Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 4

Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 4
4 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR SEÚL, AP Norður-Kóreumenn hafa byrjað að setja eldsneyti á eld- flaug sem þeir áforma að skjóta út yfir Kyrrahaf á næstunni. Þetta fullyrðir Bandaríkjaher. Hægt er að skjóta eldflauginni á loft þrem- ur til fjórum dögum eftir að byrj- að er að dæla á hana eldsneyti. Barack Obama Bandaríkjafor- seti ræddi málið við Lee Myun- bak, forseta Suður-Kóreu, í Lond- on í gær, þar sem G20-fundurinn er haldinn. Þeir sammæltust um þörfina á samræmdum viðbrögð- um yrði af skotinu. Obama hefur sagt að skjóti Norður-Kóreumenn eldflauginni á loft verði litið á það sem ögrun sem kalli á viðbrögð öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Norður-Kóreumenn segjast með skotinu ætla að koma gervihnetti á braut um jörðu. Aðrar þjóðir telja tilganginn með skotinu fyrst og fremst vera að prófa nýja teg- und langdrægra flugskeyta. Skjóta á flauginni yfir Japan og hafa Japanar hótað því að skjóta hana niður þegar hún berst að ströndum þeirra. Þeir munu þegar hafa gert varúðarráðstafanir til að bregðast við því ef brak úr flaug- inni skyldi falla þar til jarðar. Norður-Kóreumenn segja að það myndi jafngilda stríðsyfirlýsingu að skjóta flaugina niður og hóta því að eldi og brennisteini muni rigna yfir Japan verði það gert. - sh Þjóðarleiðtogar áhyggjufullir á meðan N-Kóreumenn halda áfram að ögra: Eldsneyti sett á eldflaugina SAMMÁLA Obama ræddi við forseta Suður-Kóreu í London og taldi nauð- synlegt að koma á friði og stöðugleika á Kóreuskaga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nýttu þér framúrskarandi þekkingu og þjónustu ásamt úrvalinu á stærsta varahlutalager landsins fyrir allar tegundir bíla. Gerðu vel við bílinn þinn! 100.000 vörunúmer. 1 símanúmer. N1.ISN1 440 1000 Á B Y R G Ð V A R A H L U T I R 3 ÁRA VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 16° 17° 15° 20° 14° 17° 19° 19° 13° 13° 20° 18° 12° 28° 9° 17° 18° 10° Á MORGUN 8-13 m/s vestan til, annars mun hægari. SUNNUDAGUR 8-13 m/s á Vestfjörðum, annars mun hægari. HELGARHORFUR Á morgun verða mildar suðlægar áttir ríkjandi með skúraveðri sunnan- lands og vestan fram yfi r hádegi en síðan eru góðar horfur á að hann þorni að mestu upp. Norðan- og austanlands verður þurrt og bjart með köfl um, sýnu bjartast austan til. Á sunnudag verður keimlíkt veður en þó kólnar á Vestfjörðum í norðaustan átt með éljum. 9 4 2 5 4 2 8 8 10 8 6 5 6 13 7 3 6 3 4 6 6 6 6 9 9 8 5 6 0 7 3 8 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL „Ef það er vilji til að gera allt sem hægt er til að flýta efnahagsbatanum þá þarf að efla Samkeppniseftirlitið veru- lega til að takast á við þær aðstæður sem komnar eru upp,“ segir Páll Gunnar Páls- son, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (SE). Páll telur að fjölgun starfsmanna úr rúm- lega tuttugu í þrjátíu á næstu misserum myndi gera SE kleift að takast á við öll verkefni með skilvirkum hætti. „Við höfum ekki legið á því hversu mikilvægt það er að SE fái meira svig- rúm. Við höfum kallað eftir því við fjárveitinga- valdið að veita stofnuninni meira fé til að hægt sé að sinna fleiri verkefnum,“ segir Páll Gunnar. „Það er einfaldlega þannig í dag að við verðum að forgangs- raða talsvert mikið. Þó að starfið gangi vel er ýmis- legt sem við þurfum að setja aftar í röðina.“ „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að SE hafi mjög miklu hlutverki að gegna á tímum eins og við lifum núna. Jafnvel meiru en í góðu árferði því það skiptir miklu máli að endurreisn efnahagslífsins verði með þeim hætti að hér rísi atvinnulíf þar sem er virk og öflug samkeppni,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, sem jafnframt er í leyfi sem stjórnarformaður SE á meðan hann gegnir ráðherraembætti. Spurður hvort stofnunin sé undirmönnuð segir Gylfi að hún gæti án efa notað fleiri starfsmenn. „Þröngur fjárhagur hins opin- bera gerir fjölgun hins vegar erfiða.