Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 53
LAUGARDAGUR 4. apríl 2009 3
Kópavogsdeild Rauða krossins
heldur handverksmarkað í
Hamraborg 11, 2. hæð í dag frá
klukkan 11 til 16.
Handverksmarkaðurinn er loka-
verkefni nema í Menntaskólanum
í Kópavogi sem eru í áfanga um
sjálfboðið starf. Áfanginn er sam-
starfsverkefni MK og Kópavogs-
deildar Rauða krossins.
Hægt er að gera góð kaup á
markaðnum á alls konar hand-
verki. Þar má nefna prjónaflíkur,
peysur, húfur, sokka, vettlinga,
teppi, trefla, handstúkur og fleira
sem sjálfboðaliðar Kópavogsdeild-
ar í verkefninu Föt sem framlag
hafa prjónað. Í því verkefni eru
rúmlega fimmtíu sjálfboðaliðar
sem prjóna, hekla og sauma allt
árið um kring.
Barna- og ungmennastarf Kópa-
vogsdeildarinnar hefur einnig
verið virkjað. Enter-börnin, 9 til
12 ára innflytjendur sem koma á
vikulega samveru í sjálfboðamið-
stöðinni, hafa málað á egg sem
verða til sölu. Þá hafa Eldhugar, 13
til 16 ára ungmenni, búið til brjóst-
sykur sem einnig verður til sölu.
Helmingur af ágóða markaðar-
ins rennur til vinadeildar Kópa-
vogsdeildarinnar í Maputo-héraði
í Mósambík. Hinn helmingur ágóð-
ans rennur til verkefnisins Föt sem
framlag. - sg
Markaður með
handverk í Kópavogi
Börn í Kópavogsdeild Rauða krossins leggja sitt af mörkum.
Boðið verður upp á fræðslu
um sólkerfið í skemmtilegum
göngutúr í miðbænum í dag.
Í tilefni af ári stjörnufræðinnar
2009 hefur verið hleypt af stokk-
unum verkefninu 100 stundir
af stjörnufræði. Um er að ræða
stærsta vísindamiðlunarverkefni
allra tíma þar sem viðburðir eru
skipulagðir í yfir 130 löndum og
áætlað er að um ein milljón manna
taki þátt með einhverjum hætti.
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnar-
ness og Stjörnufræðivefurinn sjá
um skipulagningu verkefnisins hér
á landi.
Boðið verður upp á stjörnu-
skoðunarkvöld fyrir alla áhuga-
sama. Einnig gefst fólki kostur á
að feta í fótspor Galíleós með því
skoða gígana á tunglinu og hringa
Satúrnusar með stærsta sjónauka
landsins.
Boðið verður upp á allsérstæð-
an göngutúr í dag sem hefst á
Ingólfstorgi klukkan 11 og endar
á Hlemmi. Á þessi vegarspotti að
endurspegla sólkerfið og verður
fræðsla á leiðinni. Strax í kjölfarið
verður haldinn fyrirlestur í Öskju,
Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands,
um uppruna alheimsins.
Nánar á www.stjornuskodun.is
- sg
Sólkerfið skoðað í
miðbæ Reykjavíkur
Stjörnurnar hafa að geyma marga leyndardóma.
EINN
AF RAFTÆKJUM
SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF!
30% afsláttur af öllum Nettoline
innréttingum í 3 vikur
OPIÐ
www.friform.is
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Hjálpaðu umhverfinu með
Blaðberanum
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
INNRÉTTINGATILBOÐ