Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2009, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 03.04.2009, Qupperneq 74
42 3. apríl 2009 FÖSTUDAGUR FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Tvær af fremstu frjálsíþróttakonum landsins, Ásdís Hjálmsdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir, eiga það sam- eiginlegt að blómstra undir leið- sögn Stefáns Jóhannssonar hjá Ármanni. Stefán hefur fjögurra áratuga reynslu í faginu og eru stelpurnar því í góðum höndum. Þær Ásdís og Helga Margrét eru báðar búnar að setja Íslandsmet í sínum greinum, spjótkasti og sjö- þraut, og fram undan er spennandi sumar þar sem þær ættu að geta gert enn betur gangi allt upp. „Þær eru báðar með höfuðið í lagi til þess að ná langt. Ég hef mikla reynslu í því hvort höfuðið hjá íþróttamönnum sé í lagi eða ekki,“ segir Stefán um þær Ásdísi og Helgu. Kemur mjög vel saman „Þeim kemur mjög vel saman. Þær lyfta saman og svo kemur Helga inn í spjótið hjá Ásdísi. Þær bakka hvor aðra alveg svakalega vel upp sem er mjög skemmtilegt og létt- ir líka undir með mér. Aðalverkið hjá mér er að halda aftur af þeim,“ segir Stefán. „Ég er búinn að þjálfa í fjörutíu ár. Ég byrjaði bara með þau allra yngstu sautján ára gamall og svo var ég 21 árs þegar ég byrjaði með stálpaða unglinga. Ég fékk liðagigt og hætti allri íþróttaiðkun og þetta tók við,“ segir Stefán. „Ég hef verið með marga mjög góða og efnilega en þær eru með þeim efnilegri.“ Ásdís getur kastað lengra í sumar Ásdís Hjálmsdóttir byrjaði tíma- bilið á því að verða fyrsta konan til þess að kasta nýja spjótinu yfir sextíu metra og bætti um leið Íslandsmet sitt frá því í fyrra. „Ásdís er orðin 23 ára og ég er búin að vera með hana síðan hún var sextán ára. Það skemmtilega við hana Ásdísi er að hún hefur gefið sér tíma í að þróa þetta hjá sér,“ segir Stefán. „Ég sagði við hana í byrjun að ég myndi vilja þróa þetta á mörg- um árum því spjótkastið er mikil tækniíþrótt og hana þarf að þróa. Það er ekki hægt að fara einhverja skyndileið og það er ekki hægt að sleppa einhverjum hreyfingum. Hún er ennþá alveg inni á því að hún er ekki útlærð í þessu. Hún hefur alltaf náð öllu því sem við einbeitum okkur að og ég er viss um að hún heldur því áfram og þá kemur bætingin,” segir Stefán. „Ég er í engum vafa um það að hún getur kastað enn lengra í sumar. Ef hún væri komin á toppinn hefði ég verið óánægður með svona byrjun.“ Ásdís er sömuleiðis ánægð með þjálfarann sinn. „Hann er búinn að þjálfa mig frá 2001, þegar hann fór að taka eftir mér og sá að ég gæti eitthvað. Hann fór að taka mig á einkaæfingar og hjálpa mér. Hann hefur ekki losn- að við mig síðan,“ segir Ásdís í léttum tón. „Hann er frábær þjálfari og býr yfir alveg gríðarlegri þekk- ingu. Hann hefur mikla reynslu frá því að hafa þjálfað alveg ótrú- lega marga afreksmenn í öllum greinum. Hann er ekki bara frá- bær þjálfari heldur einnig góður vinur.“ Draumabyrjun á sumrinu Ásdís ætlar sér mikið í sumar. „Þetta var alveg draumabyrjun en ég veit að ég á nóg eftir,“ segir Ásdís. Ég kastaði ekki neitt frá- bærlega. Þetta var líka ekki eins og margir halda, að ég hafi hitt á eitthvert draumakast. Þetta var alls ekki þannig. Ég náði einu kasti í gegn og ég er sannfærð um að það er nóg eftir. Nú þurfum við Stebbi bara að halda mér heilli í sameiningu því þá verður þetta gaman í sumar.