Fréttablaðið - 03.04.2009, Qupperneq 2
2 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
MENNTUN Til greina kemur að
höfuð stöðvum alþjóðlegs flug-
skóla verði fundinn staður á
Keflavíkurflugvelli. Ef af verð-
ur gætu orðið til á annað hundr-
að störf fyrir tæknimenn, flug-
virkja, flugmenn og fleiri.
Það er hollenska fyrirtækið
ECA sem kannar nú möguleika
á uppbyggingu á Miðnesheiði,
segir Hjálmar
Árnason, fram-
kvæmdastjóri
samgönguskóla
Keilis.
Hann segir
lítið um málið
að segja á þessu
s t i g i , e nd a
Keflavíkur-
flugvöllur
aðeins einn af
þeim stöðum
sem forsvarsmenn flugskólans
hafi skoðað.
Málið er á algeru byrjunar-
stigi, segir Hjálmar. Til standi
að stofna flugskóla fyrir lengra
komna nemendur, og kenna á
ýmsar tegundir loftfara, allt
frá flugdrekum að þyrlum og
þotum.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins ætla forsvarsmenn ECA
að taka ákvörðun um staðsetn-
ingu á næstu vikum. Meðal staða
sem keppa við Keflavíkurflugvöll
um hylli félagsins er Goose Bay á
austurströnd Kanada.
Keilir vinnur þessa dagana að
uppbyggingu alþjóðlegs flugskóla
á Miðnesheiði. Hjálmar segir skól-
ann stefna að því að laða erlenda
nemendur að náminu. Verði af
stofnun skóla ECA á Keflavíkur-
flugvelli verði það í samstarfi
við Keili, og gæti mögulega flýtt
fyrir þeirri útrás.
ECA hefur á undanförnum
árum rekið alþjóðlega þyrlu-
leigu, og leigir meðal annars Atl-
antshafsbandalaginu fjölmargar
þyrlur sem notaðar eru í Afgan-
istan.
Þá hefur fyrirtækið tekið
að sér þjálfun herflugmanna
ýmissa þjóðríkja. Stefnt er að því
að halda þeirri starfsemi áfram,
en slík þjálfun mun, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins, fara
fram í þeim löndum sem kaupa
munu þjónustuna.
Verði af uppbyggingu flugskóla
fyrirtækisins á Keflavíkurflug-
velli yrði flugmönnum kennt á
fjölmargar tegundir flugvéla og
þyrla. Þá er stefnt að því að fyrir-
tækið leigi erlendum flugherjum
ýmiss konar æfingabúnað, sem
notaður yrði í þeim löndum sem
leigja búnaðinn. Ef af verður mun
viðhald á fjölmörgum flugvél-
um félagsins að líkindum færast
hingað til lands.
Mikil leynd hvílir yfir áhuga
ECA, og segja heimildarmenn
Fréttablaðsins gríðarlega hags-
muni í húfi fyrir það land sem
verði fyrir valinu fyrir uppbygg-
ingu flugskólans.
Málið hefur verið kynnt fyrir
Össuri Skarphéðinssyni, utanríkis-
og iðnaðarráðherra, en er ekki á
hans borði, segir Kristján Guy
Burgess, aðstoðarmaður ráðherra.
brjann@frettabladid.is
Vilja nýjan flugskóla
á Keflavíkurflugvöll
Til greina kemur að höfuðstöðvar háþróaðs flugskóla verði á Keflavíkurflug-
velli. Hollenskt fyrirtæki undirbýr stofnun og yrði kennt á allt frá flugdrekum
upp í orrustuþotur. Á annað hundrað starfa gæti skapast á Suðurnesjum.
FLUG Forsvarsmenn hollenska fyrirtækisins ECA líta meðal annars til þess að góð
aðstaða er á Miðnesheiði, bæði íbúðarhúsnæði og stærðarinnar flugskýli.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
íslenskur ríkisborgari
www.okkarsjodir.is
Við þökkum fyrir hreinsanirnar í Fjármálaeftirlitinu og
Seðlabankanum en verkinu er ekki lokið. Það þarf að taka til í
lífeyrissjóðunum.
Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax. Yfir 18.000
manns hafa þegar skrifað undir, stefnum á 25.000. Lífeyrissjóðirnir
eru okkar eign!
Jóhanna! Nú er
valdið í þínum
höndum!
EFNAHAGSMÁL Gylfi Magnússon
viðskiptaráðherra var bjart-
sýnn fyrir hönd þjóðarinnar á
fundi viðskiptanefndar í gær og
sagði útlit fyrir að hún myndi
rísa fyrr en aðrar þjóðir upp úr
kreppunni.
