Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 16

Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 16
16 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 24 Velta: 44,5 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 215 -0,63% 634 -0,99% MESTA HÆKKUN CENTURY ALU. +33,12% FØROYA BANKI +1,21% ÖSSUR +0,66% MESTA LÆKKUN ICELANDAIR -28,55% BAKKAVÖR -10,64% MAREL -2,31% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ... Bakkavör 1,26 -10,64% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 126,00 +1,21% ... Icelandair Group 5,00 -28,55% ... Marel Food Systems 42,30 -2,31% ... Össur 91,60 +0,66% „Vinna okkar síðustu mánuði hefur snúist um hagsmuni lánardrottna. Gjaldþrot Stoða hefði valdið þeim meiri skaða,“ segir Júlíus Þor- finnsson, upplýsingafulltrúi Stoða (áður FL Group). Félagið óskaði í gær eftir heim- ild Héraðsdóms Reykjavíkur til að leita nauðasamninga við kröfu- hafa. Í nauðasamningunum felst að núverandi hlutafé verður afskrif- að og eignast lánardrottnar 86 pró- sent í félaginu. Öllum kröfuhöfum verður greidd ein milljón króna og má gera ráð fyrir að þeim sem eiga lægri kröfur á hendur félag- inu fækki við það. Þeir sem eiga hærri kröfu en eina milljón fá fimm prósent af eftirstöðvum breytt í hlutafé. Markaðsverðmæti tuttugu stærstu hluthafa Stoða hljóðaði upp á rúma 86 milljarða króna áður en félagið var tekið af markaði um mitt síðasta ár. Gömlu bankarnir voru þar á meðal en bæði þeir og nýju bankarnir verða á meðal hlut- hafa ásamt þýskum bönkum sem áttu hlut að sambankaláni félags- ins. Fulltrúar bankanna og aðrir kröfuhafar hafa setið í kröfuhafa- ráði Stoða frá byrjun árs. Áætlað er að skuldir Stoða hljóði upp á 287 milljarða króna. Við ríkis væðingu Glitnis í fyrra- haust gufaði eigið fé félagsins upp og óskaði félagið eftir heimild til greiðslustöðvunar. Þá voru eignir nokkurn veginn á pari við skuld- ir, að sögn Júlíusar. Síðan þá hafa aðstæður breyst til muna og nemur eignaverð allt að áttatíu milljörð- um króna. Það jafngildir um fjórð- ungi til þrjátíu prósentum af skuld- um. jonab@markadurinn.is HÚSNÆÐI STOÐA Kröfuhafar hefðu borið meiri skaða af færi félagið í þrot, að sögn upplýsingafulltrúa Stoða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Kröfuhafar taki Stoðir upp í skuld Eign núverandi hluthafa félagsins verður að engu samkvæmt hugmyndum um endurskipulagningu. Stór fyrirtækjakaup heyra sögunni til í bili og hafa fjárfestingarsjóðir í Evrópu beint sjónum sínum í auknum mæli að fjár festingum í sprota- og nýsköpunar- fyrirtækjum. Þetta segir Kimberly Rom- aine, ristjóri breska tímaritsins Unquote. Tímaritið sérhæfir sig í umfjöllun um einkaframtaks- og áhættufjárfestingar- sjóði í Evrópu og víðar. Kimberly, sem hélt erindi um fjárfest- ingarsjóðina á sprotaþingi Seed Forum í gær, sagði fjárfestingarsjóði hafa safnað dágóðum skildingi upp á síðkastið þrátt fyrir efnahagskreppuna. Aldrei hafa fleiri fjárfestar verið skráð- ir á þingið, að sögn Eyþórs Ívars Jónsson- ar, stjórnarformanns Seed Forum hér á landi.Sex íslensk fyrirtæki kynntu sig og vörur sínar fyrir fjárfestum, viðskipta- englum, sem margir hverjir hafa ára- langa reynslu af rekstri sprotafyrirtækja. Á meðal fyrirtækja sem kynnt hafa starf- semi sína á þinginu á liðnum árum eru CCP, Gogoyoko og Orf líftækni. - jab VIÐSKIPTARÁÐHERRA Í PONTU Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra opnaði sprotaþingið í gær en þar kynntu sex íslensk fyrirtæki starfsemi sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fleiri fjárfesta í sprotafyrirtækjum ■ Stoðir (áður FL Group) tapaði 67 milljörðum króna árið 2007, sem var mettap í íslenskri fyrirtækja- sögu. ■ Hannes Smárason hætti sem for- stjóri og Jón Sigurðsson tók við. Veruleg breyting varð á hluthafa- lista síðla árs 2007. ■ Stærsta eign var 32 prósenta hlut- ur í Glitni. Markaðsverðmæti nam 75 milljörðum króna þegar ríkið tók bankann yfir síðasta haust. ■ Stoðir áttu í um ár stóra hluti í bandarísku flugrekstrarsamstæð- unni AMR og þýska bankanum Commerzbank. Eignirnar voru seldar með milljarðatapi. ■ Helstu eignir í dag eru 99 prósent í Tryggingamiðstöðinni og 49 prósent í evrópska