Fréttablaðið - 03.04.2009, Side 72
40 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir fengu
algjöra draumabyrjun með Djurgården í fyrrakvöld þegar liðið sigraði
Stattena, 7-0, í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.
„Þetta er þvílíkt gott að byrja svona vel, sérstaklega þar sem
þetta lið tapaði fyrsta leik í fyrra. Þetta var mikilvægur sigur
fyrir sjálfstraustið. Þessi deild er þannig að þú getur unnið alla
og líka tapað fyrir öllum. Þú verður bara að eiga góðan leik því
það er ekkert lið sem getur ekki spilað fótbolta í þessari deild,”
segir Guðbjörg.
„Það var alveg eitthvað að gera hjá mér en ég geri ráð
fyrir því að það verði meira að gera hjá mér í næstu
leikjum,“ segir Guðbjörg og bætir við. „Það er gaman
fyrir markmann að spila í þessari deild því þetta er
eins og í ensku deildinni þegar það er alltaf mikið að
gera hjá öllum markmönnum,“ segir Guðbjörg en hún
og liðið ætlar sér að gera góða hluti á tímabilinu.
„Okkur var spáð fimmta sætinu en það gæti verið af
því að okkur gekk ekkert svakalega vel í æfingaleikj-
unum fyrir mót. Við ætlum að sjálfsögðu að vera
í toppbaráttunni,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg og Guðrún Sóley eru
þegar komnar með viðurnefni innan liðsins. „Við erum kallaðar GG-
in innan liðsins því þjálfarinn skrifar alltaf skammstafanir leikmanna
upp á töflu og upphafsstafir okkar eru eins,“ segir Guðbjörg í
léttum tón.
„Við erum loksins farnar að halda hreinu og Gunna hefur
hjálpað mikið til við það. Ég held að við séum báðar að fara vera
90 mínútna manneskjur í sumar,“ segir Guðbjörg. „Þjálfarinn er
að vísu búinn að hliðra aðeins til fyrir Gunnu því það er brjál-
uð samkeppni í vörninni en ég hef fulla trú á því að hún
sé búin að festa sig í sessi í vörninni,“ segir Guðbjörg
sem kann vel við lífið í Svíþjóð
„Sænskan er öll að koma og maður er farinn að
babla eitthvað. Þær eru alltaf að kenna mér eitthvað
og svo reyni ég að kenna Gunnu það,“ segir Guð-
björg sem segist líka þurfa að komast inn í móralinn
þarna. „Þeir eru ofurstundvísir. Ég hélt að ég væri
alveg stundvís miðað við Íslendinga en ég er það
ekki miðað við Svía,“ segir Guðbjörg létt að vanda.
GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR: GG-IN BYRJA VEL MEÐ DJURGÅRDEN Í SÆNSKU KVENNADEILDINNI
Ætla að vera 90 mínútna manneskja í sumar
FÓTBOLTI „Okkur gekk vel án
ykkar,“ voru skilaboð skosku dag-
blaðanna til þeirra Barry Fergu-
son og Allans McGregor. Þeir voru
settir á bekkinn eftir að hafa brot-
ið agareglur skoska landsliðsins
aðfaranótt sunnudags þegar þeir
sátu lengi við drykkju. Landsliðs-
þjálfarinn George Burley hefur
fyrirgefið þeim en greinilegt er
að það hefur skoska þjóðin ekki
gert.
Þegar nöfn þeirra Fergusons
og McGregors voru lesin upp af
vallar þuli Hampden Park skömmu
fyrir leik í gær var púað mikið á
þá. Þeir svöruðu með því að mynda
V-merki með fingrunum sínum og
snúa lófanum að sér þegar ljós-
myndarar tóku myndir af þeim
er þeir settust á varamannabekk-
inn. Það jafngildir því að sýna ein-
hverjum upprétta löngutöng.
„Up yours, Scotland,“ sagði The
Scottish Sun í túlkun sinni á atvik-
inu í gær. Blaðið gengur svo skref-
inu lengra og gaf út sérstakt átta
síðna aukablað aðeins um hlut
Barry Ferguson.
