Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 98

Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 98
78 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > SKÓSJÚK SÖNGKONA Fergie segist vera sjúk í skó, en hún hefur nú sett á mark- að eigin skólínu sem kall- ast Fergie. Söngkonan viður- kennir að hún þurfi auka- skápa á heimili sitt undir skó sína sem eru af öllum gerð- um enda á hún rúmlega 500 skópör. Fergie, sem er 34 ára, gekk nýverið að eiga unnusta sinn, leikarann Josh Duham- el, 36 ára. „Okkur hefur verið vel tekið af bæjar- búum og það eru allir hérna boðnir og búnir að gera allt fyrir okkur þótt við séum í raun að taka bæinn yfir,“ segir Hjörtur Grétarsson hjá True North um alþjóðlega Sony-auglýsingu sem fyrir- tækið tekur nú upp á Seyðisfirði. Alls verða gerðar fimm auglýsingar fyrir hátalara og heyrnartól Sony sem verða sýndar úti um allan heim. „Við byrjuðum að taka klukkan 11 í gær og verðum hérna í fjóra daga. Við höfum reist möstur með hátölurum sem eru yfir 100 talsins og fest gríðarlega stóra hátalara á ljósastaura. Í fyrrakvöld reistum við eitt mastur í hólmanum í miðju Lóninu, svo við þurfum að gæta flóðs og fjöru, en veðrið ætlar að leika við okkur í tökunum,“ útskýrir Hjörtur, en segir megnið af hátölurunum einung- is vera fyrir leikmynd en ekki hljóð. „Ástæðan fyrir því að við erum að taka þetta hér á Seyðisfirði er að aug- lýsingin á að gerast í afskekktum bæ þar sem allir vísindamenn Sony búa og eru að prófa alls konar heyrnartól og hátal- ara sem þeir framleiða. Það er í raun bara verið að búa til blæ venjulegs lítils samfélags svo þetta á að vera eins eðli- legt og heimilislegt og það getur verið. Um 130 manns koma að tökunum, en þar af eru 25 til 30 leikarar. Þeir eru nær allir héðan úr Seyðisfirði og nokkrir frá Egilsstöðum, svo þetta er allt úr héraði,“ bætir hann við. Auglýsingarnar fara í loftið í lok maí og verða sýndar út um allan heim. Sú lengsta er þrjár mínútur og verður mest spiluð á netinu svo Seyð- firðingar eru að verða heimsfrægir.“ - ag Seyðfirðingar í Sony-auglýsingu YFIR 100 HÁTALARAR Möstur með hátölurum hafa verið reist úti um allan Seyðisfjörð, þar á meðal í hólmanum í miðju Lóninu. Bókaforlagið Crymogea hefur gert samn- ing um dreifingu og sölu á kreppuplak- ati Halldórs Baldurssonar, teiknara hjá Morgun blaðinu. Plakatið er aðeins prentað í hundrað eintökum af stærðinni 100x70 í sérstakri deluxe-húðun sem krumpast ekki. Verðið er 3.500 krónur. „Þetta er bara fyndið. Um leið og þú horfir á þetta svona nokkra mán- uði aftur í tímann sérðu hvað þetta er absúrd. Þetta virðist koma eins og úr annarri vídd,“ segir Kristján B. Jónasson hjá Crymogea um plakatið, sem hann telur að gæti orðið safngripur. „Þetta er að vísu ekkert áritað en þetta er minnismerki um kreppuna, smá minja- gripur.“ Á meðal þeirra sem lenda í háðsádeilu Halldórs á plakatinu eru Ólafur Ragnar Grímsson, Geir H. Haarde, Gordon Brown og Robert Mugabe, ásamt bankastjórum og útrásarvíkingum. Halldór bjó plakatið til eftir að efnahags- kreppan reið yfir landið og sendi inn í árlega hönnunarkeppni FÍT, Félags grafískra hönn- uða og myndskreyta. Þar vann það aðalverð- launin og hafði dómnefndin þetta að segja um verkið: „Grafískt meistara- verk, sem sýnir mátt myndmáls- ins. Sköpunar- gleði, teikninátt- úra, kímnigáfa og síðast en ekki síst persónuleg og ein- stök sýn höfundar- ins á viðfangsefnið. Hárbeitt ádeila á heimsmælikvarða.