Fréttablaðið - 04.04.2009, Síða 80

Fréttablaðið - 04.04.2009, Síða 80
60 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR Hver er maðurinn á bak við Eberg? Áttatíu prósent maður, tuttugu prósent fita. Hvenær varstu hamingjusam- astur? Ég held ég hafi verið ham- ingjusamastur á öllum þeim móm- entum sem ég man ekki eftir. Ef þú værir ekki tónlistar- maður hvað myndirðu þá vera? Jarðfræðingur. Barði Jóhannsson semur eitt lag á plötunni. Hvernig byrjaði sam- starf ykkar? Við tókum að okkur nokkur verkefni saman á síðasta ári. Það er ljómandi ljúft að vinna með drengnum. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Húsið sem ég byggði í Kjósinni, sem er að mestu tilbúið en skortir þó ýmis nútímaþægindi. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? 1. apríl. Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar myndirðu vilja búa? Í Kjós- inni. Þar er gott að vera. Uppáhaldstónlistarmaður/kona og af hverju? Nói Steinn, því hann er snillingur. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Svartá í byrjun september. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tíman gegnt? Að vera uppvaskari á Hótel Íslandi var allnokkuð sérstakt. Djobbið var svo sem í lagi en það voru margir pirraðir þjónar á svæðinu. Alltaf verið að skamma þá úti í sal og þeir náðu að létta á pirringnum með því að skammast í uppvöskur- unum. Þá lærði ég fyrst að brjóta diska. Það er sérlega frískandi. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörðinni? Eurostar-lestin á milli London og Parísar. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag hlustar þú oftast á í dag? Góð tónlist er áhrifaríkust. Léleg tónlist hefur áhrif líka ef hún er afburða léleg. Ég var að grafa upp gamla, góða Super Mario Bros-lagið, fann Japana að spila það á YouTube á tvo gítara og einn sem spilaði það á ellefu strengja bassa! Ég vissi ekki einu sinni að svoleiðis app- arat væri til. Ef þú ættir tímavél, hvert myndirðu fara og af hverju? Ég færi aftur til gærdagsins og keypti klósettpappír. Þetta var neyðarlegt í morgun. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Fiskiflugur og ryksugur. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Það er þetta með gærdaginn og klósettpappírinn. Hvenær fékkstu síðast hláturs- kast? Þegar ég sá fyrrnefndan ell- efu strengja bassa. Áttu þér einhverja leynda nautn? Já, skynsamlegt að halda henni leyndri. Uppáhaldsbókin þessa stundina? 1000 Nudes. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Foreldra minna. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Kynslóð stjórnmála- manna sem stórkostlega ofmeta mikilvægi sitt. Uppáhaldsorðið þitt? Dvergur. Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Böns af hluta- bréfum í Haugur Group. Hvaða lag á að spila í jarðarför- inni þinni? „If you don´t know me by now.“ Hver verða þín frægu hinstu orð? Ég redda þessu á morgun. Hvað er næst á dagskrá? Og kemur platan út annars staðar en á Íslandi? Það verða útgáfutónleikar á Sódómu 22. apríl. Síðasta vetrar- dag. Þar verða tvöfaldir útgáfu- tónleikar þar sem Dr. Gunni ætlar einnig að fagna útkomu á nýrri plötu sinni. Ég er mjög spenntur að heyra þann grip. Antidote er nú þegar komin út í Japan og útgáfa í Evrópu á dagskrá seinna á árinu. Var að uppgötva ellefu strengja bassa Maðurinn á bak við Eberg er áttatíu prósent maður og tuttugu prósent fita segir tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg sem gefur út aðra breiðskífu sína, Antidote, nú um helgina. Anna Margrét Björnsson tók hann í þriðju gráðu yfirheyrslu. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Einar Tönsberg STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Stílabókastokkari, uppvaskari, vídeóleigugaur, áfylling í Hag- kaupum, þýðingar á kvikmynd- um, ýmis störf í tónlist og í hljóðverum. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1973 en þá var eldgos í Vest- mannaeyjum. Móðir mín var send heim af fæðingardeildinni svo Eyjapeyjar gætu fengið rúmstæði. ■ Á uppleið Teknóstaðir í mið- borginni. Bærinn er að fyllast af trylltum dansstöðum sem eru opnir fram á morgun. Hvers konar tímanna tákn ætli þetta sé? Íslensk tíska. Norræni tískutví- æringurinn var með eindæmum vel heppnaður og vonandi fer slíkum viðburðum að fjölga. Kúrekaskyrtur. Þykja ægilega töff bæði á konum og karlmönn- um um þessar mundir og stelpurnar geta meira að segja klætt sig í köflótta kjóla ef þær vilja fara alla leið í kán- trí-lúkkinu. Þýskur matur. Tilgerðarlegur matur er á útleið og því upplagt að tileinka sér strangheiðar- lega rétti Þjóðverja sem einkennast af kjöti, kartöflum og súrkáli. ■ Á niðurleið Goth. Þótti mjög töff í fyrra en er nú orðið leiðinlega „mainstream“ eftir að myndin Twilight gerði unglinga að emo-vampírum með svart glimmer á kinnunum. Svartur varalitur er því opinberlega dauður. Facebook-mont. Hverjum er ekki sama hversu oft þú fórst í líkamsrækt í dag eða hvort þú sért á leiðinni til Spánar. Iss. Borgaralegar fermingar. Er það ekki dálítið mikið 2007 að krakkarnir sem trúa ekki á guð heimti líka ferm- ingargjafir? Að tala eins og hálfviti. Það er ekki töff að ávarpa aðra hverja mann- eskju „ hæ sæta“ eða „hæ sæti“ eða „OMGZZZZZZZZZ HOOOJJJJ!“ þegar maður kemur auga á kunningja á Laugaveginum. MÆLISTIKAN EBERG, EINNIG ÞEKKTUR SEM EINAR TÖNSBERG Nýja platan „Antidote“ er vænt- anleg í verslanir um helgina og útgáfutónleikar verða haldnir á Sódómu síðasta vetrardag. FR ÉTTA B LA Ð IÐ / STEFÁ N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.