Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 106

Fréttablaðið - 04.04.2009, Side 106
86 4. apríl 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Það á ekki af landsliðsmönnum Íslands í handbolta að ganga. Þeir eru orðnir fastagestir hjá skurðlæknum og sá nýjasti til þess að leggjast undir hnífinn er ungstirnið Aron Pálmarsson, leikmaður FH og tilvonandi leikmaður Þýskalandsmeistara Kiel. Aron er staddur ytra þessa dagana en læknar Kiel munu skera hann upp á mánudagsmorgun. „Ég lét Alfreð [Gíslason, þjálfara Kiel] vita af þessum málum sem og að Binni [Brynjólfur Jónsson, læknir landsliðsins] vildi skera. Alli vildi endilega láta læknana skoða mig úti og þeir komust að nákvæmlega sömu niðurstöðu. Ég fer því í aðgerðina á mánudagsmorgun. Ég ætti að vera klár eftir sex vikur og verð örugglega með í landsleikjunum í sumar,“ sagði Aron við Frétta- blaðið frá Kiel. „Það er víst í ágætu lagi með sjálft hnéð en það er einhver sin fyrir neðan hnéð sem er að gera mér lífið leitt. Það er skemmd í henni og bólgur sem myndast í kringum hana. Þetta hefur farið versnandi og ég fór líklega endanlega í Eistaleiknum að Ásvöllum,“ sagði Aron en það var ekki að sjá á honum í leiknum að hann væri sárþjáður enda fór hann á kostum í leiknum. „Ég fann alveg fyrir þessu í leiknum en ég var í finni meðhöndlun þegar ég var með landsliðinu. Ég var samt mjög aumur eftir leikina, þurfti mikið að kæla og gat þess utan ekki æft mikið með liðinu.“ Aron er kominn í sumarfrí enda missti FH af sæti í úrslita- keppninni eftir frábært gengi framan af móti. „Það var alveg glatað að komast ekki í úrslitakeppnina. Við vorum fínir fyrir áramót, svakalega gaman en ég veit ekki hvað gerðist svo hjá okkur. Það er bara eins og tímabilið hafi ekki orðið að neinu. Það var svo líka svakalega svekkj- andi að fylgjast með úr stúkunni gegn Fram.“ Aron fer á stórleik Kiel og Croatia Zagreb í Meistara- deildinni í dag. Fyrri leiknum í Króatíu lyktaði með jafntefli og því verða einhver átök í dag. „Það er bót í máli að fá að sjá þennan leik hér úti áður en maður fer í aðgerðina. Annars hugsar félagið svakalega vel um mig. Ég er með flottan nýjan Audi til afnota og allt er frítt hérna á hótelinu,“ sagði Aron léttur. ARON PÁLMARSSON: FER Í HNÉAÐGERÐ Í KIEL Á MÁNUDAG EN VERÐUR EKKI LENGI FRÁ Verð örugglega klár í landsleikina í sumar KÖRFUBOLTI Brenton Birmingham er kominn í sjöunda sinn í loka- úrslitin um Íslandsmeistaratitil- inn og nú ætlar hann sér að gera það sem honum hefur aldrei tekist – að vinna KR í úrslitaeinvíginu. Fyrsti leikur úrslitaeinvígis KR og Grindavíkur fer fram í DHL-Höll- inni í dag og hefst klukkan 16. „Ég hef verið í úrslitunum nokkrum sinnum áður og veit alveg hvernig það er að vera í þess- ari stöðu. Þetta verður þó í eitt af örfáum skiptum þar sem mitt lið kemur inn í lokaúrslitin og er ekki spáð sigri. Við höfum 110 prósent trú á okkar liði og vitum að við getum alveg eins unnið titilinn eins og KR,“ segir Brenton. Brenton hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari en hann tapaði í tveimur fyrstu