Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2009, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 04.04.2009, Qupperneq 40
40 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR Við höfum unnið hörðum höndum að því að umbreyta ímynd svæðisins og þeim við- horfum og væntingum sem fólk hefur til uppbyggingarinnar. Leifsstöð x x x x x x X x x x x x x x x x x x x x x x x x UT Spítali 2. Eldey 7. Fjörheimar 6. Officera- klúbburinn 4. Verne Global KADECO skrifstofur 8. Detox Háaleitisskóli Grunnskóli og leikskóli Verslunar- kjarni Hjallaleikskólinn Völlur Tæknigarðar N1 bensínstöð 3. Virkjun 12. Tóm- stundatorgið Listasmiðjan 1. Keilir Aðalbygging 10. Íþróttavellir Andrews leikhúsið 5. Kvikmyndaver AFS Öryggissvæði Vatnstankur Gamla flugstöðin Öryggissvæði Öryggissvæði Uppbygging á Ásbrú 11. Háskólavellir 8. Háskólavellir E itt af því sem hefur einkennt þessa vinnu er að það hefur vantað sameiginlegt heiti yfir svæðið og þá þróun sem er að eiga sér stað hér. Fólk hefur til dæmis verið að tala um fyrrum varnarsvæðið, varnarsvæðið á Keflavíkurflug- velli og síðan Keilir hóf starfsemi sína hafa margir talað um Keilis- svæðið. Nýja nafnið, Ásbrú, kemur úr goðafræði og fer vel í munni Íslendinga og jafnvel útlendinga líka, enda er eitt af því sem við horfum til að fá hingað erlenda fjárfestingu í stórum stíl á næstu árum,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmda- stjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflug- vallar. Félagið var stofnað síðla árs 2006 til að bregðast við brotthvarfi varnar- liðsins, og hefur síðan þá unnið að stefnumótun fyrir þróunarsvæði sitt á Reykjanesi. Yfirlýst markmið er að vinna að þróun og umbreyt- ingu þessarar fyrrum herstöðv- ar til borgaralegra nota. Að sögn Kjartans hefur starfið mikið til gengið út á að greina hvar helstu samkeppnisyfirburðir svæðisins liggja. „Út frá þeirri vinnu höfum við unnið markvisst að stefnumót- un á uppbyggingu á allt að sjö klös- um, sem eiga það sameiginlegt að byggja á þessum samkeppnisyfir- burðum. Nú í upphafi leggjum við mesta áherslu á tvo slíka; Annars vegar orkutengda uppbyggingu og hins vegar heilsutengda uppbygg- ingu.“ Kjartan segir meginstefnuna við uppbyggingu og þróun svæðisins byggja á tveimur megin stoðum, tækifærum tengdum vel staðsett- um alþjóðaflugvelli á heimsvísu og tækifærum tengdum grænni orku. „Við höfum unnið hörðum höndum að því að umbreyta ímynd svæðis- ins og þeim viðhorfum og vænting- um sem fólk hefur til uppbygging- arinnar. Liður í þeirri vinnu er að koma ákveðnum eignum í not og sýna fram á að hér sé að rísa sam- félag sem styður við þá uppbygg- ingu sem hér á sér stað,“ segir Kjartan. Hann segir verkefnið hafa geng- ið mun hraðar en væntingar stóðu til í byrjun. „Okkar upphaflegu áætlanir gerðu ráð fyrir að hægt væri að ná um það bil 1.700 íbúum inn á svæðið á fimm árum. Raunin er þó sú að einu og hálfu ári eftir að við fórum af stað voru íbúarn- ir orðnir 2.000 talsins. Samhliða því hefur byggst upp þjónusta. Reykjanesbær hefur byggt upp grunn- og leikskóla og verslanir og veitingastaðir hafa risið. Öll sú þjónusta sem 2.000 manna samfé- lag þarf á að halda er veitt hér í dag. Auk þess eru fjöldi fyrirtækja og frumkvöðla að koma sér fyrir á svæðinu. Má þar nefna sem dæmi Gagnaver Verne, auk fjölmargra frumkvöðlafyrirtækja í frum- kvöðlasetrinu Eldey.“ Kjartan segir að sá hluti Ásbrú- ar sem áður var herstöð Banda- ríkjahers sé í raun orðinn að hverfi í Reykjanesbæ. „Öll okkar vinna hefur frá byrjun gengið út á að horfa ekki bara á þetta hverfi held- ur miklu frekar að horfa almennt á tækifærin í kringum flugvöll- inn og Reykjanesið í heildina. Við viljum nýta okkur þau megintæki- færi sem eru í boði til að byggja upp atvinnustarfsemi og laða fólk að svæðinu,“ segir Kjartan Þór Eiríksson. Opinn dagur verður á Ásbrúar- svæðinu laugardaginn 25. apríl þar sem almenningi gefst kostur á kynna sér helstu atburði og starf- semi sem þar fara fram. Úr varnarstöð í vísindasamfélag Í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins í september 2006 var ráðist í umbreytingu herstöðvarinnar á Reykjanesi til borgaralegra nota. Svæðið hefur hlotið nafnið Ásbrú. Brjánn Jónasson og Kjartan Guðmundsson kynntu sér stefnumótun og helstu framkvæmdir. KJARTAN ÞÓR EIRÍKSSON LISTAMENN FRAMTÍÐAR- INNAR Ballettskóli Bryndísar Einarsdóttur er starfræktur á Ásbrúarsvæðinu. M YN D /H ILM A R B R A G I B Á R Ð A R SO N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.