Fréttablaðið - 03.04.2009, Page 46

Fréttablaðið - 03.04.2009, Page 46
 3. APRÍL 2009 FÖSTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● blátt áfram H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 2 0 3 - A c ta v is 8 0 6 0 3 1 Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004. Höfuð, herðar… Anna Margrét Sigurðardóttir (Anton & Bergur) hefur unnið að gerð auglýsinga- herferða á vegum við Blátt áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auglýsingaherferðir Blátt áfram hafa verið fimm. Árlega höfum við með því að hafa umfjöllun og svokallaðar herferðir í fjölmiðl- um verið að opna þessa erfiðu um- ræðu sem kynferðislegt ofbeldi á börnum er. Sú fyrsta var um 7 skrefa bæk- linginn, leiðarvísi fyrir ábyrgt, fullorðið fólk og hvernig það gæti nýtt sér efnið til að fræðast um of- beldi. Næstu herferðir tvær voru gerðar af Önnu Margréti Sigurðar- dóttur (Anton & Bergur) og Bjarn- eyju R. Hinriksdóttur; sú fyrri árið 2006 þar sem börn voru höfð fyrirmyndir annarra barna til að undirstrika að þau þekki muninn á réttri og rangri hegðun og þori að ræða opinskátt um mörk og lík- ama sinn. Árið 2007 kom auglýs- ingin Um fjölskylduna sem sýnir að oftast er gerandinn innan fjöl- skyldunnar og einhver sem barnið treystir. Árið 2008 fór auglýsinga- herferðin Verndarar barna af stað. Þar var unnið með tölur út frá ís- lenskri rannsókn á hve almennt kynferðislegt ofbeldi er á Íslandi. Sú síðasta í þessu tölublaði byggist á þremur kjörorðum ætl- uðum fullorðnum: Vera vakandi, sýna ábyrgð og veita öryggi. Með fræðslu Blátt áfram færðu þessi verkfæri í hendurnar. Verkfæri sem nýtast vel Sjö skref til að koma í veg fyrir, greina og bregðast við kynferðis- legri misnotkun á börnum á ábyrgan hátt 1. skref Gerðu þér grein fyrir staðreyndunum og áhættuþáttunum. Staðreyndir – ekki traust – eiga að hafa áhrif á ákvarðanir þínar varðandi barnið þitt. 2. skref Fækkaðu tækifærunum. Ef þú kemur í veg fyrir eða fækkar þeim kringumstæðum þar sem barn er eitt með einum fullorðnum dregur þú verulega úr hættunni á að barn þitt verði fyrir kynferðislegri misnotkun. 3. skref Talaðu um það. Börn halda oft misnotkuninni leyndri – en hægt er að fá þau til að rjúfa þögnina með því að tala opinskátt um þessi málefni. 4. skref Vertu vakandi. Ekki búast við að merkin séu augljós hjá barni sem sætir kynferðislegri misnotkun. Merkin eru oft til staðar en þú þarft að koma auga á þau. 5. skref Búðu þér til áætlun. Kynntu þér hvert þú átt að leita, í hvern þú átt að hringja og hvernig þú átt að bregðast við. 6. skref Fylgdu grunsemdum eftir. Framtíðarvelferð barns er í húfi. 7. skref Gerðu eitthvað í málinu. Leggðu þitt af mörkum með því að bjóða fram krafta þína og veita þeim félögum fjárhagslegan stuðning sem berjast gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. darkness2light.org Skrefin sjö Ekki búast við að merkin séu augljós hjá barni sem sætir kynferðislegri misnotk- un. NORDICPHOTOS/GETTY Blátt áfram er regulega með sjón- varpsþætti á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Hver þáttur er þrjátíu mín- útna langur og byggir á þeirri fræðslu sem Blátt áfram hefur staðið fyrir. Allar nánari upplýsingar um þættina má finna á vefsíðunni www.inntv.is, en þar gefst einnig kostur að horfa á þætti sem þegar hafa verið sýndir á sjónvarpsstöð- inni. Umsjónarmaður þáttanna er Sigríður Björnsdóttir, annar stofn- enda samtakanna Blátt áfram. Þættir um gott málefni á ÍNN Hægt er að afla sér góðra upplýsinga með því að horfa á þættina á ÍNN.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.