Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 11

Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 11
FÖSTUDAGUR 3. apríl 2009 11 FJÖLDI SJÓSUNDSGESTA VIÐ YLSTRÖNDINA jan. feb. mars samtals 2008 239 225 244 708 2009 1.034 1.124 1.490 3.648 SAMFÉLAGSMÁL Fjöldi gesta sem stunda sjósund við ylströndina í Nauthólsvík hefur fimmfaldast á einu ári, að sögn Árna Jóns- sonar, deildarstjóra í útivistar- miðstöð Nauthólsvíkur. „Ég tel hiklaust að kreppan eigi sinn þátt í þessu,“ segir hann. „Bæði tel ég að fólk hafi meiri tíma núna og eins held ég að fólk sæki í ögrandi áskoranir.“ Það sem af er þessu ári hafa 3.648 lagst til sunds en á sama tíma í fyrra höfðu 708 brugðið sér í sjóinn á Ylströndinni. „Við höfum því ákveðið að fimmþúsundasti gest- urinn í ár fái ókeypis kaffi til að taka með sér í pottinn eftir sjó- sundið,“ segir Árni. - jse Sund við ylströnd: Sjósundfólki fjölgar ört SJÓBÖÐ Í NAUTHÓLSVÍK Sjósundgesta- komum á ylströndina fer hríðfjölgandi og mun gestur númer 5.000 fá kaffi til að hafa með í heita pottinn. UMFERÐ „Fatlaðir eiga sama rétt til aðgengis og annað fólk og því er mikilvægt að þessi mál séu í sem besta lagi,“ segir í tilmælum Umferðarráðs til sveitarfélaga og umferðaryfirvalda um að bæta merkingar og aðgengi á bílastæð- um fatlaðra. Ráðið vill láta hækka sektir á ófatlaða sem leggja í stæði fatl- aðra og skorar á þá sem ekki hafa rétt til að nýta sér þessi stæði til að virða rétt þeirra sem séu háðir þeim. Þá segir að miða þurfi stærð og umhverfi stæðanna við að þau nýtist auðveldlega öllum fötluðum. „Bæði þurfa yfirborðs- merkingar og skilti að vera sýni- leg, þannig að enginn vafi leiki á að um slíkt stæði sé að ræða.“ - gar Tilmæli frá Umferðarráði: Ekki misnota stæði fatlaðra SKIPULAGSMÁL Íbúa í Dalshrauni í Hafnarfirði hefur verið gert að rýma heimili sitt innan tveggja vikna. Íbúinn hafði sótt um húsaleigubætur til bæjarins og skráningu lögheimilis í Dals- hrauni. Lagði hann fram þing- lýstan leigusamning máli sínu til stuðnings. Bæjaryfirvöld segja hins vegar að umrætt húsnæði sé á athafnasvæði og ekki ætlað til íbúðar. „Íbúðin er því ólögleg og ber að rýma hana án tafar. Verði það ekki gert innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarfull- trúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dag- sekta.“ - gar Íbúi í Dalshrauni í Hafnarfirði: Úthýst í stað húsaleigubóta ORKUMÁL Bæjarráð Reykjanesbæjar segir mjög gott að fyrirhuguð stækkun Reykjanesvirkjunar raski litlu af óhreyfðu landi. VSÓ ráðgjöf hefur unnið frummatsskýrslu um stækkun virkjunarinnar og telur Reykjanesbær skýrsluna fullnægjandi. Notast á við núverandi borplön við gerð nýrra borhola og nýta núverandi aðkomuleiðir. Stækka á stöðvarhús um tvö þúsund fermetra og byggja sjö hundruð fermetra skiljustöð mjög áþekka þeirri sem fyrir er. „Nýjar lagnir frá borholum verða að mestu leyti í sömu lagnastæðum og allt þetta veldur því að rask og sjónræn áhrif vegna framkvæmdanna verður í lágmarki,“ segir í umfjöllun bæjarráðsins. Fram kemur að draga eigi sem mest úr neikvæð- um umhverfisáhrifum. „Þar ber helst að nefna pækil virkjun sem nýtir jarðhitavökvann betur og dregur úr þörf á upptöku úr jarðhitageyminum. Með því að nýta núverandi mannvirki og leitast við að staðsetja ný á röskuðum svæðum eru lágmörkuð umhverfisáhrifin. Einnig er gert ráð fyrir niður- dælingu affallsvökva aftur niður í jarðhitageyminn til að draga úr þrýstingslækkun í borholum. Reikn- að er með að loftmengun í byggð verði svipuð og hún er núna.“ - gar Reykjanesbær telur frummatsskýrslu um stækkun Reykjanesvirkjunar duga: Segja lítil umhverfisáhrif af stækkun VIÐ REYKJANESVIRKJUN Stækka á virkjunina með viðbyggingu við stöðvarhúsið og fleiri borholum. MYND/SIGURÐUR H. MAGNÚSSON DROTTNING OG HATTUR Elísabet Englandsdrottning skoðar mexíkóska muni í Buckingham-höll ásamt Felipe Calderón, forseta Mexíkó. Munirnir eru úr safni konungsfjölskyldunnar. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.