Dálkahöfundar í skosku press-
unni eru langflestir sammála um
að skaðinn liggi fyrst og fremst í
ímynd skoska landsliðsins. Undan-
farna mánuði og ár hefur hún hlot-
ið æ meiri skaða enda var leikur-
inn í fyrrakvöld fyrsti sigur skoska
landsliðsins á Hampden Park undir
stjórn George Burley og sá fyrsti
síðan 2007.
Hann er nú búinn að stýra lið-
inu í ellefu leikjum og vinna tvo
– báða gegn Íslandi. Hann tók
ákvörðun um að reka tvímenning-
ana úr landsliðshópnum en leyfði
þeim svo að sitja á bekknum eftir
að þeir báðust fyrirgefningar.
„Málinu er lokið af minni hálfu.
Við snúum okkur nú að öðru. Þeir
fá nú hreinan skjöld og það mikil-
vægasta er að halda leikmanna-
hópnum saman. Við hlökkum til
leiksins í Ósló,“ sagði Burley. Hann
sagði einnig að Ferguson kæmi
áfram til greina í landsliðið. „Það
eru engin vandamál með Barry
núna. Ég sé enga ástæðu fyrir því
að hann geti ekki spilað með lands-
liðinu í framtíðinni og gegnt einnig
fyrirliðastöðunni.“
Þótt skoska pressan sé á þeirri
skoðun að það hafi verið fyllilega
rétt ákvörðun að taka þá Ferguson
og McGregor úr byrjunarliðinu
benda margir á að þetta atvik gefi
til kynna að Burley hafi ekki tekist
að viðhalda nægilega miklum aga
í leikmannahópnum. Margir vilja
meina að hann hefði aldrei átt að
taka Ferguson og McGregor aftur
inn í hópinn.
Þessir tveir sigrar á Íslandi og
markalaust jafntefli við Noreg á
heimavelli hefur sett Skota í lykil-
stöðu í riðlinum. Þeir voru duglegir
að hampa markahetjunum sínum í
gær, þeim Ross McCormack og Ste-
ven Fletcher en báðir eru þeir ungir
og lítt reyndir landsliðsmenn.
Þeim Craig Gordon markverði
og Alan Hutton, varnarmanni
Tottenham, var einnig hælt á
hvert reipi. Það jákvæða við hegð-
un þeirra Ferguson og McGregor,
segir í skosku dagblöðunum, er að
þeir ungu og óreyndu leikmenn
sem var falið það hlutverk að fylla
í skarð landsliðsfyrirliðans stóð-
ust fyllilega undir þeim vænting-
um sem hægt var að gera til þeirra
og rúmlega það.
Drykkjufélagarnir í ónáð hjá Skotum
Þó svo að Skotland hafi unnið 2-1 sigur á Íslandi í fyrrakvöld er umfjöllun um mál þeirra Barry Ferguson
og Allans McGregor ekki minni en um sigurinn mikilvæga. Landsliðsþjálfari Skotlands, George Burley, er
búinn að fyrirgefa leikmönnunum en slíkt hið sama verður ekki sagt um skosku þjóðina.
Í ÓNÁÐ Ein skærasta knattspyrnustjarna Skota, Barry Ferguson (6), hefur heldur betur fallið í áliti hjá löndum sínum eftir að hann
datt í það eftir leikinn gegn Hollandi um síðustu helgi. Var baulað á hann á Hampden á miðvikudag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Götublaðið The Scottish
Sun greindi frá því í gær að sjö
leikmenn hefðu verið á fylleríi eftir
leik Skotlands og Hollands á laug-
ardaginn – ekki bara þeir Barry
Ferguson og Allan McGregor.
George Burley landsliðsþjálfari
rak fyrst tvímenningana úr lands-
liðshópnum fyrir að brjóta agaregl-
ur en hætti við eftir að þeir báð-
ust afsökunar. Samkvæmt frétt
The Sun gerðist það fyrst eftir að
fimm aðrir leikmenn viðurkenndu
að þeir hefðu líka verið að drekka.
Þeim fannst það ekki sanngjarnt
að aðeins hinir tveir yrðu að taka
á sig sökina.
Hinir fimm voru Scott Brown,
Alan Hutton, Steven Fletcher,
Steven Whittaker og Gary Teale.
