Fréttablaðið - 04.04.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 04.04.2009, Síða 6
6 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL „Með þéttingu gjald- eyrishaftanna hafa Íslending- ar sjálfir viðurkennt að krónan er ekki gjaldgeng í alþjóðavið- skiptum,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann bætir við að hagkerfinu sé í æ meiri mæli stefnt inn á braut efna- hagslegrar ein- angrunar sem get i rey nst sársaukafullt að brjótast út úr. Viðskiptaráð sendi í gær frá sér harðorða skoð- un þar sem segir að staðan í gjald- eyrismálum sé óviðunandi. Þar segir að krónan sé rúin trausti á alþjóðlegum fjármálamörkuð- um eftir þrot bankanna í fyrra og með inngripi stjórnvalda á gjald- eyrismarkaði með setningu víð- tækra hafta. Höftin takmarki verulega umsvif íslenskra fyrirtækja erlendis og getu landsins til utanríkis viðskipta. Þá sé ekki ljóst hvernig krónan verði losuð úr viðjum þeirra án þess að því fylgi verulegt gengisfall með til- heyrandi áföllum fyrir hagkerfið. Lausn á vandamálinu sé mikil- vægasta viðfangsefnið í dag enda muni örlög heimila og atvinnulífs að miklu leyti ráðast af gengis- þróun næstu missera. Viðskiptaráð telur haftastefn- una ekki duga til að koma í veg fyrir fjármagnsflótta. Máli skipti að sannfæra innlenda aðila um að betri tímar séu fram undan. Stjórnmálamenn gegni lykilhlut- verki til að skapa trúverðuga og ákjósanlega framtíðarsýn í efnahags málum. Upptaka annarrar myntar hér á landi, í fullri sátt og samráði við alþjóðasamfélagið, geti orðið verulega til bóta fyrir innlend- an efnahag, jafnt til skemmri og lengri tíma. „Í raun stendur valið ekki lengur á milli áframhaldandi sjálfstæðrar peningastefnu og upptöku annarrar myntar, heldur má færa gild rök fyrir því að valið standi einfaldlega á milli upptöku annarrar myntar eða framhalds á núverandi stöðu,” segir Viðskipta- ráð. jonab@markadurinn.is Krónan rúin trausti Viðskiptaráð segir gjaldeyrishöftin stefna þjóðinni inn á braut einangrunar. Sársaukafullt getur reynst að brjótast undan þeim, segir framkvæmdastjórinn. Ráðið telur haftastefnuna ekki duga til að koma í veg fyrir fjármagnsflótta. FINNUR ODDSSON „Ég deili þessari skoðun með Viðskiptaráði. Við verðum að brjótast út úr gjaldeyrishöftunum sem allra fyrst. Til að það sé hægt verður að létta þrýstingi af krónunni,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Hann gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa ekkert orðið ágengt í þeim brýnu efnahagslegu aðgerðum sem hún boðaði við stjórnarskiptin. Þvert á móti hafi aðstæður þróast á verri veg. „Ég geri orð Við- skiptaráðs frá 2006 að mínum: Við eigum enga valkosti í gjaldmiðilsmálum fyrr en við náum hér stöðugleika og jafnvægi,“ segir Bjarni. BJARNI BENEDIKTSSON SÖMU SKOÐUNAR OG VIÐSKIPTARÁÐ UMRÆÐUR Á ALÞINGI Í vikunni samþykkti Alþingi ný lög sem herða á gjaldeyris- höftunum. Lögunum er ætlað að tryggja styrkingu krónunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Telur þú að hvalveiðar muni eyðileggja uppbyggingu hvala- skoðunarfyrirtækja? Já 24,3% Nei 75,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að einelti í íslenskum grunnskólum sé vanmetið vandamál? Segðu skoðun þína á vísir.is FÓLK Rauðri málningu var í gær skvett á hús Hannesar Smára- sonar á Fjölnisvegi. Sjálfur