Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 64

Fréttablaðið - 03.04.2009, Síða 64
32 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Annað kvöld verður frum- sýnd leik- og danssýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu sem Álfrún Helga Örnólfs- dóttir og Friðrik Friðriks- son standa fyrir. Sýninguna kalla þau Húmanimal. Verkefnið hlaut styrk frá leiklistar- ráði og er nú komið á svið fyrir sameiginlegt átak. Er maðurinn skepna? Í Húman- imal er á ögrandi hátt tekist á við dýrskraftinn innra með mannin- um og leyndardómar kyneðlisins rannsakaðir. Húmanimal er sýn- ing sem er að springa úr dýrsleg- um frumkrafti, kynlífi og bælingu. Svo segir í kynningartexta verks- ins sem gefur aðeins til kynna á hvaða slóðir hópurinn hefur leitað við efnisleit. Ég og vinir mínir kallar hópurinn sig sem stendur að sýningunni. Í honum eru leikarar, dansarar, tón- listarmaður og hönnuður. Í rann- sóknum sínum á hvötum mannsins, samböndum og ástinni hafa þau komist að kynlegum niðurstöðum um manndýrið, líkamann og ekki síst föt. Leikendur eru þau Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Dóra Jóhanns- dóttir, Friðgeir Einarsson, Jörund- ur Ragnarsson, Margrét Bjarna- dóttir og Saga Sigurðardóttir. Tónlist er í höndum Gísla Gald- urs Þorgeirssonar en leikmynd og búninga sér Rósa Hrund Kristjáns- dóttir um. Umsjón með sviðshreyf- ingum annast Margrét Bjarna- dóttir og Saga Sigurðardóttir, en leikstjórar verkefnisins eru þeir Friðrik Friðriksson og Friðgeir Einarsson. Húmanimal mun deila sviðinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu fram eftir vori með Dubbeldusch. pbb@frettabladid.is Mannskepnan og klæðin LEIKLIST Hópurinn á sviði í Húmanimal. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Áhugamenn um viðgang ljóðsins efna til hátíðar- halda á Akureyri nú um helgina þar sem ljóðið verður í fyrirrúmi. Hátíðina kalla þeir Litlu ljóða- hátíðina og er stefnt að því að hún verði árlegur viðburður nyrðra. Hún fer fram í húsnæði Populus Tremula í Gilinu. Á Litlu ljóðahátíðinni er ljóðið í fyrirrúmi og lagt upp með að bjóða í hvert sinn upp á fjölbreytt efni. Á dagskránni verða tvö ljóðakvöld. Á hátíðinni lesa nokkur af fremstu ljóðskáldum samtímans upp úr verkum sínum. Að auki verður boðið upp á fyrir- lestra um ljóðlist laugardaginn 4. apríl. Markmiðið er að gefa heilsteypta mynd af íslenskri ljóðlist ár hvert, og bjóða upp á spennandi viðburði fyrir unnendur ljóðsins. Markmiðið með hátíðinni er að festa í sessi árlegan bókmenntavið- burð á Norðurlandi, utan hefðbundins kynningar- tíma bókmenntanna. Að auki er það markmið með hátíðinni að bjóða upp á sérstaka menningartengda dagskrá yfir vetrarmánuðina á Akureyri. Það eru þeir Gunnar Már Gunnarsson, Atli Hafþórsson og Hjálmar Stefán Brynjólfsson sem standa fyrir hátíðinni, en þeir eru allir áhugamenn um ljóðlist og menningarstarf á Akureyri. Á Litlu ljóðahátíðinni verður lögð áhersla á að kynna ljóðskáld úr öllum aldurshópum, af helstu skáldakynslóðum til að gefa þverskurð af ljóðlist á Íslandi síðustu áratugi. Sérstök áhersla er lögð á að fá ljóðskáld af öllu landinu á hátíðina, en ekki ein- göngu rithöfunda af norðausturhorninu. Í kvöld kl. 21 flytur Eiríkur Örn Norðdahl vídeó- ljóðagjörning, og þau Ingunn Snædal, Jón Laxdal og Þórarinn Eldjárn flytja ljóð sín. Á morgun kl. 14 verður málþing um ljóðlist í Pop- ulus Tremula: Kristján Kristjánsson