Þeir þrír fyrstnefndu voru í byrjun-
arliðinu og sá síðastnefndi kom inn
á sem varamaður. Fletcher skoraði
sigurmark Skota í leiknum.
- esá
Ekki bara Ferguson og McGregor í glasi:
Sjö leikmenn á fylleríi
ÞYRSTUR Scott Brown var meðal þeirra
leikmanna skoska landsliðsins sem
drekktu sorgum sínum í Hollandi.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Ross McCormack var
maður leiksins að mati skosku
fjölmiðlanna sem gáfu leikmönn-
um skoska liðsins einkunnir fyrir
frammistöðu sína gegn Íslandi í
fyrrakvöld.
Minnst sjö dagblöð gáfu leik-
mönnum einkunnir. McCorm-
ack fékk átta í einkunn hjá öllum
þeirra.
Þrjú þeirra gáfu Craig Gordon
einnig átta, þrjú gerðu eins með
Craig Gordon og Darren Fletcher
fékk átta í einkunn hjá einu
þeirra.
Aðrir leikmenn fengu ekki jafn
háa einkunn hjá skosku blaða-
mönnunum, ekki heldur Fletcher
sem skoraði sigurmark leiksins.
- esá
Skoskir fjölmiðlar um frammistöðu leikmanna:
McCormack þótti bestur
SKOTLAND-ÍSLAND
EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON
skrifar frá Glasgow
eirikur@frettabladid.is
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
ka
2
0
0
8
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI Á STIGAGANGINN
FÓTBOLTI Fyrsti leikur sænska
liðsins Linköping í sænsku deild-
inni fór fram í gærkvöldi. Þá sótti
Linköping lið Sunnana heim og
vann góðan 3-0 sigur.
Margrét Lára hóf leikinn á
bekknum en spilaði síðustu 13
mínútur leiksins. Hún náði ekki
að skora að þessu sinni. - hbg
Sænski kvennaboltinn:
Lið Margrétar
Láru vann
MARGRÉT LÁRA Lék fyrsta leik sinn í
sænska boltanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
> Embla samdi við Val
Knattspyrnukonan Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur
ákveðið að söðla um og ganga í raðir
Vals frá KR. Embla sagði í samtali við
Vísi á dögunum að hún fengi ekki þá
samkeppni á æfingum hjá KR sem
hún leitaði eftir. Hún ætlaði sér stóra
hluti á árinu og stefndi á landslið-
ið í sumar. Þess vegna hefði hún
ákveðið að fara í annað félag.
Embla hefur leikið með KR í ellefu
ár og spilað rúmlega 240 leiki fyrir
félagið. Hún er fjórði leikjahæsti KR-
ingurinn frá upphafi, að því er segir á
heimasíðu félagsins.
KÖRFUBOLTI Teitur Örlygsson
framlengdi í gær samning sinn
við Stjörnuna um tvö ár. Teitur
náði frábærum árangri með
Stjörnuna í vetur sem meðal ann-
ars vann bikarkeppnina.
„Hérna líður mér mjög vel. Það
er svo gott fólk í kringum þetta
lið að mér fannst ekki spurning
um að halda áfram,“ sagði Teitur.
„Það verður mikil áskorun að
toppa þennan vetur. Við ætlum að
reyna að mæta tilbúnir til leiks
næsta haust og erum að horfa í
kringum okkur eftir fleiri leik-
mönnum.“
Stjarnan mun missa leikstjórn-
andann Ólaf Sigurðsson í sumar
en hann er að flytja út. Teitur
segir alla leikmenn sem vilji taka
þátt í gleðinni vera velkomna í
Garðabæinn.
„Staðan er þannig í þjóðfélag-
inu að það eru ekki miklir pen-
ingar til svo við eigum eftir að sjá
hvernig þetta verður með leik-
mannamálin,“ sagði Teitur, sem
segist vera mikið betri þjálfari
núna en þegar hann var að þjálfa
Njarðvík. „Það var góð reynsla.
Öll mín einbeiting er öðruvísi
núna og allt skýrara.“ - bb
Teitur áfram með Stjörnuna:
Líður vel í
Stjörnunni
TEITUR ÖRLYGSSON Spenntur fyrir fram-
haldinu í Garðabænum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL