Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 18
18 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Golfáhugi Íslendinga hefur
aukist gríðarlega síðustu
ár. Forsvarsmenn Golfsam-
bands Íslands gerðu þó ráð
fyrir að iðkendum myndi
fækka um tíu prósent í ár
en annað virðist ætla að
koma á daginn.
„Við hjá Golfsambandinu gerðum
ráð fyrir tíu prósent færri iðkend-
um í sumar út af efnahagsástand-
inu. Töldum það óhjákvæmilegt,
jafnvel þótt kostnaðurinn við
golfið sé álíka mikill og við aðra
líkamsrækt. En það virðist vera
mikil stemning fyrir golfinu. Við
heyrum jafnvel frá stærstu klúbb-
unum á höfuðborgar svæðinu að það
verði mjög svipuð þátttaka í sumar
og síðustu ár. Og það er að okkur
skilst fín þátttaka í nágranna-
sveitarfélögunum,“ segir Hörður
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Golfsambands Íslands (GSÍ).
Tíu prósent í golfi
Hörður segir að tölur um fjölda
klúbbmeðlima muni ekki liggja
fyrir fyrr en síðar í mánuðin-
um. „En okkar tilfinning er sú að
það verði ekki fækkun í klúbbun-
um. Það mun kannski ekki fjölga
í þeim en það verður heldur ekki
fækkun,“ segir Hörður. „Vonandi
ná klúbbarnir líka að hvetja fólk til
að halda áfram þótt fjárhagsstaða
þess sé erfiðari. Ég er sannfærð-
ur um að klúbbarnir munu reyna
að koma til móts við sína félaga
eins og þeir mögulega geta. Það er
mikil vægt fyrir þá að halda fólki
inni yfir þennan erfiða hjalla,“
segir Hörður.
Á síðasta ári voru skráðir golf-
iðkendur hér á landi, það er þeir
sem voru skráðir í klúbb, rúmlega
fimmtán þúsund talsins. Í könn-
un sem Capacent gerði kom hins
vegar fram að í kringum 35 þús-
und Íslendingar höfðu spilað golf
fimm sinnum eða oftar það ár. Það
jafngildir því að um tíu prósent
þjóðarinnar hafi leikið golf.
Færri styrktaraðilar
Hörður segir núverandi efnahags-
ástand koma niður á GSÍ eins og
öðru. „Við höfum misst styrktar-
aðila okkar og tekjur. Það er mun
erfiðara að fá
samstarfsaðila
nú en áður.
Landsbankinn
hafði ekki bol-
magn ti l að
styðja við Knatt-
spyrnusamband-
ið og við fengum
sömu skilaboð
frá Kaupþingi –
að bankinn gæti ekki verið stuðn-
ingsaðili okkar í ár. Hann hefur
verið aðalstuðningsaðili Golfsam-
bandsins í sjö eða átta ár og við
höfum átt mjög farsælt samstarf,“
segir Hörður. „Nú verðum við að
draga úr útgjöldum, fækka keppnis-
ferðum og svo framvegis. En við
munum ekki fækka mótum frá því
sem verið hefur, heldur þvert á móti
reyna að fjölga þeim.“
75 ára afmæli GR
Hörður segir að ekkert verði til
sparað þegar kemur að Íslands-
mótinu í höggleik sem í ár fer
fram á Grafarholtsvelli í tilefni af
75 ára afmæli Golfklúbbs Reykja-
víkur. „Við gerum ráð fyrir að fá
fleiri áhorfendur á golfmótin í ár
og munum reyna að gera allt til að
hvetja menn til að koma og fylgjast
með. Nú virðist vera mikil ásókn á
flesta íþróttaviðburði.“
Aukinn áhugi útlendinga
GSÍ er aðili að verkefninu Golf Ice-
land, ásamt fyrirtækjum í ferðaþjón-
ustu. Ætlunin með því er að auglýsa
og efla kynningu erlendis á golfi hér
á landi. „Nú er Ísland inni hvað það
varðar og við erum að sjá töluverð-
an árangur af því. Við teljum að það
sé svigrúm til að taka á móti aðil-
um í ferðaþjónustu. Ferðamenn sem
koma hingað til lands vilja kannski
spila golf fyrir hádegi, á þeim tíma
sem Íslendingar fara síður að spila,
og gera eitthvað annað eftir hádegi.
