Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 39

Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 39
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 5blátt áfram ● fréttablaðið ● Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Foreldrar ættu að setjast niður með börnum sínum og segja þeim sögur af sér frá því að þeir voru unglingar. Allir fullorðnir hafa lent í að- stæðum sem voru ekki góðar; þeir hafa stolið úr búð, brotið rúðu og svo framvegis. Ef ekki, er hægt að búa til slíka sögu. Segðu ungl- ingunum þínum sögu af því að þú hafir lent í vandræðum og hvert þú leitaðir eftir hjálp. Hver hjálp- aði þér þegar þú þorðir jafnvel ekki að leita hjálpar hjá foreldr- um þínum. Þegar við segjum unglingunum okkar slíka sögu, þá komast þeir nær okkur og við niður af stallin- um sem börn setja foreldra sína oft upp á. Unglingarnir eru jafnvel þegar búnir að lenda í einhverj- um aðstæðum þar sem þeir gerðu það sem foreldarnir voru búnir að banna þeim að gera, rétt eins og við sjálf gerðum á þessu ævi- skeiði. En þeir gerðu það og geta síðan ekki sagt frá vegna þess að það var búið að banna þeim þetta og þeir vita að foreldarnir verða fyrir vonbrigðum eða jafnvel reiðir. Ef við erum búin að gefa börn- unum okkar leyfi og segja þeim að það sé oftast þannig að ungl- ingar lendi í einhverjum vand- ræðum er líklegra að þau leiti til okkar með vandann. Mikilvægt er að segja þeim að það sé aldrei þeim að kenna ef þau lenda í of- beldi og geta ekki sagt nei. Ungl- ingar gætu upplifað það síðar að þeir hefðu átt að geta stöðva það og átta sig oft ekki fyrr en þeir eru lentir í aðstæðunum. Hvern- ig þeir hefðu átt að bregðast við og sitja þá eftir með skömmina yfir því að hafa ekki getað stöðv- að það eða sagt nei. Að hafa lent í einhverju og ekki vitað hvert átti að snúa sér til að fá hjálp. Unglingar eru hugrakkir þegar þeir leita til fullorðinna og það er erfitt því þeir vilja ekki valda for- eldrum sínum vonbrigðum. Sigríður Björnsdóttir Rætt um bernskubrekin við börnin á heimilinu Foreldrar ættu að deila með börnum sínum reynslusögum frá unglingsárun- um. NORDICPHOTOS/GETTY Félagasamtökin Blátt áfram vinna að því að efla forvarnir gegn kyn- ferðislegu ofbeldi á börnum á Ís- landi. Barnahús tekur við þegar skaðinn er skeður ásamt því að sinna leiðbeiningarskyldu til al- mennings og barnaverndar- nefnda. „Það má segja að starfsemi Barnahúss sé fjórþætt. Við tökum könnunarviðtöl fyrir barnavernd- arnefndir þegar grunur leikur á kynferðismisnotkun og önnumst skýrslutökur fyrir dómstóla. Í Barnahúsi eru síðan framkvæmd- ar læknisskoðanir auk þess sem börn og unglingar sem sætt hafa kynferðisofbeldi hljóta meðferð, en það er veigamesti þáttur starfs- ins,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. „Við vinnum eingöngu eftir beiðnum frá barnaverndarnefndum og dómstólum en sinnum auk þess leiðbeiningarskyldu til almennings og barnaverndarnefnda. Ef fólk er í vafa eða ef einkenni koma í ljós veitum við upplýsingar og ráðgjöf og hafa starfsmenn Blátt áfram bent fólki á að hafa samband við okkur.“ Barnahús sinnir allri lands- byggðinni og segir Ólöf mikil- vægt að öll börn sem sæti kyn- ferðismisnotkun komi í Barnahús til að hljóta sérhæfða þjónustu og meðferð auk þess sem þannig sé hægt að hafa fylgjast með um- fangi kynferðisofbeldis. Börn og forráðamenn þeirra geta með til- vísun barnaverndarnefnda fengið alla þjónustu á einum stað þeim að kostnaðarlausu. Barnahús sinnir börnum frá þriggja og hálfs árs aldri, eða yngri ef ástæða er til, til átján ára. - ve Taka könnunarviðtöl og sinna meðferð Meðferð barna og unglinga sem sætt hafa kynferðisofbeldi er veigamesti þátturinn í starfi Barnahúss. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Annar í Páskum 13. apríl Páskadagur 12. apríl Laugardagur 11. apríl Föstud. langi 10. apríl Skírdagur 9. apríl ÁRBÆJARLAUG BREIÐHOLTSLAUG GRAFARVOGSLAUG KLÉBERGSLAUG LAUGARDALSLAUG SUNDHÖLLIN VESTURBÆJARLAUG kl. 10-18 kl. 10-18 kl. 08-20.30 kl. 10-18 kl. 10-18 kl. 10-18 Lokað kl. 08-20 Lokað kl. 10-18 kl. 10-18 Lokað kl. 08-20.30 Lokað kl. 10-18 Lokað Lokað kl. 11-15 Lokað kl. 11-17 kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 08-20 kl. 10-18 kl. 08-22 kl. 10-18 Lokað kl. 8-19 Lokað kl. 10-18 kl. 10-18 Lokað kl. 08-20 Lokað kl. 10-18

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.