útgefandi ræðir um útgáfa ljóða á 21. öldinni og Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur flytur erindið Ljóðlist 2.0- 2.1 (frá upphafningu til upphafs and back again). Annað kvöld kl. 21 safnast menn aftur saman í Populus Tremula og þá flytja ljóð sín þeir Aðal- steinn Svanur Sigfússon, Gyrðir Elíasson, Magnús Sigurðsson og Þorsteinn frá Hamri. Ókeypis er á alla viðburðina og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. pbb@frettabladid.is Litla ljóðahátíðin á Akureyri BÓKMENNTIR Ingunn Snædal les ljóð sín í kvöld. BÓKMENNTIR Þorsteinn frá Hamri kemur fram á morgun og les ljóð sín. Neðan úr kössunum standa tveir grannir fætur og höfuð. Lára Stefánsdóttir, dansari og danshöfundur, er að vinna að verki ásamt ungum dönsurum sem lítur ekki dagsins ljós fyrr en í sumar. Þá verður verkið lagt saman við verk frá fimm öðrum Norður- löndum á fertug- ustu listdanshátíð- inni í Kupio, sem er virtasta og stærsta danshátíð á Norður- löndum. Hlutur Láru og krakkanna er partur af svokölluðu Keðju- verkefni. Keðja er verk- efni sem ætlað er að styrkja stöðu dans- ins gagnvart öðrum listgreinum og þátt- um menningarlífs- ins í Norður-Evrópu (Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Lithá- en). Að baki þessum markmiðum liggur sú von að í gegnum Keðju verði til sterkt tengslanet sem verði gert kleift að vaxa og dafna og ná til fleiri landa í Norður-Evrópu. Verkefnið Keðja hófst í nóvember 2007 og því lýkur í desember 2010. Það nýtur stuðnings Evrópusambandsins og norrænna sjóða og er stærsta verkefni sinnar tegundar í dansheiminum á þessu svæði. Sex stórir viðburðir munu verða haldnir í fimm borgum Norður- landa auk Vilníus á þrem árum. Hver viðburður hefur sitt eigið tema og í öllum tilvikum er markmiðið að styrkja stöðu dans- ins gagnvart öðrum listgreinum eða þáttum menningarlífsins í Norður-Evrópu. Til að líta til með Láru kom hingað í vikunni yfirhöfundur verksins, Isto Turpeinen. Hann hefur ferðast á milli Norðurland- anna og unnið með hverjum hópi og endaði hér. Krakkarnir héðan slást í hóp nær fimmtíu ungra dansara í sumar. Dagskráin á hátíðinni er gríðarlega metnaðarfull: þang- að koma mörg stór nöfn sem spanna danssöguna síðustu fjörutíu ár. Meðal þeirra má nefna Íslandsvinina Mats Ek sem ól hluta af æsku sinni hér og Jirí Kylián frá Nederlands Dans Theatre. Verkið sem slegið verður saman úr atriðum frá löndunum sex kallast Corridor. Og það er ekki það eina sem dansararnir ungu munu njóta: í tengslum við sýningar Keðjunnar verður málþing þar sem 150 atvinnumenn víða að úr heiminum koma saman og deila ráðum sínum og reynslu í dansmenningu fyrir unga lista- menn. pbb@frettabladid.is Keðjan er lifandi LISTDANS Stelpurnar úr Listdansskólanum læfa verk sitt og Láru fyrir förina til Finnlands í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN kl. 20 Þriðja þverfaglega stefnumótið á Opið – til eru hræ, sem haldin er í Kling og bang á Hverfisgötu, verður í kvöld. Sýningin er vinnuaðsetur þeirra Evu Signýjar Berger, Katrínar I. Jónsdóttur, Rakelar McMahon og Unu Bjarkar Sigurðardóttur. Markmiðið er að opna vettvang fyrir skapandi einstaklinga svo þeir fái tæki- færi til að deila verkum sínum með öðrum. Þátttaka er öllum opin, bara að mæta með verkin sín á DVD- disk, því áherslan er á á vídeólistamenn. Vídeóið byrjar að rúlla kl. 20 og er aðgangur ókeypis.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.