“ - fb Kreppuveggspjald úr annarri vídd KRISTJÁN B. JÓNASSON Bóka- útgefandinn hefur nú til sölu kreppuplakat Halldórs Baldurssonar. PLAKATIÐ Kreppuplakat Halldórs Baldurssonar er gott minnismerki um kreppuna. RÚV er hætt við að hætta við Spurningakeppni fjöl- miðlanna. Því verða tvær slíkar keppnir í ár. „Þetta er magnað og auðvitað eru þetta viðbrögð við keppninni okkar. Mér finnst álíka trúlegt að þau hafi ákveðið þetta með jafn skömmum fyrirvara og raun ber vitni og að allir auðmennirnir hafi ekki heyrt um eyjuna Tortola, “ segir Logi Bergmann Eiðsson. Líkt og Fréttablaðið greindi frá hætti RÚV við hina sívinsælu spurningakeppni fjölmiðlanna sem haldin hefur verið um páskana á Rás 2. Bylgjan ákvað að bregðast við fjölda áskorana, fá Loga Berg- mann til að stjórna keppninni og semja spurningar og ekkert var að vanbúnaði annað en að senda boð til fjölmiðla um að senda lið til leiks. En ekki voru liðnar marg- ar mínútur frá því að Logi birtist í viðtali við Vísir.is en dr. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rík- isútvarpsins, tilkynnti á mbl.is að Rás 2 myndi halda spurninga- keppni fjölmiðlanna, reyndar ekki um páskana eins og hefð er fyrir, heldur hvítasunnuhelgina. Og að Ævar Örn Jósepsson myndi sjá um hana líkt og undanfarin ár. Hún yrði þó með breyttu sniði. Í stað engrar spurningakeppni verða því nú tvær með stuttu millibili. Sigrún Stefánsdóttir sagðist í samtali við Fréttablaðið vonast til þess að Logi Bergmann myndi blómstra í sinni keppni. Spurninga- keppni Rásar 2 yrði enda einum og hálfum mánuði seinna. „Við erum búin að keyra þessa keppni áfram í tuttugu ár en sökum þess að Rás 2 er ekki fjársterk um þessar mundir var þetta eitt af því sem ég ákvað að skera niður,” segir Sigrún. Sú ákvörðun hafi verið endurskoðuð vegna fjölda áskorana, meðal ann- ars á Facebook. Sigrún bætir því við að Ævar Örn sé nú að vinna að tillögu um hvernig keppninni verði háttað um hvítasunnu en hún verður með breyttu sniði. Hvorki Sigrún né Logi reiknuðu með því að fréttastofurnar myndu fara í mann- greinarálit heldur myndu einfald- lega mæta til leiks í báðum keppn- um. freyrgigja@frettabladid.is Tvær keppnir í ár LOGI BERGMANN OG SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR Rás 2 hyggst blása til nýrrar spurn- ingakeppni fjöl- miðlanna en að þessu sinni verður hún um hvítasunnuna. Bylgjan verður með spurninga- keppni fjölmiðlanna um páskana. „Við fögnum þessum áfanga og nú erum við búnir að ná augum alheimsins,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North. Alþingi samþykkti á fimmtudag frumvarp Össurar Skarphéðinssonar um að hækka endurgreiðsluprósentu til kvik- myndagerðar um sex prósent, úr fjórtán upp í tuttugu. Kvikmyndagerðarmenn hafa lengi barist fyrir hækkun endur- greiðsluprósentunnar. Segir Leifur að þetta muni skila sér í auknum verkefnum og sé mikil lyftistöng fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Þetta sést til að mynda á gerð Sony-aug- lýsingar á Seyðisfirði sem fjallað er um hér ofar á síðunni. - fgg Skálað í True North GLAÐIR Í BRAGÐI Leifur B. Dagfinnsson og félagar hjá True North voru ánægðir með að endurgreiðsluprósentan skyldi loks vera hækkuð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 VITA er lífið Skráðu þig í netklúbbinn – VITA.is Mallorca í vor á einstöku tilboðsverði! VITA er ný ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group. GROUP Dagskrá fyrir Gott fólk 60+ Fararstjóri: Rebekka Kristjánsdóttir Skemmtanastjóri: Bjarney Lea Guðmundsdóttir Dvöl á Mallorca sameinar allt sem fólk yfir sextugt sækist eftir á sólarstað. Þeir sem hafa ekki áhuga á siglingu um Miðjarðarhaf geta haft hægt um sig, slakað á og gist á Pil Lari Playa á Playa de Palma á Mallorca allan tímann. Í boði er fjölbreytt skemmti- dagskrá og fjöldi skoðunarferða með fararstjóra. Heilsurækt Félagsvist/mini golf Ganga/stafaganga Skemmtikvöld Hotel Cosmopolitan Verð frá 98.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli með hálfu fæði. Verð m.v. 5.000 kr. afslátt til félaga í Gott fólk 60+ * Verð án Vildarpunkta en með klúbbafslætti: 108.900 kr. ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 4 56 77 0 4. 20 09 hálft fæði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.