Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 8

Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 8
8 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR Heilbrigðisþjónusta á tímamótum: Ný viðhorf - nýjar lausnir – aukinn jöfnuður Vinnudagur á Hótel Nordica, þriðjudaginn, 7. apríl kl. 15-18 Heilbrigðisráðherra, í samstarfi við félög fagstétta í heilbrigðisþjónustu, boðar starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar til opins vinnudags 7. apríl 2009, á alþjóðlega heilbrigðisdeginum. Heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir mörgum áskorunum á komandi misserum og tilgangurinn með vinnudegi- num er að gefa öllu heilbrigðisstarfsfólki færi á að tjá skoðanir sínar á því sem framundan er. Til að tryggja megi góða heilbrigðisþjónustu á erfi ðum tímum þurfa allar fagstéttir, jafnt sem heilbrigðisráðuneytið, að ganga í takt. Dagskrá 15:00 Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, opnar fundinn 15:10 Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, gerir grein fyrir vinnunni sem að baki liggur og markmiðum með vinnudeginum 15:30 Almennar umræður – hámarksræðutími 3 mínútur 16:10 Málstofur Handleggsbrot og mæðravernd: Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni Málstofustjóri: Guðrún Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri í heilbrigðisráðuneyti Samráð og samstaða: Krafan um lýðræðisleg vinnubrögð Málstofustjóri: Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi Með verk fyrir hjarta: Samspil hins andlega og hins líkamlega Málstofustjóri: Andrés Magnússon, geðlæknir Gengur kapallinn upp? Heilbrigðisþjónusta á krepputímum Málstofustjóri: Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 17:30 Samantekt 18:00 Vinnudagsslit og léttar veitingar Vinnudagurinn er öllu heilbrigðisstarfsfólki opinn en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku hjá Guðrúnu Gunnarsdóttur: gudrun.gunnarsdottir@hbr.stjr.is Félag geislafræðinga Auglýsingasími – Mest lesið MENNTUN Samræmdu prófin falla niður í tíunda bekk í vor, sem þýðir að nemendur sem eru að ljúka tíunda bekk taka engin samræmd próf. Fyrstu samræmdu prófin í tíunda bekk verða lögð fyrir í haust. Þetta liggur fyrir eftir að Alþingi samþykkti nýlega að fella brott bráðabirgðaákvæði í lögum sem heimilaði fyrstu samræmdu prófin samkvæmt nýja kerfinu í tíunda bekk í vor. Jú l íu s K . Björnsson, for- stöðumaður Námsmatsstofn- unar, segir að í fyrra hafi fyrir- komulagi sam- ræmdra prófa verið breytt þannig að þau séu ekki lengur lokapróf held- ur svokölluð könnunarpróf. Samkvæmt því eigi ekki lengur að halda próf- in í lok tíunda bekkjar að vori heldur strax að hausti þannig að nemendur fái stöðumat á því sem þeir eigi að hafa lært fyrstu níu árin og þeim gefist ráðrúm til að bæta sig með aðstoð kennara. Í lögunum, sem voru samþykkt í fyrra, var bráðabirgðaákvæði um það að könnunarprófin yrðu í fyrsta skipti haldin vorið 2009. „Það voru heilmiklar efasemd- ir um hvort það væri skynsam- legt því þá væri ekki ráðrúm til að laga neitt og engin efni til að nota þessi próf eins og gömlu prófin. Þess vegna var ákveðið á þingi í síðustu viku að fella brott þetta bráðabirgðaákvæði sem þýðir að það verða engin samræmd próf í vor,“ segir Júlíus. Krakkarnir sem ljúka tíunda bekk í vor sleppa við samræmd próf en krakkarnir sem byrja í tíunda bekk í haust taka samræmd próf um miðjan september. Búið er að fækka samræmdu prófunum úr sex í þrjú þannig að þau taka aðeins samræmt próf í íslensku, ensku og stærðfræði. Framhaldsskólarnir geta ekki lengur farið eftir einkunnum úr samræmdum prófum við val inn í skólana. Ingi Ólafsson, skóla- meistari Verzlunarskólans, segir að nemendur verði teknir inn eftir skólaeinkunnum í íslensku, stærð- fræði, ensku og dönsku. Meðal- tal verði reiknað en íslenska og stærðfræði fái tvöfalt vægi. Megin þorri nemenda verði tekinn inn á þessum forsendum. Nefnd fari síðan yfir hinar umsóknirn- ar og skoði aðra þætti, til dæmis mætingu. Námsmatsstofnun er tilbúin með samræmd könnunarpróf fyrir tíunda bekk og ætlaði að prufu- keyra þau á rafrænu formi í vor. Aðstæður hafa hins vegar gjör- breyst þannig að samræmd könn- unarpróf verða ekki prufukeyrð og nýtt fyrr en í haust. ghs@frettabladid.is JÚLÍUS K. BJÖRNSSON INGI ÓLAFSSON Sleppa við að taka samræmdu prófin Samræmd próf