Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 35
LAUGARDAGUR 4. apríl 2009 35
borð við Norðmenn telja að það sé
kominn tími til að endurmeta for-
gangsröðunina. „NATO virðist í
augum almennings vera stofnun
sem tekur syni okkar og sendir þá
til Afganistans,“ hefur The Econ-
omist eftir Espen Barth Eide,
aðstoðarvarnarmálaráðherra
Noregs. Að beina meiri athygli
að verkefnum á og nær heima-
velli gæti bætt tengsl NATO við
hinn almenna borgara í Evrópu,
og aukið í framhaldinu stuðning
við verkefni „utan svæðis“, að
mati Barths Eide.
Slíkir „ný-hefðarsinnar“ vilja
að stefnumótendur í hernaðar-
höfuðstöðvum NATO í Belgíu,
SHAPE (Supreme Headquart-
ers Allied Powers Europe), setji
saman trúverðugar áætlanir um
varnir landamæra Evrópu og loft-
og hafsvæðanna í kring.
Norðurslóðamál á dagskrá?
Norðmenn, ásamt Íslending-
um, Dönum og fleiri bandalags-
þjóðum með hagsmuni í Norður-
höfum, eru mjög áfram um að
slíkar áætlanir séu til fyrir
norður slóðir, þar sem ísbráðnun,
hugsanleg opnun nýrra skipa-
leiða og aðgengi að olíu- og gasl-
indum kalla á grundvallarendur-
mat á hernaðarlegu mikilvægi
þessa svæðis fyrir bandalagið í
heild. Á NATO-þingi sem fram
fór í Reykjavík í vetur kom fram
mikill vilji til að NATO gæfi norð-
urslóðum meiri gaum. Athyglis-
vert verður að sjá hvort þess mun
sjá merki í lokaályktun afmælis-
leiðtogafundarins í dag.
Sumir innan bandalagsins óttast
að slíkar ályktanir myndu minna
um of á „víglínur“ kalda stríðsins
og yrðu af hálfu Rússa túlkaðar
sem ögrun. Að mati Barths Eide
eru slíkar áætlanir og heræfing-
ar á grunni þeirra hins vegar til
þess fallnar að hindra NATO í að
bregðast of hart við ef til spennu-
ástands skyldi koma.
Fjallað verður um jafnvæg-
ið milli verkefna NATO heima
fyrir og „utan svæðis“ í „Álykt-
un um öryggi bandalagsins“ sem
á að samþykkja á leiðtogafundin-
um í dag. Þessi ályktun á að skapa
grunninn að betur útfærðri áætl-
un um varnarkerfi NATO sem
síðan á að leggjast fyrir næsta
leiðtogafund að ári.
Óbreytt aðdráttarafl
Rússneski forsetinn Dmítrí Med-
vedev, sem Obama og fleiri af
voldugustu NATO-leiðtogunum
hittu á G20-fundinum í Lundún-
um, varaði þá við því að opna á
frekari stækkun NATO. Það fer
ekkert á milli mála að með þessu
er átt við að Rússar muni taka því
mjög illa ef frekari skref skyldu
verða stigin í átt að því að veita
fyrrverandi Sovétlýðveldun-
um Úkraínu og Georgíu aðild að
bandalaginu.
Hvað sem ákveðið verður í því
efni þá mæta leiðtogar tveggja
annarra fyrrverandi austurblokk-
arlanda, Albaníu og Króatíu, sem
fulltrúar nýrra NATO-ríkja á leið-
togafundinn.
Viðvarandi aðsókn nýrra ríkja
inn í bandalagið virðist því stað-
festa að það er enn eitt af kjöl-
festusamtökum vestræns sam-
starfs, þótt hlutverk þess sé
orðið óskýrara en það var í upp-
hafi kalda stríðsins fyrir sex ára-
tugum.
Á VAKT VIÐ HINDUKUSH Áhöfn bandarísks herjeppa á vakt við veg í Nuristan-sýslu í
Afganistan í gær. Hjálparstofnanir vöruðu við því að fyrirhuguð fjölgun bandarískra
hermanna í Afganistan myndi sennilega leiða til fleiri dauðsfalla meðal óbreyttra
borgara. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra
Danmerkur, staðfesti í gær að hann gæfi kost á
sér til að taka við embætti framkvæmdastjóra
Atlantshafsbandalagsins. Þar með batt hann
enda á vangaveltur sem staðið hafa yfir vikum
saman. Þar sem Fogh virðist vera án keppinauta
um hið áhrifamikla embætti hafa líkur aukist til
muna á því að hann verði formlega útnefndur
arftaki Hollendingsins Jaap de Hoop Scheffer á
afmælisleiðtogafundi NATO í Strassborg í dag.
