Fréttablaðið - 04.04.2009, Síða 52

Fréttablaðið - 04.04.2009, Síða 52
„Við hefjum ferðina á slóðum land- námsmanna á níundu öld og þar verður skoðað ýmislegt áhugavert eins og sverð og kuml með beina- grindum.“ Þannig byrjar Helga á að lýsa göngu sinni um grunnsýn- ingu Þjóðminjasafnsins með börn- um á aldrinum fimm til átta ára sem boðið verður uppá á morgun klukkan 14. Hefð er komin á slíka leiðsögn fyrsta sunnudag hvers mánaðar, nema yfir sumartímann, og er fólki að kostnaðarlausu. Hún bendir foreldrum á að fá sér kaffi á meðan eða skoða aðrar sýningar safnsins. Helga segir börnunum sögur sem tengjast því sem fyrir augu ber, til dæmis um álfapott og gamla hurð með útskornum myndum sem líkja má við teiknimyndasögur nútímans. „Við lítum líka á leikföng sem börn léku sér með í gamla daga og ég reyni að útskýra fyrir þeim hvern- ig lífið í baðstofunni var,“ segir hún og kveðst bæði sýna þeim mynd úr baðstofu og ýmsa hluti sem tengjast slíkri vistarveru.“ En fá börnin að snerta hlutina sem hún sýnir þeim? „Nei og þau eru ótrúlega dugleg að stilla sig um það. Við segjum þeim frá reglunum og yngri krakkarn- ir virða þær ótrúlega vel. Auðvit- að er freistandi að koma við hluti, alveg eins og fyrir okkur fullorðna fólkið.“ En hvað er það sem börnin heillast mest af? „Það eru hinar fornu beinagrindur af karli, konu og barni og líka 1000 ára gamalt skyr sem hefur varðveist í jörð og er nú orðið að steingervingum.“ Leiðsögnin tekur um 45 mínútur að sögn Helgu. Á eftir mælir hún með að foreldrarnir gefi sér tíma til að fylgja börnunum um ljósmynda- sýningu sem heitir Þrælkun, þroski, þrá og birtir myndir af börnum við vinnu, bæði á sjó og landi á árun- um 1930 til 1950. Einnig bendir hún á sýninguna Endurfundir í kjallar- anum. Þar er afrakstur fornleifa- funda á kirkjustöðum og klaustr- um á Íslandi. Sýningin er hönnuð í barnahæð, kíkjugöt eru lág og þar eru borð sem börn geta setið við, búið til líkön af gömlum verslunar- stað og stimplað nafnið sitt með got- nesku letri. Í Skemmtimenntuninni geta þau svo föndrað, mátað hringa- brynju og sverð og fleira þannig að af nógu er að taka. gun@frettabladid.is Fylgt aftur til fortíðar Beinagrindur, álfapottur og átta hundruð ára gamall skór er meðal þess sem Helga Einarsdóttir safn- fræðslufulltrúi sýnir börnum sem fylgja henni um Þjóðminjasafnið á morgun klukkan tvö. Í baðstofunni var sofið, unnið og leikið eins og Helga lýsir fyrir börnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KEIKO KURITA er ung japönsk listakona sem opnar sýningu sína tree/sleep í Listasafni ASÍ í dag. Á sýningunni eru tíu paraðar ljósmyndir sem fjalla um tré og svefn og hið draumkennda ástand sem tengist þessum fyrirbærum. Gólfdúkur skynsamleg, -léttur í þrifum -auðveldur í lögn -glæsilegt úrval -fæst í 2, 3 og 4 m rúllum. FLOORING SYSTEMS Heimilisdúkur, sígild lausn: smekkleg og hagkvæm lausn þægilegt andrúmsloft Svefnherbergið hjarta heimilisins Eldhúsið einfaldara verður það ekki Forstofan SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 Sérverslun með gólfdúk og teppi Hringdu í síma ef blaðið berst ekki HEILSA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.