Svo erum við líka að reyna að selja
ferðamönnum þá hugmynd að spila
miðnæturgolf,“ segir Hörður. „Við
gerum ráð fyrir að það verði tölu-
verð aukning ferðamanna á þessu
ári og heyrum það á ferðaskrifstof-
unum að það er talsvert bókað af
golfferðum.“ kristjan@frettabladid.is
Engin fækkun í golfinu
HÖRÐUR
ÞORSTEINSSON
„Þetta hefur verið frekar kaldur
og harður vetur en það hefur engu
að síður verið mjög mikið að gera í
Básum. Aðsóknin hefur verið meiri
nú en síðustu ár og við finnum sér-
staklega fyrir aukningu á milli níu
og fjögur á daginn,“ segir Ólafur
Már Sigurðsson golfkennari og
einn eigenda golfskólans Pro Golf
sem einnig rekur æfingasvæðið
Bása í Grafarholti.
Ólafur Már segir að mikil aukn-
ing hafi einnig orðið í golfkennslu
hjá Pro Golf og þá sérstaklega í
hópakennslu.
Ólafur Már býst við mikilli
umferð á golfvöllum höfuðborgar-
svæðisins í sumar, jafnvel meiri
en undanfarin ár. „Ef við skoð-
um Golfklúbb Reykjavíkur sem
dæmi hafa einhverjir þegar
hætt í klúbbnum. Eitthvað af
því fólki er í öðrum klúbb-
um og sumir spiluðu
kannski bara örfáa
hringi á ári. Á móti
kemur að það hefur
verið langur bið-
listi í klúbbinn og
nýtt fólk verið tekið
inn. Það fólk vill
jafnvel spila meira
en það sem var að
hætta og því býst ég
við að umferðin um vell-
ina eigi eftir að aukast til
muna,“ segir Ólafur Már og
bætir við: „Svo er alltaf tölu-
verð nýliðun í golfinu og byrj-
endanámskeiðin hjá okkur eru
til dæmis alltaf full. Það
fólk skilar sér síðan
út á vellina. Ætli við
megum ekki segja að
árið í ár verði golf-
árið mikla.”
Golfárið mikla runnið upp
GSÍ mun í ár standa fyrir liðakeppni,
hliðstæðri Ryder-bikarkeppninni
kunnu, þar sem golfklúbbar í
Reykja vík munu etja kappi við lands-
byggðina. Þeir kylfingar sem fá flest
stig í mótaröðinni munu vinna sér
inn sæti í liðunum. Hugmyndin er
enn í vinnslu en gera má ráð fyrir
að einhverjir klúbbar á höfuðborgar-
svæðinu muni leika fyrir hönd lands-
byggðarinnar. Íslenska liðakeppnin
verður lokahnykkur golfsumarsins.
ÍSLENSKUR RYDERÁTTATÍU DÓMARAR
Svo virðist sem golfáhuginn sé alltaf
að aukast á Íslandi. GSÍ hefur staðið
fyrir dómaranámskeiðum undan-
farin ár sem tíu til fimmtán manns
hafa sótt. Í ár er þegar búið að halda
tvö námskeið og hafa um 140-150
manns sótt þau. Að sögn Harðar
Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra
GSÍ, munu áttatíu manns þreyta
dómaraprófin. Hinir sem sitja
námskeiðin vilja hins vegar afla sér
frekari þekkingar á golfíþróttinni.
ÓLAFUR MÁR
SIGURÐSSON
Hann segir fjöldann allan
af fólki hafa komið í Bása
í vetur þótt kalt hafi verið
í veðri.
Böðullinn og skækjan?
