Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 36
3. APRÍL 2009 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● blátt áfram
Hugmyndin að þessu verkefni
varð til þegar við systur sem sjálf-
ar höfum lent í kynferðislegu of-
beldi vorum að leita leiða til að
fræða fólk um hvaða afleiðing-
ar svona lífsreynsla getur haft
á börn. Okkur langaði líka til að
reyna að finna leið sem hugsan-
lega gæti komið í veg fyrir að
börn lentu í slíku ofbeldi. Það
sem okkur var efst í huga var að
nýta okkar erfiðu reynslu til góðs
og gera eitthvað sem gæti forðað
öðrum börnum frá því að lenda í
því sama.
Blátt áfram var stofnað í apríl
2004, þá sem verkefni hjá UMFÍ.
Svava Björnsdóttir flutti heim
frá Bandaríkjunum til að taka að
sér stjórn verkefnisins og gerði
það fyrstu tvö árin. Fyrsta árið
gaf Blátt áfram út 7 skrefa bæk-
linginn sem var sendur inn á öll
heimili á landinu. Efnið er feng-
ið frá grasrótarsamtökunum www.
darkness2light.org. Í kjölfarið fóru
fyrirspurnir að berast um meiri
fræðslu fyrir kennara og starfs-
fólk stofnana, unglinga og börn.
Árið 2006 tók Sigríður Björns-
dóttir við verkefnastjórn félags-
ins og var það gert að sjálfstæðum
félagasamtökum það ár. Á hverju
ári hafa samtökin farið með
fræðsluna vítt og breitt um landið
og svarað fyrirspurnum um
fræðslu og leiðir til að aðstoða
foreldra og aðra sem hafa áhyggj-
ur af börnum í sínu umhverfi. Í
lok árs 2008 hófst fimm ára átak
Blátt áfram sem kallast Verndar-
ar barna. Fræðsluefni fyrir full-
orðna sem bera ábyrgð á börnum.
Fræðsluefni Blátt áfram, ásamt
árlegri ráðstefnu, leikur lykil-
hlutverk í forvarnaverkefninu að
koma fræðslu til fullorðinna.
Við vonum að sá dagur komi að
allir taki höndum saman og beri
sameiginlega ábyrgð á börnum
þessa lands. Því viljum við hvetja
fólk til að gera eitthvað raunhæft
ef það grunar eitthvað og fyrsta
skrefið getur verið að skoða það
sem er að finna á síðunni okkar.
Það getur tekið á að skipta sér af
en við verðum að muna að ekkert
barn á að þurfa að ganga í gegn-
um svona hluti og ekkert barn á
heldur að þurfa að bera ábyrgðina
á svona verknaði fram á fullorð-
insár. Svava og Sigríður Björnsdætur
Apríl er alheimsforvarnamánuður gegn ofbeldi á börnum. Nú er
sjónum beint að fjölskyldunni og börnunum. Foreldrum er nauð-
synlegt að fá haldgóðar upplýsingar um árangursríkar aðferðir
til þess að fræða og vernda börnin sín.
Tímarnir eru svo sannarlega breyttir. Hætturnar leynast
þar sem við eigum síst von á þeim. Ekki grunaði okkur systurn-
ar, þegar við hófum þetta forvarnastarf, að fræðslan frá Blátt
áfram myndi hafa svona mikil áhrif. Það höfum við fengið að
upplifa í gegnum bréf, símtöl og frásagnir
foreldra, unglinga og jafnvel barna.
Við höfum frétt af því að börn hafa
opnað á erfiða reynslu þegar foreldrarnir
settust niður með þeim til þess að fræða
þau. Unglingar leita sér hjálpar þegar
Blátt áfram mætir í lífsleiknitíma. Hinir
fullorðnu sem koma og fá fræðslu til að
fræða börn og greina ofbeldi opna jafn-
vel á eigin reynslu sem aldrei hefur verið
sagt frá.
Við vitum aldrei hvenær við erum að bjarga lífi með því að
opna umræðuna um kynferðislegt ofbeldi. Rannsóknir sýna
að slíku ofbeldi er beitt hér á landi í miklum mæli. Samkvæmt
rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur verður ein af hverjum fimm stúlk-
um og einn af hverjum tíu drengjum fyrir kynferðislegu ofbeldi
fyrir átján ára aldur. Miðað við þær tölur verða 8.342 stúlkur og
4.361 drengir fyrir kynferðislegu ofbeldi í dag.
Hvar eru þessi börn? Eru þau í þínu bæjarfélagi? Eru þau í
þinni fjölskyldu? Við þurfum að koma í veg fyrir að fleiri börn
verði fyrir kynferðislegu ofbeldi og við gerum það með því að
fræða börnin okkar um líkama sinn, mörk og samskipti. Taktu
þátt í þessu mikilvæga átaki og vertu Verndari barna. Keyptu
bláa borðann og gakktu með hann í apríl.
Sigríður Björnsdóttir, formaður og annar stofnandi forvarnarverkefnisins Blátt áfram.
ÁVARP
Mikið hefur áunnist
Blátt áfram varð til árið 2004
en markmið samtakanna var
að hrinda af stað umræðu um
kynferðislegt ofbeldi.