“ Ásdís hefur kom- ist í gegnum erfið meiðsli á undan- förnum misserum og Stefán segir hugarfar hennar skipta þar miklu mál. „Þegar fólk er að tala um að þurfa að hvíla eftir uppskurði eða meiðsli þá fussar hún bara. Eftir uppskurðinn sem hún fór í var hún byrjuð að æfa tveimur dögum seinna,“ segir Stefán, sem hefur líka lært í gegnum öll þessi ár að bregðast rétt við ef hans fólk meiðist. „Ef ég er með einhver smá- meiðsli þá kíkir Stebbi alltaf á mig fyrst. Það er alltaf Stebbi sem reddar málunum,“ segir Ásdís. Helga er með skemmtilegt viðhorf Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur verið að gera góða hluti í sjö- þrautinni undanfarið, hefur orðið Norðurlandameistari unglinga og bætti Íslandsmetið í fyrra. „Helga er búin að vera hjá mér í tvö ár má segja. Hún er mjög fjölhæf og hefur líka mjög skemmtilegt viðhorf. Hún á þó eftir að læra mjög margt,“ segir Stefán. „Hún hefur verið örlítið meidd undanfarið og það er eitt sem hún á eftir að læra. Það er að hvíla meiðslin og alla liði og vöðva í kringum þau. Hún er svolítið bráð ennþá og á eftir að læra það,“ segir Stefán um Helgu og hún sjálf vitnar líka um það. „Hann þarf að halda í taumana á mér og það geng- ur svona misvel,“ segir Helga. „Þetta er fínn karl. Ég er búin að bæta mig mjög mikið hjá honum og þá sérstak- lega þegar kemur að tæknileg- um atriðum. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað hann veit mikið. Hann er frábær þjálf- ari og er tilbúinn að gera allt fyrir mann,“ segir Helga en hún segir að Stefán sé sem dæmi tilbúinn að koma á æfingar næstum því hve- nær sem er sólarhringsins. „Maður getur alltaf treyst á hann,“ segir Helga og skellir upp úr þegar hún er spurð hvort hann hafi einhvern tímann öskrað á hana. „Hann er mjög þægilegur í umgengi. Hann hefur aldrei nokk- urn tímann öskrað á mig enda er þetta samvinna,“ segir Helga. Meira efni en margur veit Stefán segir Helgu vera mikið efni. „Ég er alveg hundrað prósent viss um að hún bætir sig mjög vel í sumar. Hún er kannski meira efni en marg- ur veit,“ segir Stefán. Helga er í öðru sæti í heiminum í sjöþraut sautján ára og yngri og ellefta í heim- inum nítján ára og yngri. „Sjöþrautin er mjög erfið því margar tæknigrein- ar eru í henni. Hún er líka fyrir sprengjur eins og Helgu því ef hún nær tæknihliðinni býður það upp á mjög góðan árangur,“ segir Stefán og nú er bara að sjá hvað stelpurnar hans gera í sumar. ooj@frettabladid.is Blómstra undir leiðsögn Stefáns Ármenningarnir Ásdís Hjálmsdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir settu báðar Íslandsmet á síðasta ári og ætla sér að bæta metin enn frekar í ár. Þær njóta góðs af 40 ára þjálfarareynslu Stefán Jóhannssonar. SÁTTAR MEÐ SINN MANN Ásdís Hjálmsdóttir, Helga Margrét Þorsteinsdóttir og þjálfari þeirra Stefán Jóhannsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Alan Shearer, nýráðinn stjóri Newcastle, gerir sér fylli- lega grein fyrir því að það verður síður en svo auðvelt að bjarga lið- inu frá falli. Shearer hefur verið ráðinn stjóri tímabundið hjá félaginu og hefur aðeins átta leiki til þess forðast fallið. Newcastle er í fallsæti sem stendur og tvö stig eru í næsta lið fyrir ofan sem er Blackburn. Fyrsta verkefnið er ekki auðvelt en Chelsea kemur í heimsókn á laugardaginn. „Okkar bíður gríðarlega hörð barátta. Það gera sér allir grein fyrir því hversu erfitt verkefn- ið er. Við munum mæta tilbún- ir í slaginn,“ sagði Shearer eftir sína fyrstu æfingu með liðið, sem hann sagði hafa verið afar jákvæða. „Stuðningsmennirnir þekkja mig vel og gera sér grein fyrir því að ég mun gefa 100 prósent í verkefnið 24 tíma á dag, sjö daga vikunnar. Vonandi dugar það til því það myndi særa mig og þús- undir stuðningsmanna liðsins ef það færi niður um deild.“ - hbg Alan Shearer: Þetta verður mjög erfitt SHEARER Svarar hér spurningum blaða- manna. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES NFL Útherji Cleveland Browns, Donte Stallworth, er í vond- um málum. Hann keyrði niður mann í Miami á dögunum og lést maðurinn. Nú hefur komið í ljós að áfengis magnið í blóði Stallworth var vel yfir leyfilegum mörk- um. Hann hefur verið ákærður og gæti mest fengið fimmtán ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Stallworth flúði ekki af vett- vangi þegar slysið átti sér stað. Hann beið hjá manninum og ját- aði fúslega að hafa keyrt bílnum. - hbg Donte Stallworth ákærður: Gæti farið í 15 ára fangelsi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.