íslendingur
í sér og hefur á nýliðnum árum bent
ýmsum framámönnum í landbúnaði
á kosti þess að kynbæta íslenska
nautgripi með bandarískum fóst-
urvísum. Curtis hefur rætt um að
rækta upp nýjan stofn á einangruðu
svæði eins og t.d. Hrísey og segir að
menn þurfi ekki að óttast sjúkdóma-
hættu. „Sérfræðingar hér vestra
hafa sagt mér að meiri hætta sé á að
verða fyrir loftsteini en að smit verði
vegna kynbóta með fósturvísum,“
segir Curtis. Hann segir að margir
Íslendingar hafi tekið vel í tillögur
sínar en ráðamenn hafi ekki sýnt
þeim mikinn áhuga. „Þeir verða
kannski frekar tilbúnir að tala við
mig sem þingmann en naut-
gripabónda,“ segir hann.
Þingmaður Curtis Olafson, öldungardeildarþingmaður, á skipulagsfundi
ríkisþings Norður-Dakóta í Bismarck í liðinni viku.
Frá nautgripunum óvænt
á þing Norður-Dakóta
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Kynning Hjónin Curtis Olafson og Björk Eiríksdóttir eru afar stolt af upp-
runa sínum og nota hvert tækifæri til að kynna hann.
Nautgripabóndinn
Curtis Olafson er
óvænt nýr öldunga-
deildarþingmaður á
þingi Norður-Dakóta í
Bandaríkjunum. Hann
er ættaður úr Eyjafirði
og býr á bænum þar
sem afi hans og amma
settust að í Edinburg
1893. Steinþór Guð-
bjartsson ræddi við
nýja þingmanninn.
steinthor@mbl.is