Blátt áfram varð til á réttum tíma
– eins og máltækið segir þegar tím-
inn er réttur … þá gerast hlutirnir
hratt! Tíminn hefur liðið hratt frá
upphafi samtakanna 2004 þar til
núna fimm árum síðar 2009. Blátt
áfram varð til vegna samvinnu
og trausts á að aðrir sæju þörfina
eins og við systur sáum á sínum
tíma. Kynferðislegt ofbeldi á börn-
um var að gerast á hverjum degi í
okkar samfélagi en lítið var gert
til að fyrirbyggja ofbeldi. Um-
ræðan var nánast engin. Markviss
fræðsla var mjög lítil. En þörfin
var mikil. Við vissum ekki hverju
við vorum að koma af stað en
treystum að leiðin myndi sýna sig
um leið og við stigum sporin. Sú
varð raunin. Við fundum efni til að
koma af stað umræðunni sem ýtti
á þörf fyrir fræðslu. Það sem kom
okkur mest á óvart var hversu lítið
fólk vissi um fyrirbyggjandi leið-
ir og hversu alvarlegar afleiðingar
ofbeldið hefur í för með sér.
Rétta fólkið var á réttum stað
til að rétta hjálparhönd. Samfélag-
ið var tilbúið og opið fyrir því að
taka sameiginlega ábyrgð á vand-
anum. Frá upphafi hefur Blátt
áfram vandað sig sérstaklega. Við
vildum sýna fólki leiðir til að ræða
erfiðan málaflokk á uppbyggileg-
an og jákvæðan hátt. Við höfum
lagt okkur fram við að sýna þær
mörgu leiðir sem hægt er að fara
til að breyta og bæta samhliða því
að skoða staðreyndir vandans til
að skilja hvers eðlis hann er.
Hluti af okkar fræðslu felst í
því að gefa fullorðnum verkfæri
til að vera vakandi fyrir merkjum
um ofbeldi og hvernig best er að
ræða um heilbrigð samskipti við
börnin sín til að opna leiðir til að
börn geti leitað sér hjálpar ef út af
bregður. Við fáum mikið af fyrir-
spurnum um hvert ber að leita og
hvað er hægt að gera. Blátt áfram
hefur lagt sig fram við að hvetja
samfélagið til þess að treysta fag-
fólkinu, sem tekur við tilkynning-
um og býður upp á úrræðin fyrir
börnin. Við verðum að treysta
því að allir séu af vilja gerðir til
að leysa málin á sem farsælastan
hátt fyrir börnin. Einnig að fag-
fólkið hafi þekkingu og reynslu til
að geta sem best hjálpað barni sem
tilkynnir afbrot.
Síðustu mánuði hefur Blátt
áfram staðið frammi fyrir því að
tala við unglinga sem enginn seg-
ist geta náð til. Reglur um hvernig
best sé að ræða málin vegna laga-
kerfisins eða hugsanlegrar kæru
eru settar ofar því að hjálpa ein-
staklingnum við að takast á við
hvað gerst hefur og hvernig best er
að fá hjálp. Við vitum hvers vegna
reglur eru settar og lagt er upp
úr að þeim sé fylgt eftir, en þegar
fleiri dæmi sýna að mjög sjaldan
eru dómar felldir þar sem ákærði
er dæmdur sekur, sést að lögin og
reglurnar eru ekki til að hjálpa
barninu heldur til að tryggja ör-
yggi þeirra sem að málinu koma.
Þegar svona er staðan, Þá er kom-
inn tími til að endurskoða ferlið.
Okkur finnst það skipta meira
máli að barnið fái hjálp og það sem
fyrst, heldur en að það sé beðið
með að barnið fái þann stuðning
sem það þarf til að takast á við það
sem gerst hefur.
Svava Björnsdóttir, annar stofnenda Blátt áfram.
Hlutverk Blátt áfram
Sigríður Björnsdóttir
Þetta eru mínir einkastaðir er titill bókar eftir Diane Hansen
þar sem börnum er kennt að líkaminn sé þeirra einkaeign. Inger
Anna Aikman þýddi bókina en samtökin Blátt áfram gáfu hana
út í samvinnu við Hagkaup. Hafdís Erla Árnadóttir starfar sem
sjálfboðaliði hjá samtökunum Blátt áfram en hún hefur lesið
bókina með syni sínum.
„Þessi bók hefur kennt barninu mínu hverjir einkastaðir þess
eru. Þegar við lesum bókina og skoðum myndirnar segjum við
alltaf saman í lok hverrar síðu: „Þetta eru mínir einkastaðir.“
Strákurinn minn spurði mig af hverju við segðum þetta saman
og ég sagði honum að það væri til að festa okkur í minni að við
eigum þessa staði og enginn annar.“
Hafdís hóf að lesa bókina fyrir son sinn þegar hann var tæp-
lega fimm ára en segir foreldra eiga ekki að vera feimna við að
lesa bókina fyrir börn sín strax á fyrsta árinu. „Fólki finnst það
vera að fara of nærri börnunum með þessari umræðu, en í bókinni
er ekkert talað um hvað sé hægt að gera við börnin, heldur bara að
þau eigi sig sjálf. Textinn er í bundnu máli og börn hafa gaman af
vísum. Þegar orðaforðinn eykst og þau skilja betur þá þekkja þau
bókina og velja hana úr hillunni til að láta lesa með sér.“ - rat
Mínir einkastaðir
Bókin Þetta eru mínir einkastaðir, sem gefin er út af samtökunum Blátt áfram,
kennir börnum að þau eigi líkama sinn ein.
Bókin er myndskreytt af fjögurra ára dóttur höfundarins.
Útgefandi: Blátt áfram | Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigríður Björnsdóttir
| Netfang: blattafram@blattafram.is | Texti: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir,
Sólveig Gísladóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Vera Einarsdóttir
| Forsíða: Bernhard Kristinn www.bernhardphotographer.com
| Auglýsingar: Fréttablaðið/Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, sími: 512 5462.
Sameiginleg ábyrgð
Svava Björnsdóttir segir það hafa komið sér mest á óvart hversu lítið fólk vissi um
fyrirbyggjandi leiðir og hversu alvarlegar afleiðingar ofbeldið hefur í för með sér.