„Nú er ég farinn að heyra í
erlendum blaðamönnum sem
horfa öfundaraugum til Íslands;
það gerðist náttúrlega ekki
áður,“ sagði hann. „Þá eru þeir
einfaldlega að benda á það að við
erum byrjaðir að taka á okkar
málum þó að við séum ekki
nándar nærri búnir að leysa öll
okkar vandamál.“ Sagði hann að
víðast hvar væru ríki ekki komin
jafn langt í þessari vegferð og
minnti jafnframt á auðlindir
þjóðarinnar. Það væri því ýmis-
legt sem benti til þess að Ísland
risi á lappirnar fyrr en aðrar
þjóðir. - jse
Viðskiptaráðherra:
Íslendingar
fyrstir á lappir
DÓMSTÓLAR Maður á þrítugsaldri
hefur verið dæmdur í fjögurra
mánaða fangelsi, skilorðsbundið.
Sakarefnin voru umferðarlaga-
og fíkniefnabrot.
Maðurinn var á síðasta ári
stöðvaður undir stýri og reynd-
ist undir áhrifum fíkniefna, auk
þess sem rúm 180 grömm af
maríjúana fundust hjá honum.
Við húsleit á heimili hans fundust
rúm níu grömm af efninu til við-
bótar. Hann afplánar eldri dóm.
Maðurinn hefur áður hlotið ell-
efu refsidóma fyrir ýmiss konar
brot. Auk fíkniefnanna sætti
hann upptöku á rafbyssu sem
fannst í fórum hans. - jss
Skilorðsbundinn dómur:
Með maríjúana
og rafbyssu
VIÐSKIPTI Viðræður hafa staðið
yfir síðan fyrir áramót um leiðir
til að vinda ofan af krónustöðum
erlendra aðila í Seðlabankanum.
Ein þeirra leiða sem mögulegt
er að verði farnar á næstu vikum
er sú að eigendur um fimmtungs
krónubréfa leysi þau út og kaupi
skulda- og hlutabréf íslenskra
fyrirtækja með sterka alþjóðlega
tengingu. Fyrirtæki sem nefnd
hafa verið eru Landsvirkjun,
Norðurál, Marel Food Systems og
Össur.
Stefnt er að því að skuldabréfin
verði greidd til baka eftir allt að
fimm ár í erlendum gjaldeyri en
vonir standa til að þá heyri gjald-
eyrishöftin sögunni til.
- jab / sjá síðu 22
Fjárfest fyrir tugi milljarða:
Erlendir aðilar
verji krónum
innanlands
1,8 milljónir fyrir vegstæði
Eigendum jarðanna Móbergs og
Ásgrímsstaða á Fljótsdalshéraði hafa
verið úrskurðaðar samtals ríflega
1,8 milljónir króna í bætur vegna
lands sem fer undir endurbyggingu
Borgarfjarðarvegar frá Lagarfossi að
Sandi í Hjaltastaðaþinghá. Að auki á
Vegagerðin að greiða þeim 1,5 millj-
ónir króna í málskostnað og ríkinu
eina milljón.
EIGNARNÁM
Fá sama rétt
Sænska þingið hefur samþykkt lög
um hjónavígslur samkynhneigðra
með miklum meirihluta atkvæða.
Lögin gefa samkynhneigðum sama
rétt og gagnkynhneigðum hvað
hjónavígslu varðar. Lögin taka gildi
um næstu mánaðamót. Sænska kirkj-
an tekur afstöðu til laganna í haust.
Fram að því geta samkynhneigðir
aðeins fengið borgaralega vígslu.
SVÍÞJÓÐ
STJÓRNMÁL Hart var tekist á um breytingar á stjórnar-
skránni við aðra umræðu málsins á Alþingi í gær.
Óánægja sjálfstæðismanna með frumvarp hinna
stjórnmálaflokkanna fjögurra er megn. Hófu for-
maður og varaformaður flokksins gærdaginn á að
útskýra viðhorf sitt á fundi með blaðamönnum. Sögð-
ust þau geta fallist á eina grein frumvarpsins; þá er
fjallar um hvernig breyta á stjórnarskránni. Annað
vildu þingmenn flokksins ekki sjá að svo stöddu enda
tíminn knappur fram að kosningum og vert að nýta
hann til umræðna um brýnni viðfangsefni stjórn-
málanna.
Engu að síður lýstu þau Bjarni Benediktsson og
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flokk sinn viljugan
til að breyta stjórnarskránni. En það þyrfti að bíða
betri tíma.
