Fréttablaðið - 03.04.2009, Qupperneq 34
6 föstudagur 3. apríl
María Sigrún
Hilmarsdóttir hélt til
Kambódíu í fyrra til þess
að gera heimildarmynd
um mansal á börnum.
Hún segist aldrei hafa
gert neitt jafn erfitt á
ævinni en sér ekki eftir
áskoruninni.
Viðtal: Indíana Ása Hreinsdóttir
Ljósmyndir: Anton Brink
Förðun: Elín Reynisdóttir
M
ér fannst ég strax
þurfa að leggja
mitt af mörkum
og vekja fólk til
meðvitundar um
hvað þarna er á seyði og fá fleiri til
að gera eitthvað í málunum,” segir
María Sigrún Hilmarsdóttir frétta-
maður en hún og Guðmundur
Bergkvist myndatökumaður gerðu
heimildarmyndina Börn til sölu,
sem verður sýnd í Sjónvarpinu á
þriðjudaginn. Fyrir tveimur árum
hafði Eiríkur Ingvarsson samband
við Maríu Sigrúnu en Eiríkur fer
fyrir á Íslandi samtökunum ADRA
sem eru hjálparsamtök aðventista
á heimsvísu. Eiríki leist það vel á
framgöngu Maríu Sigrúnar í frétt-
unum að hann vildi fá hana til
að gera mynd um mansal á börn-
um í Kambódíu. Myndin var fjár-
mögnuð með styrkjum og unnin
í sumar leyfinu og er lokaverkefni
Maríu Sigrúnar í mastersnámi.
„Ég vissi ekkert um aðventista
né hvað væri að gerast í Kamb-
ódíu en eftir einn fund með Ei-
ríki ákvað ég að kýla á þetta,“
segir María Sigrún og bætir við
að mansal sé skelfilegt vanda-
mál í Kambódíu þar sem tugþús-
undir ungra stúlkna séu seldar í
þrælkunarvinnu og kynlífsánauð
á ári hverju. María, Beggi og Eirík-
ur og hópur hjálparstarfsmanna
dvöldu í landinu í þrjár vikur síð-
asta sumar. María segist aldrei
hafa gert neitt jafn erfitt á ævi
sinni en hún sér ekki eftir að hafa
tekið verkefnið að sér. „Fátæktin
og eymdin þarna er átakanleg. Og
það versta er að margir hafa misst
vonina um betra líf. Mér tókst að
setja upp brynju yfir daginn en á
kvöldin, þegar ég var ein og var
að reyna að sofna og undirbúa
mig fyrir næsta dag, helltist yfir
mig allt sem ég hafði heyrt, séð
og skynjað yfir daginn. Og ég réði
ekkert við það. Ég varð að vera
yfirveguð á daginn á meðan ég
var að vinna og taka viðtölin. Ég
vildi komast til botns í þessu og
skilja af hverju mansal og vændi
á sér stað þarna. Og það var ekki
hægt að gera vælandi. En á kvöld-
in brutust tilfinningarnar út og
ég grét, gat ekki stöðvað tárin. Ég
held að flestir í hópnum hafi átt
erfitt eftir hvern einasta dag. Og
það er bara mannlegt.“
HEPPIN AÐ BÚA Á ÍSLANDI
María Sigrún kom heim reynsl-
unni ríkari og hún segir dvölina í
landinu hafa haft varanleg áhrif á
sig. „Þessi lífsreynsla breytti mér
fyrir lífstíð. Í dag veit ég enn betur
hversu heppin ég er að búa hér á
Íslandi og ég skammast mín fyrir
að hafa velt mér upp úr hinum og
þessum smáatriðum, sem skipta
engu máli,“ segir hún. Hún seg-
ist hafa átt erfitt með að einbeita
sér að nýjum verkefnum þegar
hún kom til Íslands aftur. Hér
heima hafi beðið hennar frétta-
gerð af síversnandi efnahags-
ástandi og bankahruni en hún
hafi verið með allan hugann hjá
börnunum í Kambódíu. „Eftir allt
það sem ég hafði upplifað fannst
mér þetta svo mikið smáatriði. Ég
fann að ég var öðruvísi. Eftir að
hafa dvalið með fólki sem á svona
