Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 10
10 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Þrátt fyrir að fyrir- sjáanleg sé fjölgun fjárnáms- beiðna og annarra verkefna hjá sýslumönnum var fjármagn til þeirra skorið niður í fjárlögum ársins. „Fjárheimildir voru lækkaðar hér eins og annars staðar þegar fjárlögin voru ákveðin,“ svarar Sigríður Eysteinsdóttir, deildar- stjóri hjá fullnustudeild Sýslu- mannsins í Reykjavík, spurð hvort embættið hafi fengið meira fjár- magn eða fleira starfsfólk. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær gætu tafir hjá dómstól- um og sýslumönnum nýst þeim sem hyggjast skjóta eignum undan kröfuhöfum með því að færa þær yfir á maka sína eða aðra. Slíkir gjörningar eru að hámarki riftan- legir í tvö ár. Fjölgun verkefna hjá sýslumönnum flýtir að sjálfsögðu ekki fyrir úrvinnslu slíkra mála. Varðandi nýliðinn marsmánuð segir Sigríður að uppboðum hafi fjölgað en kveðst enn ekki hafa tekið saman yfirlit um önnur verk. Hún segir að þrátt fyrir minna fjármagn og aukin verkefni anni starfsfólk Sýslumannsins í Reykjavík því sem gera þurfi. „Ég held að enn sem komið er sé það ekki farið að hafa áhrif að neinu leyti. Við höfum ráðið við allt sem við fáum inn.“ - gar Þrátt fyrir aukinn málafjölda voru fjárveitingar til sýslumanna skornar niður: Verkefnin sliga ekki sýslumann enn SÝSLUMAÐURINN Í REYKJAVÍK Fjármála- kreppan þvingar sífellt fleiri í þrot og uppboðum fjölgar svo embættið hefur í nógu að snúast. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri, Gytis Kepalas, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás og rán. Honum var einnig gert að greiða fórnarlambi sínu 764 þús- und krónur í miskabætur. Kepalas réðst að karlmanni á sjötugsaldri í húsasundi við Laugaveg í október, sló hann nokkrum sinnum í andlitið og tók af honum seðlaveski, sem í voru 100 þúsund krónur svo og farsíma. Árásarmaðurinn var í félagi við óþekktan mann við athæfið. Fórnarlambið hlaut brot í augntóftargólfi, tvo skurði á kinn, mar á augnvefi og áverka á brjóstkassa. - jss Maður á þrítugsaldri: Tveggja ára dóm fyrir árás á sjötugan mann VIÐSKIPTI MP Banki hefur ekki enn fengið svar frá Fjármála- eftirlitinu (FME) um það hvort samþykki fáist fyrir kaupum bank- ans á útibúa- neti SPRON og Netbankanum. Samkeppnis- eftirlitið hefur þegar veitt undanþágu frá samkeppnislögum svo hægt sé að opna útibú SPRON. Styrmir Þór Bragason, for- stjóri MP Banka, segir að dragist svar FME lengur muni það lík- lega tefja opnun útibúa SPRON. Til stóð að höfuðstöðvar bankans og tvö útibú yrðu opnuð næst- komandi mánudag. - bj MP Banki bíður svars frá FME: Gæti seinkað opnun SPRON STYRMIR ÞÓR BRAGASON DÓMSTÓLAR Lögreglustjórinn á Selfossi hefur ákært tvo menn fyrir líkamsárásir. Öðrum mannanna er gefið að sök að hafa skallað mann á Draugabarnum á Stokkseyri í ágúst á síðasta ári. Fórnarlamb- ið hlaut talsverða áverka í and- liti. Hinnum manninum er gefið að sök að hafa í fyrra ráðist á mann í Káragerði á Eyrarbakka og sparkað í andlit hans. Sá sem sparkað var í hlaut veru- lega áverka, meðal annars brot í augntóftarbotni. Hann gerir kröfu um ríflega 728 þúsund krónur í skaðabætur. - jss Tveir menn ákærðir: Skölluðu og spörkuðu MÁLIN SKEGGRÆDD Ísraelskur gyð- ingur í landnemabyggð á Vesturbakka Jórdanar ræðir eldfimt ástandið í síma en sleppir þó ekki takinu af vélbyssunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is 152 / SELFOSS Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Kúplingar LONDON, AP Leiðtogar svokallaðra G20-ríkja samþykktu á fundi sínum í London í gær að verja 1.100 milljörðum dollara, eða um 130 þúsund milljörðum króna, í aukin fjárframlög til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans. Fjármununum er ætlað að koma til aðstoðar þjóðum sem eru í kröggum vegna efnahags- ástandsins í heiminum. Þá var ákveðið að ráðast í mikla herferð gegn skattaparadísum um heim allan. „Tími bankaleyndar er liðinn,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti að fundinum loknum. Þar var meðal annars ákveðið að búa til svartan lista yfir þau lönd sem skýla skattsvik- urum og beita þau hörðum viður- lögum sem neita að taka upp nýjar alþjóðlegar reglur um gagnsæi á fjármálamörkuðum. Leiðtogarnir náðu einnig sam- komulagi um að gera breytingar á hlutverki fjármálaráðs sem þegar situr. Það fær nú aukið eftirlits- hlutverk og er gert að fylgjast með þróun efnahagslífs í heimin- um og gera viðvart um öll aðsteðj- andi vandamál. Sarkozy, ásamt öðrum leið- togum Evrópuríkja, hafði talað fyrir því að ráðið yrði enn valda- meira og fengi að ráðskast með regluverk aðildarríkja, þeirra á meðal Bandaríkjanna. Sú hug- mynd hlaut ekki nægan hljóm- grunn. Barack Obama Bandaríkjafor- seti, sem á fundinum tekst á við sitt fyrsta stóra verkefni í utan- ríkis málum, fékk ekki heldur stuðning annarra ríkja við það að verja háum fjárhæðum í innspýt- ingar í hagkerfi til atvinnusköpun- ar eins og gert hefur verið í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Frakkar og Þjóðverjar mótmæltu hugmynd- inni harðlega, en fyrir lá að hún nyti ekki víðtæks stuðnings utan Bretlands og Bandaríkjanna. Fundurinn þykir að öðru leyti hafa heppnast afar vel. „Við höfum stigið skref af áður óþekktri stærðargráðu í átt til endurreisnar og þess að fyrir- byggja að svona nokkuð hendi á ný,“ sagði Obama að fundinum loknum. Angela Merkel, kansl- ari Þýskalands, tók í sama streng þegar hún kallaði niðurstöðuna „mjög, mjög góða, nánast sögu- lega málamiðlun“. Áfram var mótmælt í London í gær en mótmælin voru þó öllu rólegri en á miðvikudag, þegar á annað hundrað manns voru hand- teknir. stigur@frettabladid.is Tími skattaskjóla og bankaleyndar liðinn Leiðtogar stærstu efnahagsvelda veraldar hafa samþykkt að verja ríflega þúsund milljörðum dala til hjálpar þjóðum í vanda vegna heimskreppunnar. GAMAN Á G20 Barack Obama slær á létta strengi við kollega sína frá Ítalíu og Rússlandi, Silvio Berlusconi og Dmitry Medvedev. Á myndinni má einnig sjá Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, Saud al-Faisal, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Taílands, Hu Jintao Kínaforseta, Gordon Brown, forsætis- ráðherra Bretlands, og Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu. NORDICPHOTOS/AFP Við höfum stigið skref af áður óþekktri stærðar- gráðu í átt til endurreisnar og þess að fyrirbyggja að svona nokkuð hendi á ný. BARACK OBAMA BANDARÍKJAFORSETI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.