drykkjarvöru- framleiðandanum Refresco. Aðrar eignir eru í Landic Property, verktakafyrirtækinu Bayrock og matvörukeðjunni Iceland Foods. ■ Sjö starfa hjá Stoðum í dag, allir á uppsagnarfresti. STOÐIR Í HNOTSKURN Eik fasteignafélag tapaði 31,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 1,7 milljarða króna hagnað í hittiðfyrra. Í uppgjöri félagsins kemur fram að reksturinn hafi gengið mjög vel þrátt fyrir mjög erfið skilyrði. Eigið fé nam 20,2 milljörðum króna í lok síðasta árs og var arð- semi eiginfjár neikvæð um 1,25 prósent. Tvö kúlulán hvíla á félaginu upp á 509 milljónir króna og á gjalddaga í júní og 523 milljónir sem dreifast á árið allt. Viðræður standa yfir um endurfjármögn- un vegna þessa, að því er fram kemur í uppgjörinu. - jab Eik tapar 31 milljón Atvinnuleysi mældist 8,5 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mán- uði, samkvæmt tölum bandarísku vinnumálastofnunarinnar, sem birtar voru í gær. Þetta er í sam- ræmi við spár. Til samanburðar mældist atvinnuleysi hér 8,2 prósent í febrúar. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem atvinnuleysi eykst vestanhafs og getur aukið líkurnar á því að frekar dragi úr einkaneyslu, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Tölurnar jafngilda því að 5,1 milljón Bandaríkjamanna hafi verið án atvinnu í mars en fjöld- inn hefur ekki verið meiri í um 26 ár, eða frá 1983 þegar Bandaríkin voru að koma upp úr niðursveiflu- skeiði. Þá fór atvinnuleysið hæst í ellefu prósent. Haft hefur verið eftir Ben Bernanke, bankastjóra bandaríska seðlabankans, að í versta falli geti atvinnuleysi farið í svipaðar hæðir nú og þá. Bloomberg segir þróun mála geta gert Barack Obama forseta erfitt fyrir en hann hefur lagt áherslu á að hið opinbera grípi til aðgerða til að fjölga störfum og koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný. - jab Mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum MORGUNÞING UM EFNAHAGSMÁL ÚRRÆÐI LÍTILLA HAGKERFA Í KREPPU Dagskrá Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, setur fundinn. Tamir Agmon, Chair, Department of Finance and International Business, Graduate School of Business, the College of Management, Israel: „The crisis causes and remedies, an application for small and open economies“. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA: „The U-turn“. Arnar Þór Másson, staðgengill skrifstofustjóra í Fjármálaráðuneytinu: „The Icelandic way regarding the build-up of an asset management company“. Þórður Pálsson, sérfræðingur NKB: „NKB Business as unusual“. Pallborðsumræður. Fundarstjóri: Ásta Dís Óladóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Morgunverðarveitingar. Allir velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á www.kaupthing.is Háskólinn á Bifröst, í samstarfi við Kaupþing, efnir til morgunþings um efnahagsmál mánudaginn 6. apríl nk. kl. 8:30–10:30 í Kaupþingssalnum, Borgartúni 19. Sérstök áhersla verður lögð á eignaumsýslufélög í eigu ríkisins og fjallað um þau út frá mismunandi sjónarhornum. Fundurinn fer fram á ensku. Hvaða úrræði hafa lítil hagkerfi á tímum sem þessum? Hvert á hlutverk ríkisins á að vera? Hversu mikil eiga ríkisafskipti að vera? Hvaða leið hafa íslensk stjórnvöld farið? Hvaða leið hafa stjórnvöld í Ísrael farið? Hvað tekur við? Vöruskipti voru jákvæð um 8,3 milljarða króna í mars, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Verðmæti vöruútflutnings nam 34,9 milljörðum króna á óbreyttu gengi í mánuðinum en verðmæti innflutnings 26,6 milljörðum króna á sama tíma. Þetta er svipuð útkoma og í mánuðinum á undan og hefur ekki verið lægra í einum mánuði í þrjú ár, að sögn Hagstofunnar. Afgang- ur af vöruskiptum í febrúar nam 5,9 milljörðum króna. Hagstofan bendir á að inn- flutningur á hrá- og rekstrar- vörum hafi verið með minnsta móti í mánuðinum en það bendi til að heimsmarkaðsverð á áloxíði sé mjög lágt um þessar mundir. Nokkur aukning er aftur á móti í innflutningi á hálf-varanlegri neysluvöru, svo sem fatnaði. Á móti hafi verðmæti sjávar- afurða aukist lítillega. Það sé þó lágt miðað við lok síðasta árs, að sögn Hagstofunnar. - jab Jákvæð vöruskipti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.