bágt lærði ég að kippa mér ekki
upp við minnstu vandamál heldur
vera þakklát fyrir það sem ég hef,“
segir hún og viðurkennir að hún
myndi líklega líta öðrum augum á
þau vandamál sem Ísland stend-
ur frammi fyrir í dag ef ekki væri
fyrir þessa reynslu. „Ég hef öðlast
harðari skráp og hugsa meira um
stóru atriðin í lífinu eins og fjöl-
skylduna, þá sem mér þykir vænt
um og heilsuna. Ástandið hér er
slæmt, en það er ekkert miðað við
það sem fólkið í þriðja heiminum
er að fást við. Í Kambódíu draga
flestir fram lífið á einum dollara
á dag.“
Í myndinni kafar María Sigrún
ofan í sögu Kambódíu. Þjóðin er
enn í sárum eftir þjóðarmorðin
1975-79 þegar fjórðungur þjóðar-
innar var tekinn af lífi í skipu-
lögðum aftökum Pol Pot og Rauðu
Khmeranna. „Allt menntafólk
í landinu var drepið. Þeir sem
hreyfðu minnstu mótbárum
voru drepnir og börnin voru ekki
undanskilin. Smám saman er sam-
félagið að komast aftur á laggirn-
ar eftir þessar hörmungar en inn-
viðirnir eru í molum svo það ger-
ist hægt. Lítil börn eru send út að
vinna. Allir verða að vinna svo
fjölskyldan fái eitthvað að borða.
Heilbrigðis- og menntakerfið eru
í skötulíki. En tækifærin eru hins
vegar til staðar. Kambódía er frjó-
samt land og hefur allt til að ná
sér á strik aftur og túrisminn
er aðeins að byrja þarna,“ segir
María og bætir við að hún ætli
aftur til landsins um leið og tæki-
færi gefst til að starfa á endurhæf-
ingarstöð fyrir stelpur sem slopp-
ið hafa úr ánauð. Spurð hvað hún
telji að verði að gerast til að stöðva
mansalið segir hún mikil vægast
að fólkið skilji að það eigi betra líf
skilið. „Menningin og gildismat-
ið er allt öðruvísi en það sem við
eigum að venjast. Sú trú að þetta
líf sé undirbúningur fyrir það
næsta er rík í fórnarlömbunum.
Margar af stelpunum sem við
ræddum við trúa því að þær muni
hafa það betra í næsta lífi ef þær
þjást í þessu lífi. Það þarf rosa-
legt átak til að breyta þessum
hugsunar hætti. Það þarf að kenna
þeim muninn á réttu og röngu og
að lesa og skrifa. Stúlkurnar verða
að öðlast von um betra líf og skilja
að vændi og mansal eru mannrétt-
indabrot,“ segir hún og bætir við
að margar hjálparstofnanir séu að
vinna gott starf í landinu.
GÆTI HUGSAÐ SÉR AÐ
ÆTTLEIÐA
Þegar heim kom tók við vinna við
myndina hjá þeim Maríu, Begga
myndatökumanni og Gunnari
Óskarssyni hljóðhönnuði. Hugur
þeirra hefur því dvalið hjá börn-
unum þar sem þau hafa horft
aftur og aftur á viðtölin. „Stund-
um verð ég ónæm fyrir þessu en
reglulega skellur þetta á manni af
fullu afli. Ég tek þetta mjög nærri
mér. Mér fannst erfiðast að horfa
í stóru döpru augun á stelpunum
sem höfðu lifað sem kynlífsþrælar
og mæðurnar sem grétu börnin
sín,“ segir hún alvarleg og bætir
REYNSLAN BREYTTI MÉR FYRIR
Sæt Börnin í Kambódíu eru afar lagleg með stór og falleg augu. Munaðarlaus María Sigrún upplifði oft þá tilfinningu að vilja taka
Átakanlegt „Mér tókst að setja upp
brynju yfir daginn en á kvöldin, þegar
ég var ein og var að reyna að sofna
og búa mig undir næsta dag, helltist
yfir mig allt sem ég hafði heyrt, séð
og skynjað yfir daginn.“