Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 6
6 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
SKÓLAMÁL Sex ára drengur hefur
orðið fyrir alvarlegu einelti af
hendi annars drengs í Hamra-
skóla í Grafarvogi frá áramótum,
að sögn föður þolandans. Drengur-
inn hefur verið stunginn til blóðs
með blýanti, barinn og klórað-
ur svo á honum hefur séð. Faðir
drengsins er óánægður með við-
brögð skólayfirvalda. Hann ákvað
að senda drenginn ekki í skóla í
gær, þar sem nóg væri komið af
afskiptaleysi forráðamanna skól-
ans, sem ylli því að drengurinn
yrði að þola endurtekna líkamlega
áverka, sem væru ekki síður and-
legir, í kjölfarið.
„Drengurinn kom fyrst í skólann
í janúar eftir að hafa búið í Lond-
on með okkur foreldrunum,“ segir
faðir inn, sem biðst undan nafn-
birtingu drengsins vegna. „Hann
varð fljótlega fyrir áreiti af hendi
jafnaldra síns. Þegar búið var að
slá hann þrisvar í andlitið báðum
við um fund með skólastjóranum
og móður gerandans. Þau lofuðu
bæði að tekið yrði á þessu. Gerand-
inn var síðan látinn hitta skólasál-
fræðing.
Síðan kemur að atvikinu sem
drengurinn er stunginn til blóðs
í bakið með blýanti. Þetta átti sér
stað í skólastofunni. Afleysinga-
kennari var þá að kenna bekknum.
Hún skammaði gerandann, en til-
kynnti atvikið ekki.“
Faðirinn segir að haldinn hafi
verið annar fundur með skólastjór-
anum og þar verið ítrekað að þetta
einelti gagnvart drengnum gengi
ekki lengur, en ekkert hafi gerst.
„Hann kom heim fyrir um það bil
tíu dögum með handlegginn allan
rispaðan eftir árás af hendi hins
drengsins. Svo næ ég í hann í skól-
ann í dag og þá er búið að kýla hann
í magann.
Nú er staðan sú, að það er búið að
kýla hann níu sinnum, þar af einu
sinni til blóðs í andlit, auk blýants-
stungunnar og handleggsáverk-
ans. Það er nákvæmlega ekkert
gert. Þarna er verið að eyðileggja
líf. Það ætlum við ekki að láta ná
fram að ganga. Við ætlum ekki
með drenginn aftur í skólann að
óbreyttu.“
Foreldrarnir hafa leitað til
menntamálaráðuneytisins, mennta-
sviðs Reykjavíkur og fleiri vegna
málsins.
Faðirinn segir aðstandendur hafa
sótt drenginn í skólann á hverjum
einasta degi. Það hafi ekki dugað
til. Sleppa verði hendinni af honum
þegar inn á skólalóðina sé komið og
þá sé öryggi hans í höndum starfs-
manna skólans. Það hafi brugðist.
„Drengurinn kemur heim og talar
um gerandann. Hann dreymir hann
á nóttunni. Honum líður hræðilega
illa. Við erum ráðþrota.“
jss@frettabladid.is
Sex ára drengur var
stunginn og barinn
Sex ára drengur sem verið hefur í Hamraskóla í Grafarvogi frá áramótum hefur
orðið fyrir hrottalegu einelti af hendi jafnaldra síns. Drengurinn hefur verið
stunginn til blóðs með blýanti, barinn og klóraður. Foreldrarnir eru ráðþrota.
BLÝANTSSTUNGA Drengurinn var stunginn með blýanti til blóðs í gegnum fötin.
Atvikið átti sér stað á föstudegi en afleysingakennari tilkynnti það til skólayfirvalda á
mánudegi.
ÁVERKAR Á HANDLEGG Svona kom
drengurinn leikinn heim til sín eftir einn
skóladaginn.
SKÓLAMÁL „Það er búið að vinna
heilmikið í þessu máli og vinnsla
er í gangi. Þetta er í ákveðnu
ferli,“ segir Yngvi Hagalínsson,
skólastjóri Hamraskóla, um ein-
eltismálið sem greint er frá hér
fyrir ofan.
Yngvi segir að málinu hafi, auk
vinnslunnar í skólanum, verið
vísað til menntasviðs Reykja-
víkur og Þjónustumiðstöðvar
Grafarvogs.
„Það er gert til að fá fleiri að
því að skoða málið og meta,“
útskýrir hann.
Spurður hvort skólayfirvöld
hefðu ekki þurft að grípa til
aðgerða til að stöðva eineltið,
sem staðið hefur undanfarnar
vikur, sagði Yngvi að búið væri
að stöðva það.