Það sem helst stendur í vegi fyrir því er að ráða-
menn í Tyrklandi eru ósáttir við framboð hans. Er þá
óánægju Tyrkja að rekja til þess er hann neitaði í nafni
tjáningar frelsis að beita ríkisvaldinu til að banna birtingu
skopteikninga af Múhameð, spámanni múslima, í dönsku
dagblaði, og neitaði að biðja múslima heims afsökunar á
að hið danska dagblað skyldi hafa birt teikningarnar. Þá
er Tyrkjum einnig uppsigað við Fogh fyrir að hann skyldi
ekki vilja verða við beiðni Tyrklandsstjórnar um
að banna útsendingar kúrdískrar útlagasjón-
varpsstöðvar frá Danmörku. Í þriðja lagi eru
Tyrkir ósáttir við að Fogh skuli hafa gagnrýnt
horfur á að Tyrkir fengju aðild að Evrópusam-
bandinu.
Vangaveltuvélin um valið á eftirmanni Jaap
de Hoop Scheffers bendir líka á að val Foghs
í embætti kynni að falla illa í kramið í Kreml
og þannig ekki vera til þess fallið að hjálpa til
við að bæta samskipti NATO við Rússa. Ástæðu þess er
að rekja til þess að Fogh neitaði að framselja téténskan
uppreisnarmann, sem sótti ráðstefnu í Kaupmannahöfn
haustið 2002. Vladimír Pútín, núverandi forsætisráðherra
Rússlands og þáverandi forseti, brást við með því að
aflýsa áformaðri heimsókn til Kaupmannahafnar, þar sem
til stóð að hann mætti á leiðtogafund ESB. Sá fundur var
því færður til Brussel.
➜ ANDERS FOGH Í FRAMKVÆMDARSTJÓRANN
ANDERS FOGH
RASMUSSEN
www.kaupthing.is
Til fyrrum viðskiptavina
SPRON og Netbankans
Ágæti viðskiptavinur
Fjármálaeftirlitið yfirtók SPRON vegna fjárhagsörðugleika 21. mars 2009 og setti skilanefnd yfir rekstur
SPRON. Samhliða yfirtökunni gerðu stjórnvöld samkomulag við Nýja Kaupþing um að innlánsreikningar
fyrrum viðskiptavina SPRON og Netbankans færðust yfir til Nýja Kaupþings. Ég vil því bjóða fyrrum
viðskiptavini SPRON innilega velkomna í hóp viðskiptavina Nýja Kaupþings.
Yfirfærsla innlánsreikninga tókst vonum framar
Starfsfólk Nýja Kaupþings hefur lagt nótt við nýtan dag til að tryggja að fyrrum viðskiptavinir SPRON og
Netbankans verði sem minnst varir við þessa yfirfærslu. Það hefur tekist vonum framar. Nýir viðskipta-
vinir bankans hafa t.d. getað notað greiðslukort sín og haft fullan aðgang að netbönkum. Þá hefur Nýja
Kaupþing ráðið til sín um tuttugu fyrrum starfsmenn SPRON.
Ákvörðun skilanefndar SPRON
Til að tryggja viðskiptavinum heildstæða þjónustu lagði Nýja Kaupþing áherslu á að fá einnig að þjónusta
þau útlán sem SPRON og Netbankinn höfðu veitt viðskiptavinum sínum. Til að sinna útlánaþjónustu þarf
aðgang að ákveðnum upplýsingakerfum. Því miður hafnaði skilanefnd SPRON beiðni Nýja Kaupþings um
slíkan aðgang en gerði þjónustusamning vegna útlána við þriðja aðila. Við í Nýja Kaupþingi teljum þetta
miður og hörmum að ákvörðun hafi ekki verið tekin með heildarhagsmuni fyrrum viðskiptavina SPRON
og Netbankans að leiðarljósi.
Meginmarkmið okkar er að tryggja rétt til eðlilegra bankaviðskipta
Nýja Kaupþing hefur lagt kapp á að finna farsæla lausn með stjórnvöldum. Það er meginmarkmið okkar
að nýjum viðskiptavinum Nýja Kaupþings verði tryggður réttur til eðlilegra bankaviðskipta og þeir verði
fyrir sem minnstum óþægindum vegna breyttra aðstæðna á íslenskum fjármálamarkaði.
Reykjavík, 4. apríl 2009
Með góðri kveðju,
Finnur Sveinbjörnsson,
bankastjóri Nýja Kaupþings banka