Fréttablaðið - 04.04.2009, Page 68
● heimili&hönnun
Undanfarið hefur Steinunn unnið að eigin verkum og sinnt námi, en hún er nýútskrifuð úr Prisma-diplómanámi sem hún er hæst-
ánægð með. Hér er vinnustofan sem Haukur Dór byggði.
Steinunn Aldís Helgadóttir, hönn-
uður og leirkerasmiður, hefur verið
búsett í húsinu Marbakka á Álfta-
nesi frá aldamótasumrinu 2000.
Hún hafði um nokkurt skeið leitað
að húsnæði fjarri skarkala borgar-
innar sem hefði jafnframt að geyma
heppilega vinnuaðstöðu þegar hún
datt niður á draumahúsið.
„Ég vildi á rólegan stað úti í nátt-
úrunni og fann hann hér, þar sem
mikil náttúrufegurð er fyrir og fjöl-
skrúðugt fuglalíf,“ segir Steinunn.
„Ekki skemmdi fyrir að í húsnæð-
inu er vinnustofa sem leirlistamað-
urinn Haukur Dór byggði á 7. ára-
tugnum. Hún stendur alveg niður
við hafið, þannig að ég hef mjög
gott útsýni; get fylgst með sjávar-
föllunum, fuglalífinu og árstíðun-
um þaðan sem ég vinn.“
Auk þess að ganga erinda lista-
gyðjunnar á Álftanesi miðlar Stein-
unn þar af áralangri þekkingu sinni
í leirkeragerð og -brennslu á nám-
skeiðum fyrir byrjendur og lengra
komna. Aðferðirnar sem hún kennir
eru japanska brennsluaðferðin raku
og holubrennsla þar sem brennt er
ofan í jörðu. „Ég stofnaði fyrir-
tæki, Leirkrúsina, fyrir um þrett-
án árum, sem var í Brautarholti en
flutti hana hingað á Álftanesið, þar
sem vinnuaðstaðan er af fullkomn-
ustu gerð. Hér er gott pláss, ofnar,
rennibekkir, lítil kaffistofa og að-
staða með bókum og myndböndum
sem hægt er að njóta.“
Steinunn bætir við að allir sem
á vinnustofuna komi hafi orð á því
hversu sérstök aðstaðan er. „Fólk
á ekki orð yfir útsýninu og finnst
það engu líkt, enda er það gott fyrir
alla skapandi hugsun.“ - rve Steinunn í 19. aldar stól, sem hún keypti á fornsölu í Stokkhólmi. Lúi fylgist með.
Ævintýri á Álftanesi
● Hönnuðurinn og leirkerasmiðurinn Steinunn Aldís Helgadóttir hefur sameinað sín helstu
áhugamál í lífinu, listsköpun og dálæti á fallegri náttúru í glæsilegu húsnæði á Álftanesi.
FLOTT
barnareiðhjól
með hjálpardekkjum fyrir 2 til 4 ára
WWW.GAP.IS
13.990
LÚR - BETRI HVÍLD
www.lur.is
10:00 – 18:00mánfös
Opið:
lau 11:00 – 16:00
Frábært úrval sófa
og hvíldarstóla
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
...flísar...parket
teppi...dúkar...
Allt á gól ð á góðu verði !
4. APRÍL 2009 LAUGARDAGUR6