Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 16
16 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 24 Velta: 44,5 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
215 -0,63% 634 -0,99%
MESTA HÆKKUN
CENTURY ALU. +33,12%
FØROYA BANKI +1,21%
ÖSSUR +0,66%
MESTA LÆKKUN
ICELANDAIR -28,55%
BAKKAVÖR -10,64%
MAREL -2,31%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic
Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,26 -10,64% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 126,00 +1,21% ... Icelandair Group 5,00
-28,55% ... Marel Food Systems 42,30 -2,31% ... Össur 91,60 +0,66%
„Vinna okkar síðustu mánuði hefur
snúist um hagsmuni lánardrottna.
Gjaldþrot Stoða hefði valdið þeim
meiri skaða,“ segir Júlíus Þor-
finnsson, upplýsingafulltrúi Stoða
(áður FL Group).
Félagið óskaði í gær eftir heim-
ild Héraðsdóms Reykjavíkur til
að leita nauðasamninga við kröfu-
hafa.
Í nauðasamningunum felst að
núverandi hlutafé verður afskrif-
að og eignast lánardrottnar 86 pró-
sent í félaginu. Öllum kröfuhöfum
verður greidd ein milljón króna
og má gera ráð fyrir að þeim sem
eiga lægri kröfur á hendur félag-
inu fækki við það. Þeir sem eiga
hærri kröfu en eina milljón fá
fimm prósent af eftirstöðvum
breytt í hlutafé.
Markaðsverðmæti tuttugu
stærstu hluthafa Stoða hljóðaði upp
á rúma 86 milljarða króna áður en
félagið var tekið af markaði um
mitt síðasta ár. Gömlu bankarnir
voru þar á meðal en bæði þeir og
nýju bankarnir verða á meðal hlut-
hafa ásamt þýskum bönkum sem
áttu hlut að sambankaláni félags-
ins. Fulltrúar bankanna og aðrir
kröfuhafar hafa setið í kröfuhafa-
ráði Stoða frá byrjun árs.
Áætlað er að skuldir Stoða
hljóði upp á 287 milljarða króna.
Við ríkis væðingu Glitnis í fyrra-
haust gufaði eigið fé félagsins upp
og óskaði félagið eftir heimild til
greiðslustöðvunar. Þá voru eignir
nokkurn veginn á pari við skuld-
ir, að sögn Júlíusar. Síðan þá hafa
aðstæður breyst til muna og nemur
eignaverð allt að áttatíu milljörð-
um króna. Það jafngildir um fjórð-
ungi til þrjátíu prósentum af skuld-
um. jonab@markadurinn.is
HÚSNÆÐI STOÐA Kröfuhafar hefðu borið meiri skaða af færi félagið í þrot, að sögn
upplýsingafulltrúa Stoða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Kröfuhafar taki
Stoðir upp í skuld
Eign núverandi hluthafa félagsins verður að engu
samkvæmt hugmyndum um endurskipulagningu.
Stór fyrirtækjakaup heyra sögunni til í
bili og hafa fjárfestingarsjóðir í Evrópu
beint sjónum sínum í auknum mæli að
fjár festingum í sprota- og nýsköpunar-
fyrirtækjum. Þetta segir Kimberly Rom-
aine, ristjóri breska tímaritsins Unquote.
Tímaritið sérhæfir sig í umfjöllun um
einkaframtaks- og áhættufjárfestingar-
sjóði í Evrópu og víðar.
Kimberly, sem hélt erindi um fjárfest-
ingarsjóðina á sprotaþingi Seed Forum í
gær, sagði fjárfestingarsjóði hafa safnað
dágóðum skildingi upp á síðkastið þrátt
fyrir efnahagskreppuna.
Aldrei hafa fleiri fjárfestar verið skráð-
ir á þingið, að sögn Eyþórs Ívars Jónsson-
ar, stjórnarformanns Seed Forum hér á
landi.Sex íslensk fyrirtæki kynntu sig og
vörur sínar fyrir fjárfestum, viðskipta-
englum, sem margir hverjir hafa ára-
langa reynslu af rekstri sprotafyrirtækja.
Á meðal fyrirtækja sem kynnt hafa starf-
semi sína á þinginu á liðnum árum eru
CCP, Gogoyoko og Orf líftækni. - jab
VIÐSKIPTARÁÐHERRA Í PONTU Gylfi Magnússon
viðskiptaráðherra opnaði sprotaþingið í gær en þar
kynntu sex íslensk fyrirtæki starfsemi sína.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fleiri fjárfesta í sprotafyrirtækjum
■ Stoðir (áður FL Group) tapaði 67
milljörðum króna árið 2007, sem
var mettap í íslenskri fyrirtækja-
sögu.
■ Hannes Smárason hætti sem for-
stjóri og Jón Sigurðsson tók við.
Veruleg breyting varð á hluthafa-
lista síðla árs 2007.
■ Stærsta eign var 32 prósenta hlut-
ur í Glitni. Markaðsverðmæti nam
75 milljörðum króna þegar ríkið
tók bankann yfir síðasta haust.
■ Stoðir áttu í um ár stóra hluti í
bandarísku flugrekstrarsamstæð-
unni AMR og þýska bankanum
Commerzbank. Eignirnar voru
seldar með milljarðatapi.
