Fréttablaðið - 04.04.2009, Síða 78
58 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR
Eftirminnilegar
fermingargjafir
Tími ferminga er runninn upp og gjafirnar sem fermingar-
barninu eru færðar geta allt eins átt sinn stað á heimili þess
fram á fullorðinsár eða þá lent í ruslinu eftir tvo, þrjá flutn-
inga. Júlía Margrét Alexandersdóttir rifjaði upp gamla pakka og
fermingar með góðu fólki.
Ég fermdist
aldrei en engu
að síður fékk ég
tvær fermingar-
gjafir. Önnur var
bókin Íslenskir
þjóðhættir sem
frændi minn og
kona hans færðu
mér um svipað
leyti og ég varð
stúdent. Var
gjöfin gefin með
þeim formála að
þau hefðu alltaf
verið að bíða eftir
að ég yrði fermd-
ur en þeim fannst
greinilega útséð loks þarna að ekkert yrði úr því.
Góð frænka gafst hins vegar upp á biðinni eftir
fermingarveislu fyrr og færði mér kúlupenna ári
eftir að ég hefði átt að fermast. Þetta var ekki
eins mikið tap fyrir mig og það leit út í fyrstu.
Ég var hvað ánægðust með hljómflutningstæki
sem ég fékk; Crown-plötuspilara og segulbands-
tæki. Ég man að ég fékk líka svakalega mikið
af stórum hringjum. Ég fatta hvað það er langt
síðan þetta var þegar ég man eftir krullujárninu
sem systir mömmu kom með til að nota við að
setja í mig fermingargreiðsluna. Járnið þurfti að
hita á eldavélarhellu.
Eftirminnilegustu
gjafirnar fékk ég
frá foreldrum
mínum – það
sem alla drengi
dreymdi um á
þessum tíma
– græjur með
fullt af blikkljós-
um. Á þessum
tíma skipti
hljóðið kannski
ekki öllu máli
en því betri voru
græjurnar sem
það voru fleiri
ljós á þeim og
því meiri hávaða
sem þær gátu skapað. Ég fékk líka fjögurra vikna
utanlandsferð til Danmerkur þar sem ég dvaldi
einn hjá vinafólki mömmu og pabba rétt fyrir
utan Kaupmannahöfn. Ég hafði þá ekki farið
mikið til útlanda þannig að það var mikið sport.
Ég fékk kass-
ettutæki frá
foreldrunum
eins og var
þá nokkuð
klassískt og
ýmsa skart-
gripi og hluti
sem allir eru
löngu týndir
þar sem ég hef
örugglega flutt
um HUNDRAÐ
sinnum síðan
þá. Ef ég gæti
fengið einn af
þessum hlutum
aftur þá myndi ég velja lampa sem var í laginu
eins og sveppur og var mjög vinsæl fermingar-
gjöf þetta árið.
Ég sé stundum svona lampa í gluggum á
húsum sem ég keyri framhjá og þá sakna ég
hans aðeins.
Rúmið sem foreldrar mínir gáfu mér er eftir-
minnilegasta fermingargjöfin. Það var mjög
sætt, með púðum, en alveg pínulítið og örmjótt.
Og í þessu örmjóa, pínulitla þrönga rúmi svaf ég
fram eftir öllu. Ég valdi það sjálf út af púðunum.
Það var með tveimur litlum skúffum sér og ég
geymdi alls kyns leyndarmál í þeim skúffum,
alls kyns ástarbréf og fleira. Þannig að rúmið
mitt var líka í raun svona hirsla fyrir leyndarmál.
Ég hef aldrei átt betra rúm.
Ég fermdist ekki og fékk því engar eiginlegar
fermingargjafir, heldur bara talsvert veglegri
afmælis- og jólagjafir það árið. Meðal annars
forláta Sinclair Spectrum tölvu sem ef til vill
hefur átt þátt í að ég er tölvunarfræðingur í dag.
Þetta voru því eins konar uppbótargjafir sem ég
fékk það árið.
Ég man ekki eftir einni
einustu fermingar-
gjöf sem ég fékk fyrir
fjörutíu árum. Í þá daga
náðu áhrif kaupmann-
anna ekki vestur í djúp
og þar fyrir utan neitaði
presturinn að ferma
mig. Þar til honum var
fyrirskipað af biskupi
að gera það. Þetta setti
sinn svip á athöfnina.
Við þetta má bæta að
presturinn kom ekki fram eftir til okkar fyrr en
viku fyrir athöfnina, setti mér fyrir, kom aftur
tveimur dögum seinna og hlýddi mér ekki yfir
neitt nema trúarjátninguna, sem var eins og
bögglað roð fyrir brjósti mínu. Hins vegar talaði
hann mikið um kynferðismál, aðallega til að
láta mig roðna, en það var auðvelt í þá daga.
