Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 20

Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 20
20 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á meðan flest þróuð ríki keppast við að lækka stýrivexti niður að núll prósentum til að blása lífi í efnahagslífið heldur Seðlabanki Íslands stýrivöxtum í sautján pró- sentustigum. Rök Seðlabankans fyrir háum vöxtum eru helst þau að það verji gengi krónunnar. Nánar tiltekið telur bankinn að ávöxtun á íslensk- um markaði þurfi að vera ásættan- leg miðað við áhættu þegar gjald- eyrishöftunum verður aflétt til að sporna við útflæði gjaldeyris. Með öðrum orðum verða Íslendingar að borga háa vexti til að erlendir aðil- ar skipti ekki út íslenskum verð- bréfum fyrir erlenda mynt þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt. Í fyrsta lagi eru vextir undan- þegnir gjaldeyrishöftum og því má skipta vaxtagreiðslum beint yfir í erlenda mynt miðað við núver- andi reglur. Samkvæmt heimildum Seðlabankans eiga erlendir aðil- ar ríkisverðbréf að upphæð 400 milljörðum og þar af má ætla að um 150-200 milljarðar séu á fljót- andi vöxtum. Samkvæmt munn- legum heimildum markaðsaðila nýta þessir aðilar sér reglulega að skipta vaxtagreiðslum fyrir erlendan gjaldeyri. Hærri vextir valda því meira útflæði gjaldeyr- is. Meira útflæði gjaldeyris veik- ir krónuna. Til að setja hlutina í samhengi mun hvert prósentu- stig minnka útflæði vegna fljót- andi vaxta um 1,5 til 2 milljarða á ársgrunni. Tveggja prósentu- stiga lækkun þýðir því sparnað fyrir ríkið sem samvarar áætl- uðum tekjum af hátekjuskatti. Heildarvaxtagjöld miðað við 17% vexti og 150-200 milljarða skuld eru 26-34 milljarðar á ári sem aftur má skipta í gjaldeyri. Þetta útflæði samsvarar nettó gjaldeyris- áhrifum af þorskveiði núverandi fiskveiðiárs. Lægri vextir munu því draga markvert úr útstreymi gjaldeyris við núverandi aðstæður. Í öðru lagi endurspeglar íslenska krónan íslenskt efnahags- líf. Fyrirtæki og heimili eru nú í sárum eftir bankahrunið, gengis- fall, tilheyrandi verðbólguskot, almennan samdrátt, eignatap og tapað lánstraust erlendis. Á sama tíma og spáð er 10% samdrætti í landsframleiðslu, áður óþekktu atvinnuleysi og tímabilum verð- hjöðnunar er fráleitt að ætla að efnahagslífið geti staðið undir vöxtum nálægt 20%. Lægri vextir munu aftur á móti styrkja efna- hagslífið og hvetja til fjárfestinga með tilheyrandi atvinnusköpun. Slíkur raunverulegur stuðningur við efnahagslífið eykur síðan aftur tiltrú á gjaldmiðlinum sem endur- speglar grundvallar efnahags- aðstæður. Í þriðja lagi virðist Seðlabankinn byggja á forsendunni um að það verði hægt að aflétta gjaldeyris- höftunum í náinni framtíð og því sé þess virði að borga háa vexti í skamman tíma með von um að fljótlega verði hægt að lækka þá þegar tiltrú erlendra aðila á hag- kerfinu hefur aukist. Þessi for- senda verður að teljast veik því líklegt er að höft verði til staðar í marga mánuði og jafnvel ár til við- bótar til að verja gengi krónunn- ar. Fyrir þessu eru ýmsar ástæð- ur. Miðað við gengi krónunnar utan Íslands er hæpið að hægt sé að aflétta höftunum í bráð án þess að fjármagn flæði úr landi þar til jafnvægi næst á gengi krónunnar. Erlent fjármagn, sem bundið er í íslenskum skuldabréfum (sem er bein afleiðing hávaxtastefnu Seðla- bankans undanfarin ár), er svo mikið að það er ekki raunhæft að gefa kost á því að það fari í gegn- um gjaldeyrismarkaðinn án þess að valda umtalsverðri veikingu krónunnar. Eins og áður hefur komið fram eiga erlendir aðilar ríkisverðbréf að upphæð 400 millj- arðar. Þessi upphæð er mjög há samkvæmt öllum mælikvörðum. 400 milljarðar eru 1,6 sinnum heildarvelta á gjaldeyrismarkaði á ársgrunni (miðað við veltu síðustu fimm mánuði), 400 milljarðar eru þrisvar sinnum byggingarkostnað- ur Kárahnjúkavirkjunar, 400 millj- arðar eru nokkru hærri en gjald- eyrisvaraforði Seðlabanka Íslands (341 milljarðar) og jafngilda erlendum eignum allra íslenskra lífeyrissjóða (424 milljarðar). 