lokaúrslit- unum sem og síðast þegar hann komst svona langt með Njarðvík- urliðinu 2007. „Það er kominn tími á að vinna KR í úrslitum. Ég hef bara unnið þá í undanúrslitunum,“ segir Brenton, sem tapaði fyrir KR í úrslitum 2000 og 2007. Jón Arnór og Jakob „Það vita allir að KR-liðið snýst í kringum Jón Arnór og Jakob. Þeir eru aðalmennirnir og svo mun Jason skila sínu. Þeir eru með þrjá aðalmenn en hinir mennirnir í liðinu eru mjög góðir hlutverka- leikmenn sem skila sínu vel,“ segir Brenton, sem kemur örugglega til með að dekka Jón Arnór. „Það er líklega ekki hægt að stoppa Jón Arnór en við ætlum að reyna að hægja á honum eins mikið og mögulegt er, “ segir Brenton. Brenton og Nick Bradford hafa verið í fimm af síðustu átta Íslandsmeistaraliðum hér á landi og þar fara menn sem vita hvað þarf til þess að vinna. „Ég og Nick vitum að það er ætlast til mikils af okkur í þessum leikj- um. Við eigum það sameigin- legt að við getum gert miklu meira en að skora. Við reyn- um að hjálpa til á öðrum svið- um eins og í vörninni,“ segir Brenton. Brenton hefur skorað minna síðustu tímabil en mikilvægi hans er þó engu minna. „Ég lenti oft í leikj- um þar sem ég er ekki að skora mikið en er að draga að mér athygli varnarinnar. Ég er oft í hlutverki tálbeitunnar,“ segir Brenton og gott dæmi er síðasti leikur Grindavíkur og KR sem Grindavík vann með 11 stigum. Tók 3 skot í síðasta KR-leik „Ég skoraði bara 2 stig og tók aðeins 3 skot en ég gat spilað góða vörn og gat dregið að mér athygli á meðan aðrir í liðinu voru að setja niður skotin,“ segir Brenton. „Bæði lið búa yfir mikill breidd og miklum hæfileikum. Ég held að það muni svo litlu á þessum liðum að þetta verði bara spurningin um hvort liðið sé að framkvæma hlut- ina betur, mætir grimmara til leiks eða spilar betri vörn,“ segir Brenton. Liðin hafa mæst fjór- um sinnum í vetur. KR vann þrjá fyrstu leikina en Grindavík þann síðasta. „Þegar við töpuðum fyrir þeim síðast í DHL-Höllinni var Nick nýkominn og við vorum ekki búnir að mynda nægi- lega sterkan liðsanda. Það sást í þeim leik og líka á muninum á okkar liði þegar liðin mættust síðan aftur í Grindavík nokkr- um vikum síðar. Á þess- um tíma ársins skiptir litlu hvernig hefur farið í vetur því allt getur gerst,“ segir Brenton og talar af mikilli reynslu. Gætum fyllt Höllina fimm sinnum Brenton hefur engar áhyggjur af því þótt hraðinn verði mikill í leikjunum. „Ég býst við háu tempói í þessum leikjum því bæði lið vilja keyra upp hraðann. Ég samþykki það alveg og mun reyna að halda í við ungu strákana. Ég er í góðu formi,“ segir Brenton. „Þetta verður skemmtilegt ein- vígi fyrir áhorfendur. Ég hef heyrt fólk vera að tala um það að við gætum líklegt fyllt Laugardals- höllina fyrir alla fimm leikina. Það eru rosalega margir búnir að segja mér að þeir ætli að mæta á leikina í stað þess að horfa á þá í sjónvarp- inu,” segir Brenton og rifjar upp lokaúrslitin fyrir tveimur árum þegar fólk troðfyllti DHL- Höllina á fjórða og síð- asta leiknum. Það má búast við DHL-höllinni troð- fullri í dag enda er körfuboltaáhuga- fólk