Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 32
4 föstudagur 3. apríl núna ✽ Flott til fara Tilboðsdagar fram að páskum 20 - 70 % afsl. Baðdeild Álfaborgar Skútuvogi 4 - sími: 525 0800 Sturtuklefar - Baðinnréttingar Hreinlætistæki - Blöndunartæki Baðker ofl. HVAR ER BEST AÐ FÁ SÉR MORGUN MAT? Mér finnst best að fá mér hafragraut, hrökkbrauð og nýpressaðan appelsínusafa með fjölskyldunni heima. BESTA KAFFIÐ? Starbucks. FÍNT ÚT AÐ BORÐA? Við erum svo nýflutt hingað að það er enginn uppá- halds fínn staður fundinn ennþá. UPPÁHALDS- VERSLUNIN? HM er alltaf góð, þar fást ágætis föt fyrir lítinn pen- ing. Jane Norman er svo mín uppàhalds- verslun. Fötin þar eru mjög góð og flott. BEST VIÐ BORG- INA? Góð menn- ing, gott veður, hrein og fín borg. Svo á margt eftir að koma í ljós á næstu dögum og mánuðum. Er ennþá svolítill út- lendingur hérna. BEST AÐ EYÐA DEGINUM? Heima við eða í göngutúr á strandgötunni og verslunargötunni. SKEMMTILEGAST AÐ EYÐA KVÖLDINU? Á góðum veitingastað med fjölskyldunni og svo afslöppun heima. Þegar maður býr í útlöndum saknar maður allra heima á Íslandi og finnst best að vera bara heima í faðmi fjölskyldunnar. LIMASSOL, KÝPUR Freyja Sigurðardóttir fitnesskona BORGIN mín Geturðu lýst þínum stíl? Ég er mjög lita- og stílglöð. Þá meina ég að skartgripir verða að vera í stíl við allt annað. Ég á til dæmis eyrnalokka og skó í öllum litum. Hef þó í seinni tíð tamið mér að minna er meira. Hvað keyptir þú þér síðast? Ég var að koma frá Bret- landi þannig að þessi listi er vandræðalega langur. En alveg seinast í ferðinni voru það fjólu- blá nærföt og guðdómlega glað- legur hvítur blómahringur. Hvert er skuggalegasta fata- tímabilið þitt? Hjálp. Það er án efa þegar ég var skiptinemi í Bras- ilíu og allt var sér- saumað af hinni geð- þekku Marie Lany, saumakonu fjölskyld- unnar sem ég bjó hjá. Það tímabil einkennist af of þröngum plast- og glansflík- um. Systir mín spurði einu sinni hvort buxurnar mínar væru úr roði! Svona mætti ég svo fyrsta daginn í Versló. Í hvað myndirðu aldrei fara? Miðað við fyrri mistök er ég lík- leg til alls. Reyni þó eins og ég get að halda mig frá plastflíkum í framtíðinni og kraftgöllum. Uppáhaldsmerki? HM klikkar seint, Hugo Boss og íslensk hönnun. Þar er að finna svo mörg frábær merki eins og RYK, Gerðugert, Volcano de- sign, Birna Concept, EMM label og fleiri. Ís- lenskt kemur sterkt inn núna og er ekki eins dýrt og margir halda. Hverju ertu veik- ust fyrir þegar kemur að fata- kaupum? Skóm, skarti og kjólum. Helst opnum skóm og sumarkjólum sem er ekki mjög praktískt á Íslandi en yndislega gaman að kaupa. Er eitthvert tískuslys í fata- skápnum þínum? Viltu sjá plastbuxurnar? Af hvaða líkams- hluta ertu stoltust og hvernig undirstrikar þú hann með klæða- burði? Andlitinu enda hyl ég það aldrei nema tvisvar á ári á snjósleða með dýnamískri 66°Norður lambhúshettu. KALDA SLÆR Í GEGN Hönnuðurinn Katrín Alda Rafnsdóttir hélt skemmti- lega tískusýningu á norræna tískutvíæringnum í samvinnu við hönnuðinn Eygló. Katrín hannar undir nafninu Kalda og eru flíkurnar mjög kvenlegar og eru í svörtum lit og húðlit. Vörurnar eru fáanlegar í versluninni Einveru á Laugavegi. 21 3 6 4 5 1 Jakki úr HM en allt annað úr Primark. 2 66° Norður úlpa, þykkar leggings, rúl- lukragabolur úr Vera Moda og leðurstíg- vél frá River Island. 3 Nike hlaupabolur. 4 Kjóll frá RYK. 5 Hugo Boss buxur með háum glans. 6 Handgerð spöng úr Textil Line. 7 NaNa veski úr íslensku leðri og nautahúð. 7 Þorbjörg Marinósdóttir Plast- og glansflíkur í Brasilíu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.