var Hannes ekki heima þegar spjöllin voru unnin en starfslið hans kall- aði skjótt til málara til að lagfæra skemmdirnar. Við Fréttablaðið kvaðst starfs- liðið telja að síður bæri að greina frá þessum atburði opinberlega þar sem það virtist einmitt vera það sem skemmdarvargurinn von- aðist eftir. Eins og kunnugt er hefur Hann- es ásamt fleirum kaupsýslumönn- um legið undir ámæli í opinberri umræðu eftir hrun íslenska fjár- málakerfisins. - gar Skemmdarverk unnið á einbýlishúsi fyrrverandi milljarðamærings á Fjölnisvegi: Málningu skvett á hús Hannesar Á FJÖLNISVEGI Málari var strax fenginn að húsi fjölskyldu Hannesar Smárasonar á Fjölnisvegi til að afmá rauða málningu sem skvett var á húsið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR OPNUM Í DAG KOSNINGAMIÐSTÖÐ Í TRYGGVAGÖTU 11, REYKJAVÍK. Kaffi og kökur Frambjóðendur taka á móti gestum kl. 16-18. Ellen Kristjánsdóttir syngur. ALLIR VELKOMNIR OPNUM SUNNUDAG KOSNINGAMIÐSTÖÐ Í KRAGANUM, HAMRABORG 1-3, KÓPAVOGI. Kaffi og kökur Frambjóðendur taka á móti gestum kl. 14-16. Guðrún Gunnarsdóttir syngur. ALLIR VELKOMNIR KOSNINGAR Á kjörskrá vegna alþingiskosninganna í apríl eru 227.896 kjósendur, þar af eru konur 114.295 en karlar 113.601. Konur eru því 694 eða 0,6 pró- sentum fleiri en karlar, að því er fram kemur í tölum frá Hagstof- unni. Í kosningunum 2007 voru 221.330 á kjörskrá. Fjölgunin nemur 3,0 prósentum. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 9.924 og hefur þeim fjölgað um 1.131 frá síðustu alþingiskosningum eða um 12,9 prósent. Þeir sem vegna aldurs fá nú að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis eru 9.398 eða 4,1 prósent af kjósendatölunni. - kg Kosningatölur frá Hagstofu: 700 fleiri konur á kjörskránni BANKAHRUNIÐ Útlán til hundrað stærstu skuldara föllnu viðskipta- bankanna var um helmingur heildar- útlána þeirra. Því er ljóst að um 300 aðilar hafa fengið að láni þúsundir milljarða í því ljósi að heildar eignir bankanna, sem að stórum hluta eru útlán, námu tífaldri landsfram- leiðslu þegar mest var. Rannsóknarnefnd Alþingis vinnur nú að frekari greiningu á útlánum bankanna og þróun þess- ara lána með tilliti til trygginga og í hvað verið var að lána. Þetta og önnur vinna nefndar- innar var kynnt forseta Alþingis, formönnum flokkanna og forsætis- nefnd Alþingis í gær. Nefndin hefur aflað gagna frá bönkunum og Fjármálaeftirlit- inu og fengið skýrslur frá endur- skoðendum sem falið var að skoða starfsemi bankanna síðustu misser- in fyrir hrun þeirra. Er nú unnið að frekari greiningu á útlánum og annarri fyrirgreiðslu sem bankarnir veittu, sérstaklega á árunum 2007 og 2008 eða fram að falli þeirra. Rannsóknin beinist bæði að fyrir- greiðslu sem veitt var hér á landi og í útibúum og dótturfélögum sem tilheyrðu viðkomandi samstæðu í öðrum löndum. Rannsóknarnefndin hefur, auk þess að athuga sérstaklega við- skipti með hlutabréf og stofnfjár- hluti í fjármálafyrirtækjum, lagt grunn að því að gera með rafrænum hætti úttekt á hlutabréfaviðskiptum í Kauphöll Íslands á síðustu árum. - shá Stærstu skuldarar gömlu viðskiptabankanna fengu helming heildarútlána: Fáir fengu þúsundir milljarða RANNSÓKNARNEFND ALÞINGIS Tryggvi Gunnarsson, Páll Hreinsson og Sigríður Benediktsdóttir. KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.