Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 77

Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 77
LAUGARDAGUR 4. apríl 2009 57 1. KEILIR – AÐALBYGGING Miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs á Reykjanesi sem mun bjóða upp á nám í fjórum mismunandi skólum: Heilsu- og uppeldisskóla, Orku- og tækniskóla, Skóla skapandi greina og Samgöngu- og öryggisskóla. Fyrsti árgangurinn mun ljúka námi við skóla skapandi greina í haust, en orku- og tækniskólinn hefur starfsemi næsta haust. Markmiðið er að þessi miðstöð þekkingar verði drifkraftur vaxtar í framtíðinni. Keilir er ekki háskóli heldur er ætlunin að byggja upp fyrirtækjafélag um menntauppbygg- ingu á svæðinu. 2. ELDEY Samstarf Keilis, NMÍ, HÍ og Þróunar- félags Keflavíkurflugvallar. Sjö fyrirtæki hafa starfsemi í húsinu, þar á meðal orkufyrirtæki, og fleiri fyrirtæki eru væntanleg í Eldeyjar- húsið. Að sögn Óla Arnar Eiríkssonar, verkefnastjóra Kadeco, nefnist eitt þeirra fyrirtækja sem hafa aðsetur í húsnæðinu Hydro-boost technology, og framkvæmdastjóri þess er Jóhann Benediktsson, fyrrum sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Frumkvöðlasetur er staðsett í Eld- eyjarhúsinu auk Orku- og tækniskóla og Samgöngu- og öryggisskóla Keilis. 3. VIRKJUN Aðstaða til að þróa nýjar atvinnuhug- myndir og koma þeim í framkvæmd í gegnum Eldey, og Nýsköpunarmið- stöð hjá Keili. Samstarfsverkefni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Markmiðið er að einstaklingar njóti hér ráðgjafar á sviði atvinnumála, fjár- mála, heilsu, sálfræði- og félagsþjón- ustu. Þeir séu studdir til sjálfshjálpar og hvatt sé til samstarfs í fjölskyldu- verkefnum, til að mynda heimilishaldi og heimanámi. 4. GAGNAVER VERNE GLOBAL Verne Global áætlar að byggja fyrsta græna gagnaverið á þessum stað. Upphaf framkvæmda mun vera á næsta leiti. Forstöðumenn fyrirtækisins hafa gert samning um að fyrsta verk- efni gagnaversins verði lokið í árslok 2010 og ætlunin er að standa við þær skuldbindingar. Verne Global er í eigu Novators og bandaríska fjárfestingar- fyrirtækisins General Catalyst. Áætlað er að verið muni kosta um tuttugu milljarða króna í framkvæmd. Áætlað- ur starfsmannafjöldi er um 100 manns og er Verne Global þegar byrjað að auglýsa eftir starfsmönnum. 5. KVIKMYNDAVER ATLANTIC FILM STUDIOS Til stóð að AFS festi kaup á þessu húsnæði, sem er kvikmyndaver á Íslandi. Lausafjárkreppan kom hins vegar í veg fyrir að svo yrði og voru þess í stað gerðir samningar þess efnis að AFS leigði húsnæðið um óákveðinn tíma. Inni- og sjávartökur fyrir kvikmyndina Reykjavík Whale Watching Massacre fóru fram í mynd- verinu í ágúst og september 2008. Enn þarf að gera nokkrar lagfæringar á húsnæðinu, en áhugasamir kaup- endur skoða verið reglulega, að sögn Óla Arnar Eiríkssonar, verkefnastjóra Kadeco. 6. OFFICERA-KLÚBBURINN Þessi sögufrægi staður hefur farið í gegnum yfirhalningu undir forystu Einars Bárðarsonar og Atla Rúnars Hermannssonar. „Ég lít á það sem mikið traust að Kadeco fái okkur til að sjá um Officera-klúbbinn. Þetta er án efa sá dansstaður á landinu sem flestir þekkja en fæstir hafa fengið tækifæri til að komast inn á. Þarna eru miklir salir og stórir barir og skemmtileg fundarherbergi þannig að við hlökkum til að slá aftur til veislu þarna,“ sagði Einar Bárðarson við undirritun samningsins við Kadeco í febrúar síðastliðnum. 7. FJÖRHEIMAR Félagsmiðstöð þar sem fram fer æskulýðsstarf í samvinnu við grunn- skóla Reykjanesbæjar. Félagsmið- stöðin þjónar öllum aldurshópum en sérstök áhersla er lögð á skipulagt starf fyrir unglinga 13-16 ára. Félags- miðstöðin er rúmlega 1.400 fermetrar á einni hæð. 8. DETOX JÓNÍNU BEN Detox ehf., Heilsufélag Reykjaness og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar skrif- uðu í gær undir samstarfssamning um uppbyggingu á detox-meðferðarstöð á Ásbrúar-svæðinu. Þetta samkomu- lag á að marka upphaf að heilsuþorpi sem ætlað er að rísa á svæðinu. Í fréttatilkynningu segir að meðferðar- stöðin verði opin allan ársins hring, allan sólarhringinn. 10. ÍÞRÓTTAVELLIR Samstarfsverkefni Keilis, Reykjanes- bæjar og Kadeco. Íþróttaaðstaða fyrir íbúa á Ásbrúarsvæðinu sem inni- heldur meðal annars stóran íþrótta- sal, lyftingasal og veggjatennissal. Handknattleiksfélag Reykjaness, sem stofnað var síðastliðið haust, leikur heimaleiki sína í þessu húsnæði. Þar er einnig starfræktur Ballettskóli Bryndísar Einarsdóttur, sá eini sinnar tegundar á Reykjanesi. Notkun íbúa á húsnæðinu hefur farið ört vaxandi að undanförnu. 11. HÁSKÓLAVELLIR Stærsti háskólagarður landsins með yfir 2.000 íbúum. Keilir hefur umsjón með útleigunni. Samkvæmt könnun Capacent eru 92 prósent leigjenda ánægðir með íbúðina sem þeir hafa leigt á Vallarheiðinni. 12. TÓMSTUNDATORG Hugmyndin að baki Tómstunda- torginu er að glæða nýtt miðsvæði bæjarlífsins lífi, auk þess að styðja við starfsemi Virkjunar, efla starf- semi Listasmiðjunnar og Fjörheima og styðja rekstrargrundvöll nýrra þjónustuaðila svæðisins. Þar á meðal annars að með inni- og útileiksvæði, spark – og leikvelli, og samstarfi við Golfklúbb Suðurnesja. UPPTAKA Kvikmyndaverið er stærsta sinnar tegundar á Íslandi. GAMAN Innileikvöllurinn á Tómstunda- torginu. BOCCIA Eldri borgarar iðka íþróttir í salnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.