„Til að hafa Atla Gíslason,
þingmann Vinstri grænna,
góðan var frumvarpi hans
um vændi böðlað athugunar-
laust úr allsherjarnefnd
þingsins …“
BJÖRN BJARNASON ALÞINGIS-
MAÐUR
bjorn.is 1. apríl
Háseta vantar á bát
„Nokkur sæti eru enn laus á
framboðslistum XP, persónu-
kjöri Lýðræðishreyfingarinnar
í kjördæmum landsins.“
ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, TALSMAÐUR
LÝÐRÆÐISHREYFINGARINNAR
lydveldi.blog.is 1. apríl
GRÍÐARLEGUR ÁHUGI Vinsældir golfsins hafa aukist með hverju árinu sem líður.
Fjöldi fólks leggur leið sína í Bása til að æfa sveifluna fyrir sumarið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
■ Hofsós er einn elsti verslunar-
staður landsins. Þar búa um 200
manns. „Á Plássinu (sem svo er
kallað) við höfnina er að finna
fjölda eldri húsa, sem hafa verið
gerð upp á undanförnum árum og
setja skemmtilegan svip á þorpið.
Þar stendur Pakkhúsið, gamalt
bjálkahús frá einokunartímanum,
og er það eitt elsta timburhús
landsins, reist 1777. Húsið er friðlýst
og í eigu Þjóðminjasafns Íslands
og hefur það verið endurgert og
er nú sem næst sinni upprunalegu
mynd. Gamla kaupfélagsbyggingin
hefur fengið nýtt hlutverk, en hún
hýsir nú svokallað Vesturfarasafn,
sem tileinkað er vesturförum og
vesturferðum sem voru í hámarki
um síðustu aldamót,“ segir meðal
annars um Hofsós á kynningarvef
Norðurlands vestra.
HOFSÓS
Kr. 21.995*
Nýja S2120 ryksugan frá Miele er lágvær, létt, kraftmikil
og með stórum poka. Hún fæst í rauðu og bláu.
Parketbursti að andvirði kr. 8.650 fylgir frítt með.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Sparaðu
með Miele
TILBOÐ
*tilboð gildir á meðan birgðir endast.
Þú sparar
kr. 8.650
„Ég var að koma úr píanótíma sem fjögurra
ára, hálf-kúbversk dóttir mín var í,“ segir
Hrafn. „Og það er afar skemmtilegt að sjá
hvernig þessi blanda af íslenskri seiglu
og kúbverskum rytma tekur á sig form
í tónheimum. Það er hún Hanna Valdís
Guðmundsdóttir sem er að kenna henni
og það fer bara vel á því að ein af
okkar bestu barnastjörnum kenni
þessum fjögurra ára ofurhuga sem
syngur með kennara sínum lögin
úr Kardemommubænum.“ Hanna
Valdís söng á barnsaldri inn á
hljómplötu við miklar vinsældir
árið 1972. Hún lék einnig
Kamillu í leikritinu Karde-
mommubærinn á sínum tíma.
„En svo er ég að reyna að
koma því í kring að myndin mín
Opinberun Hannesar verði fáanleg á DVD-disk,“
segir Hrafn, sem er kominn á flug. „Ég er afar
stoltur af þessu verki mínu og tel að fólk
muni sjá það í öðru ljósi þegar það er
komið á DVD.
Svo er ég að velta því fyrir mér hvernig
ég geti fundið farveg fyrir þá skoðun
mína að Ísland gangi úr Schengen.
Þegar við gengum í Schengen voru
landamæri Íslands komin til
Austur-Evrópu, við þurfum
ekkert að láta þá sjá um okkar
landamæravarnir, við eigum
að gera það sjálf á Íslandi. Við
eigum að taka upp okkar eigin
utanríkisstefnu og Ísland á í
framtíðinni að verða griðland fyrir
dularfulla menn eins og Vladimír
Ashkenazy og Bobby Fischer.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HRAFN GUNNLAUGSSON KVIKMYNDALEIKSTJÓRI
Íslensk seigla og kúbanskur rytmi