Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2009, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 03.04.2009, Qupperneq 50
10 föstudagur 3. apríl tíðin ✽ Með sviðsskrekk SÆDÝRASAFNIÐ Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Sædýrasafnið í Kassanum í kvöld. Verkið var sérstaklega samið fyrir leikhúsið af franska rithöfundinum Marie Darri- eussecq og fjallar um tvær fjölskyldur sem neyðast til að dvelja saman við undarlegar aðstæður á sædýrasafni í óskilgreindu landi. Ekki missa af áhrifamiklu leikriti. NOKIA ON ICE tónlistarhátíðin verður haldin í annað sinn í kvöld í Listasafni Reykjavíkur og á Sódómu Reykja- vík. Þekktustu hljómsveitir landsins og björtustu vonirnar koma fram á hátíðinni, en þar á meðal eru Bang Gang, Dr. Spock, Jeff Who? Mammút og Sudden Weather Change. EKki missa af glæsilegri tónlistarveislu. É g sleppi því að leikstýra henni heima. Það er kannski meira að hún stýri mér þar,“ segir Friðrik Friðrikson bros- andi, spurður hvernig samstarf hans og Álfrúnar Helgu Örn- ólfsdóttur kærustu hans gangi í sýningunni Húmanimal. Frið- rik leikstýrir ásamt Friðgeiri Einarssyni, en Álfrún er í hópi leikara og dansara sem fram koma í verkinu sem verður frum- sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu á morgun. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við vinnum saman því við höfum leikstýrt hópnum Jelenu og í FB. Svo höfum við líka leikið saman nokkrum sinnum, í Eldað með Elvis, Fame og Bakk- ynjum,“ útskýrir Álfrún og segir samstarfið ganga vel. „Það er mjög gott að vinna með Frikka því hann er bæði ákveðinn og góður að díla við fólk. Þetta var frekar óvenjulegt ferli með Húm- animal því við unnum sýninguna saman sem hópur frá grunni og rannsökuðum dýrið í mannin- um, kyneðli hans, hvernig við veljum okkur maka og samskipt- in við lífsförunautinn. Frikki var fyrst með í sýningunni, en steig svo út úr henni á lokastigi til að geta haft yfirsýn. Við komumst að því að það þarf að hafa ein- ræðisherra þegar maður ætlar að fínpússa hlutina, fullkomið lýð- ræði gengur ekki upp,“ bætir hún við og brosir. Spurð um frekara samstarf segjast þau bæði vona að fram- hald verði þar á. „Frikki ætlar að taka sér sumarfrí en ég er að fara að leika Pattý í Grease. Hún er óþolandi klappstýra sem er formaður skólanefndarinnar svo það verður rosastuð í sumar,“ segir Álfrún. - ag Áfrún Helga Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson leikarar: Leikstýrir kærustunni Gott samstarf Húmanimal verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu á morgun, en sýningafjöldi verður takmarkaður svo það borgar sig að kaupa miða í tæka tíð. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI SÖLVI TRYGGVASON Fjölmiðlamaður HP-FARTÖLVA Hefur reynst mér vel, þó að ég sé hægt og bítandi að tapa barátt- unni við almannatengslamaskínu Apple. GRÁTEINÓTT JAKKAFÖT ÚR MOODS OF NORWAY. Ég tók strax ástfóstri við þessi föt, sem mér finnst skemmtilega öðruvísi. SHAKESPEARE- SAFNIÐ Í HEILD SINNI Í EINNI BÓK. HNATTLÍKAN. Ég elska að ferðast og finnst gaman að skoða mögulega áfangastaði. Ekki veitir af að fara með hugann burt þó að líkaminn sitji fastur. ÁLETRAÐIR ERMAHNAPPAR og bindis- næla sem ég fékk í afmælisgjöf frá kær- ustunni minni. Ég reyni að flagga þessu þegar ég vil vera virkilega fínn. JAPANSKUR TEKETILL sem ég keypti í Kyoto í Japan fyrir ári síðan. Ég heillað- ist af japanskri menningu og reyni að fara þangað í huganum með því að hella upp á grænt te endrum og sinnum. IPOD NANO TOPP 10 MORANDE SPECIAL EDITION RAUÐVÍN HUGO BOSS SKÓR ÚR FRÁ MICHAEL KORS „Ég er svolítið hrifnæm og verð því auðveldlega fyrir áhrif- um til dæmis ef ég sé eitthvað einstakt í fólki, horfi á góða bíómynd eða fer í leikhús. En tónlistin er líklegast einn sterkasti áhrifavaldurinn í mínu lífi. Ef ég á að nefna fólk þá kemur upp í huga mér rektor Háskólans í Reykjavík, Svafa Grönfeldt. Hún er svakalegur töffari og kallar ekki allt ömmu sína. Hún hélt áhrifamikla ræðu við útskriftina mína síðasta vor er ég útskrifaðist sem lögfræðingur og sú ræða hefur setið í mér síðan. Kraftmikil kona á ferð og telur manni trú um að allt sé hægt, hafi maður næga trú á sjálfum sér. Mér verður líka oft hugsað til Freyju „fitness-drottning- ar“ vinkonu minnar, hún er fullkomið dæmi um að stund- um verður maður að taka áhættu í lífinu og láta sig vaða í hluti sem virðast stundum fjarlæg- ir og óraunverulegir. Ég er nefnilega mikið skipulags- frík og á stundum erfitt með að láta hjartað ráða, en þá hugsa ég til hennar.“ SVAVA GRÖNFELDT Matthildur Magnúsdóttir, lögfræðingur og þula ÁHRIFA- valdurinn TILVERAN getur verið streitulaus... ÖRYGGI ÁN MÁNAÐARGJALDA www.sm.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT MEÐAL MÖGULEIKA: REYKSKYNJARI VATNSSKYNJARI HITASKYNJARI GASSKYNJARI ÖRYGGISHNAPPUR MEÐ ÍSLENSKU TALI OG TEXTA ÁTTU SUMARBÚSTAÐ? BJÓÐUM UPP Á VÖNDUÐ GSM ÖRYGGISKERFI SEM HENTA VEL ÞAR SEM EKKI ER SÍMALÍNA, T.D. Í SUMARBÚSTÖÐUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.