verða ekki haldin í tíunda bekk í vor og sleppur því árgangur- inn sem nú er í tíunda bekk alfarið við samræmd próf. Framhaldsskólarnir hafa ekki lengur samræmdar einkunnir til að fara eftir við val inn í skólana. FLESTIR FARA EFTIR SKÓLAEINKUNN Framhaldsskólarnir geta ekki lengur farið eftir samræmdum einkunnum þegar þeir velja inn í skólana fyrir næsta vetur. Verzlunar- skólinn ætlar að velja meginþorra nemenda eftir skólaeinkunn. VEÐURFAR Sigurður Þ. Ragnars- son veðurfræðingur segir von á hæglátu páskaveðri en þó ekki sérlega hlýju þar sem við siglum í næstu viku í kaldara loft eftir að hafa notið vorviðrisdaga. „En hér sunnanlands verður meira að segja hægt að næla sér í sólbrúnku ef einlægur vilji er fyrir hendi,“ segir hann kankvís. Aðeins dregur fyrir sólu á suðurhluta landsins á laugardag fyrir páska en páska- vikan verður nokkuð þungbúnari norðanlands. Á suðurhluta lands- ins ætti hitastigið, að sögn Sigurð- ar, að haldast fyrir ofan frostmark en fer líklegast lítillega undir það norðanlands. „Það verður sem sagt hæglætis- veður en það mikilvægasta er að geðslag landsmanna verður með afbrigðum gott,“ segir hann. „Þannig er mál með vexti að loftþrýstingurinn verður hár eða yfir þúsund millibörum.“ Sigurð- ur hefur safnað upplýsingum um þetta og segir það alveg ljóst að bein tengsl séu á milli loftþrýstings og lundarfars fólks. „Þegar loft- þrýstingur er fallandi líður fólki verst, þá er dumbungur í veðri og lundarfari. Fólk fær þá jafnvel hausverk og önnur óskemmtileg- heit. En þegar hann er hár er stutt í brosið og góða skapið. Það verð- ur því brosað breitt þessa helgina. Geðvísitalan er há, og ekki veitir af í þessu ástandi,“ segir hann. - jse Hár loftþrýstingur um páskana sem þýðir að sögn veðurfræðings létt lundarfar: Léttskýjað og létt lund um páska SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON FRIÐARMÁLÞING VINSTRI GRÆNNA Í tilefni af 60 ára veru Íslands í hernaðarbanda- laginu NATO efna Vinstri græn til málþings um friðarstefnu, andstöðu við hernaðarbandalög og tækifæri Íslendinga í utanríkismálum. Málþingið verður haldið í Tryggvagötu 11 í Reykjavík, kl. 13.00 í dag, laugardag. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga: Ísland og „seinni“ inngangan í Atlantshafsbandalagið Ásta María Sverrisdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur: Hernaðarbandalag í tilvistarkreppu Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar: Ný sýn í öryggis- og friðarmálum Fundarstjóri: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, oddviti VG í Suðvesturkjördæmi SAMFÉLAGSMÁL Tveir Pólverjar greiddu séreignarsparnað í lífeyris- sjóðinn Vista í sex mánuði. Þau ætl- uðu aldrei að greiða í séreignar- lífeyrissjóð á Íslandi og snarhættu þegar þau uppgötvuðu mistökin. Hugsanlegt er að þau tapi pening- unum. Eva Margrét Einarsdóttir var að gera skattframtal fyrir Pólverjana þegar hún rak augun í þetta. „Þau vissu ekki betur, mállaus og nýkom- in til landsins,“ segir hún. „Þau hættu um leið og þeim var bent á að greiðslurnar væru óskynsamleg- ar. Þau gerðu sér enga grein fyrir því hvað þau voru að gera.“ Eva Margrét fékk það svar hjá Vista að fyrstu tveir mánuðirnir færu í bónusgreiðslu sem fengist út við sextugt ef áfram yrði greitt í sjóðinn. Næstu fjórir mánuðir færu í kostnað. „Þau ættu því ekk- ert inni hjá sjóðnum,“ segir hún og óttast að fleiri geti verið í svipuð- um sporum. Eva Margrét bendir atvinnurek- endum á að sjá til þess að farand- verkamenn greiði ekki í séreignar- lífeyrissjóð og starfsmönnum lífeyrissjóða að hafa samband við viðskiptavini þegar þeir sjá erlent nafn og kennitölu. Arnaldur Loftsson, starfsmaður hjá Kaupþingi, segir um misskiln- ing að ræða. Greiðslur í bónussjóð- inn greiðist út við sextugt óháð því hvað greitt sé síðar. Sjóðurinn taki inngreiðslur næstu sex mánuði í kostnað fyrir sölu og ráðgjöf. Sjóð- félagar skrifi undir staðfestingu á pólsku um að þeir geri sér grein fyrir kostnaðinum. Pólskur starfs- maður hringi í alla og fari yfir regl- urnar. Ef mistök hafi átt sér stað sé sjálfsagt að skoða málið. - ghs Pólverjar greiddu séreignasparnað án þess að vita hvað þau voru að borga: Tapa séreignasparnaðinum VISSU EKKI BETUR „Þau vissu ekki betur,“ segir Eva Margrét Einarsdóttir um pólska vini sína.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.