„ Það er u a l lta f tvei r
einstaklingar inni í kennslu-
stofunni og mikil gæsla úti á
velli,“ bætir hann við.
Spurður hvernig standi þá á því
að þolandinn hafi verið kýldur í
magann í fyrradag segir Yngvi
erfitt að tjá sig um einstök mál af
þessu tagi.
Spurður hvort eitthvað hafi séð
á gerandanum eftir samskipti
drengjanna segir skólastjórinn
svo ekki vera. Varðandi blýants-
stunguna segir Yngvi að í því til-
viki hafi vinnuferli skólans brugð-
ist, þar sem atvikið hafi ekki verið
tilkynnt til skólayfirvalda strax.
- jss
Skólastjóri Hamraskóla í Grafarvogi um meðferð eineltisins:
Málið er í ákveðnu ferli
HAMRASKÓLI Olweusar-verkefnið gegn
einelti er ekki og hefur ekki verið í
Hamraskóla.
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
íðaboxSk
Pacific 600190 x 63 x 39 cm340 L54.900.-
FRAMSÓKN
Framsóknarmenn í Suðvestur opna kosningamiðstöð
sína að Digranesvegi 10 í Kópavogi, föstudaginn
3. apríl milli kl. 17 og 19.
Boðið verður upp á veitingar.
Allir velkomnir.
Dúnmjúkar
BRÚÐARGJAFIR
Laugavegi 176
Sími 533 2220
www.lindesign.is
Við hjá Lín Design erum í essinu þegar kemur
að brúðkaupsgjöfum. Vörulína okkar er hönnuð
á Íslandi þar sem íslensk náttúra spilar stórt
hlutverk. Allt okkar efni er sérvalið svo úr verð-
ur vara sem gefur mýkt og hlýju.
Brúðhjón sem eru með gjafalista hjá
Lín Design fá gjöf frá versluninni
ef keypt er af listanum.
Hlý og persónuleg þjónusta
SJÁVARÚTVEGUR „Forsætisráðherra
sagði það afdráttarlaust að það
ætti að fara í aðgerðirnar en er
alveg áhyggjulaus um afleiðing-
arnar og það er eins óábyrgt og
það getur orðið,“ segir Guðlaugur
Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Hann spurði Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra á Alþingi
í gær hvaða áhrif það hefði á
greiðslugetu sjávarútvegsfyrir-
tækjanna ef farin yrði svokölluð
fyrningarleið. Samkvæmt henni
myndi ríkið yfirtaka veiðiheim-
ildirnar á allt að tuttugu árum.
Þær myndu því fyrnast um fimm
prósent á ári hjá þeim sem nú hafa
þær. „Það eina
sem ég uppskar
var að hún lof-
aði að fara þessa
leið en ég var
ekki að spyrja
um það,“ segir
Guðlaugur.
„Þetta er mjög
sérstakt því
miðað við þær
forsendur sem
liggja fyrir, og hefur meðal ann-
ars verið greint frá í Fréttablað-
inu, þá þýðir þetta það að sjávar-
útvegsfyrirtækin, sem skulda á
bilinu 400 til 500 milljarða, munu
ekki ráða við þessa skattheimtu
og fara í þrot og ekki nóg með það
heldur taka bankana með sér.“
Jóhanna segir í samtali við
Fréttablaðið að vel sé hægt að
fara þessa leið án þess að sjávar-
útvegsfyrirtækin kikni undan og
að hún taki málflutningnum um
afleiðingar fyrningarleiðarinnar
sem hræðsluáróðri þeirra sem eru
leiðinni mótfallnir. Til dæmis hafi
útgerðin mætt um þrjátíu prósenta
skerðingu aflaheimilda árið 2007
og fyrningarleiðin sé afar hófstillt-
ur niðurskurður í því samhengi.
„Það verður farið í þetta í sam-
vinnu við útgerðina og með þeim
hætti að það ættu allir að getað
lifað við það,“ segir hún. - jse
Stjórnarandstæðingur segir forsætisráðherra ekki hirða um afleiðingar fyrningarleiðarinnar:
Segir forsætisráðherra sýna ábyrgðarleysi
GUÐLAUGUR ÞÓR
ÞÓRÐARSON
HVAÐ ER FYRIR STAFNI? Forsætisráð-
herra segir andstæðinga fyrningarleiðar
vera með hræðsluáróður. Hana sé hægt
að fara án þess að knésetja útgerð og
banka.
Hljópst þú apríl í ár?
Já 10,8%
Nei 89,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Telur þú að hvalveiðar muni
eyðileggja uppbyggingu hvala-
skoðunarfyrirtækja?
Segðu skoðun þína á vísir.is
KJÖRKASSINN