Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 04.04.2009, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 4. apríl 2009 11 SAMFÉLAGSMÁL Veruleg uppstokk- un á sér stað á stjórn Íslenskrar ættleiðingar þessa dagana. For- maður félagsins náði ekki endur- kjöri á aðalfundi sem haldinn var nýlega. Þá hafa tveir stjórnarmenn sagt sig úr stjórn og öllum trún- aðarstörfum fyrir félagið. Annar stjórnarmaðurinn segir af sér þar sem hún sér sér ekki fært að starfa innan hinnar nýju stjórnar, sam- kvæmt fundargerð félagsins, og telur sig ekki njóta trausts félags- manna, hinn segir af sér af per- sónulegum ástæðum. Boðað hefur verið til aukaaðal- fundar félagsins 21. apríl. Hörð- ur Svavarsson, formaður félags- ins, segir að þetta sé gert þar sem stjórnin sé ekki lengur fullskipuð. Á aukaaðalfundinum verði þess freistað að fá tvo menn til viðbót- ar kjörna í stjórn í stað þeirra sem hafa sagt af sér. Stjórn Íslenskrar ættleiðing- ar hefur ákveðið að hækkanir á biðlista- og lokagreiðslum, sem ákveðnar höfðu verið af fyrri stjórn, komi ekki til framkvæmda í þeirri mynd sem félagsmönnum var tilkynnt með bréfi um miðjan mars heldur teknar til endurskoð- unar og niðurstaðan kynnt síðar á árinu. Hörður segir að þetta sé gert vegna óvissunnar í efnahags- málum þjóðarinnar og óvissu í greiðslugetu fjölskyldnanna í land- inu. Fyrri stjórn hafði borist bréf frá umsækjendum þar sem óskað var eftir rökstuðningi fyrir hækkun ættleiðingargjalda auk þess sem fjallað var um hana á aðalfund- inum. Óánægja hefur verið með hækkunina og hvernig staðið var að henni hjá fyrri stjórn. - ghs MÓÐIR OG BARN Tveir stjórnarmenn hafa sagt sig úr stjórn Íslenskrar ættleið- ingar, annar vegna þess að hún getur ekki starfað með nýrri stjórn. Uppstokkun í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og boðað til aukaaðalfundar: Tveir hafa sagt sig úr stjórninni DANMÖRK Karen Jespersen, ráð- herra velferðarmála í Danmörku, hefur dregið sig í hlé þar sem of margir og mismunandi mála- flokkar heyra undir ráðuneytið. Þetta hefur hún tilkynnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, að sögn Berl- ingske Tidende. Velferðarráðuneytið var stofn- að í nóvember 2008 þegar slegið var saman félags- og jafnréttis- ráðuneytinu, innanríkisráðuneyt- inu og hluta af fjölskylduráðu- neytinu. Karen segist ekki vera hætt í stjórnmálum eða á þingi þó að hún hætti sem velferðar- ráðherra. - ghs Ráðherra segir af sér: Ráðuneytið of viðamikið BORGARSTJÓRN Hjón sem eiga 1.750 fermetra spildu í Úlfarsár- dal fá henni skipt í byggingarlóð fyrir einbýlishús. Spilda hjón- anna er nokkuð austan við íbúðar- byggðina sem Reykjavíkurborg hefur skipulagt og geta þau því ekki reist einbýlishús á sinni lóð. Nú hefur borgarráð samþykkt að kaupa spilduna af hjónunum og láta þau í staðinn fá 750 fermetra einbýlishúsalóð á Haukdælabraut á Reynisvatnsási. Viðskiptin eru metin á 11,4 milljónir króna og má byggja 375 fermetra hús á lóð- inni. Ef hjónin selja hins vegar lóðarréttindin innan sex ára þurfa þau að greiða borginni sex milljónir. - gar Landeigendur í Úlfarsárdal: Byggingarlóð fyrir landskika REYNISVATNSÁS Hjón fá lóð hér í skipt- um fyrir skika í Úlfarsárdal. SRÍ LANKA, AP Yfirvöld á Srí Lanka segja að lögreglumenn hafi ráðist gegn hópi Tamíltígra og drepið þrettán þeirra í skotbardaga sem braust út í austurhluta landsins í gær. Bardaginn braust út degi eftir að herinn sagðist hafa fellt 31 skæruliða í norðurhluta landsins. Stjórnvöld á Srí Lanka sögðust hafa rekið tígrana frá austurhluta landsins fyrir tveimur árum en það hefur ekki fengist staðfest. Sameinuðu þjóðirnar telja að hátt í tvö hundruð þúsund almennir borgarar, flestir tam- ílar, séu fastir inni á svæði tígranna og lendi á milli stríðandi fylkinga. - kh Bardagar geisa á Srí Lanka: Lögreglan drap 13 skæruliða PEKING, AP Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa fyrirskipað að gerð skuli ítarleg rannsókn í Shandong- héraðinu í austurhluta landsins til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu handa-, fóta- og munn- sjúkdóms sem geisað hefur á svæðinu og dregið að minnsta kosti níu börn til dauða á tveimur vikum. Sjúkdómsins hefur ekki áður orðið vart á svæðinu. Heilbrigðisyfirvöld ætla að láta rannsaka að minnsta kosti 600 þorp í Shandong-héraðinu. Þar að auki verður gerð rannsókn í öðrum héruðum en að minnsta kosti nítján börn hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins um allt land frá því í lok síðasta mánaðar. - kh Heilbrigðisyfirvöld í Kína: Sýking banar níu börnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.