Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 94

Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 94
74 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Á níunda áratugnum naut hönnuðurinn Hervé Leger mikilla vinsælda hjá ofurfyrirsætum og kvikmyndaleikkonum, en hann varð fræg- ur fyrir stutta og níðþrönga kjóla sem nefnd- ust „bandage dresses“ og voru gerðir úr eins konar vafningum úr þykku teygjuefni sem gerðu heilmikið fyrir kvenlegan vöxt. Hönnuðirnir Christopher Kane og Proenza Schouler fengu hugmyndina að láni síðasta sumar en þá slógu slíkar flíkur rækilega í gegn. Hönnuðurinn Max Azria hefur tekið við Leger-tískuhúsinu og sýndi mjög flotta línu fyrir vor og sumar 2009 þar sem sítruslitir og svart voru áber- andi. Einnig vakti sundfatnaðurinn mikla athygli fyrir kynþokkafull snið. - amb HERVÉ LEGER STIMPLAR SIG INN Kynþokka- fullir kjólar FLOTTUR Sundbolur fyrir konur með línur frá Hervé Leger. VAFNINGAR Efnis lítill sundbolur í svörtu frá Hervé Leger. HVÍTT Sumar- legur hvítur þröngur kjóll. SEXÍ Svartur stuttur kjóll með áberandi munstri á hliðum. GULT Fallegur, stuttur og sexí kjóll í sumarlit. HNÉSÍTT Fallegur pastellitaður kjóll með sítrusívafi. STUTT Þröngur jakki og pils minna mikið á tísku níunda áratugarins. ELDRAUTT Sexý sumar- flík frá Hervé Leger. ... þessi skær- bleiki varalitur frá Estée Lauder kemur manni í sumarskapið. Nú tekur við hið skrýtna tímabil tískunnar þegar árstíðirnar fara að breytast og íslenskar píur fara að lifa í þeirri sjálfsblekkingu að vorið sé á næsta leiti. Það versta við þetta allt saman er að í raun og veru kemur aldrei neitt almennilegt sumar, bara einhvers konar vor og venjulega er maður hríðskjálfandi í röðinni fyrir utan Kaffibarinn þó að það sé miður júlímánuður. Það er mér að minnsta kosti nokkuð ljóst að allir þessir Hawaii-blómakjólar í anda Gucci eða víðar kvennabúrs- buxur munu ekki birtast í fataskápnum mínum í vor. Norræni tísku- tvíæringurinn er nýyfirstaðinn og það mátti sjá litríkar ljósmyndir af stórglæsilegum stelpum í ævintýralega flottum fötum og ég verð alltaf jafn impóneruð af flottum og frumlegum íslenskum stíl. Ég get ímynd- að mér að margar þeirra séu þeim kostum gæddar að kunna á sauma- vél og eigi ekki í erfiðleikum með að töfra fram dress eftir dress sem er væntanlega skynsamlegur kostur eins og efnahagsstaða landsins er í dag. Það kemur oftast mikill sorgarsvipur á vinkonur mínar þegar talað er um tísku þessa dagana því enginn tímir að kaupa sér eitthvað nýtt, hvað þá að kíkja í búðarglugga þegar freistingarnar eru margar og lítið af peningum milli handanna. „Hvar finnur maður eiginlega ódýr og flott föt,“ er alltaf viðkvæðið og eins leiðinlegt og mér þykir að segja það þá er úrval af ódýrum fatnaði bara nokkuð slæmt hér í borg. Ekki erum við komin með H&M, búðina sem allar konur elska, og ein- hvern veginn er verðið á fötum úr tískuvörukeðjum óeðlilega hátt. Ef maður hefur ekki efni á nýjum kjól eða flottu dressi við öll þessi partí- tækifæri sem eru fram undan í vor, hvort sem það eru útskriftir eða árshátíðir, þá klikkar samt aldrei að bæta nokkrum nýjum fylgihlutum við. Einfaldur, þröngur svartur kjóll verður æðislegur við himinháa hælaskó í flottum sterkum lit, rauður varalitur gerir kraftaverk, og svo er hægt að vera sniðugur og nota til dæmis stóra slaufu til að poppa upp á einfaldan kjól eða fá gamla flotta pelsslá lánaða. Það er hægt að finna fínustu hælaskó í ódýrari búðum eins og Top Shop og Zöru sem apa eftir nýjustu tísku og enginn sæi nokkurn tímann mun- inn. Svo stendur nú „grunge“-rokk lúkkið alltaf fyrir sínu og þá þarf maður ekki annað en gallabuxur, bol og leðurjakka og vænan skammt af „attitude“. Tíska fyrir lítinn pening > KATE MOSS LÍNAN Á NETINU Þeir sem geta ekki beðið eftir að nýja lína fyrir- sætunnar Kate Moss komi í Top Shop geta nælt sér í flíkur á www.topshop.com innan skamms. Nýja línan fyrir sumarið 2009 er blanda af blómamynstrum og rokki, algerlega í anda tískudívunnar. ... flottustu skó í bænum sem fást í svörtu, bláu, skærbleiku, gulu og grænu í verslun- inni Einveru á Laugavegi. ... Body Excellence Slim kremið frá Chanel sem hjálpar til við að koma manni í form fyrir laugarnar í sumar. MÁL OG MENNING www.forlagid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.