“ Gylfi telur að öflugt samkeppniseftirlit ýti undir fjölgun starfa. „Rannsóknir á kreppunni miklu í Bandaríkjunum benda til að veiking samkeppnisreglna og leyfisveit- ingar til stórra samruna töfðu endurreisn- ina og lengdu kreppuna um mörg ár.“ Tíma- bundna fjölgun starfsmanna telur Gylfi aðeins eitt af því sem kemur til greina. „Það má efla stofnunina með fjárheimildum til að kaupa sérfræðivinnu.“ Páll Gunnar segir gríðarlega mikilvægt að stofnunin hafi kost á að nýta sérfræði- þekkingu utan stofnunarinnar. Verkefnin séu svo fjölbreytt og flókin. „Við höfum reynt að nýta alla þekkingu sem hægt er að draga að. Það hefur gengið vel en við þurf- um meira svigrúm til þess.“ SE hefur í dag úr rúmlega 300 milljónum króna að spila á ári. Nýlega var farið fram á fimmtíu millj- óna króna aukafjárveitingu á þessu ári. svavar@frettabladid.is Samkeppniseftirlit getur flýtt fyrir endurreisninni Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir dæmin sanna að ástæða sé til að styrkja samkeppnisyfirvöld á tímum efnahagsþrenginga. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill fjölga starfsmönnum úr tuttugu í þrjátíu. GYLFI MAGNÚSSON PÁLL GUNNAR PÁLSSON VIÐ VINNU Því er haldið fram að aldrei reyni eins mikið á samkeppnisyfirvöld eins og í endurreisn atvinnu- og efnahagslífs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TYRKLAND, AP Tyrkneska ríkis- útvarpið TRT segist hafa hafið útsendingar á armensku. Kvað það vera gert sem teikn um vilja Tyrkja til sátta við Armena í tengslum við væntanlega heim- sókn Baracks Obama Bandaríkja- forseta til Tyrklands. TRT hóf á miðvikudag einnig útvarpsútsendingar á kúrdísku, en sjónvarpsútsendingar á því máli hófust í janúar. Tyrknesk yfirvöld vilja að Obama komi í veg fyrir að Bandaríkjaþing samþykki álykt- un þar sem dráp Tyrklandshers á Armenum í lok heimsstyrjaldar- innar fyrri eru fordæmd sem þjóðarmorð. Að sögn tyrkneskra ráðamanna myndi slík samþykkt spilla fyrir tilraunum til að bæta samskiptin við Armeníu. - aa Tyrklandsheimsókn Obama: Tyrkir senda út á armensku LÖGREGLUMÁL Sjötíu og þrír voru staðnir að hraðakstri á Kársnes- braut í Kópavogi í gær en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Á einni klukkustund fyrir hádegi fóru 205 ökutæki þessa akstursleið og því óku 36 pró- sent ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Þá voru 66 ökumenn staðnir að hraðakstri á Hringbraut í Hafnarfirði á þriðjudag. Á einni klukkustund eftir hádegi fóru 127 ökutæki þessa akstursleið og því óku 52 prósent ökumanna of hratt. - kg Hraðamælingar lögreglu: Hraðakstur á Kársnesbraut DÓMSMÁL Annþór Kristján Karls- son hefur verið dæmdur í fjög- urra ára fang- elsi fyrir að skipuleggja smygl á hálfu fimmta kílói af amfetamíni og hálfu kílói af kókaíni til landsins. Hæsti- réttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þess efnis. Efnin komu til landsins í hrað- sendingu frá Þýskalandi. Vit- orðsmaður Annþórs, Tómas Kristjánsson, starfaði hjá hrað- sendingarfyrirtækinu. Hann hlaut tveggja og hálfs árs fang- elsisdóm. Tveir bræður hlutu eins og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu í héraði en áfrýjuðu ekki. - sh Hæstiréttur staðfestir dóm: Annþór í fang- elsi í fjögur ár ANNÞÓR KRISTJÁN KARLSSON GENGIÐ 02.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 193,5032 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,52 119,08 174,22 175,06 158,33 159,21 21,252 21,376 17,964 18,07 14,626 14,712 1,187 1,194 177,32 178,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.