Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 30

Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 30
2 föstudagur 3. apríl núna ✽ stjörnufans augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 helgin MÍN Ég á átta vikur eftir,” segir Ragn-heiður Guðfinna Guðnadóttir sem á von á sínu öðru barni hinn 27. maí. „Meðgangan fer alveg meiriháttar í mig og betur en sú fyrri. Nú er ég þroskaðri, veit meira hvað ég er að gera og er meðvitaðri um hreyfingu og heil- bigði,“ segir Ragnheiður en vill ekki gefa upp kynið. Ragnheiður er á fyrsta ári í sálfræði í Háskóla Íslands og segir óléttuna fara vel með náminu. „Þetta gengur vel, það er bara eins og ég fái meðbyr úr maganum. Tekur þetta á en er samt bara gaman.“ Þrátt fyrir að vera ófrísk hefur Ragnheiður ekkert slakað á í rækt- inni og tekur vel á því í World Class á hverjum degi. „Mér líður svo vel þarna og Dísa og Bjössi halda örugglega að ég muni bara fæða þarna inni. Það skiptir bara svo miklu máli að stunda hreyf- ingu og heilbrigðan lífsstíl. Það er ekki eins og maður sé með sjúk- dóm og þurfi að hætta hreyfa sig og borða óhollan mat. Mér líður hvergi betur en eftir að hafa hreyft mig með skemmtilegu fólki og sla- kað á í gufunni á eftir. Það full- komnar daginn.” - iáh DRUNGALEG Mörgum brá í brún þegar ofurfyrirsætan Agyness Deyn mætti á frumsýningu Valentino- myndarinnar The Last Emperor í New York á dögunum. Deyn klædd- ist svörtum skósíðum kjól með hettu og síðri silfurkeðju um hálsinn og þótti heldur drungaleg til fara. H ún kemur þrisvar til fjórum sinnum í viku til að tékka á hvort allt sé í lagi og fær sér stundum að borða,“ segir Hildur Eik Ævarsdóttir spurð um Evu Longoria, en Hildur Eik vinnur á stað í eigu leikkonunnar í Los Angeles sem heitir Beso. „Þetta er eiginlega spænskur veitingastaður, en á efri hæð- inni er svona „lounge“ sem heitir Kiss. Það koma marg- ar stjörnur á þennan stað, en Eva Longoria er nátt- úrlega andlit staðarins og margir sem koma bara til að sjá hana. Hún er alltaf vel til höfð, virðist vera mjög almenni- leg og kemur oft með Victoriu og David Beckham með sér,“ útskýr- ir Hildur, sem vinnur einnig fyrir fyrirtækið SBE sem á mikið af klúbbum, veitingastöðum og hótelum í LA. „Ég vann á „lounge“-stað sem heitir S Bar og var hannað- ur af Philippe Starck, en honum var nýlega lokað. Á þennan stað kom fólk mikið til að sjá hönnun- ina og prófa kokkteilana sem eru hvergi annars staðar til í heim- inum, enda sat ég á skólabekk í margar vikur til að læra þetta allt. Núna vinn ég aðallega á Foxtail sem var valinn einn af hundrað bestu klúbbum heims. Ég vinn mest á barnum, en sé líka um að koma stórum viðskiptavinum úr skemmtanabransanum á staðina þar sem þeir eyða jafnvel 1.500 dollurum í eina kampavínsflösku. Meðal fastagesta þar eru Adam Sandler, Ashton Kutcher, Paris Hilton, Britney og Kanye West,“ bætir hún við. Hildur Eik er ekki aðeins um- kringd stórstjörnum í vinnunni því þar sem hún stundar líkams- rækt æfa meðal annars Ryan Gosl- ing, Taye Diggs, Jodie Foster og Jack Black. Sjálf hefur hún leikið og setið fyrir í myndatökum síðan hún flutti til LA árið 2006, nú síðast með rapparanum Ludacris og rokkaranum Tommy Lee. Aðspurð segist hún ekki stefna á að flytja aftur til Ís- lands í bráð. „Ég sakna alltaf Íslands en hér á ég heima. Það er ekk- ert yndislegra en að vakna við sólskinið á hverjum degi og fara út í göngutúr með Tedda hundinn minn. LA er ekki bara skemmti- leg borg, heldur hefur hún upp á svo margt að bjóða. Maður getur farið í f j a l l g ö n g u r, á ströndina, keyrt í klukkutíma og farið á skíði eða skellt sér til Vegas.“ - ag Hildur Eik Ævarsdóttir er umvafin stórstjörnum í Los Angeles: VINNUR Á SKEMMTI- STAÐ EVU LONGORIA Ánægð í LA Hildur Eik er ánægð með lífið í Los Angeles en hún vinnur á hinum vinsæla stað Beso, sem margar stjórstjörnur í Hollywood sækja. UNNUR ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR DANSARI „Ég vona að mér verði boðið í pitsu á föstudagskvöldið og á laugardags- kvöldið fer ég á Húmanímal í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Á sunnudagskvöldið er mér svo boðið í mat til bróður míns og mágkonu. Annars ætla ég að nýta hverja stund með fjölskyldunni og yndislegu dóttur minni.” Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir: Kynið er leyndó Eva Longoria Ófrísk Ragnheiður Guðfinna á von á sínu öðru barni 27. maí. Eivör aftur til Íslands Færeyska söngkonan Eivör Páls- dóttir er komin til landsins og held- ur tónleika á Nasa í kvöld klukkan 22. Langt er síðan söngkonan hefur haldið sólótónleika, en á næstu dögum mun hún í fyrsta sinn ferðast um landið með eigin hljómsveit. Eivör mun taka vel valin lög af sínum fyrri plötum auk þess sem hún mun gefa tónleikagestum forsmekkinn að væntanlegri plötu sinni sem kemur út í október. Rauðu konurnar „Þessi hópur er opinn öllum konum 24 ára og eldri og snýst um að skemmta sér, en láta gott af sér leiða um leið,“ segir Tobba Marinósdóttir fjöl- miðlafræðingur sem er einn af stofnendum hópsins Rauðu konurnar. „Startpartíið okkar er á föstudaginn kl. 8.30 á Pósthúsinu- Vínbar og er flott dagskrá í boði og frítt inn. Tilgangurinn er að kynna okkur og skemmta íslensk- um konum frítt,“ bætir hún við, en hópurinn mun svo standa fyrir alls konar atburðum í framtíðinni svo sem fyrirlestrum, „singles-nights“, þemapartíum og mörkuðum. þetta HELST

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.