búið að bíða eftir þessu ein- vígi í allan vetur eða allt frá því að liðin hófu tímabilið á frábærum úrslita- leik í Powerade-bik- arnum. ooj@frettabladid.is Komið að því að vinna KR Brenton Birmingham á ekki eftir að vinna margt í íslenskum körfubolta en hann hefur þó aldrei unnið KR í lokaúrslitum. Úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur hefst í dag. Búist er við hröðum og spennandi leikjum og troðfullum húsum. SJÖUNDU LOKAÚRSLITIIN Brenton Birmingham ætlar sér að verða Íslandsmeistari í fjórða sinn á ferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1999 Brenton leikur með Njarðvík sem tapar í oddaleik í Keflavík eftir að hafa komist í 2-1 og feng- ið tvo leiki til þess að tryggja sér titilinn. Brenton skorar 28,2 stig að meðaltali auk þess að taka 11,2 fráköst og gefa 4,6 stoðsendingar. 2000 Brenton leikur með Grinda- vík sem tapar 1-3 fyrir KR eftir að hafa unnið fyrsta leik- inn. Brenton skorar 23,8 stig að meðaltali í leik. 2001 Brenton leikur með Njarðvík og vinn- ur sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil þegar Njarðvík vinnur Tindastól 3-1 í úrslitum. Brenton á stórkostlega úrslitaseríu þar sem hann er með 23,3 stig, 8,3 fráköst, 9,0 stoðsendingar og 4,8 stolna bolta að meðal- tali í leik. 2002 Brenton leikur með Njarðvík sem vinnur Keflavík 3-0 í lokaúrslitum. Brenton er með 19,3 stig, 8,0 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali. 2006 Brenton leikur með Njarðvík sem vinnur Skallagrím 3-1 í lokaúrslitum. Brenton er kosinn besti leikmaður úrslitanna eftir að hafa skoraði 21,0 stig, tekið 8,3 fráköst og gefið 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. 2007 Brenton leikur með Njarðvík sem tapar 1-3 fyrir KR eftir að hafa unnið fyrsta leikinn og verið yfir í nánast öllu einvíginu. Brenton er með 17,3 stig, 6,5 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. LOKAÚRSLIT BRENTONS BIRMINGHAM UM ÍSLANDSMEISTARATITILINN 1999-2009: > Betra að tapa í dag? Ætli KR-ingar og Grindvíkingar að fylgja uppskriftinni að síðustu Íslandsmeistaratitlum sínum þurfa þeir væntanlega að keppast um að tapa fyrsta leiknum í lokaúrslitunum í Iceland Express-deild karla í DHL-höll- inni í dag. KR tapaði fyrsta leiknum á móti Grindavík 2000 og fyrsta leiknum á móti Njarðvík fyrir tveimur árum en tryggði sér titilinn í bæði skiptin með því að vinna þrjá næstu leiki. Þetta á líka við hjá Grindavík því þegar liðið varð Íslandsmeistari í eina skiptið 1996 tapaði það fyrsta leiknum í úrslita- einvíginu á heimavelli en vann síðan einvígið 4-2 eftir að hafa unnið alla þrjá útileikina í lokaúrslitunum. Faxafeni 12 (2. hæð), 108 Reykjavík Opnunartímar opið alla helgina K ra kk ar D öm ur & h er ra r Fl ís pe ys ur 1 .5 0 0 -3 .0 0 0 k r. Pollabuxur 1.500 kr. Pollajakkar 1.500 kr. 500 kr. Fl ís pe ys ur 4 .0 0 0 -6 .5 0 0 k r. 1.000 kr. Regnkápur/jakkar 2.000 kr. V in ds ta kk ur 2 .0 0 0 k r. V in db ux ur 1 .0 0 0 k r. Ö nd un ar ja kk ar 6 .0 0 0 -1 0 .0 0 0 k r. Öndunarbuxur 6.000 kr. Buxur 3.000 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.