400 milljarðar samsvara nettó inn- streymi gjaldeyris vegna veiða á 2 milljónum tonna af þorski! Af þessu leiðir að það er næstum óhugsandi að höftunum verði aflétt án þess að semja sérstaklega við erlenda kröfuhafa (og viðhalda þar með ákveðnum höftum) og því verður núverandi vaxtastefna fyrst og fremst að byggja á þeirri forsendu. Rök fyrir því að Seðlabankinn heldur vöxtum háum til að styrkja gengi krónunnar þola illa nánari skoðun. Þvert á móti eru sterk rök fyrir hinu gagnstæða. Rök- rétt væri því að horfast í augu við þá staðreynd að ef markmiðið er að halda gengi krónunnar sterku þurfa gjaldeyrishöftin að vera til staðar í einhvern tíma í viðbót og því er eðlilegt að miða vaxtastefn- una fyrst og fremst við núverandi ástand efnahagsmála í landinu líkt og gert er í öðrum löndum. Jón Helgi er verkfræðingur. Kári er með doktorspróf í fjármálum og gegnir lektorsstöðu við Háskól- ann í Reykjavík. Háir vextir veikja krónuna JÓN HELGI EGILSSON OG KÁRI SIGURÐSSON Í DAG | Stýrivextir UMRÆÐAN Kjartan Magnússon skrifar um barna- og unglingastarf. Í pistli í Fréttablaðinu sl. föstudag fjallar Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í íþrótta- og tómstundaráði (ÍTR), um tvö atriði, sem varða barna- og unglingastarf á vegum borgarinnar og fullyrðir að þau séu í uppnámi. Annars vegar nefn- ir hún svokallaða félagsmiðstöðvar- hópa fyrir unglinga í sumar og hins vegar viðbótarþjónustu á frístunda- heimilum fyrir hádegi þá daga sem frí er gefið í skólum. Sóley veit að bæði þessi mál eru til sérstakrar skoðunar hjá starfsmönnum ÍTR þar sem reynt er að finna á þeim farsæla lausn fyrir alla aðila. Það liggur fyrir að frístunda- heimili veita börnum umrædda viðbótar þjónustu út yfir- standandi skólaár og bind ég vonir við að svo verði einnig á næsta skólaári. Mun það m.a. ráðast af við- ræðum, sem standa nú yfir á milli Starfsmannafélags borgar innar og borgaryfir- valda um vinnufyrirkomu- lag starfsmanna á þessum dögum. Skilja má grein Sól- eyjar þannig að til standi að loka frístundaheimilum alveg á umræddum frídögum en sá skilningur er alrangur. Aldrei hefur verið hvikað frá því að hafa frístundaheimilin opin með eðli- legum hætti umrædda daga, það er einungis viðbótarþjónustan fyrir hádegi sem er til skoðunar. Þá er stefnt að því að á næsta fundi ÍTR verði lögð fram tillaga, sem tryggja mun starfrækslu umræddra félagsmiðstöðvarhópa í sumar og að hún muni síðan leiða af sér stórbætt starf fyrir 10-12 ára börn næsta vetur. Þannig er unnið hörðum hönd- um að því við erfiðar aðstæður að finna farsæla lausn á þeim málum sem Sóley nefnir. Hefði ég talið far- sælla að kjörnir fulltrúar biðu með stóryrði og yfirlýsingar um skerta þjónustu og uppnám í barna- og unglingastarfi á meðan sú vinna stendur yfir. Mikilvægt er að starfsmenn borgarinnar fái vinnu- frið til góðra verka í stað þess að reynt sé að setja mál í uppnám og valda óvissu meðal notenda þjónust- unnar og þeirra sem veita hana. Starfsmenn ÍTR hafa lagt fram fjölda tillagna um hagræðingu í rekstri sviðsins og eru nú að vinna stórvirki með því að hrinda mörg- um þeirra í framkvæmd. Fyrir það vil ég þakka sérstaklega og heiti á alla kjörna fulltrúa að taka þátt í þeirri vinnu í stað þess að reyna að valda uppnámi með ótímabærum og illa ígrunduðum yfirlýsingum. Höfundur er formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Forgangsraðað í þágu barna KJARTAN MAGNÚSSON Þrotabú Gólfefna og hurða hf., sem rak verslanir Egils Árnasonar í Reykjavík og á Akureyri, auglýsir eft ir tilboðum í eignir þrotabúsins, þ.m.t. lager og rekstur verslana félagsins. Áhugasamir kaupendur hafi samband við skiptastjóra þrotabúsins, Grím Sigurðsson, hrl., eigi síðar en þriðjudaginn 7. apríl nk. kl. 18:00. Grímur Sigurðsson, hrl., skiptastjóri. Köllunarklettsvegi 2 104 Reykjavík s. 520 2900 grimur@landslog.is Bless-listinn L-listinn hefur dregið framboð sitt til baka og ekki skortir ástæðurnar ef marka má tilkynninguna frá listanum. Ólýðræðislegar aðstæður, þaulseta Alþingis fram undir kosning- ar, fimm prósenta múrinn, krafa um 126 frambjóðendur í sex kjördæm- um og síðast en ekki síst fjölmiðlar sem verða ekki við kröfum um jafnræði í umfjöllun. Framboð og eftirspurn Fjölmiðlamaðurinn Friðrik Þór Guð- mundsson sem liðsinnt hefur Borgarahreyfing- unni segir á bloggsíðu