■ Helstu eignir í dag eru 99 prósent
í Tryggingamiðstöðinni og 49
prósent í evrópska drykkjarvöru-
framleiðandanum Refresco.
Aðrar eignir eru í Landic Property,
verktakafyrirtækinu Bayrock og
matvörukeðjunni Iceland Foods.
■ Sjö starfa hjá Stoðum í dag, allir á
uppsagnarfresti.
STOÐIR Í HNOTSKURN
Eik fasteignafélag tapaði 31,6
milljónum króna á síðasta ári
samanborið við 1,7 milljarða
króna hagnað í hittiðfyrra.
Í uppgjöri félagsins kemur
fram að reksturinn hafi gengið
mjög vel þrátt fyrir mjög erfið
skilyrði.
Eigið fé nam 20,2 milljörðum
króna í lok síðasta árs og var arð-
semi eiginfjár neikvæð um 1,25
prósent.
Tvö kúlulán hvíla á félaginu
upp á 509 milljónir króna og á
gjalddaga í júní og 523 milljónir
sem dreifast á árið allt. Viðræður
standa yfir um endurfjármögn-
un vegna þessa, að því er fram
kemur í uppgjörinu. - jab
Eik tapar
31 milljón
Atvinnuleysi mældist 8,5 prósent
í Bandaríkjunum í síðasta mán-
uði, samkvæmt tölum bandarísku
vinnumálastofnunarinnar, sem
birtar voru í gær. Þetta er í sam-
ræmi við spár.
Til samanburðar mældist
atvinnuleysi hér 8,2 prósent í
febrúar.
Þetta er fjórði mánuðurinn í röð
sem atvinnuleysi eykst vestanhafs
og getur aukið líkurnar á því að
frekar dragi úr einkaneyslu, að
sögn Bloomberg-fréttaveitunnar.
Tölurnar jafngilda því að 5,1
milljón Bandaríkjamanna hafi
verið án atvinnu í mars en fjöld-
inn hefur ekki verið meiri í um 26
ár, eða frá 1983 þegar Bandaríkin
voru að koma upp úr niðursveiflu-
skeiði. Þá fór atvinnuleysið hæst
í ellefu prósent. Haft hefur verið
eftir Ben Bernanke, bankastjóra
bandaríska seðlabankans, að í
versta falli geti atvinnuleysi farið
í svipaðar hæðir nú og þá.
Bloomberg segir þróun mála
geta gert Barack Obama forseta
erfitt fyrir en hann hefur lagt
áherslu á að hið opinbera grípi
til aðgerða til að fjölga störfum
og koma hjólum efnahagslífsins í
gang á ný. - jab
Mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum
MORGUNÞING UM EFNAHAGSMÁL
ÚRRÆÐI LÍTILLA
HAGKERFA Í KREPPU
Dagskrá
Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, setur fundinn.
Tamir Agmon, Chair, Department of Finance and International Business,
Graduate School of Business, the College of Management, Israel:
„The crisis causes and remedies, an application for small and open economies“.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA: „The U-turn“.
Arnar Þór Másson, staðgengill skrifstofustjóra í Fjármálaráðuneytinu:
„The Icelandic way regarding the build-up of an asset management company“.
Þórður Pálsson, sérfræðingur NKB: „NKB Business as unusual“.
Pallborðsumræður.
Fundarstjóri: Ásta Dís Óladóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst.
Morgunverðarveitingar. Allir velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á www.kaupthing.is
Háskólinn á Bifröst, í samstarfi við Kaupþing, efnir til morgunþings
um efnahagsmál mánudaginn 6. apríl nk. kl. 8:30–10:30
í Kaupþingssalnum, Borgartúni 19. Sérstök áhersla verður lögð á
eignaumsýslufélög í eigu ríkisins og fjallað um þau út frá mismunandi
sjónarhornum. Fundurinn fer fram á ensku.
Hvaða úrræði hafa lítil hagkerfi á tímum sem þessum?
Hvert á hlutverk ríkisins á að vera? Hversu mikil eiga ríkisafskipti
að vera? Hvaða leið hafa íslensk stjórnvöld farið?
Hvaða leið hafa stjórnvöld í Ísrael farið? Hvað tekur við?
Vöruskipti voru jákvæð um 8,3
milljarða króna í mars, samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofunnar.
Verðmæti vöruútflutnings nam
34,9 milljörðum króna á óbreyttu
gengi í mánuðinum en verðmæti
innflutnings 26,6 milljörðum króna
á sama tíma.
Þetta er svipuð útkoma og í
mánuðinum á undan og hefur ekki
verið lægra í einum mánuði í þrjú
ár, að sögn Hagstofunnar. Afgang-
ur af vöruskiptum í febrúar nam
5,9 milljörðum króna.
Hagstofan bendir á að inn-
flutningur á hrá- og rekstrar-
vörum hafi verið með minnsta
móti í mánuðinum en það bendi
til að heimsmarkaðsverð á áloxíði
sé mjög lágt um þessar mundir.
Nokkur aukning er aftur á móti
í innflutningi á hálf-varanlegri
neysluvöru, svo sem fatnaði.
Á móti hafi verðmæti sjávar-
afurða aukist lítillega. Það sé þó
lágt miðað við lok síðasta árs, að
sögn Hagstofunnar.
- jab
Jákvæð vöruskipti