Fyrir vikið tel ég mig trúleysingja og finnst mjög
gott að vera laus úr viðjum stjórnseminnar sem
kirkjan rígheldur í eins og hundur í roð.
Margt af því
sem ég fékk í
fermingargjöf
hefur lifað
góðu lífi. Til
dæmis sóma
skrifborðið
og stóllinn,
sem ég fékk
frá mömmu
og pabba, sér
vel í herbergi
dóttur minnar
í dag. Þrjár
gjafir töluðu
þó beint við
hjartað í mér:
Ferðataska,
bakpoki og
svefnpoki. Allt
var þetta notað þar til það beinlínis datt í sund-
ur enda kom það fljótt í ljós að þetta fermingar-
barn vildi helst vera á stöðugu ferðalagi.
Ég fermdist um
hvítasunnu og fékk
fullt af fínum gjöf-
um. Meðal annars
Ísfólksbækur númer
1-24, frá föðurafa
mínum og móður-
ömmu saman, ásamt
forláta rafmagns-
ritvél, sem var enn
nauðsyn á þessum
tíma. Ég hafði beðið
um bækurnar, til að
fullkomna Ísfólks-
bókasafnið mitt, en ég hafði fengið þær lánaðar
hjá stelpunni í næsta húsi, þangað til hún flutti.
Fyrsta bókin í minni eigu, fram að fermingu, var
því sú númer 25, sem var augljóslega ótækt.
Svo þykir mér mjög vænt um bók af allt öðrum
toga; Plöntuhandbókina, sem góður vinur minn
gaf mér, þá á 99. aldursári. Hún á sinn stað í
hillunni hjá mér, eins og Ísfólksbækurnar, en
ritvélin er úti í skúr. Lítið notuð í seinni tíð.
Mínar eftir-
minnilegustu
fermingargjafir
voru annars vegar
ritvél sem ég
reyndar á ennþá
og virkar vel (það
er spurning hvort
einhver á 28 ára
gamla tölvu sem
virkar) og hins
vegar trompet.
Ég notaði hvort
tveggja mjög
mikið, hamraði
heilu ritbálkana á vélina og þrælaðist í gegnum
bæði Mozart og Miles Davis á trompetinn. Það
fór reyndar þannig fyrir hljóðfærinu að ég seldi
það á drykkjuárum mínum og keypti jeppa fyrir
peningana. Vélin í honum sprakk þegar ég var á
leið út á land. Hvað kennir það manni? Jeppar
sem eru keyptir fyrir andvirði trompeta eiga það
til að springa.
SVANHILDUR HÓLM VALSDÓTTIR
DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR
FERMDIST ÁRIÐ 1981
FATAHÖNNUÐUR
FERMDIST ÁRIÐ 1984
LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR
AUGLÝSINGAGERÐARMAÐUR
FERMDIST ÁRIÐ 1981
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON
SAMSKIPTASVIÐI SAGA CAPITAL
FERMDIST ÁRIÐ 1981
BRYNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR
DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR
FERMDIST ÁRIÐ 1989
ÁSGEIR KOLBEINSSON
RITHÖFUNDUR
FERMDIST ÁRIÐ 1977
YRSA SIGURÐARDÓTTIR
VEÐURFRÆÐINGUR
HEFÐI ÁTT AÐ FERMAST ÁRIÐ 1979
HARALDUR ÓLAFSSON
ÞÝÐANDI
FERMDIST ÁRIÐ 1969
GÍSLI ÁSGEIRSSON
BAGGALÚTUR
HEFÐI ÁTT AÐ FERMAST ÁRIÐ 1987
KARL SIGURÐSSON
STJÓRNMÁLAMAÐUR
FERMDIST ÁRIÐ 1986
GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR
Sýning:
Verðum með sýningu nú um helgina á
glæsilegum íbúðum bæði í :
Beykidal 6 Reykjanesbæ og
Fossabrekku 21 Snæfellsbæ
Laugardag og Sunnudag frá kl. 11 til 17
Nýtt sölufyrirkomulag á heimasíðu okkar.
www.nesbyggd.is
Pokaz:
W najbliższy weekend przygotowujemy
pokaz eleganckich mieszkań:
Beykidalur 6 w Reykjanesbær oraz
Fossabrekka 21 w Snæfellsbær,
w sobotę i niedzielę w godz. od 11 do 17
Nowe zasady sprzedaży na naszej stronie
internetowej
www.nesbyggd.is