sinni: „Útlitið er gott hvað Borgarahreyfinguna varðar. Meðmælendur hrannast inn og frambjóðendur eru að fylla alla lista og boðið verður fram í öllum kjördæmum.” Einhverra hluta vegna virðist fimm prósenta múrinn, fjöl- miðlar, 126 frambjóðenda reglan og þaulseta Alþingis ekki vera hreyfing- unni sami fjötur um fót. Þetta eru kannski minni vandræði þegar eftirspurnin er til staðar. Kostnaðurinn við Davíð Guðlaugur Þór Þórðarson fjallar um það á vefsíðu sinni hversu dýrt ætlar að reynast Íslendingum að reka Davíð Oddsson úr stóli Seðlabankastjóra. Hann bendir á að á þeim rúma mánuði sem liðinn er síðan Davíð yfirgaf bankann hafi gengi íslensku krónunnar fallið um heil tólf prósent. Guðlaugur leggur til að norska Verkamannaflokknum verði sendur reikningur fyrir ósköpunum. Aðrir benda hins vegar á að á þeim tíma sem Davíð sat í Seðlabankanum lækkaði gengi krónunnar um tæp 87 prósent. „Guðlaugur? Á ég að senda reikninginn beint til þín eða upp í Val- höll?“ spyr bloggari á vefnum Grettir.net. jse@frettabladid.is stigur@frettabladid.isF atan sem sett var undir gjaldeyrishaftalekann fyrr í vik- unni er frekar sú fyrsta en síðasta. Traustið á krónunni féll enn frekar þegar bannað var að eiga í útflutnings- viðskiptum í íslenskum krónum. Héldu margir þó að traustið á gjaldmiðlinum gæti ekki orðið minna. Næsta skref í minnkandi trausti á krónunni er ef fyrirtæki og almenn- ingur fara að gera samninga sín á milli í erlendum gjaldmiðli. Það skref hefði mjög líklega þegar verið tekið ef ekki væri fyrir verðtrygginguna. Þegar gjaldeyrishöftin voru sett á var þáverandi forsætis- ráðherra, Geir H. Haarde, vongóður um að hægt yrði að slaka á þeim innan þriggja mánaða, en þá átti að endurskoða lögin. Sannleikurinn er líklega sá að Ísland þarf að búa við einhvers konar gjaldeyrishöft um komandi tíð. Í komandi kosningum verða stjórnmálaflokkarnir, eins og áður hefur verið ítrekað, að útskýra hvernig skorið verður niður á fjárlögum. Í því munu koma fram hugmyndir um hvernig nýtt Ísland verður og hvert hlutverk ríkisins verður í uppbyggingunni. Hitt atriðið sem verður að koma fram er hlutverk gjaldmiðilsins í uppbyggingunni. Stöðugleiki efnahagslífsins verður aldrei að veruleika með gjaldmiðli eins og íslensku krónunni. Það hafa flestir viðurkennt. Fæstir hafa hins vegar komið með lausnir í því máli. Stefna Samfylkingarinnar er ljós þegar kemur að íslensku krónunni. Hún hefur lengi verið að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og taka upp evru. Sú stefna var reyndar mjög svo gagn- rýnd þegar krónan var sterk, fyrir það að vera að tala krónuna niður. Það hjálpar krónunni ekki að tala um hana sem ónýta. En það er ekki raunhæft heldur að tala eins og hún eigi sér lífsvon. Hugmyndin um að taka upp svissneska frankann virðist dauð, en ungir sjálfstæðismenn lífguðu í gær við hugmyndina um að taka upp bandaríska dollarann. Í umræðu leiðtoga flokkanna í gær nefndu tveir flokkar einhliða upptöku annars gjaldmiðils. Nokkuð ljóst virðist að sá gjaldmiðill verður ekki evra. Ef valið stendur milli evru og dollara þarf að skoða það í víðu samhengi. Skoða þarf hvar utanríkisviðskipti Íslands liggja. Einnig þarf að skoða hvort upptaka dollarans leiði til þess að hægt sé að leggja af gjaldeyrishöft, eða hvort halda þurfi í höftin til að allir dollarar landsins leki ekki út. Þá þarf einnig að hafa það í huga hvert þjóðin vilji stefna, í vestur til Bandaríkjanna eða til Evrópu. Þrátt fyrir vinsældir Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, er ólíklegt að meirihluti Íslendinga líti frekar á sig sem Ameríku- en Evrópubúa. Hvernig sem gjaldmiðlaumræðan fer eru engar töfralausnir í boði. Ísland fer í gegnum djúpa kreppu sem mun lenda á öllum. Til framtíðar gæti krónan og trú á henni eitthvað styrkst. Jafnvel er fræðilegur möguleiki á að hægt sé að sigla út úr gjaldeyris- höftum. Reynsla okkar af krónunni ætti hins vegar að vera búin að kenna okkur að hún mun ekki verða forsenda stöðugleika eða öruggs hagvaxtar. Til þess verður að líta annað. Gjaldeyrishöft hverfa ekki af sjálfu sér. Stefna eða stefnuleysi SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.