Fréttablaðið - 04.04.2009, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 4. apríl 2009 11
SAMFÉLAGSMÁL Veruleg uppstokk-
un á sér stað á stjórn Íslenskrar
ættleiðingar þessa dagana. For-
maður félagsins náði ekki endur-
kjöri á aðalfundi sem haldinn var
nýlega. Þá hafa tveir stjórnarmenn
sagt sig úr stjórn og öllum trún-
aðarstörfum fyrir félagið. Annar
stjórnarmaðurinn segir af sér þar
sem hún sér sér ekki fært að starfa
innan hinnar nýju stjórnar, sam-
kvæmt fundargerð félagsins, og
telur sig ekki njóta trausts félags-
manna, hinn segir af sér af per-
sónulegum ástæðum.
Boðað hefur verið til aukaaðal-
fundar félagsins 21. apríl. Hörð-
ur Svavarsson, formaður félags-
ins, segir að þetta sé gert þar sem
stjórnin sé ekki lengur fullskipuð.
Á aukaaðalfundinum verði þess
freistað að fá tvo menn til viðbót-
ar kjörna í stjórn í stað þeirra sem
hafa sagt af sér.
Stjórn Íslenskrar ættleiðing-
ar hefur ákveðið að hækkanir á
biðlista- og lokagreiðslum, sem
ákveðnar höfðu verið af fyrri
stjórn, komi ekki til framkvæmda
í þeirri mynd sem félagsmönnum
var tilkynnt með bréfi um miðjan
mars heldur teknar til endurskoð-
unar og niðurstaðan kynnt síðar
á árinu. Hörður segir að þetta sé
gert vegna óvissunnar í efnahags-
málum þjóðarinnar og óvissu í
greiðslugetu fjölskyldnanna í land-
inu.
Fyrri stjórn hafði borist bréf frá
umsækjendum þar sem óskað var
eftir rökstuðningi fyrir hækkun
ættleiðingargjalda auk þess sem
fjallað var um hana á aðalfund-
inum. Óánægja hefur verið með
hækkunina og hvernig staðið var
að henni hjá fyrri stjórn. - ghs
MÓÐIR OG BARN Tveir stjórnarmenn
hafa sagt sig úr stjórn Íslenskrar ættleið-
ingar, annar vegna þess að hún getur
ekki starfað með nýrri stjórn.
Uppstokkun í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og boðað til aukaaðalfundar:
Tveir hafa sagt sig úr stjórninni
DANMÖRK Karen Jespersen, ráð-
herra velferðarmála í Danmörku,
hefur dregið sig í hlé þar sem of
margir og mismunandi mála-
flokkar heyra undir ráðuneytið.
Þetta hefur hún tilkynnt Anders
Fogh Rasmussen, forsætisráð-
herra Danmerkur, að sögn Berl-
ingske Tidende.
Velferðarráðuneytið var stofn-
að í nóvember 2008 þegar slegið
var saman félags- og jafnréttis-
ráðuneytinu, innanríkisráðuneyt-
inu og hluta af fjölskylduráðu-
neytinu. Karen segist ekki vera
hætt í stjórnmálum eða á þingi
þó að hún hætti sem velferðar-
ráðherra. - ghs
Ráðherra segir af sér:
Ráðuneytið
of viðamikið
BORGARSTJÓRN Hjón sem eiga
1.750 fermetra spildu í Úlfarsár-
dal fá henni skipt í byggingarlóð
fyrir einbýlishús. Spilda hjón-
anna er nokkuð austan við íbúðar-
byggðina sem Reykjavíkurborg
hefur skipulagt og geta þau því
ekki reist einbýlishús á sinni lóð.
Nú hefur borgarráð samþykkt að
kaupa spilduna af hjónunum og
láta þau í staðinn fá 750 fermetra
einbýlishúsalóð á Haukdælabraut
á Reynisvatnsási. Viðskiptin eru
metin á 11,4 milljónir króna og
má byggja 375 fermetra hús á lóð-
inni. Ef hjónin selja hins vegar
lóðarréttindin innan sex ára
þurfa þau að greiða borginni sex
milljónir. - gar
Landeigendur í Úlfarsárdal:
Byggingarlóð
fyrir landskika
REYNISVATNSÁS Hjón fá lóð hér í skipt-
um fyrir skika í Úlfarsárdal.
SRÍ LANKA, AP Yfirvöld á Srí Lanka
segja að lögreglumenn hafi ráðist
gegn hópi Tamíltígra og drepið
þrettán þeirra í skotbardaga sem
braust út í austurhluta landsins
í gær.
Bardaginn braust út degi eftir
að herinn sagðist hafa fellt 31
skæruliða í norðurhluta landsins.
Stjórnvöld á Srí Lanka sögðust
hafa rekið tígrana frá austurhluta
landsins fyrir tveimur árum en
það hefur ekki fengist staðfest.
Sameinuðu þjóðirnar telja
að hátt í tvö hundruð þúsund
almennir borgarar, flestir tam-
ílar, séu fastir inni á svæði
tígranna og lendi á milli stríðandi
fylkinga. - kh
Bardagar geisa á Srí Lanka:
Lögreglan drap
13 skæruliða
PEKING, AP Heilbrigðisyfirvöld í
Kína hafa fyrirskipað að gerð
skuli ítarleg rannsókn í Shandong-
héraðinu í austurhluta landsins
til að reyna að stemma stigu við
útbreiðslu handa-, fóta- og munn-
sjúkdóms sem geisað hefur á
svæðinu og dregið að minnsta
kosti níu börn til dauða á tveimur
vikum. Sjúkdómsins hefur ekki
áður orðið vart á svæðinu.
Heilbrigðisyfirvöld ætla að láta
rannsaka að minnsta kosti 600
þorp í Shandong-héraðinu. Þar
að auki verður gerð rannsókn í
öðrum héruðum en að minnsta
kosti nítján börn hafa látið lífið af
völdum sjúkdómsins um allt land
frá því í lok síðasta mánaðar. - kh
Heilbrigðisyfirvöld í Kína:
Sýking banar
níu börnum