Fréttablaðið - 03.04.2009, Page 80

Fréttablaðið - 03.04.2009, Page 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Í dag er föstudagurinn 3. apríl, 93. dagur ársins. 6.38 13.31 20.25 6.19 13.16 20.14 eingöngu nýjar vörur í okkar verslunum Þý sk ir da ga rVið eigum í stríði segja þeir, að vísu ekki hernaðarlegu held-ur fjármálalegu en það ber að sama brunni; meðalaldur styttist, fólk flýr land, félagsleg vandamál aukast og þar fram eftir götunum. Þetta þarf auðvitað ekki að koma á óvart; það sem sætir hins vegar furðu er að þótt þetta eigi að heita nútímalegt stríð, þar sem skulda- vöndlar og jöklabréf hafa leyst byssustingi og sprengjuvörpur af hólmi, dregur baráttan í orði kveðnu merkilega mikinn dám af því hvernig orrustur voru háðar fyrir tæpri öld: víglínan var mörk- uð, grafnar skotgrafir þar sem hvorki þokaði fram né aftur. SEM betur fer hefur blóði ekki verið úthellt á Íslandi, ekki bók- staflega að minnsta kosti. En að fylgjast með pólitískri umræðu á Íslandi árið 2009 er á stundum engu líkara en að lesa bókina Tíð- indalaust á vesturvígstöðvunum, sem lýsir hryllingi fyrri heims- styrjaldar, þegar blóði heillar kynslóðar var úthellt í tilgangs- lausum orrustum án þess að víg- staðan breyttist. „Ferskt blóð á vígvöllinn,“ var til dæmis slag- orð tveggja ungra frambjóðenda í prófkjöri eins flokkanna. Þetta lýsir dálítið nöturlegri sýn á stjórnmálaþátttöku; að bjóða sig fram sem pólitískt byssufóður í þráteflinu á þingi. ÞAÐ hefur verið auðvelt að rýna í umræðurnar á þingi undanfarna daga með þessum gleraugum; þar sem karpið breytist í skotgrafa- hernað, ræðupúltið er vélbyssu- hreiður þar sem hægt er að láta flokkslínuna dynja á andstæðing- um þínum og vonast til að smám saman mjakist maður áfram. En þegar ég fylgdist með umræðum á Alþingi um lagafrumvarp um endur greiðslur til kvikmyndar- gerðarmanna, og sá alþingismann bresta fyrirvaralaust í söng í pontu, varð mér hugsað til annarr- ar bókar sem gerist í fyrri heims- styrjöldinni. ÉG veit sannarlega ekki af hverju vitfirringarnir eru reiðir yfir að vera þar,“ sagði góði dátinn Svejk eftir að honum var fleygt út af geðveikrahælinu. „Maður fær að skríða allsber um gólfið, ýlfra eins og sjakali og bíta hvern sem maður vill. Ef maður leyfði sér annað eins úti á götu yrði fólk standandi hissa og hrópaði á lögregluna, þarna þykir þetta sjálfsagt. Það er allt svo frjálslegt þar, að engan lýðræðissinna hefir nokkru sinni dreymt annað eins frelsi.” Að ýlfra eins og sjakali

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.