Í frumvarpinu, sem allt bendir til að verði sam-
þykkt gegn vilja sjálfstæðismanna, er gert ráð fyrir
að stjórnlagaþing starfi frá miðju næsta ári og setji
lýðveldinu nýja stjórnarskrá.
Þorgerður Katrín sagði af og frá að hægt væri
að fallast á slíkt; ekki kæmi til greina að Alþingi
afsalaði sér valdinu til stjórnarskrárgjafar. Á hinn
bóginn gæti hún hugsað sér að einhvers konar stjórn-
lagaþing yrði Alþingi ráðgefandi við endurskoðun
stjórnar skrárinnar.
Þá sagði hún óráð að kveða á um þjóðaratkvæða-
greiðslu í stjórnarskránni, rétt væri hins vegar að
fjalla um slíka atkvæðagreiðslu í almennum lögum.
- bþs
Sjálfstæðismenn geta hugsað sér eina breytingu á stjórnarskránni að svo stöddu:
Fallast ekki á valdaafsal Alþingis
ÞORGERÐUR OG BJARNI Þau segja flokk sinn viljugan að
breyta stjórnarskránni. Það bíði betri tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Bergþóra, er þetta spurning
um fjarnám eða fjárnám?
„Í versta falli gæti þetta endað með
líffæranámi.“
Háskólastúdentar sjá fram á stórfellt
atvinnuleysi yfir sumarmánuðina og vilja
að boðið verði upp á sumarannir við
Háskóla Íslands. Bergþóra Snæbjörns-
dóttir situr í stjórn Stúdentaráðs Háskóla
Íslands.
DÓMSTÓLAR Þrír karlmenn hafa
verið dæmdir fyrir tilraun til að
smygla inn í landið rúmu kílói af
maríjúana í niðursuðudósum.
Fíkniefnin voru í pakka sem
sendur var frá Póllandi á nafn-
greindan einstakling í Kópavogi.
Í sendingunni, sem tollgæsl-
an hafði stöðvað við hefðbundið
eftir lit, voru sex niðursuðudósir
sem virtust innihalda kjötbúðing
og niðursoðna ávexti; fjögur
stór súkkulaðistykki, tveir kaffi-
pakkar, sjö túnfiskdósir og þrjár
kökur. Við rannsókn lögreglu á
dósunum fundust fíkniefnin í
þeim.
Sá sem þyngsta dóminn fékk
á að sitja inni í fimm mánuði.
Annar mannanna á sæta fang-
elsi í fjóra mánuði. Sá þriðji var
dæmdur í sex mánaða fangelsi,
þar af fjóra á skilorði.
- jss
Þrír karlmenn dæmdir:
Földu fíkiefnin
í niðursuðudós
ÞJÓÐKIRKJAN Sóknarnefnd Sel-
fosskirkju hefur ritað biskupi
Íslands bréf og óskað eftir því
að séra Gunnar Björnsson snúi
ekki aftur til starfa við kirkjuna.
Hæstiréttur sýknaði séra Gunnar
nýverið af ákæru um kynferðis-
lega áreitni gegn sóknarbörnum
sínum og hefur biskup tjáð honum
að hann geti hafið störf að nýju
1. maí.
Eysteinn Ó. Jónasson, formaður
nefndarinnar segir að bréfið hafi
raunar verið ritað og sent biskupi
í desember síðastliðnum eftir að
sýknudómur féll í héraði. Það hafi
verið merkt trúnaðarmál og beðið
um að það yrði ekki opnað nema
ef Hæstiréttur sýknaði Gunnar
einnig.
Séra Gunnar játaði því við
meðferð málsins að hafa strokið
stúlkunum og kysst þær í leit að
andlegum styrk. Dómurinn komst
að því að hann hefði þó ekki brot-
ið lög. „Okkur fannst þetta samt
feikinóg til þess að það væri ekki
æskilegt að hann væri að koma
þarna aftur í hóp barnanna,“
segir Eysteinn. Málinu hafi lykt-
að þannig að orð stæði á móti orði
og þá yrði að leyfa börnunum að
njóta vafans.
Biskup hefur ekki svarað bréfi
sóknarnefndarinnar. Verði ekki
fallist á beiðni nefndarinnar á
Eysteinn von á því að málinu
verði skotið til úrskurðarnefnd-
ar Þjóðkirkjunnar. - sh
Sóknarnefnd Selfosskirkju skrifar biskupi vegna máls Gunnars Björnssonar:
Vilja séra Gunnar ekki aftur
VILL BÆTUR Séra Gunnar vill skaða- og
miskabætur fyrir að hafa verið settur í
tímabundið leyfi á meðan mál hans var
til meðferðar hjá yfirvöldum.
HJÁLMAR
ÁRNASON
SPURNING DAGSINS