Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 42

Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 42
Saga litla vaknar kát og glöð en fullorðna fólkið er flest áhyggju- fullt, annars hugar og upptekið í dagsins önn. Þetta er efni nýrrar barnabókar sem nefnist Saga um tilfinningar og er eftir Valgerði Ólafsdóttur þróunarsálfræðing. „Þetta er bók til að lesa fyrir barn en hún er með leiðbeiningum fyrir fullorðna sem vísa frá stelp- unni í sögunni að barninu. Skila- boðin til hinna fullorðnu eru þau að hlusta djúpt á það sem bærist innra með barninu hverju sinni. Tilfinn- ingar eru eðlilegur og sjálfsagð- ur hluti af manneskjunni á öllum aldri en okkur hinum eldri er tamt að skera á tilfinningar barna. Um leið erum við að taka eitthvað frá þeim,“ segir Valgerður. Að hennar sögn þarf fólk ekki að óttast að missa tökin á uppeld- inu þótt það beiti mjúkum aðferð- um. „Við eigum ekki að láta allt eftir börnum þó að við hlustum á þau. Þar verða að vera skýr mörk. Ef við erum með svangt barn í búð og það heimtar lakkrís þá segjum við við það: „Ég heyri að þig langar í lakkrís en þetta er ekki rétti tím- inn.“ Aðalatriðið er að hafa virð- inguna fyrir líðan barnsins að leiðarljósi.“ Valgerður segir okkur fullorðna fólkið þurfa að varast að dæma börn út frá okkur sjálfum. „Barna- barn mitt segir stundum: „Ég vil ekki vera hjá þér amma, ég vil vera hjá pabba.“ Mér dettur ekki í hug að móðgast. Bak við þessi orð er bara einföld og saklaus ósk lít- ils barns um að vera annars stað- ar en það er. Galdurinn er að leyfa því að hafa þá ósk því barn á rétt á öllum sínum tilfinningum.“ Valgerður er með námskeið í til- finningaleikni. Fólk getur farið inn á síðuna www.medvitaduppeldi.is til að fræðast betur um þau. - gun 3. APRÍL 2009 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● blátt áfram Valgerður vill örva umræður um tilfinningar barna og hefur gefið út bók sem er gott hjálpartæki til þess. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við sjáumst,“ kallaði Saga og vinkaði til konunnar sem veifaði á móti. Virðingin þarf að vera leiðarljósið HK er fyrsta íþróttafélag lands- ins sem skyldar sína þjálfara til að sækja námskeið um verndun barna hjá Blátt áfram og er í framhaldinu að útbúa siðareglur. Karl Sigurðsson er formaður blakdeildar HK. „Ástæða þess að ég fór á nám- skeið um verndun barna var sú að við fengum þjálfara sem beittu andlegu ofbeldi. Út frá því fórum við í samvinnu við Blátt áfram,“ segir Karl, sem alltaf er kallaður Kalli. „Í raun ættu allir sem eiga mikil samskipti við börn að fara á svona námskeið og ekki síst karl- menn því þeir eru oftar gerendur í ofbeldi en konur. Fyrir mann eins og mig, sem aldrei hefur kynnst slíku, var þetta alveg nýtt. Maður fer að horfa á umhverfið öðrum augum, því þessi ofbeldisheimur er ekki vel sýnilegur.“ Beðinn um að lýsa aðeins nám- skeiðinu svarar Kalli: „Fólk byrj- ar á að fá vinnubók til lestrar og verkefni til að ljúka áður en það mætir á námskeiðið sem stendur í þrjá tíma. Þar er horft á mynd- band og farið yfir spurningar sem vakna. Ekki segir Kalli námsefnið eingöngu snúast um kynferðislegt ofbeldi, þótt dæmin sem sýnd séu fjalli mest um það. „Ofbeldið á sér margar hliðar og sú andlega er ekki best,“ tekur hann fram. Kalli segir HK vera með blak- deild, handboltadeild, fótboltadeild, borðtennisdeild og körfuboltadeild. Það hafi, fyrst allra íþróttafélaga, skyldað þjálfara sína til að mæta á þetta námskeið, bæði til umhugs- unar fyrir þá sjálfa og til verndar börnum sem séu í þeirra umsjá. „Þjálfari er fyrirmynd barnanna og leiðtogi og þjálfunin snýst ekki bara um íþróttina því líkamanum fylgir alltaf sál,“ bendir Kalli á að lokum. - gun Þjálfarinn er leiðtogi og fyrirmynd barna „Það er hollt fyrir börn sem eiga á einhvern hátt erfitt líf heima að komast á æfingu hjá góðum þjálfara sem leiðbeinir þeim og hjálpar,“ segir Karl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Prentsmiðjan Oddi ehf Veisluturninn - veislusalir, fundir og ráðstefnur Mundu eitt, lesandi góður. Ekki halda að þú sért slæmt foreldri ef börnin leita ekki einmitt til þín eftir aðstoð ef þau lenda í vandræðum. Gott er að þau viti að það er alltaf gott að leita sér hjálpar hvar sem hana er að finna og þú átt jafnvel eftir að geta verið til staðar fyrir vini barna þinna. Eins og þú vonar að þeirra foreldrar verði fyrir þín börn. Þess vegna er einnig mikilvægt að opna umræðu um kynferðislegt ofbeldi við allar fjölskyldur í kringum börnin og saman getið þið skipst á skoðunum um hvernig best sé að bregðast við. Fyrir þau börn í umhverfi þínu sem ekki fá stuðn- ing og fræðslu heima hjá sér þarft þú, kæri lesandi, ef til vill að vera aðilinn sem fræðir barnið. Ef það er yngra barn, gætir þú til dæmis lesið fyrir það barnabókina Mínir einkastaðir, næst þegar það kemur í heimsókn. Barnið fær þá tækifæri til að átta sig á, ef eitthvað skildi vera að brjótast um í kollinum á því, að þetta er ekki eitthvað sem er í lagi. Þá segir það þér jafnvel þarna frá eða seinna. Ef foreldrar barnsins bregðast illa við, þá varst þú bara að fræða barnið þitt, og barnið þeirra var í heimsókn! Aldrei halda að þú sért að gera eitthvað slæmt eða illt með fræðslu fyrir börnin á heimilinu. Oftast fá börn þessa fræðslu of seint frekar en of snemma. Sigríður Björnsdóttir Fræðslan er alltaf til góða Mikilvægt er að opna umræðu um kynferðislegt ofbeldi fyrir allar fjölskyldur. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.